Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 4
Bjarni er sem stendur í
meistaranámi í Maid-
stone á Englandi við
Kent Institute of Art and
Design. Námsbrautin
hæfir svona fjölhæfum
listamanni, „Media
Arts“ heitir það sem
Bjarni helgar sig núna. Þar
er áherslan á myndlist þar
sem notað er hljóð, vídeó, ljós-
myndun og fleira þannig að margir
miðlar vinna saman. Aðeins tíu eru í hóp
og aðhaldið er mikið. „Maður þarf reglulega að
standa fyrir máli sínu. Þetta snýst mikið um að
vinna verkefni og kynna þau hópnum. Svo les-
um við líka fræðilegar kenningar til að skilja
betur hvað maður er að gera. Maður lærir að
skilgreina, lesa og hugsa betur,“ segir Bjarni
sem telur þetta heppilega viðbót við það nám
sem hann hefur nú þegar lokið.
Bjarni, sem er 27 ára, útskrifaðist af mynd-
listarbraut FB árið 1998, lauk BA-námi í graf-
ískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið
2001 og starfaði eftir það sem grafískur hönn-
uður, bæði sjálfstætt og hjá auglýsingastofum.
Hann valdi myndlistartengt framhaldsnám til
að víkka sjóndeildarhringinn og fá hlé frá hönn-
unarbransanum á Íslandi þótt hann hafi ekki
sagt skilið við hann.
ÞÖGNIN ER EKKI TIL
Bjarni byrjaði í framhaldsnáminu í haust og
hefur að miklu leyti verið að einbeita sér að
hjóðinnsetningum. „Þegar ég fór upphaflega í
námið ætlaði ég að vinna með vídeó, gera eitt-
hvað sem kæmi sér vel í sambandi við mynd-
böndin. En þetta þróaðist þannig að ég fékk
áhuga á þessu,“ segir hann og bætir við að
þetta tengist að einhverju leyti því að hann hafi
verið í tónlist. „Ég var í mörg ár í barhljómsveit
sem heitir Úlrik og spilaði á gítar. Ég hef verið
að semja tónlist síðustu ár og er í hljómsveit
sem heitir Uzi Jakapi. Þetta er svona til-
raunakennd spunatónlist.“
Þó er það ekki beint tónlistin sem Bjarni
leggur áherslu á í hljóðinnsetningunum heldur
þögnin. Verkin ganga út á að magna þögnina og
hafa yfirskriftina „Mögnuð þögn“. „Upp-
sprettan að þessu hugmyndafræðilega séð
gengur út á það að þögnin sé ekki til. Það er
aldrei til algjör þögn heldur samanstendur
þögnin af mörgum hljóðum í umhverfinu,“ segir
Bjarni og útskýrir að kenningin sé upprunnin
hjá bandarískum listamanni, John Cage, en
þekktasta verk hans er 4:33. „Það er tónverk
sem hann samdi fyrir píanó
sem er algjör þögn.“
Samhliða þessu vinnur Bjarni
með aðra miðla eins og ljós-
myndun og vídeó. Þögnin er til á fleiri
stöðum. „Ég er að vinna með þögnina á þess-
um sviðum líka. Þetta eru alls konar tilraunir
sem verða vonandi að einhverju,“ segir Bjarni
sem er ánægður með að fá tækifæri til að gera
svona tilraunir í náminu. „Það er gott að vera
ekki háður yfirmönnum eða kúnnum.“
VINNA MEÐ HUGMYNDIR
Takmarkið er því að nást og Bjarni er að víkka
sjóndeildarhringinn. Hann heldur þó að mynd-
listin verði alltaf áhugamál. „Ef maður vinnur
sem myndlistarmaður að atvinnu þarf maður
að hugsa um markað og fá styrki,“ segir hann
og bætir við að þá verði starfið meira eins og
hver önnur vinna.
„Þetta nám tengist grafískri hönnun líka á
ákveðinn hátt. Maður lærir að lesa í hlutina,
skilgreina og vinna með hugmyndir. Þetta hjálp-
ar manni alveg jafn mikið og að fara í fram-
haldsnám í grafískri hönnun.“
HÚMOR OG BOÐSKAPUR
Myndböndin hans hafa vakið athygli og
Bjarni hefur skapað sér ákveðinn stíl, bæði
hugmyndafræðilega og útlitslega. „Hugmynd-
irnar eru léttar þótt undirtónninn sé alvarlegur,“
segir Bjarni en honum er fátt heilagt; húmor og
boðskapur eru lykilorð.
„Þetta eru mínar skoðanir sem koma þarna
fram frekar en hljómsveitarinnar. Þau verkefni
sem ég hef verið að taka að mér hef ég ekki
gert beint fyrir peninga heldur ánægjunnar
vegna. Þá fæ ég líka að ráða þessu sjálfur.
Þetta er gott tækifæri til að fá reynslu og þróa
hugmyndir og stíl.“
Hann notar mikið klippimyndastíl. „Ég nota
fundið efni og vinn svo í því. Þetta er spurning
um að setja saman og láta hreyfast. Ég hef
ekki mikið verið að teikna sjálfur.“
Bjarni hefur hug á að halda áfram í mynd-
bandagerð þegar færi gefst. „Mig langar að
gera myndböndin betri þótt ég sé þokkalega
ánægður. Mig langar að gera flóknari mynd-
bönd, skemmtilegri og stærri.“
Frumlegur fjöllistamaður
„KLAPP“. LJÓSMYNDIR,
AKRÝLMÁLNING, LÍM
OG LAKK Á TRÉ. 2003.
BJARNI TÓK SJÁLFUR MYND AF SÉR FYRIR FÓLKIÐ.
Bjarni Helgason er enginn venjulegur listamaður. Bjadddni Hell, eins og hann kallar sig, lætur til sín taka á mörgum sviðum. Hann hef-
ur gert myndbönd sem hafa vakið athygli, þeirra á meðal eru „Brighter“ með Ensími, „Homo Sapiens“ með Dr. Gunna og „Má ég
sparka“ með Bent og 7Berg. Hann er líka í hljómsveit, tekur LOMO-myndir, hannar lógó, málar málverk og ótalmarga hluti til viðbótar
eins og sjá má á vef hans this.is/herrahelviti.
Við Íslendingar eigum besta vatnið. Sterkustu
karlmennirnir eru okkar, ekki má gleyma
besta jarðhitanum, grænasta grasinu og fal-
legustu fjörðunum. Við erum best í flestu, eig-
um flest af öllu, hvort sem það er gott eða
slæmt, og allir kunna að lesa. Svo sem ekki
skrýtið þar sem við fengum nauðug heila mat-
skeið af lýsi upp í munninn frá því á barns-
aldri.
Madrídarbúar hafa ekki átt sjö dagana
sæla undanfarið. Mikil sorg hefur legið yfir
borginni, bílstjórar í umferðarteppum liggja
ekki á flautunni, bíða bara rólegir líkt og mið-
jarðarhafsblóð renni hægar þessa dagana.
Samferðamenn mínir í lestinni segja varla orð
... horfa beint fram fyrir sig hugsandi. Trufla
þá ekkert þegar ég reyni að troða mér inn eða
út og rekst á gjörsamlega alla. Það er meira
en vika síðan ég hef vaknað við hróp og köll
frá götunni og karlarnir á kaffihúsinu mínu
hafa ekkert rifist um fótbolta. Madríd er að
jafnaði mjög fjörug og hávaðasöm borg, full af
orku og yfirgangi sem oft einkennir stórborgir.
Fólk veður áfram og baðar út höndum ef ein-
hver þvælist fyrir því og blótar þér í sand og
ösku ef þú ert ekki lagður af stað á gulu.
Rétt um það leyti sem ég var farin að hafa
áhyggjur af því að borgin myndi ekki ná að
jafna sig, gerðust undur og stórmerki, sólin
skein! Fyrsta vorsólin sýndi sig um helgina og
hitaði göturnar upp í 25 gráður. Við skriðum
út úr íbúðum frá fréttunum og pólitískum rök-
ræðum, nudduðum augun og horfðum undr-
andi til himins. Jú, lífið heldur áfram, sólin
kemur aftur upp og það er víst hægt að gera
annað en horfa á CNN, drekka rauðvín og
ræða í hringi um afleiðingar kosninga, aft-
urkall hermanna og hvar þessi og hinn var
staddur 11. mars síðastliðinn kl. 7.30 að
morgni. Stoltir kaffibarþjónar, með svartar
þverslaufur, í vestum, röðuðu út borðum og
stólum, gítarleikarar dustuðu af nótunum og
stilltu fram dós undir peninga og ég, ég skellti
mér í einu mussuna sem ekki var krumpuð of-
an í kassa og fann opnu skóna frá því í fyrra-
sumar. Fylgihlutir voru fleiri og stærri en
venjulega, eins og vani er í sólríku veðri. Í hin-
um fullkomna vorbúningi þrammaði ég borg-
ina fram og aftur, brosti mínu breiðasta. Varla
heyrði ég minnst á þann hræðilega dag, 11.
mars, en þessi dagsetning hefur ómað um
borgina síðastliðnar 2 vikur. Mest heyrðust yf-
irborðskenndar ferðasögur frá síðasta páska-
fríi og fullkomin ferðaplön fyrir það næsta.
Flott tískulína í þessari búð og ný jarðarber í
hinni. Kossar og bros flugu um allar götur
sem og pils og kjólar í björtum litum og alls
staðar sást fólk með rjóð andlit, tapas á borð-
inu og kaldan bjór í hönd.
Eftir því sem dagurinn leið hugsaði ég til
þess að það er eitt enn sem ég hef hingað til
haldið að Íslendingar ættu einkaleyfi á; ís-
lensku kýrnar hoppa hæst út úr fjósinu á vor-
in, rétt eins og íslenska fólkið í fyrstu kvöld-
sólinni þegar kaffihúsunum virðist aldrei
lokað og við sitjum með bláar tær í afrískum
sandölum og sötrum rauðvín. En um helgina
komst ég að því að spænsku kýrnar hoppa
líka ofurhátt. Sólin gleður þær alveg jafn mik-
ið og okkur Íslendingana, og sérstaklega ef
tíðin er búin að vera erfið. Kannski eiga þeir
líka til orðið „sólskinsbros“ eins og við? Ætli
það sé ekki bara komið úr spænsku …
LÍFIÐ Í MADRÍD
KRISTÍN AGNARSDÓTTIR
4 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 26|3|2004 MORGUNBLAÐIÐ