Morgunblaðið - 22.03.2004, Síða 5

Morgunblaðið - 22.03.2004, Síða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 B 5  EVRÓPUMEISTARALIÐ AC Milan virðist vera á góðri leið með að tryggja sér 17. meistaratitilinn í ítölsku deildinni en Milan er með 67 stig í efsta sæti deildarinnar. Á laugardag vann Milan lið Parma á heimavelli sínum, 3:1, og skoraði danski landsliðsframherjinn Jon Dahl Tomasson tvívegis fyrir Mil- an. Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, valdi að hvíla framherjann Filippo Inzaghi, og ætlar líklega að nota hann í leik liðsins á miðvikudaginn í Meistaradeildinni gegn Deportivo.  JUVENTUS, sem á titil að verja á Ítalíu, gerði markalaust jafntefli við Udinese en Juventus hefur unn- ið ítölsku deildina tvö sl. keppn- istímabil. Juventus er ellefu stigum á eftir Milan þegar aðeins 11 um- ferðir eru eftir af keppnistíma- bilinu. David Trezeguet lék með Juventus á ný en franski landsliðs- framherjinn hefur verið meiddur að undanförnu. Yfirburðir Juventus voru miklir í leiknum en meistar- arnir náðu ekki að brjóta varnar- múr Udinese á bak aftur. Tékk- neski landsliðsmaðurinn Marek Jankulovski, í liði Udinese, átti hörkuskot sem small í þverslánni í síðari hálfleik.  LIVERPOOL hefur áhuga á að kaupa franska framherjann Djibril Cisse frá Auxerre en Cisse segir við enska fjölmiðla að hann hafi hafnað tveimur tilboðum frá spænska liðinu Real Madrid til þess að geta leikið í ensku úrvalsdeild- inni. Cisse segir að hann vilji leika með Liverpool, og hann vonast til þess að Gerard Houllier verði áfram knattspyrnustjóri liðsins, en staða franska knattspyrnustjórans þykir völt þrátt fyrir að liðið hafi unnið Wolves, 1:0, á laugardag.  ÞAÐ gekk mikið á í grannaslag Millwall og West Ham í ensku 1. deildinni í dag, þar sem Millwall hafði betur, 4:1, á heimavelli sínum New Den. Stuðningsmenn West Ham reyndu að komast inn á völl- inn er Millwall fékk vítaspyrnu í stöðunni 3:1 og markverði West Ham, Stephen Bywater, var vísað af leikvelli í kjölfarið.  STUÐNINGSMENN Millwall hafa í gegnum tíðina verið þekktir fyrir ólæti og voru um 1000 lög- reglumenn til staðar á meðan leik- urinn fór fram. Millwall er í sjö- unda sæti deildarinnar en West Ham er í fimmta sæti.  GIOVANE Elber, framherji Lyon í Frakklandi og áður liðs- maður Bayern München, segir það hafa verið mikil mistök að yfirgefa Þýskaland. Elber, sem fór frá Bæj- urum til Lyon fyrir sjö mánuðum, segir vel mögulegt að hann snúi aft- ur í þýsku knattspyrnuna á næstu leiktíð. Elber lék 169 leiki með Bay- ern og skoraði í þeim 92 mörk. FÓLK EIÐUR Smári Guðjohnsen og fé- lagar hans hjá Chelsea mæta Ars- enal í fjórða skipti á leiktíðinni á miðvikudagskvöldið en þá etja Lundúnaliðin kappi í átta liða úr- slitum Meistaradeildarinnar. Chelsea hefur ekki lagt Arsenal að velli í síðustu 17 leikjum og í þrem- ur leikjum á yfirstandandi leiktíð hefur Arsenal unnið alla leikina og það með sömu markatölu, 2:1. „Þetta verða engir smáleikir og vissulega ríkir mikil spenna í borg- inni fyrir þessa leiki. Það hlýtur að fara að koma að því að okkur tak- ist að leggja Arsenal að velli og ekki væri leiðinlegt að slá það út í Meistaradeildinni. Það eru allir hjá okkur mjög vel stemmdir fyrir leikinn á miðvikudag og okkur þyrstir í að koma fram hefndum,“ segir Eiður. Þú ert búinn að skora í síðustu þremur deildarleikjum sem þú hef- ur spilað, þar á meðal gegn Arsen- al. En ekki geturðu bókað það að verða í byrjunarliðinu gegn Arsen- al á miðvikudaginn þrátt fyrir góða frammistöðu í síðustu leikjum? „Nei, það er ekki hægt að bóka neitt þessa dagana. Ég vona nú samt að ég hafi ýtt undir það að fá að byrja með þessu marki sem ég skoraði á móti Fulham og eins það að ég fann mig mjög vel í leiknum. Ég náði að skapa nokkur fín færi fyrir félaga mína og vonandi fæ ég að spreyta mig á móti Arsenal.“ Þyrstir í að koma fram hefndum gegn Arsenal verði að teljast góður árangur. Ég sá einhverja tölfræði hjá okkur og þar kom fram að ég er með besta markahlutfallið hjá Chelsea miðað við spilaðar mínútur,“ sagði Eiður. Hann er næstmarkahæsti leikmað- ur Chelsea á leiktíðinni með 12 mörk en Jimmy Floyd Hasselbaink er markahæstur með 13 mörk. Þið eruð fjórir framherjarnir hjá Chelsea. Þú, Mutu, Hasselbaink og Crespo. Með hverjum finnst þér nú best að spila í framlínunni? „Ég held að ég verði að segja Hasselbaink. Við náum vel saman en það er orðið svolítið langt síðan við höfum verið saman í byrjunar- liðinu. Ranieri er sífellt að skipta leikjunum á milli okkar framherj- anna og eins ogþetta hefur þróast hef ég mest spilað með Mutu enda hefur hann fengið að spila mest af okkur.“ Er ekki svolítið pirrandi að geta aldrei verið öruggur með að halda sæti sínu í liðinu? „Jú og sérstaklega þegar maður býst við að vera í byrjunarliðinu eftir að hafa spilað fínan leik á und- Þetta var tólfta mark EiðsSmára á leiktíðinni og það þriðja í jafnmörgum deildarleikjum sem hann spilar en hann var einnig á skotskónum í leikj- unum gegn Arsenal og Manchester City í lok febrúar en fékk hvíld í leiknum gegn Bolton 13. mars þar sem hann tók út leikbann „Ég smellhitti tuðruna og það var ansi gaman að sjá boltann fara í netið. Þetta var ágætasta mark og örugglega eitt af þeim betri sem ég hef skorað,“ sagði Eiður Smári við Morgunblaðið í gær en hann var þá nýkominn af léttri æfingu hjá Chelsea sem hóf í gær undirbúning fyrir fyrri leikinn gegn Arsenal í Meistaradeildinni sem fram fer á Stamford Bridge á miðvikudags- kvöldið. Sáttur við tímabilið „Ég er bara nokkuð sáttur við tímabilið hjá mér. Ég er búinn að byrja inná í 16 leikjum og skora 12 mörk á tímabilinu og ég held að það an en svo fær maður það í andlitið fyrir leikinn að maður sé ekki í lið- inu. En vonandi breytist þetta núna í ljósi þess að ég hef verið á góðu róli í síðustu leikjum hvað marka- skorun varðar.“ Chelsea er í öðru sæti úrvals- deildarinnar, níu stigum á eftir Arsenal, og segir Eiður Smári að vissulega bendi nánast allt til þess að Arsenal hampi titlinum í ár. „Við ætlum að reyna að setja eins mikla pressu og við getum á Arsen- al og um leið vonumst við eftir því að Arsenal-liðinu fari að fatast flug- ið. Ég trúi því ekki að það fari tap- laust í gegnum mótið en við getum víst ekkert gert annað en að vinna þá leiki sem við eigum eftir og sjá svo til hverju það skilar.“ Ekkert á förum Enskir fjölmiðlar virðast óþreyt- andi að tala um að þú kunnir að yf- irgefa Chelsea í sumar. Stendur það eitthvað til? „Ég er ekkert að fara frá Chelsea. Ég er ánægður hjá félag- inu og það er ekkert í spilunum um að ég sé að fara eitthvað annað.“ Þið leikmennirnir hafið verið iðn- ir við að koma fram í fjölmiðlum og lýsa yfir stuðningi við knattspyrnu- stjóra ykkar. „Við viljum bara að hann fái vinnufrið, alla vega á meðan hann er við störf hjá félaginu. Við lesum um í blöðunum dag eftir dag að hin- ir og þessir stjórar séu á leiðinni til að taka við af Ranieiri en satt best að segja erum við orðnir mjög þreyttir á þessum sögum.“ Ert þú ekki klár í landsleikinn gegn Albönum í næstu viku? „Jú ég býst ekki við öðru en að ég verði með. Það er hins vegar mjög stíft leikjaplanið hjá Chelsea næstu vikurnar og ég held að við spilum fimm leiki á tólf dögum. Tímasetning á landsleikjunum í næstu viku er því frekar slæm fyrir lið eins og okkur og Arsenal. Það kæmi mér ekkert á óvart ef einhver kurr myndi gera vart við sig hjá forráðamönnum Chelsea út af leiknum en þeir hafa ekkert rætt um þetta ennþá enda snýst allt um leikinn við Arsenal á miðvikudag- inn. Ég vil að sjálfsögðu vera með í leiknum gegn Albönum en ég ætla samt ekki að útiloka það að ég missi af honum.“ Eiður segist hafa meiri áhyggjur af leiknum við Albaníu vegna ástandsins á þessu svæði en fyrir helgi tóku sig upp á nýjan leik skærur og stríð á milli Albana og Serba. „Menn hljóta að kanna ástandið vel í vikunni og ef öryggi leikmanna verður ekki alveg 100% þá sé ekki ég annað en að leikurinn verði blásinn af.“ Reuters Hernan Crespo og William Gallas fagna Eiði Smára eftir mark hans, sem var hans tólfta á leiktíðinni. Örugglega eitt af þeim betri EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði stórkostlegt mark fyrir Chelsea í sigurleik liðsins gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Eiður skoraði fyrra mark Chelsea á 7. mínútu með vinstrifótarþrumufleyg sem söng í netinu með viðkomu í stönginni og átti Edwin Van der Saar, landsliðsmarkvörður Hollendinga, enga möguleika á að verja skotið. Eiður Smári Guðjohnsen lætur skotið ríða af með vinstri fæti í leiknum gegn Fulham og skömmu síðar lá knötturinn í netinu. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði frábært mark fyrir Chelsea gegn Fulham Guðmundur Hilmarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.