Vísir - 11.04.1981, Qupperneq 13

Vísir - 11.04.1981, Qupperneq 13
Laugardagur 11. april 1981 13 i þessa veru, — um slíkt verða menn að velta eigin vöngum. Loverboy Rokk og ról, það eru ær og kýr kanadisku hljómsveitar- innar Loverboy. Fyrir hálfum mánuði vissi tæpast nokkur hér heima um tilvist þessarar hljómsveitar, en svo er ekki lengur. Þungarokkið er eins og allir vita nokkurskonar tisku- fyrirbæri þessa stundina og Loverboy eru svo heppnir að vera á réttum stað á réttum tima með rétta tónlist. Arið 1978 voru lögð drög að stofnun hljómsveitarinnar með þvi að gitarleikarinn Paul Dean og söngvarinn Mike Reno lögðu hausinn i bleyti. 1 tvö ár unnu þeir að hugmyndum sinum og veiddu hljóðfæraleikara i net sin og á siðasta ári gáfu þeir tóninn. Fyrst veiddu þeir Matt Frenette, trommuleikara, sem hafði leikið talsvert i hljóðver- um. Þar næst kom Doug John- son, álitlegur hljómborðsleikari og textasmiður. Siðasta fórnar- sychedelic urs overboy ellow Magic rchestra lambið var Scott Smith bassa- leikari, þaulæfður hljóðfæra- leikari. Þegar hópurinn var allur kominn i eina kippu hófust æf- ingar og siðan hljómleikar sem gáfu hljómsveitinni grænt ljós hjá Columbia um plötugerð. í hljóðverinu unnu þeir að breið- skifunni „Loverboy” sem hefur verið tekið frámunalega vel, bæði I Kanada og Bandarikjun- um. A þeirri plötu er meðal annars að finna lagið „Turn Me Loose” melódiskan rokkara af bestu gerð, sem þungarokksað- dáendur hafa hvarvetna tekið og hampað. Þrjár hljómsveitir frá þremur löndum, allar á þröskuldi frægðarinnar þó ólikar séu. Ef til vill heyrir þú þær aldrei framar nefndar framar, lik- legra er þó að þú munir ein- hvern tima kaupa þér plötu með þeim. — Gsal. B.A. Robertson — Bully For You Elektra/Asylum K52275 A siðasta ári naut platan „Initial Success”mikilla vin- sælda hér heima, lög eins og „Bang Bang” og „Knocked It Off” sungu i eyrum lands- manna og B.A. Robertson var orðinn „heimsfrægur” á íslandi. Tónlist þessa breska tónlistarmanns má ef til vill kalla skallapopp, þ.e. létt dægurtónhst til afþreyingar- brúks. Mér þykir nafngiftin þó of niðrandi fyrir B.A. Robert- son þar eð mun meira er spunnið i tónlist hans en flestra annarra sem ástunda popptónlist af léttustu gerð. Hann hefur það meðal annars fram yfir flesta aðra að vera bæði fljúgandi lag- og hag- mæltur, textar hans eru oftast nær mjög áhugaverðir og nægirað nefna „Flight 19” þvi til staðfestu en þar segir af Bermúdaþrihyrningnum al- ræmda. Tónlist B.A. Rob- ertson ristir ekki djúpt, en hún er samt persónuleg og meló- diurnar renna svo mjúklega að i þeim efnum standast fáir honum snúning. GOODfÝEAR viftureimar í sérflokki ódýrar og sterkar Bygging OOODfÝCAR viftureimarinnar 1. Efsti burðarvefur reimarinnar, sem blandaður er gúmmíi, hefur viðnám gegn olíu, ozoni og polychloropreni, sem dregur mjög úr liðunarþreytu og úlilokar sprungur. 2. Afar sterkur polyesterþráður með mikið teygjuviðnám tryggir vörn gegn skyndilegu álagi, gerir endurstrekkingu óþarfa og gerir kleift að nota litlar reimskífur. 3. Trefjablönduð einangrun eykur stöðugieika reimarinnar. 4. Þriggja laga vefur, sem hefur rafleiðni og er blandaður poly- chloropreni, gerir reimina einkar stöðuga og veitir vörn gegn sliti og sprungum, jafnvel þótt notuð séu strekkingarhjól. HEILDSALA - SMÁSALA IhIhekla J Laugavegi 170-172 Sír HF Sími 21240 Þurfir þú nýja reim er auðvelt að finna stærðina. Þú kemur með þá ónýtu Stærðin ákvörðuð Eða afgreidd eftir númeri Við mælum hana Ný reim afhent Leitið upplýsinga Sendum bœklinga ^ HÚSASMIÐJAN HP. ■ IhhI SÚÐARVOGI 3-5, REYKJAVfK SlMI: 84599

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.