Vísir - 15.04.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 15.04.1981, Blaðsíða 9
9 Miðvikudagur 15. april 1981 VÍSIR stærðir af bátum, 100, 160 og 230 tonna. Markaðskannanir hafa sýnt, að þessar stærðir henta vel og margir eru áhugasamir um kaup. Við erum þegar með undirritaða 4 samninga og 1-2 i viðbót eru i deiglunni. Þetta er 2ja ára verkefni fyrir okkur. NU er upplagt að gera lang- tjma áætlanir, áætlanir sem aldrei hefur veriö hægt að gera, vegna þess að við höfum aldrei vitað hvaða skip kemur næst, vegna stefnu leysis. Það er beð- ið með allt, en loksins þegar kemur, ,,grænt ljós”, þá þarf helst að gera allt á einum degi. Slikt má ekki viðgangast leng- ur. Með langtima áætlun og rað- smiði rná ná verulegri hagræö- inu við smiðina og mun hag- kvæmari innkaupum á öllu efni, tækjum og vélum. Arangurinn verður mun ódýrari skip. Gæðamunur slipp- stöðinni i tiag Þessir bátar koma til með að kosta 2.5-4 m. dollara, eða 15-40 m. kr. og er þá reiknað með fjármagnskostnaði. Einn af þeim aðilum, sem hefur samið við okkur, var búinn að kanna möguleika á að láta smiða bát i Póllandi. Hann samdi hins vegar við okkur, þvi þótt við værum ögn dýrari, sem kom mér ekki á óvart, þá var gæða- mundurinn verulegur okkur i hag. Til þess að þetta geti orðið að veruleika, þá þurfa stjórnvöld að marka þessa stefnu. Ég veit að það hefur verið fylgst grannt með þessu bátaverkeíni okkar af stjórnvöldum og ég trúi ekki öðru en stjórnvöld greiði fyrir þvi fyrr en seinna", sagði Gunnar. Tækjum pvi ekki pegjandi — Hvað með innflutning á tog- urum .Nú er það haft eftir Stein- grimi Hermannssyni sjávarút- vegsráðherra varðandi hugsan- lega nýsmiði fyrir Þórshöfn i Noregi, að hún komi til með að kosta um 30 m. kr. þar, en sam- bærileg nýsmiði hér kostaði 60- 70 m. kr. ,,Já, ég veit ekki hvaðan þær tölur eru komnar. Það væri rétt- ara fyrir ráöamenn að hafa samband við okkur og fá upp- lýsingar um okkar verð. Ég er lika hræddur um, að öll kurl séu ekki komin til grafar i þvi verði sem gefið er upp á nýsmiðinni i Noregi.Það mættisegja mér að miðað sé við lágmarks véla- stærð og tækjabúnað, til að ná verðinu niður. Það kæmi mér þvi ekki á óvart, þótt norska ný- smiðin yrði á svipuðu verði og togari Húsvikinga, sem við er- um að ljúka viö, þegar allt hefur verið tint til. Ég reikna með að hann kosti 42 m. kr. til- búinn á veiðar. Okkur þætti það lika i meira lagi undarlegt, ef stjórnvöld gæfu „grænt ljós” á nýsmiði er- lendis, á sama tima og við erum búnir að biða i heilt ár eftir „grænu ljósi” á undirskrifaðan samning um smiði á togara fyrir Þingeyringa. Við taícjum sliku ekki þegjandi,” sagði Gunnar Ragnars i lok samtals- ins. ,,Við erum komnir langt á leið með okkar verk- efni. Þess vegna var það öryggisráðstöfun að segja upp hefðbundinni yfirvinnu, en slíkt þarf að gera með hálfs mánaðar fyrirvara, samkvæmt samningum. Hins vegar vona ég að skerðing á yfirvinnu og þar með launum starfsmannanna, þurfi ekki að koma til framkvæmda að neinu ráði. Allavega munum við gera allt sem i okkar valdi stendur, til að koma i veg fyrir það”, sagði Gunn- ar Ragnars, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinn- ar á Akureyri i samtali við Visi „Hins vegar tel ég, að mikil yfirvinna sé ekki af hinu góða”, sagði Gunnar. „Við höfum að undanförnu verið að taka upp kaupaukakerfi, sem hefur skil- að starfsmönnunum að jafnaði um 17% kaupauka og stöðinni samsvarandi afkastaaukningu. Að óbreyttum vinnutima kallar þessi aukning á meiri verkefni, ég hef sagt það nemi hálfum skuttogara á ári. Hin leiðin er að stytta vinnutimann og ég held að hún sé vænlegri. Sömu laun fyrir styttri vinnutima Með kaupaukakerfinu, sam- hliða aukinni hagræðingu og af- köstum þá skapast svigrúm til að greiða sömu laun fyrir 40 tima vinnuviku og nú er gert fyrir 50 stunda vinnuviku. Þetta á að vera hægt, jafnvel er hægt að gera enn betur. Þróunin er i þá átt að aðlaga sig 40 stunda vinnuviku. Hins vegar verður aldrei hægt að komast hjá allri yfirvinnu þegar þannig stendur á. Sérstaklega á það við um við- haldsdeildina”, sagði Gunnar. 297 manns starfa i Slippstöðinni og hefur starfsmannafjöldinn verið svipaður undanfarin ár. Ekki er að búast við aukningu nema til komi verulegt átak til aö efla skipasmiðaiðnaðinn. Starfsmennirnir hafa um 35% af launum sinum með eftir og næturvinnu. Næst var Gunnar spurður um stöðu skipasmiða innanlands, hvort búast megi við verkefna- skorti? „Nei, það tel ég ekki, ef rétt verður haldið á málum’,, svar- aöi Gunnar. „Skipasmiðastööv- ar hérlendis eru ekki þaö marg- „öryggisráðstöfun að segja upp Gunnar Ragnars. ar eða stórar, að hætta sé á verkefnaskorti. Þó nú sé talaö um aö togaraflotinn sé orðinn nægilega stór, jafnvel of stór, þá þarf hann endurnýjunar við. Einn nýr togari á ári gerir ekki betur en viðhalda flotanum. Þar við bætist, að bátaflotinn er orðinn gamall og úreltur og hann þarf endurnýjunar við. Nú er tækifæri til að draga lærdóm af reynslunni verðandi endur- nýjun á flotanum. Við höfum tekið of stór stökk i endurnýjun togaraflotans með gifurlegum innflutningi. Nú ættu allir hugs- andi menn að koma i veg fyrir að sú saga endurtaki sig, með þvi að endurnýja bátaflotann smátt og smátt með raðsmiði innanlands. hefðbundinni yfirvinnu", segir Hvað kostuðu bílarnir ef peir væru sérsmíðaðir? tslenskar skipasmiðastöðvar hafa aldrei komist i þá aðstöðu, að raðsmiða skip. Við erum núna að smiða 7. og 8. togarann á 5 árum. Enginn þeirra er eins. Þeir eru allir sérsmiðaðir, en gætu verið verulega ódýrari ef þeir hefðu verið raðsmiðaðir. Við getum imyndað okkur hvað Volvo, Chevrolet, eða hvaða bil tegund, sem er myndi kosta ef hver bill væri sérsmiðaöur. Innlendu skipasmiðastöðv- arnaF hafa lagt sitt af mörkum til að þetta geti orðið að veru- leika. Það hafa verið hannaðar 3 Þaö er að koma skipslag á Skagastrandartogarann i SlippstoOinm. Mastrið á togara Skagstrendinga að veröa tilbúiö. V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.