Morgunblaðið - 22.03.2004, Síða 3

Morgunblaðið - 22.03.2004, Síða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 B 3 Nú fer sumarið að koma – nú er tími fyrir takkaskó Ármúla 36, 108 Reykjavík, sími 588 1560. Verð er birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Adidas Predator (takka og gervigras) frá kr. 7.995. Adidas Provider (takka og gervigras) kr. 3.990. Nike Total 90 (takka og gervigras) barna kr. 4.990 fullorðins kr. 5.990. Adidas F30 verð kr. 9.500. Mitre Hydro Pro verð kr. 8.490. Einstök bók! Sportútgáfan HEIMIR Jón Gunnarsson er meðal reyndustu þjálfara og dómara sem tóku þátt í Íslandsmótinu í fim- leikum um helgina. Hann var sáttur við árangur strákanna og sagði að þeir sýndu nokkrar framfarir á milli ára. „Það var engin spurning að Viktor Kristmannsson myndi standa sig vel þegar ljóst varð að þeir Rúnar Alexandersson og Dýri Kristjánsson yrðu utan borðs,“ sagði Heimir Jón. „Það hefði verið mjög gaman að hafa Dýra með því hann hefði veitt Viktori mjög harða keppni. Rúnar hefur verið á heims- bikarmóti þar sem hann endaði í 4. sæti á bogahesti. Það er besti ár- angur Íslendings hingað til í fim- leikum. Dýri var að taka þátt í móti í Bandaríkjunum og náði sínum besta árangri á svifrá, fékk 8,65 í einkunn. Það er nokkur munur á því hvað strákarnir eru lengur í íþróttinni en stelpurnar. Í raun geta þeir haldið áfram framundir þrítugt, svo fremi sem nám og vinna standa ekki í vegi fyrir þeim. Þessu er öðruvísi farið hjá stelp- unum, sem eru margar hverjar á hátindi ferils síns í kringum ferm- ingu, það er þó sem betur fer að breytast,“ sagði Heimir Jón Gunn- arsson. Framfarir hjá strákunum ■ Úrslit/B11 Morgunblaðið/Árni Sæberg Anton Heiðar Þorvaldsson úr Ármanni varð þriðji í fjölþraut og hann keppti til úrslita á öllum áhöldum á Íslandsmótinu í Laugardalshöllinni. Hér er hann í keppni á tvíslá. Íslandsmeistaramót í fimleikum varendurvakið eftir nokkurra ára hlé í marsmánuði árið 1974. Þá voru meðal keppenda stúlkurnar Berg- lind Pétursdóttir, Kristín Gísladótt- ir, Rósa Ólafsdóttir og Ásta Ísberg og sennilega hafa þær tekið þátt í hverju einasta Íslandsmóti frá þessum tíma með einum eða öðr- um hætti. Að þessu sinni voru þær mættar til leiks og var í mörg horn að líta hjá þeim. Berglind Pétursdóttir, fyrrver- andi Íslandsmeistari í fimleikum, er án vafa einn fremsti fimleikadómari heims um þessar mundir og hún mun m.a. dæma á Ólympíuleikunum í Aþenu næsta haust og á Evr- ópumótinu í apríl. „Það er stór munur á þeim æfingum sem stelpurnar eru að gera í dag og því sem við gerðum í gamla daga. Fram- farirnar hafa verið miklar. Áhöldin eru t.d. orðin svo miklu betri en þau voru. Það var engin bólstrun á jafnvæg- isslánni eða fjöðrun og gólfæf- ingarnar fóru fram á júdódýn- um þar sem þær voru til. Svo var vitaskuld engin tvíslá til og ég man eftir því þegar við kepptum á tvíslá í fyrsta sinn. Hún var heimatilbúin og vaggaði óhugnanlega mikið.“ Vantar meiri skilning skólayfirvalda „Krakkarnir sem eru að keppa hér í dag eru að gera rosalega góða hluti og það sem háir framförum hér heima helst er að krakkarnir æfa aðeins einu sinni á dag og ná því ekki að halda í við fremstu fimleikaþjóðir heims. Það er alveg ljóst að til að ná árangri á alþjóðlegan mæli- kvarða þarf fimleikafólk að æfa tvisvar á dag. Flest fim- leikafélög hafa nú orðið ágæt áhöld og aðstæður eru góðar, það sem helst vantar upp á er meiri tími til æfinga. Þar vantar helst meiri sam- vinnu og skilning skólayfirvalda sem mættu gjarnan sleppa fremsta fim- leikafólkinu við sund, leikfimi, handavinnu og smíðar, svo eitthvað sé talið.“ Þú hefur náð langt sem dómari, ert meðal fremstu dómara í heimi og ert að fara að dæma á Ólympíuleik- um og á Evrópumótinu, þetta hlýtur að vera mikill heiður fyrir þig. „Já ég verð yfirdómari á gólfi á Evrópumótinu sem fram fer í Amst- erdam um mánaðamótin apríl-maí og svo var ég tilnefnd af Alþjóðafim- leikasambandinu sem dómari á Ól- ympíuleikunum í Aþenu í haust. Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig persónulega og ég lít svo á að ég sé fulltrúi íslenskra fimleika og þetta er ekki síður heiður fyrir þá í heild,“ sagði Berglind Pétursdóttir, fim- leikadómari og margfaldur Íslands- meistari í fimleikum á árum áður. Mikill heiður fyrir íslenska fimleika Hlín Bjarnadóttir, Kristín Gísladóttir, Berglind Pétursdóttir, Ásta Ísberg og Rósa Ólafsdóttir hafa allar verið viðloðandi Íslandsmótið í fimleikum sl. 30 ár. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.