Vísir - 15.04.1981, Síða 8
8
Miðvikudagur 15. april 1981
vism
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Eilert B. Schram.
Fréttastjóri: Saemundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guö-
mundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon,
Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir,
Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón
Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á
Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur
O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
son. Útlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, Magnús Olafsson. Safnvöröur:
Eirikur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 línur
Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur
eintakið.
Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Sagt er að allar páskaferðir til
sólarlanda séu uppseldar. Skíða-
lönd fyllast af fólki og f lestir eru
önnum kafnir við að skipuleggja
afpreyingu sína um páskahelg-
ina. Hvert ætlarðu að fara, hvar
ætlar þú að vera spyrja menn
hver annan og bíða þess í ofvæni
að frídagarnir gangi í garð.
Páskadagarnir, að sumarleyfinu
fráskildu, eru lengsta samfellda
fríið sem almanakið hefur upp á
að bjóða og þeir eru metnir sem
slíkir.
Boðskapur páskanna, tróar-
kenningar og helgiathaf nir
verða því miður útundan. Þó er
fráleitt að halda því fram að
þjóðin sé trúlaus, eða kristin trú
haf i ekki áhrif. Hún á meiri ítök í
okkur en almennt er viðurkennt.
Á ráðstefnu sem samtökin Líf
og land ef ndu til um síðustu helgi
um manninn og trúna, var rakið í
f jölmörgum og stórgóðum erind-
um, hvernig trúin, kirkjan og
boðskapur hennar hefur mótað
allt líf hvort sem litið er tii
menningar, stjórnmála, lista eða
daglegs lífs. Kirkjan hefur haft
áhrif á byggingarlist, leiklist,
prentiðn og tónlist svo eitthvað sé
nefnt.
Áhrif kristinnar trúar eru a11-
staðar umhverfis okkur, móta
lífsvenjur okkar og siðgæðishug-
myndir, breytni og hugarfar.
Sagan um píslargöngu Jésú',
krossf estinguna og upprisuna er
þekktasta frásögn allra tíma,
hún ber í sér harmleik og gleði,
og gef ur okkur trú og von um Iff
eftir þetta líf. Kristin trú veitir
okkur ekki sannanir heldur vissu,
hún viðurkennir breiskleika en
kennir okkur kærleika, og veitir
okkur þann óendanlega styrk í
nærveru Jesú, sem hver
mannssál þarf á að halda.
Stundum er sagt að kirkjan
hafi ekki náð til fjöldans, að
starf saðf erðir hennar séu
rangar. Lærðir sem leikir eru
með tillögur um að hún þurfi að
breyta sér í formi og athöfnum
til að ná til alls þorra manna.
En það er sama hvort kirkj-
unnar menn vilja tileinka sér
leikbrögð og auglýsingatækni nú-
tfmans, þeir geta aldrei fundið
betri aðferð en einfaldleikann í
kenningum Jesú. Hann er besta
aðdráttaraf lið, það er hann sem
hríf ur.
Vera má að sumir gleymi
kristnum kenningum í veraldlegu
kapphlaupi, í daglegum önnum.
En þegar til kastanna kemur,
erfiðleikar sækja að, líkamlegur
styrkur dvínar og mannsins
máttur þverr þá er það Kristur
sem veitir athvarf. Hann getur
komið fram í umhyggju vanda-
manna, sem túlka kærleika
Krists með ástúð, eða hann lýsir
sér bæninni, trúnni á að hið góða
sigri og veiti hjálp.
Enginn vísindi, þekking eða
mannlegir yfirburðir komast í
hálfkvisti viðþann einfalda boð-
skap sem Jesú boðaði. Það
þarf enginn að skamrriast sín
fyrir auðmýkingu gagnvart
kristinni trú, því máttur hennar
er öllum mannanna verkum æðri.
Trúin er eitt af undrum lífsins.
Við þurfum ekki að skilja hana
eða sanna. Við vitum og finnum.
í þeim hildarleik sem menn-
irnir heyja, valdatafli og misk-
unnarleysi sem milljónir manna
búa við þá er trúin ef til vill það
haldreipi, sú fótfesta, sem við
leitum að og þörfnumst.
Hvað sem líður trúarlegum at-
höfnum eða kirkjusókn um pásk-
ana, þá er sagan um örlög Jesú
hjartfólgin hverjum þeim, sem
leiðir hugann að tilgangi lífsins,
sinni eigin tilvern, fæðingu og
dauða.
Maðurinn og trúin eru óað-
skiljanlegir þættirog páskahátfð-
in er aðeins hluti af þeirri heild.
Hvert sem við förum, hvar sem
viðdveljum, þá er Kristur nálæg-
ur. Vonandi verðum við aldrei
svo stórlát né forheimsk að
þiggja ekki samfylgd hans.
1 írska lýðveldinu og um leið á
Norður-trlandi hefur hlutleysi
Ira verið mjög til umræðu i vet-
ur og hafa stjórnarandstæðing-
ar i Dublin mjög hamrað á
þeirri spurningu, hvort Charles
Haughey forsætisráðherra sé að
makka á bak við tjöldin með
hlutleysi landsins i skiptum fyr-
ir tilslakanir hjá Margréti
Thatcher handa kaþólskum á
Norður-trlandi?
Haughey hefur eindregið
visað slikum vangaveltum á
bug sem algerri firru, en gengur
erfiðlega að kveða niður draug-
inn, sem vakinn var upp.
trska lýðveldið hefur verið
hlutlaust allt frá þvi að það öðl-
aðist sjálfstæði 1921 eftir að hafa
lotið breskum yfirráðum öldum
saman. Lýðveldinu tókst jafnvel
að halda sér utan styrjaldarinn-
ar til óblendinnar ánægju fyrir
Þýskaland, en ávann sér nokkra
beiskju meðal bandamanna.
Varnarmálin og hugsanlegt
varnarbandalag við Stóra-Bret-
land, sem væri eðlilegasti hlutur
i heimimeð svo nána nábúa —
ef ekki væri Norður-lrland —
eru þaö, sem að baki liggur. En
meðan Norður-lrland lytur
stjórn Bretlands og írar ala enn
á fornum fjandskap við erfða-
fjandann, kemur slikt ekki til
greina.
Þegar NATO var stofnað af-
þakkaði trska lýðveldið, að ger-
astaðili að bandalaginu. Hitt er
þó rétt, sem Charles Haughey
hefur drepið á, að strangt til
tekið hefur trska lýöveldið
aldrei verið fullkomlega hlut-
laust. Enda er það aö vonum,
svo náin tengsl, sem liggja á
milli þess og vesturlanda, og þá
einkanlega Bretlands og Banda-
rikjanna.
Á hinn bóginn er írska lýð-
veldið i Efnahagsbandalaginu,
og má segja, að ögn hafi dofnað
hlutleysisliturinn, þegar trar
gengu i EBE 1973. III nauðsyn
rak þá til, þvi að efnahagshrun
blasti við landbúnaöarrikinu, ef
Er hugsaniegt
að írland láti
af hiutieyslnu?
Thatcher átti fund með Charles
Haughey, starfsbróður sinum i
traska lyöveldinu i desember i
vetur og þau ráðgera annan
fund i sumar, en viðræður
þeirra hafa oröiö írum tilefni
grunsemda...
það stðð utan við, en Bretar
gengu i bandalagið. Hafa trar
raunar haft góðan hag af ver-
unni i EBE, og má leita lengi
þar að andstæðingi aðildar, áð-
ur en finnst.
Umræðan um hlutleysið
kviknaði i vetur eftir fund
Thatcher forsætisráðherra og
Haughey i Dublin i desember.
Hefur hún verið dregin alla leiö
inn i þingsali. — Vel fór á með
forsætisráðherrunum báðum á
fundinum, öfugt við flestar
spár. Sögðu þeir góða einingu
hafa rikt i viðræðunum, og ,,að
lagður hefði verið grunnurinn
að frekari samvinnu rikjanna i
framtiðinm", án þess að nánar
væri útskýrt við hvað átt væri.
Það mun væntanlega koma
fram á öðrum fundi, sem ráð-
geröur hefur verið núna i sum-
ar, eftir að ráðgjafar beggja
stjórna hafa legið undir feldi.
Slikir fundir forsætisráðherra
Irska lýðveldisins og Bretlands
hafa ekki fyrr þótt fýsilegir
vegna hins sögulega fjandskap-
ar þjóöanna. Thatcher og Haug-
hey eru bæði það, sem kallað er
„sterkir leiðtogar” og nógu
tryggir i sessi til þess að bjóða
gömlum fordómum birginn.
Haughey hefur látið mikið af
fundinum og kallað „söguleg
...og hefur séra Ian Paisley full-
yrt, að makkaö sé um að selja
N-trland á vald trska lýöveldinu
i skiptum fyrir varnarsamstarf
milii Bretlands og S-trlands.
þáttaskil” i samskiptum rikj-
anna. Kannski hefur hann þar
annað augað á fyrirhuguðum
kosningum. Thatcher hefur á
hinn bóginn slegið úr og i og lagt
áherslu á, að ekkert afdrifarikt
hefði verið ákveðið á fundinum.
Enda verður hún að gæta þess
að styggja ekki mótmælendur á
Norður-lrlandi um of.
En þegar á ferðinni eru óf-
stækismenn eins og Ian Paisley,
sem sér rautt, ef minnsta hreyf-
ing sést á London og Dublin til
betri grannskapar. Hefur Pais-
ley neitað að trúa fullyrðingum
Thatcher og Haughey um, að
þau hafi ekkert nýtt samkomu-
lag gert, sem snerti mál
kaþólskra á N-Irlandi. Hann
hefur þvert á móti alið á tor-
tryggninni og ber nágrönnunum
á brýn svikatafl um að selja N-
Irland á vald lrska lýðveldinu.
Til sliks mega mótmælendur
ekki hugsa, þvi að þá snúast
hlutirnir við, og i stað þess að
geta i meirihlutakrafti haldið
kaþólskum niðri mundi samein-
að Irland setja mótmælendur i
minnihluta. Vænta Paisley og
stuðningsmenn hans sér ekki
meira umburðarlyndis i þeirri
aðstöðu, en þeir hafa sjálfir sýnt
minnihlutanum á N-Irlandi.
Þegar Irlandsmálaráðherra
Thatcherstjórnarinnar,
Humprey Atkins, lét fyrir
nokkrum vikum orð falla á þá
lund, að varnarsamstarf milli
þessara tveggja rikja væri ekki
óhugsanlegt i framtiðinni, upp-
hófst mikið neistaflug i Dublin.
Og Paisley taldi sig ekki þurfa
frekar vitna við, enda flýtti
hann sér að æsa mótmælendur
til þess að mynda leyniher,
nokkur þúsund vopnfærra
manna, sem skulu tiltækir, ef
landráðin eiga fram að ganga.
Haughey hefur æ ofan i æ bor-
ið til baka þessar fullyrðingar
andstæðinga sinna og Paisleys,
en hann hefur bætt þvi við, að
þegar viðunandi pólitisk lausn
finnst á deilunni á Norður-
Irlandi, hljóti menn að taka
varnarmál eyjarinnar grænu til
endurskoðunar.