Vísir - 11.04.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 11.04.1981, Blaðsíða 9
Laugardagur 11. aprll 1981 Þeir segja stundum gárung- arnir að Seölabankinn sé rlki I rikinu og yfir þvi tróni sá al- máttugi bankastjóri, Jóhannes Nordal, hafinn yfir allar rikis- stjórnir og stjórnmálastefnur. Þaö er vissulega rétt aö áhrif Seölabankans eru mikil, og um- svif hans hafa aukist ár frá ári aö mannafla og húsrými ofan og utan viö afskipti Alþingis eöa rikisstjórna. Þaö segir einnig nokkuöum þaö álit sem Jóhann- es hefur, aö þótt viö hliö hans 'sitji tveir aörir Seölabanka- stjórar og yfir honum sé banka- ráö, þá dettur engum annaö i hug en aö hann sé þar allsráö- andi til sjós og lands. Blómaskeið viðreisnar Þeirri staöreynd veröur held- ur ekki neitaö aö meö tilkomu Seölabankans fyrir tuttugu ár- um hefur oröiö gjörbylting i stjórn peninga- og hagstjórnar- mála. Auövitaö er þaö ekki verk Seðlabankans eins en stofnun hans fór saman meö viöreisnar- stefnunni, sem skóp mesta blómaskeiö lslandssögunnar. Almenningur leggur ekki á sig lestur langra ræöna eins og þeirrar sem Jóhannes Nordal flutti á ársfundinum nú I vik- unni, lái honum þaö hver sem vill. En inntak þeirrar ræöu var aö minna á þau þáttaskil sem viöreisnin haföi I för meö sér. „Megininntak þeirrar efna- hagsstefnu”, segir Jóhannes, „sem tekin var upp 1960, var fólgin i þvi, aö komiö var á raunhæfri gengisskráningu og frjálsum utanrikisviöskiptum I staö þess haftabúskapar og upp- bótakerfis, sem íslendingar höföu þá svo lengi búiö viö”. Jóhannes Nordal tók ekki þá pólitisku ákvörðun, þaö voru forystumenn Sjálfstæöisflokks og Alþýöuflokks, en hann hefur i skjóli þekkingar sinnar og á- hrifa átt sinn stóra þátt i þvi, aö sú stefna bar árangur. Stofnun þess mikla rikisbákns sem Seölabankinn er , hefur, hversu mikil þverstæöa sem þaö sýnist, verið forsenda heilbrigörar efnahagsstefnu og aukins frjáls- ræöis i viöskiptum. Þessu mega menn ekki gleyma, þegar þeir tala meö vanþóknun um „rikiö i rikinu” og áhrif bankastjórans. Erkibiskups- boðskapur Annars er þaö dálitiö kómiskt að sjá myndir frá þessum Seöla- bankafundum. Þar mæta ráö- herrar i löngum bunum og reyndar er ekki þverfótað fyrir smákóngum kerfisins og ábúö- armiklum stjórnmálamönnum, sem komnir eru til aö hlýöa á erkibiskups-boöskap. Það viröist sama, hvort þeir koma frá vinstri eöa hægri, allir hlusta þeir með andakt og lotn- ingu á erindi bankastjórans, rétt eins og þar sé stóri dómur kveðinn upp. Engum þeirra de- ttur aö minnsta kosti i hug aö véfengja efnisinnihaldiö, enda tókst bæöi Morgunblaöinu og Þjóöviljanum aö leggja út af ræöunni stefnum sinum til framdráttar. Oörum er látiö eftir aö meta, hvort það stafar af hyggindum Jóhannesar ellegar hæfileikum ritstjóranna. Að taka mark á eigin orðum Hitt er annaö, aö þaö væri bet- ur, aö stjórnmálamenn tækju jafn mikiö mark á sinum eigin oröum eins og ræöuhöldum Seðlabankastjórans. Viö afgreiöslu fjárlaga skömmu fyrir áramótin, lögöu sjálfstæöismenn á þingi fram íillögur þess efnis aö visitölu framfærslukostnaöar yröi hald- :ð niöri meö lækkun á söluskatti jg vörugjaldi. Tekjutapi rikissjóös vegna þeirrar lækkunar yröi mætt meö niöurskuröi á opinberum fram- kvæmdum. Þessar tillögur voru kolfelldar af stjórnarliðinu. Þær þóttu fráleitar. A aöalfundi miöstjórnar Framsóknarflokksins um siö- ustu helgi flutti formaður flokksins ræöu um efnahags- málin. Hvert var innihald þeirr- ar ræðu? Jú, nú þurfti aö kosta kapps ium að visitalan færi ekki yfir 8% um næstu mánaöamót. í þvi skyni lagöi formaöurinn til aö lækka vörugjald og söluskatt og skera niöur opinberar fram- kvæmdir. Er nema von aö kjósendum gangi illa aö átta sig á pólitik- inni. Bannað að hafa skoðun öllu meira æpandi er þó sá hringsnúningur sem framsókn- armenn höföu i frammi varö- andi flugstöövarmáliö. A þessum sama aöalfundi á- lyktuöu þeir einróma aö reisa ætti flugstööina, og var sú álykt- un ekki skilin öröuvisi en yfir- lýsing um aö þingmenn flokks- ins mundu greiöa atkvæöi meö - þvi aö hafist yröi handa um þær framkvæmdir. Ekki liöu þó nema fjórir dagar þar til ólafur Jóhannesson stóö einn uppi meö þá afstööu aö fylgja flugstöö- inni. Samflokksmenn hans snér- ust allir til andstööu. Flugstöövarmálið er enn ekki útkljáö á þingi, og langt þvi frá, aö öll kurl séu þar til grafar komin um það hvaö geröist á bak viö tjöldin. Vitaskuld liggur i augum uppi, aö Alþýöubandalagiö hef- ur hótab stjórnarslitum, ef stjórnarliöar, framsóknarmenn jafnt sem Gunnar og hans menn, ljéöu þvi lið. Alþýöu- bandalaginu nægöi ekki aö hafa neitunarvald i rikisstjórninni, þeir bönnuöu samstarfsmönn- um sinum aö fara eftir sannfær- ingu sinni og flokkssamþykkt- um á þingi. Pólitiskar afleiðingar Þessi málsmeöferö hefur ef- laust sinar afleiöingar. Fyrir þaö fyrsta er ekki vist að jafn stefnufastur maður og Ólafur Jóhannesson láti sér þessi málalok lynda hvorki gagnvart rikisstjórn né sinum eigin flokki. 1 ööru lagi hefur þaö sinar pólitisku afleiöingar fyrir Gunn- ar Thoroddsen og co. þegar þeir veröa uppvisir af þvi, aö láta Al- þýöubandalagiö kúga sig til hlýðni i varnar- og öryggismál- um. Og i þriöja lagi má allt eins búast við þvi aö dráttur á ákvöröunum af hálfu islenskra stjórnvalda, leiði til þess, aö Bandarikjamenn dragi fjár- framlög sin til baka. Þá er flug- stöðvarbyggingin úr sögunni um fyrirsjáanlega framtiö, enda hafa islendingar engin efni á þvi aö standa undir fram- kvæmdum sem samtals nema 250 milljónum nýkróna. Gunnar Thoroddsen hefur sagt, aö flugstööin veröi reist fyrr eöa siöar og framsóknar- menn segja þaö ekki skipta máli, hvort ákvörðun veröi tek- in nú eða seinna. Af hverju má þá ekki taka ákvörðunina strax ef þaö skiptir ekki máli hvenær þaö er gert? Telja þeir sig hafa betri stööu til þess viö afgreiöslu fjárlaga næsta vetur, þegar þeir þurfa á samkomulagi viö Al- þýöubandalagiö aö halda viö úr- lausn efnahagsmálanna? Verkfallsrétturinn Tveir stéttarhópar boöuöu til verkfalls I vikunni, stunda- kennarar viö Háskóla tslands og flugmenn i Félagi Islenskra at- vinnuflugmanna. Aö visu snérust deilur þessara aðila ekki eingöngu um launa- mál en skyldi þaö ekki vera tlm- anna tákn aö háskólakennarar og flugstjórar sveifli verkfalls- vopninu? Ekki skal lagður dóm- ur á kjör þeirra, en ekki geta þessar stéttir talist I lægstu launaflokkum, eöa þeir sem minnst bera úr býtum i þjóö- félaginu. ritstjórnar pistill €(lert .ritstjéri skrítar Verkfallsrétturinn er dýr- mætur hverri verkalýðs- hreyfingu og hann hefur reynst drjúgur hinum raunverulega verkalýö I baráttunni fyrir bætt- um kjörum. En þaö er afskræm- ing og óravegur frá tilgangi verkfallsréttarins, þegar há- læröar stéttir og velmegandi flugstjórar gerast háværustu verkfallsboöendurnir. A sama tima og kjaradeilur geysa og óánægja kraumar hjá háskólakennurum og flugstjór- um svifur andi friösemdar og aðgeröarleysis yfir vötnum sjálfrar verkalýösforystunnar. Guömundur J. hefur haft hljótt um sig á þingi rétt eins og meö þingsetunni hafi hann verið stunginn svefnþorni. Þaö er aö visu ekki nýtt og á viö fleiri en verkalýösforingja. Forseti og varaforseti Alþýöusambands- ins, sem báöir hlutu kosningu i fyrra sinn á slðasta ASI þingi hafa afsannaö þá kenningu aö endurnýjun forystu boöi aukinn kraft og hreyfingu i starfi. Til þeirra hefur ekki spurst sfðan þinginu lauk. Atvinnuöryggi i hættu Vist er um þaö, aö samningar eru ekki lausir fyrr en meö haustinu og atvinna hefur verið næg aö undanförnu. Ef til vill er hógværöin og lognmollan vottur um það, aö atvinnuöryggiö sé fyrir mestu hvaö sem liöi kaupi «og kjörum, verölagi eöa verö- bólgu. Ekki skal gert litiö úr þvi. Ýmis teikn eru þó á lofti sem benda til veörabrigða. 1 Þjóöviljanum á fimmtudaginn voru birtar fréttir um uppsagnir eða skeröingu á atvinnu. Þannig er sagt frá þvi á forslðu aö Frystihús Kaldbaks á Grenivik hafi sagt upp sextiu manns og á baksiöu er þess getiö aö fata- verksmiöjan Hekla á Akureyri hafi fellt niöur einn vinnudag vegna sölutregöu á fram- leiðslunni. 1 gosdrykkjaverksmiöjum i Reykjavik er ástandiö þaö slæmt aö fólk er sent heim upp úr hádeginu vegna verkefna- skorts og uppsögnum slegiö á frest af þrjósku einni saman. Þaö segir sina sögu aö Fram- kvæmdastofnun rikisins hefur tekiö saman skýrslu um at- vinnumál á Suöurnesjum og þar er komist að þeirri niöurstööu að atvinnuleysiö sé flutt úr landi. Þaö á kannski ab vernda atvinnuöryggiö meö þesskonar útflutningi? EUert B. Schram Bannad ad hafa skoöanir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.