Morgunblaðið - 22.03.2004, Síða 2
ÍÞRÓTTIR
2 B MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.
INGA Rós Gunnarsdóttir úr Gerlpu í Kópavogi var aldurs-
forseti í kvennaflokki á Íslandsmótinu í fimleikum. Hún verður
19 ára í apríl en helstu keppinautar hennar á mótinu voru hin
12 ára gamla Kristjana Sæunn Ólafsdóttir og Sif Pálsdóttir
sem er 16 ára. „Ég er orðin vön því að vera elst á mótum sem
þessum. Því fylgja bæði kostir og gallar en ég tel mig hafa það
umfram aðra þátttakendur að hafa mikla reynslu þar sem ég
tók þátt í mínu fyrsta móti þegar ég var 7 ára gömul,“ sagði
Inga Rós en þegar hún tók þátt í sínu fyrsta móti var Íslands-
meistarinn núverandi á sínu fyrsta aldursári.
„Það er margt sem verður til þess að stelpur hætta svona
snemma, bæði er að þegar við stækkum þá verða hlutirnir
miklu erfiðari og svo krefst skólinn tíma og við getum ekki æft
eins mikið og við þurfum til að halda í við þær sem yngri eru.“
Árangur þinn núna er með því besta sem þú hefur náð á Ís-
landsmótinu, ertu ekki sátt við mótið?
„Nei ég er ekki nógu sátt við laugardaginn, þá heppnuðust
æfingarnar mínar á jafnvægisslánni ekki nógu vel og það varð
til þess að ég náði ekki sigri í samanlögðu og það er mjög sárt
að missa af titlinum með þessum hætti,“ sagði Inga Rós og
vildi ekkert gefa upp um það hvort hún mætir til leiks á ný að
ári.
Aldursforsetinn aðeins 18 ára
Inga Rós Gunnarsdóttir
STJARNAN úr Garðabæ hafði mikla yfirburði
á laugardaginn er Íslandsmótið í hópfimleikum
fór fram, en keppt var í Laugardalshöll. Á
föstudag fór fram keppni á einstökum áhöld-
um þar sem Stjarnan sigraði með nokkrum yf-
irburðum í öllum þremur keppnisgreinunum.
Það sama var upp á teningnum í úrslitakeppn-
inni á laugardaginn þar sem Stjarnan sigraði á
ný með 51,20 stig samanlagt. Gerpla P1 varð í
öðru sæti með 46,40 stig og Grótta varð í þriðja
sæti með 45,70 stig.
Með sigrinum tryggði Stjarnan sér þátt-
tökurétt á danska meistaramótinu sem fram
fer dagana 3.–4. apríl og að auki mun liðið taka
þátt í Evrópumóti í hópfimleikum sem fram fer
í Dornbirn í Austurríki í október á þessu ári.
Í hópfimleikum eða trompfimleikum er
keppt í stökki af trampólíni, æfingum á dýnu
og dansi.
Stjarnan var í
sérflokki
Á laugardag var keppt í fjölþraut.Karlarnir kepptu í gólfæfing-
um, á bogahesti, í hringjum, stökki,
tvíslá og á svifrá.
Það kom ekki á
óvart að Viktor
Kristmannsson úr
Gerplu skyldi bera
sigur úr býtum þar sem Rúnar Alex-
andersson og Dýri Kristjánsson
voru ekki meðal keppenda að þessu
sinni en þessir þrír hafa verið í
nokkrum sérflokki undanfarin ár.
Viktor átti frábæra æfingu á boga-
hesti þar sem hann fékk einkunnina
9,10 og hann var einnig fremstur
meðal jafningja á tvíslá þar sem
hann fékk 7,90 í einkunn. Samanlögð
einkunn Viktors var 47,85 og dugði
það honum til sigurs. Jónas Val-
geirsson úr Ármanni veitti Viktori
harða keppni en hann sigraði í gólf-
æfingum, í hringjum og í stökki.
Jónas varð annar með einkunnina
46,35. Anton Heiðar Þórólfsson, sem
einnig er í Ármanni, varð þriðji í
samanlögðu með einkunnina 45,05
en hann sigraði á svifrá þar sem
hann fékk einkunnina 7,50.
Svipað var uppi á teningnum á
sunnudag þegar keppni í einstökum
áhöldum fór fram. Viktor sigraði í
æfingum á gólfi, bogahesti, hringj-
um og á tvíslá, varð annar á svifrá og
þriðji í stökki. Viktor var líka kátur
með niðurstöðuna í mótslok.
„Ég hef æft mjög vel og reiknaði
alveg eins með því að ná góðum ár-
angri á þessu móti. Ég hef hins veg-
ar átt við að stríða nokkur meiðsli í
öxl og á síðasta móti meiddi ég mig í
hælnum svo að ég hef ekki getað æft
stökkin sem skyldi,“ sagði Viktor.
„Það hefði verið gaman að hafa
Dýra með núna og sjá hvernig stað-
an á okkur er. Síðast þegar við
kepptum þá vann ég hann en æf-
ingaaðstæður okkar hafa verið mis-
munandi, ég hér heima og hann í
Bandaríkjunum.“
Aðspurður sagðist Viktor vera að
fara á Norðurlandamót í Malmö í
Svíþjóð í vikunni og síðar í mánuðin-
um fara fulltrúar Íslands á Evrópu-
mótið í Slóveníu.
„Ég vona að æfingar mínar muni
skila sér þar. Ég hef verið sterkast-
ur á bogahesti undanfarin ár og þeg-
ar Rúnar er ekki með þá tel ég að ég
eigi góða möguleika á að ná í verð-
laun á Norðurlandamótinu. Rúnar
hefur verið mér mikil hvatning og
það hefur verið ómetanlegt að fá
tækifæri til að æfa með honum bæði
hér heima og í Svíþjóð,“ sagði Vikt-
or.
Hver er framtíðarsýn Viktors í
fimleikunum?
„Mig langar alveg hrikalega til að
fara út og æfa við toppaðstæður með
toppmönnum. Ég hef samt ekki
áhuga á að fara út í skóla, líkt og
Dýri er að gera, en þetta er draumur
minn og ég myndi gera hvað sem er
til að fá slíkt tækifæri,“ sagði Ís-
landsmeistarinn í fimleikum 2004,
Viktor Kristmannsson.
Rafmagnað andrúmsloft
í fjölþraut kvenna
Í kvennaflokki sigraði hin 12 ára
Kristjana Sæunn Ólafsdóttir úr
Gerplu. Er þetta í fyrsta sinn sem
Gerpla eignast Íslandsmeistara
bæði í karla- og kvennaflokki á sama
árinu. Keppnin hjá stúlkunum var
mjög hörð. Margir reiknuðu með að
Sif Pálsdóttir úr Gróttu myndi ná að
sigra fimmta árið í röð en á mótum
vetrarins hafa þær Kristjana Sæunn
og Inga Rós Gunnarsdóttir úr
Gerplu sótt fast að henni. Sif hefur
hins vegar verið lasin undanfarið og
náði hún sér ekki á strik um helgina.
Andrúmsloftið í höllinni á laugardag
var rafmagnað, svo ekki sé meira
sagt. Aðeins 0,6 stig skildu Krist-
jönu, sem sigraði, og þær Ingu Rós
Gunnarsdóttur og Sif Pálsdóttur
sem höfnuðu í 2. og 3. sæti.
Kristjana Sæunn sigraði í gólfæf-
ingum með einkunnina 8,2 en hún
deildi efsta sætinu í stökki með
Tönju B. Jónsdóttur úr Björk en
þær fengu báðar einkunnina 8,350.
Inga Rós Gunnarsdóttir sigraði á
tvíslá með einkunnina 7,7 og Hera
Jóhannesdóttir úr Gróttu sigraði í
æfingum á slá með einkunnina 7,625.
Þar var keppni mjög hörð og hlutu
sjö keppendur yfir 7 í einkunn. Sam-
anlagt hlaut Kristjana Sæunn ein-
kunnina 31,750, Inga Rós fékk
31,475 og Sif Pálsdóttir fékk 31,075.
Kristjana Sæunn
Íslandsmeistari í fyrsta sinn
Á sunnudag var spennan ekki
minni en á laugardaginn. Tanja
Björk Jónsdóttir úr Björk kom sterk
inn í fyrstu tvær greinarnar, stökk
og tvíslá, þar sem hún skaut keppi-
nautum sínum ref fyrir rass, en
Kristjana Sæunn sigraði á jafnvæg-
isslá og Inga Rós í gólfæfingum.
Kristjana Sæunn Ólafsdóttir á
sannarlega framtíðina fyrir sér en
hún er aðeins 12 ára gömul. Var
mjög skemmtilegt að sjá hversu
mikinn þroska stúlkan sýndi í æfing-
um sínum, hvort heldur sem var á
jafnvægisslá, gólfi, tvíslá eða í
stökki. Íslandsmeistaratitill í full-
orðinsflokki hjá 12 ára stúlku kemur
þó ekki af sjálfu sér og Kristjana
hefur æft af miklum krafti undanfar-
in ár.
„Ég hef æft fimleika í 5 ár, eða frá
því ég var 7 ára gömul,“ sagði Krist-
jana Sæunn. „Síðustu ár hef ég æft
sex sinnum í viku, fjóra tíma á dag,
svo þetta hefur tekið mikinn tíma.
Ég hef verið mjög heppin með þjálf-
ara og þau hafa hjálpað mér mjög
mikið,“ sagði hin stórefnilega Krist-
jana Sæunn sem einnig hefur lagt
stund á ballett og jassballett ásamt
fimleikunum.
Fimleikaveisla í
Laugardalshöll
ÞAÐ var sannkölluð fimleikaveisla í Laugardalshöll um helgina þeg-
ar Íslandsmótið í fimleikum fór þar fram. Keppt var í hópfimleikum,
áhaldafimleikum og í fjölþraut. Íslandsmeistaramótið á 30 ára af-
mæli en mótið var endurvakið eftir nokkurra ára hlé árið 1974. Að
þessu sinni var mótið einstaklega glæsilegt, salurinn í Laugardals-
höllinni fagurlega skreyttur og framkvæmd öll til mikils sóma fyrir
Gerplu og Gróttu, sem var mótshaldari að þessu sinni.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bræðurnir Róbert og Viktor Kristmannssynir úr Gerplu voru
heldur betur í sviðsljósinu. Viktor varð Íslandsmeistari í fjöl-
þraut og saman stóðu þeir bræður á verðlaunapalli eftir æfing-
ar á gólfi og á bogahesti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kristjana Sæunn Ólafsdóttir
úr Gerplu varð Íslands-
meistari í fjölþraut.