Vísir - 15.04.1981, Side 7
Miðvikudagur l5. apríl 1981
vism
Leikmenn ipswich komu. sáu og sigruðu - 2:1
Rimmer réö ekki við
Drumufleyg frá Gates
- ai 27 m læri og ipswich komst pá í 2:0
Ólafur Orrason simar frá Birmingham. — Þaö voru ákveðnir leik-
menn Ipswich, sem mættu hér til leiks á Villa Park — þeir komu 300
km leið frá Ipswich, til að vinna sigur og þeim tókst það. Leikmenn
Angeliuliðsins voru miklu betri og unnu sanngjarnan sigur á tauga-
óstyrkum leikmönnum Aston Villa, sem þurftu sigur eða jafntefli,
til að svo gott sem tryggja sér Englandsmeistaratitilinn.
geta skapað sér marktækifæri.
Á hinn bóginn voru sóknarlotur
Ipswich mun beittari, en samt
ekki eins margar og hjá Villa.
-k Osmann og Butcher voru eins
og grimmir hundar á Withe
47.500 áhorfendur voru hér
saman komnir og var stemmn-
ingin gífurleg á áhorfendapöll-
unum, enda mikið i húfi fyrir
bæði liðin.
óskabyrjun Ipswich
Það er óhætt að segja, að
leikmenn Ipswich hafi fengið
óskabyrjun, þvi að þeir voru
búnir að senda knöttinn i netið
hjá JimmyRimmer, markverði
Villa, eftir aðeins 3 min.
Hollendingurinn Frans Thijssen
átti þá góða sendingu fyrir
mark Aston Villa, þar sem mið-
vörðurinn Ken McNaught gerði
þau mistök, að láta knöttinn
fara yfirsig, en fyrir aftan hann
voru þeirPaul Mariner og Alan
Brasil á auðum sjó og gátu þeir
báðir skorað. Það kom i hlut
Alan Brasil að þruma knett-
inum i netið.
Eftir þetta sóttu leikmenn
Aston Villa meira, en án þess að
Cooper i vígamóði
Paul Cooper, markvörður
Ipswich, kom mikið við sögu i
byrjun seinni hálfleiksins, en þá
fengu leikmenn Aston Villa sin
bestu marktækifæri. Þeir Peter
Withe og Gary Shaw komust þá
einir inn fyrir vörn Ipswich, en i
bæði skiptin bjargaði Cooper
glæsilega með Uthlaupum.
Ólafur
Orrason
simar frá
Birming-
ham:
ALAN BRASIL.......kom Ipswich
á bragðið.
Staðan er nú pessi
Staöa efstu lióanna I ensku 1. deildarkeppninni er nú
þessi: •
Aston Villa 38 24 77 66:37 55
Ipswich .... 37 22 10 5 73:34 54 )
1 West Bromwich Albion ....38 18 11 9 53:37 49
Southampton ....38 19 811 70:50 46
i Liverpool ....37 15 15 7 58:39 45
Nothingham Forest ....38 17 11 10 57:40 45
ARSENAL ....38 15 15 8 52:42 45
VILLA PARK
Draumamark
Þegar 10 min. voru til leiks-
loka skoraði Eric Gates
sannkallað draumamark —
áhorfendur ætluðu varla að trUa
sinum eigin augum. Des
Bremner, miðallarspilari Villa,
sendi knöttinn þá klaufalega til
Paul Mariner, sem var ekki
lengi að senda hann til Gates,
sem brunaði að marki Aston
Villa — þegar hann var kominn
27 m að markinu, lét hann
sannkallað fallbyssuskot riða af
— knötturinn hafnaði efst uppi i
markhorninu, algjörlega óverj-
andi fyrir Jimmy Rimmer, sem
hafði greinilega reiknað með að
Gates kæmi nær markinu, áður
en hann reyndi skot.
GARY SHAW... minnkaði
muninn i 1:2 stuttu siðar, þegar
hann vippaði knettinum glæsi-
lega yfir Paul Cooper og 19.
mark hans i vetur varð
staðreynd. Eftir það sóttu leik-
menn Aston Villa stift að marki
Ipswich, en þeim tókst ekki að
jafna metin.
Leikmenn Ipswich
góðir
Ipswich-liðið er miklu betra
en Aston Villa — það kom fram
hér á Villa Park. Hollend-
ingarnir Frans Thijssen og
ERIC GATES....skoraði meö
þrumufleyg af 27 m færi.
Arnold Muhren eru stór-
skemmtilegir, en aftur á móti
var John Wark daufur. Þá var
Paul Mariner hreint frábær —
með ótrúlega yfirferð og var
hann allsstaðar a vellinum.
Sóknarleikmennirnir Alan
Brasil og Erik Gates eru
skemmtilegir — skila knettinum
vel og eru með nákvæmar send-
ingar Einnig áttu Cooper og
bakvörðurinn Steve McCall
góðan leik.
Dennis Mortimer var besti
maður Villa og þá var Gary
Shaw mjög góður. Peter Withe
sást ekki — þeir Russell Osman
og Terry Butcher voru eins og
grimmir hundar i kringum
hann. Þá bar litið á Tony Morley
og Gordon Cowans.
Liðin voru þannig skipuð:
ASTON VILLA: — Rimmer,
Gibson, Swain, G. Williams,
McNaught, Mortimer, Bremn-
er, Cowans, Morley, Withe og
Shaw.
IPSWICH: —Cooper, McCall,
Mills Osmann, Butcher, Muhr-
en, Thijssen, Wark, Brasil,
Mariner og Gates — óo/ — SOS
Tottenham meö sama liö
Keith Burkinshaw,
framkvæmdastjóri Totten-
ham, hefur tilkynnt, að hann
tefldi fram santa liði gegn tjlf-
unum á Ilighbury i kvöld og
lék gegn þeim á laugar-
daginn. Aftur á móti hefur ein
breyting verið gerð hjá Úlf-
unum — Mel Eves verður
með, eftir meiðsli. Flestir spá
Tottenham sigri, enda fer
leikurinn fram á heimaslóðum
félagsins — N-London.
ÓO/ —SOS
Asgelr með 2
mörk gegn Fram
- og tryggði Þrótti sigur (3:2) í „Bráðahana”
mvd árzirjni uarQinDCivr
»■ s jív aUT rtiiUi njtiUi Jr k# jnijr
Asgeir Eliasson, fyrrum
fyrirliði Frain, reyndist fyrri
félögum sinum erfiður á Mela-
vellinum i gærkvöldi, þegar
Þróttarar unnu sigur (3:2) eftir
,,Bráðabana”. Framarar voru
klaufar að gera ekki út um leik-
inn — þeir fengu mýmörg mark-
tækifæri, en voru ekki á skot-
skónum.
Eftir venjulegan leiktima var
staðan þvi jöfn,0:0,og var þá háð
vitaspyrnukeppni. Aftur var
staðan jöfn — 2:2 og var þá
reynt til þrautar. Halldór Ara-
son, fyrrum leikmaður Þróttar,
náði þá ekki að skora, en það
geröi aftur á móti Ásgeir, sem
hafði einnig skorað áður.
— SOS
Asgeir Eliasson
Liverpool tapaði
Skotinn, Gordon McQueen,
tryggði Manchester United sig-
ur (1:0) yfir Liverpool á Anfield
Road i gærkvöldi. McQueen
skoraði markið með skalla á 6.
min.
Sheffield Wednesday tapaði
l:2fyrir Preston og er draumur
miðvikudagsliðsins um 1.
deildarsæti, nær búinn.
UMSJÓN: 'Kjartan L.
Pálsson og Sigmundur ó.
Steinarsson
Bætt haf naraðstaða
Anldð geYmslurými
Hafskip hf. tekur um þessar mundir í notkun fyrsta áfanga af þremur aö nýrri hafnar- og
vörugeymsluaðstööu í Austurhöfninni. Breytingar nú eru þessar:
1. í Tollstöövarbyggingu og Hafnarhúsi er vöruafgreiösla fyrir vömr frá Norður-
sjávarhöfnum og höfnum á Bretlandi. Einnig fyrir vörur frá U. S. A. og Kanada.
í Tollstöðvarbyggingu er einnig miðstöð allrar vömafgreiðslu í Austurhöfninni.
2. f A skála er móttaka á vörum sem fara eiga á hafnir við Norðursjó, Bretlandi
svo og U. S. A. og Kanada.
Vömafgreiðslan við Grandagarð þjónar áfram vöruflutningum til og frá
Skandinavíu og höfnum við Eystrasalt. Vömafgreiðslusvæðið við Njarð-
argötu (Tívolí) mun einnig þjóna áfram um sinn.
Síöar verða svo teknar í notkun vömafgreiðslur í Faxaskála I og II.
Mimu þær breytingar verða kynntar þegar nær dregur.
Tilgangur Hafskips hf. með þessum breytingum er að stórbæta
afgreiðsluskipulag sem og vörumeðferð, og auka þar með þjón-
ustu við viðskiptamenn félagsins.
HAFSKIP HF.
Hafnarhúsinu, v/Tryggvagötu, Sími21160