Vísir - 11.04.1981, Side 12

Vísir - 11.04.1981, Side 12
12 VÍSIR Laugardagur 11. april 1981 ÞBJAR Þrjár hljómsveitir verða nefndar á nafn i þessu Helgarpoppi, sem er hið siðasta fyrir páska. Allt að þvi tilviljun réði hvaða hljómsveitir urðu fyrir val- inu þvi um mjög auðugan garð er að gresja hvað næstum óþekktar hljómsveitir áhrærir. Þær eiga það þó sammerkt að heimsfrægðin er fyrir handan morgundaginn, að öðru leyti en næsta fátt sem tengir þær saman. Tilaðmynda eru þær úr sinni áttr inni hver og frá sinu landinu hver ein bresk önnur japönsk og sú þriðja kanadisk. Plássins vegna verður aðeins drepið á nokkur atriði i lifi þessara gesta okkar: þriggja upprennandi hljómsveita. ekki hvika frá stefnu sinni og alls ekki færast i sögulegri átt. „Samt viljum við verða eins vinsælir og tök eru á”, bætir Kilburn við að lokurn. Psychedelic Furs Breska hljómsveitin. Þegar hún var sett á laggirnar þekktu liðsmenn hennar hvorki haus né sporö á hljóðfærum. „Það eru enn sögusagnir á kreiki um það að svo sé enn,” segir gitarleik- arinn John Asthon nýlega i blaöaviðtali. Og flissar um leiö. 1 Pcychedelic Furs eru sex piltbörn og hljómsveitin hefur vakiö nokkra athygli i Banda- rikjunum, sem er að þvi leyti sérstakt að oftast nær verða breskar hljómsveitir að hafa náð hylli heima fyrir áður en þýðir að hugsa um frægðaröflun utan landsteinanna. En hvers vegna var hljómsveitin stofnuð? Svarið kemur að bragði: „Kyn- lif og eiturlyf og allt það” segir saxófónleikarinn Kifburn og glottir við tönn. „Ég gat ekki hugsað mér neitt betra starf. Ég var hvort sem var á atvinnu- leysisbótum,” segir söngvarinn Bichard Butler grafalvarlegur. „Þú veist hvernig það er þegar maður er ungur og strýkur fyrst að heiman,” er svarið sem fæst hjá gitarleikaranum Ashton. Fyrsta stóra plata Psychedilic Furs (heitir i höfuöið á hljóm- sveitinni) hefur aö geyma tón- list sem þeir skilgreina sem „undurfagra ringulreið”. Hljómsveitin var stofnuð árið 1976, mestanpart sem andsvar við pönkbylgjunni, sem þá reið yfir Bretland. Og þar sem pilt- arnir eru ekkert upprifnir af hugmyndafræði pönkaranna komu þeir sér upp einhvers konar ofskynjunar-endurliíg- unar-stefnu. Nafn hljómsveitar- innar er þessu tengt, en hana mætti kalla á islensku „Of- skynjunarfeldirnir”. David Bowie mun hafa sýnt áhuga á þvi aö starfa meö hljómsveit- inni en forlögin hafa þó ekki leitt þá saman enn sem komið er. Nú sem stendur er hljómsveitin aö leggja siöustu hönd á aðra breiðskífu sina, þeir segjast Yellow Magic Or- chestra Japanir eru ekki sú þjóð sem fyrst kemur upp i hugann þegar popp er annars vegar. Okkur er þó mikilvægt að vingast við Japani þar eð þeir hafa lofað áð gera stjörnur úr Helgu Möller og Jóhanni Helgasyni, — og þvi skulum við leggja á minnið þessi nöfn: Yukihiro Takahashi, Harry Hasono og Ryuichi Sakamoto. (Setjið fing- ur yfir nöfnin og japlið á þeim svo lengi sem þurfa þykir). Tón- list Yellow Magic er mörgum Islendingum kunn og sjálfir hafa þeir skilgreint hana sem „tæknipopp” (technipop). Sú tónlist hefur verið kölluð tuttug- ustu aldar dansrokk, iburðar- mikið, ófrjótt og ópersónulegt. (Sammála? Ekki ég) A japanska visu eru piltarnir þrir hógværir og lágróma, og sagðir svara spurningum með langri þögn, þvi næst setningunni „Það er erfitt að segja” eða „Það fer eftir einstaklingnum”. Trióið var stofnað árið 1978 og er nú langvinsælasta rokkhljómsveit- in i Japan. A siöustu misserum hefur trióið ennfremur komiö tónlist sinni á framfæri i öðrum löndum meðal annars Banda- rikjunum. Þar er tilaðmynda lagiö „Tighten UP” allvinsælt um þessar mundir, en lagið er fornt, fyrst fluttaf Archie Bell & The Dells. Rafeindatækni er háþróuð i Japan, tölvur og svuntuþeysar eru i vaxandi mæli notuö i hljómlist, — þegar þetta tvennt er haft i huga þarf enginn að koma af fjöllum þegar hann heyrir hljóðið i þeim gulu. En hvort framtiðartónlistin verður J. J. Cale- Shades Shelter Records ISA 5021 Jean Jacques Cale hefur nú gefið út sex breiðskifur og sýnist vaxa við hverja raun! Letilegur blúsrokk still hans hefur fyrir löngu skapað hon- um sérstöðu og virðingu meðal tónlistarunnenda. Til hans öðrum fremur hafa menn eins og Eric Clapton og Mark Knopfler sótt hugmyndir sinar og efnivið. Nýja plata J .J.Cale er nokkuð frábrugðin plötu siðasta árs, „Five”, einkan- lega hvaö lata stilinn áhrærir. Tónlistin er öll pinulitiö hraðari, jafnvel örlitið popp- aðri en viö höfum átt að venj- ast, en nota bene án þess aö rýra gæði hennar á nokkurn hátt. Það er ætið hressandi að fá i hendurnar nýja plötu frá J.J. Cale, tónlist hans er þann- ig gerö, að hún á alltaf viö, hvenær sem er, hvar sem er. Sjálfur er hann ákaflega lunkinn gitarleikari og frábær lagasmiður, sjarmerandi söngvari og svo framvegis.. Sem sagt: min bestu meðmæli með Shades. r.uíoisííHtsos

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.