Vísir - 15.04.1981, Side 13
vism
Reynir Afialsteinsson situr stóöhestinn Gáska 915 frá Gullberastöðum, á sýningu á Melavellinum i
Reykjavik. Visismynd EJ
Miövikudagur 15. aprll 1981
Skípverjar og útgerð á Kap 2. VE:
Gáfu 81 Hús. kr. lll
verndaðs vlnnustaðar
STÖDHESTURINN GÁSKI
SELDUR FYRIR 80 ÞÚS.
Stóðhesturinn Gáski 915 frá
Gullberastööum hefur veriö
seldur til Austurrfkis. Kaupand-
inn er Islenskum hestamönnum
vel kunnur, Johannes Hoyos.
Seljandi hestsins fær 80.000
krónur fyrir hann, en auk þess
þarf kaupandinn að greiða 20%
álag á kaupverðið i Stofn-
verndarsjóð og allan kostnað af
flutningi hestsins til Austurrik-
is. Heildarverðið er þannig
rúmar 100.000 krónur.
Stofnverndarsjóður hefur það
hlutverk að auðvelda islenskum
áhugamönnum að keppa við er-
lenda kaupendur um stóðhesta,
sem talinn er fengur i að halda i
landinu og samkvæmt lögum
eiga Islendingar forkaupsrétt-
inn á jöfnu verði.
Alla tið hafa verið nokkur
skoðanaskipti milli manna um
hvort rétt væri að flytja út
fyrsta flokks kynbótahross,
vegna hættu á að það auðveldaði
útlendum að koma upp sinni
eigin hrossarækt og útiloka okk-
ur frá markaðnum. Þessi skoð-
anaskipti hafa aukist i seinni tið
og þykjast sumir menn sjá þess
merki að Danir og Þjóðverjar
séu að verða sjálfum sér nógir i
uppeldi hrossa af islenskum
stofni.
SV
Skipshöfnin á Kap 2. VE. Taliö frá vinstri: Hjalti Ellasson, Þorkell
Arnason, Oddsteinn Pálsson, Rúnar Pálmason, Asgeir Sverrisson,
Ægir Pálsson, Einar Ólafsson skipstjóri, Hallgrimur Tryggvason,
Baldur Aöalsteinsson, og Helgi Hilmarsson. A myndina vantar þá
Ingólf Grétarsson, Gisla Einarsson og meöeigandann Agúst
Guömundsson.
(Vlsismynd Guöm. Sigf.)
Vélbáturinn Kap II. VE landaöi
28 tonnum af netafiski miöviku-
daginn 8. april. Þaö er varla 1 frá-
sögur færandi þótt netabátur
landi 28 tonnum af fiski, en sjald-
gæfara er aö útgeröarmenn og á-
höfn gefi aflaverömætiö til
liknarstarfa, eins og raunin varö
á meö þennan afla.
Að sögn Einars Ólafssonar
skipstjóra og annars eigenda af
Kap, kom upp sú hugmynd I ein-
um róðri að gefa aflaverðmæti
þess afla sem landað yröi mið-
vikudaginn 8. apríl til styrktar
byggingu verndaös vinnustaðar.
Aformað er aö hefja byggingar-
framkvæmdir á 504 fermetra húsi
innan skamms I Vestmannaeyj-
um, þar sem slik starfsemi mun
fara fram.
Aflaverðmætið sem rann óskipt
til byggingar hússins, reyndist
vera 81.100 krónur eöa 8.1 milljón
gamalla króna, — þannig að hér
er um höföinglega gjöf að ræða og
sýnir hlýhug skipverja og út-
gerðar til þeirra sem minna
mega sín I þjóðfelaginu og þurfa
á hjálp að halda til þess að geta
unnið vinnu við sitt hæfi.
A Kap II. eru 12 menn á sjó. Ef
aflaverðmæti er deilt jafnt niður
á þennan hóp, samsvarar það þvi
að hver skipverji hafi gefið 6750
krónur. Þetta stórmannlega
framtak skipverja á Kap er
glæsilegt fordæmi sem vonandi á
eftir aö veröa öðrum hvatning til
þess aö leggja sitt af mörkum.
AS.FR.VM.
í Búlgarlu bjóðum við upp á eitt glæsilegasta hótel í Evrópu — Grand Hótel Varna.
Almennt viðurkennt af þeim, sem gist hafa þar, sem það besta. A Hótelinu eru auk
rúmgóðra herbergja og ,,svita”, þrir veitingastaðir, Cafe-teria, þrir barir,
næturklúbbur, heilsuræktarstöð, bowling, billard, coreconbúðir og úti- og
inni-sundlaugar, góð baðströnd og Sauna.
Allt á sama stað.
Auk þess bjóðum við fjögur 1. flokks hótel á sólarströndinni, öll með baði,
WC og svölum.
Ein stærsta baðströnd Evrópu.
Við fljúgum i áætlunarflugi Flugleiða til Kaupmannahafnar og strax á eftir með þotum
Balkanairlines til Sofiu.
frá Sofiu til Rilaklausturs, Plovdiv
Þar bjóðum við upp á vikuferð
Gabrovov, Velikov, Turnevo og Varna. 7 daga ferð 1. flokks hótel fullt fæði.
A baðströndunum bjóðum við 1-2-3 vikur og 4 vikur, ef ekki er farið í viku-
ferðina.
Vinsælt matarmiðakerfi, eins og peningur i vasa. Þú borðar hvar sem er,
hvenær sem er og hvað mikið sem þú vilt.
50% uppbót á erlendan gjaldeyri, ef skipt er á hótelum.
Iðandi baðstrandarlif, en einnig fjöldi tækifæra til að fara i skoðunarferðir
um landið og á lystiskipum er tveggja daga ferð til Istanbul og þriggja daga
ferð til Yalta — Istanbul og Odessa — Yalta. Skipsferðir greiðast hér
heima.
Flogið alla mánudaga frá 25. mai-14. sept.
Hægt að stoppa i Kaupmannahöfn i bakaleið.
Sumarferðir eru að fyllast.
Bókið strax.
Ekki missir sá sem fyrstur fær.
ódýrasta og ein besta orlofsferð, sem völ er á hér á landi.
Spyrjið þá sem hafa farið
Ferðaskrifstofa
KJARTANS
HELGASONAR
Gnoðavog 44 -104 Reykjavik - Simi 86255
íslenskir fararstjórar
i Búlgariu,
i Söfiu
og á
ströndinni