Vísir - 15.04.1981, Qupperneq 1
Hálfsjötugur maður téll nlður um ís á Norðfjarðará:
Miðvikudagur 15. apríl 1981 88. tbl. 71' árg.
BJARGAO A SfDUSTU STUNUU
urr OR ISKALDRI VðKINNI
- Hafðl ðá haldið sér ð liotl l hálla klukkustund
„Timinn var nokkuð lengi að
liða þarna i vökinni meðan ég
beið eftir hjálp, en það var allt
gert sem hægt var. Það var hins
vegar mjög af mér dregið enda
áin köld,” sagði Stefán Þorleifs-
son bóndi á Hofi i Noröfjarðar-
hreppi i samtali við Visi. Hann
lenti i þeirri miklu mannraun
fyrir nokkrum dögum að halda
sér uppi á isskör i hálfa klukku-
stund i vök eftir að is á Norð-
fjarðará brast undan honum.
Stefán er 65 ára gamall bóndi
á Hofi i Norðfjaröarhreppi og
var á leið að heimsækja bróður
sinn, sem býr hinumegin ár-
innar. Um tiu minútna gangur
er frá Hofi að ánni. Engin brú er
á ánni, þarna i grenndinni, en
hún var á is og snjór yfir. Oti á
miðri ánni brast isinn undan
Stefáni og hann náði ekki til
botns. Hann gat náð tökum á is-
brúninni og vegið sig upp á hana
að þvi marki að hann kom hand-
leggjunum uppá isinn og hélt
sér þar.
Þá brast isbrúnin undan
þunga hans og aftur tókst hon-
um að vega sig uppá á sama
hátt. Þar beið hann svo, meiri
hluti likamans á kafi i iskaldri
ánni.i hálfa klukkustund, þang-
að til hjálp barst frá næstu bæj-
um. Þegar hann var dreginn
uppúr ánni var hann svo mátt-
farinn að hann gat ekki komið
upp orði. Taldi Stefán að ekki
hafi mátt dragast lengur að
hjálp bærist, þrekið var búið.
Stefáni varð ekki meint af
þessari þrekraun, hann fór i
fjósið að sinna gegningum
kvöldið eftir.
,,Ég er stálhraustur og var
ágætlega klæddur, i föðurlandi
uppúr og niðrúr,” sagði Stefán,
þegar fréttamaður spurði hann
hverju hann þakkaði að hann
gat haldið sér svona lengi uppi á
skörinni.
Hann fékk málið fljótlega aft-
ur, eftir að hann var kominn i
heita karið á sjúkrahúsinu og
þaö fyrsta sem hann sagði var
að spyrja hvort hann hefði týnt
úrinu sinu. Það reyndist ekki
vera, stúlkurnar á sjúkrahúsinu
höfðu tekið það af honum. „Þær
voru þrjár eða fjórar þarna og
það má nærri geta að það er
fljótur að koma ylur i kroppinn
á manni þegar þær fara mjúk-
um höndum um mann, blessað-
ar. Það er voðalega gott að láta
þær nudda sig.”
Fannst honum ekki ganga
seint að koma til hjálpar?
„Jú, mér fannst það ganga
heldur seint, en það var gert allt
sem hægt var,” sagði Stefán og
bað svo fyrir þakklæti til allra,
sem að hjálpinni stóðu.
SV
Stefán Þorleifsson á Hofi.
(Vísism. Kriöjón Þ. Neskaups-
stað)
Margir hyggja á ferðalög um páskana og þessir hressu Frakkar voru að leggja upp i ferð á Snæfellsnes i
morgun og ætluðu aö ganga á jökul, ef veöur leyfir. (Visism. EÞS)
Hrauneyjarfoss:
urgur vegna
vinnu Svía
J á r n i ð n a ð a r m e n n við
Hrauneyjarfossvirkjun eru ósátt-
ir við atvinnuleyfi, sem Verka-
lýðsfélagið i Rangárvallasýslu
mælir með til handa sex Svium.
Fjórir þessara Svia munu eiga
að vinna við niðursetningu
túrbinuhluta i stuttan tima eða
um fjórar vikur. Ekki mun
auðhlaupið að að fá Islendinga
sem hafa reynslu i þeim verkum.
öðru máli gegnir um hina tvo.
Þeir munu vera r^önir sem sér-
fræðingar i suðu á rústfrium
rörum.og ergert ráð fyrir að þeir
verði lengi, en um þaö verk munu
islenskir járniðnaðarmenn
fullfærir. Samkvæmt upplýs-
ingum fráAsgeiri Magnússyni hjí
Stálafl, sem vinnur mikið við
Hrauneyjarfoss, biöa tugir járn-
iðnaðarmanna eftir að komast í
vinnu þar uppfrá.
Svavar Gestsson ráðherra
sagði fréttamanni að hann vissi
litið um þetta mál, en venjan væri
sú að atvinnuleyfi væru veitt, að
fengnum meðmælum réttra aöila,
þ.á m. viðkomandi fagfélaga.
— SV.
Metdagur á verlíð I Eyjum:
Vinna nðtt og
dag úr aflanum
Einn allra stærsti afladagur á
Vertlð Eyjabátanna var i gær, en
þá bárust aö landi rúmlega 1170
tonn. Voru margir bátanna svo
hlaðnir er þeir komu aö landi i
gærkvöldi að þeir liktust fremur
drekkhlöðnum loönuskipum, en
neta- og trollbátum. Vegna hins
mikla afla sem barst að landi,
varð að taka þaö til bragðs að isa
fiskinn á dekki bátanna. þar sem
ekki reyndist unnt að landa úr
þeim.Til þess aðhægt sé aö vinna
úr öilum þessum afla er ljóst að
nótt og dagur veröa lögð að jöfnu
næstu daga, eins og þvi verður
við komiö um hátiðarnar sem
framundan eru. Allir sem mögu-
lega geta kriað út fri úr störfum
sinum i Eyjum hafa reynt að
vinna i fiskvinnslustöðvunum til
þess aö bjarga hinum miklu
verðmætum sem I húfi eru.
Asm.Fr. Vm.
VÍSIR ÚSKAR LANDSMÖNNUM GLEÐILEGRA PASKA