Vísir - 15.04.1981, Síða 12

Vísir - 15.04.1981, Síða 12
12 VÍSIR Miðvikudagur 15. apríl 1981 Paskalomb á faraldslæti Tólf skrokkar í verslunum í Reykjavik ..V’ið fengum fimm páska- lömbi okkar verslanir, sem eru tvær, og eru þau þegar seld" sagði Eirikur Sigurðsson kaup- maður i Viði i samtali við Vísi. „Páskaiömbin eru 40% dýrari en fyrsta flokks lambakjöt (ADl) en fólk hefur haftáhuga á að pröfa þetta kjöt, mest liklega af forvitni og verðið hefur það ekki sett fvrir sig” sagði Eirikur i Viði. Páskalömbum var slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands mánu- daginn 6. april sl. og til reynslu átti að selja 12 skrokka i versl- unum i Reykjavik. Alls var 47 páskalömbum slátrað, en 35 skrokkar hafaverið sendir flug- leiðis til Danmerkur, þar sem þeir hafa að öllum likindum verið seldir i upphafi dymbil- viku hjá danska verslunar- hringnum Irma. Láta mun nærri að Danir greiði fjórfalt verð fyrir þessi páskalömb mið- að við það verð, sem greitt hefur verið fyrir fryst dilkakjöt i Dan- mörku að undanförnu. Kaupmennirnir i Viði hafa þegar selt sin páskalömb, en þeir fengu fimm skrokka af tólf sem settir voru á markaðinn i Reykjavik. Sláturfélag Suður- lands i Glæsibæ fékk aðeins einn skrokk og i gær höfðum við samband við verslunarstjórann þar, Guðjón Guðjónsson. ,,Já, við fengum aðeins einn skrokk og erum að setja kjötið fram i búð núna”, sagði Guðjón. 7 skrokkum var dreift á milli SS verslana, svo það er litill skammtur sem hver fær. Við vorum með „páskalömb” i fyrra og þau seldust ekki öll, en liklegt er að meiri áhugi sé fyrir kjötinu nU en þá var”. sagði Guðjón i Glæsibæ. Sama krónutöluálagning er á páskakjötinu og gamla kjötinu, en páskakjötið er dýrara i heild- sölu. Sem dæmi er kilóverð á hrygg og læri, krónur 51.0Ö pr./kg á páskakjötinu, en kr. 39.70 pr./kg. á gamla kjötinu. Páskalömbin i ár voru frekar smá, meðalfallþungi dilka var rétt um 8,5 kg, i fyrra var meðalfallþunginn um 10,5 kg. Við spurðum Svein Hallgrims- son hjá BUnaðarfélagi Islands hverju þetta sætti. „Okkur tókst ekki aö láta isleifur Jönsson fi ára gamall, sonur bóndans I Kálfholti, Jónasar Jónssonar, með eitt páskalamb i fang- inu. Jónas bóndi i Kálfholti var einn þeirra fjögurra bænda í Asahreppi sem „ræktaði” páskalömbin. lömbin vaxa nógu hratt og svo var þeim slátrað fjórum dögum fyrr en áætlað var, sem munar ansi miklu. Þetta er tilraun sem við lærum af i hvert sinn og er- um ákveönir i að endurtaka þar til fullur árangur næst”. Sveinn hefur ásamt fleirum haft um- sjón með „ræktun” páskalamb- anna i samvinnu við f jóra bænd- ur austur i Ásahreppi. —ÞG Brautryöienflaverk án fyrirmyndar Hús einstæðra foreldra opnað aö Skeljanesi og fyrstu íbúarnír flytja inn Páskafðndur Siðasta kennsludag fyrir páskaleyfi litum við inn í einn 9 ára bekk I Langholtsskóla. Þar voru nemendur önnum kafnir við páskaföndur undir leiðsögn Nönnu Jónsdóttur kennara. Krakkarnir komu með hvlt ýmisbox að heiman og dálítið gott I poka, og þau höföu safnað saman máisháttum. Síöan var einum málshætti stungið ásamt sælgæti i hvert box og boxin síðan skreytt. Okkur datt i hug aö fleiri gætu gert eins og krakkarnir i Langholts- sktíla, ef verkefni vantar heima yfirbænadagana.Visismynd/GVA Hnetuhringurinn á laugardaginn Stórhugur og bjartsýni hafa greinilega verið gott veganesti og ráðið ferðinni hjá félagsmönnun I Félagi einstæðra foreldra, þegar félagið réðst i að kaupa húsið að Skeljanesi fi fvrir tæpum fimm árum. Gestum og velunnurum, sem lagt hafa FEF lið, var sýnt húsið i fyrri viku. Bersýnilega er að mikiðátakcr að baki, nú þegar fyrstu íbúar hússins flytja inn. Nokkru eftir að Félag ein- stæðra foreldra var stofnað var ákveðið að það stæði á einhvern hátt aö húsbyggingu, þar sem húsnæðisvandi þessa þjóðfélags- hóps væri meiri og almennari en annarra. Ýmsar hugmyndir komu fram varðandi framkvæmd. Niður- staðan varö sú, að mikil þörf væri fyrir neyöar- eða bráðabirgða- húsnæði, þar sem fólk gæti fengiö inni meðan það ætti i timabundn- um erfiðleikum vegna skilnaðar, makamissis, skyndilegs missis ibúðar á almennum markaði. Einnig var sýnt að vert væri að styðja einstæða foreldra i námi, sem margir yrðu að hætta eða gefa frá sér nám þegar barn væri komið til skjalanna. Húsið að Skeljanesi 6 var keypt eftir að mörg hús höföu verið skoðuð. Ljóst var aö miklar endurbætur þurfti að gera, en FEF taldi að húsið byggi yfir þeim möguleik- um sem nýtanlegri væru. Húsiö var keypt, sem fyrr segir, fyrir tæpum fimm árum og greitt upp á ári. Auk þess var húsiö siðan teiknað upp og stúkað niður i 6 ibúðirá hæðunum tveimur og tvö böð á báðum hæðum. Þaki var lyft og ris innréttað með 4 her- bergi og sameiginlegu eldhúsi. A öllum hæðum eru setustofur fyrir ibúa og ikjallara er gert ráð fyrir að börn hússins geti dvalið við leik. Hver ibúi dvelur takmarkað- an tima i húsinu, en námsmenn geta þö lengst fengið að vera tvo vetur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Reykjavikurborg hefur stutt vel við bakið á FEF allan timann og veittlán og styrki til endurbót- anna og Húsnæðismálastofnun rikisins veitti myndarlega fyrir- greiöslu sl. haust. A ð ööru hefur félagiö fjármagnað þetta fyrir- tæki með eigin fjáröflun og útveg- un skyndilána. Nokkrar góðar gjafir hafa borist i húsbygginga- sjtíð og mikil sjálfboöavinna hef- ur verið innt af hendi. Fyrir- myndar að þessu húsnæði er ekki að leita neins staðar, heldur er þetta brautryðjendaverk sem hér er verið að vinna og veröur það mikiö kappsmál stjórn FEF að rekstur hússins takist meö sóma og til farsældar fyrir þá ibúa sem þar veröa. Meðan ibúar dvelja i húsinu munu þeir einnig fá ráð- gjöf og upplýsingar eftir þvi sem ástæða er til, svo að mál þeirra sé unnt að leysa til frambúðar. Húsvörður hefur verið ráðinn Bryndis Björgvinsdóttir og hefur hún þegar komið sér fyrir i einni íbúö hússins. Fleiri ibúar voru komnir, Hrönn Hauksdóttir er ný- flutt inn ásamt barni sinu og var hún i óöa önn að koma fyrir hús- munum sinum i vistlegri ibúöinni, þegar gestina bar að garöi. Von- andi ráða ferðinni, hér eftir sem hingað til, stórhugur og bjartsýni félagsmanna, við að greiða götu þess þjóðfélagshóps sem hér um ræðir. _þg Á matseðli heimilisins sem við birtum i fyrradag leyndist smá- prentvillupúki i einni uppskrift- inni. Höfundur matseðilsins Stein- gerður Þórisdóttir gaf uppskrift aö Hnetuhring sem ekki komsl alveg rétt til skila og leiðréttum við það her með. Rétt er upp- skriftin svona: Hnetuhringur 200 g flórsykur 200 g hakkaðar hnetur 25 g haframjöl 1 tsk ger 4-5 eggjahvitur Stifþeytið eggjahviturnar, sigtiö flórsykurinn og blandið öllum þurrefnunum saman og setjið varlega saman við eggjahviturn- ar. Smyrjið hringform mjög vel og setjið deigið i formið. Bræðiö súkkulaði (ca. 150 g) ásamt 1 msk smjöri og hyljið. kökuna með súkkulaðibráðinni. Bakið i ca. 40- 50 minútur i' 375 gr. (F) hita. Jarðaber sett inn i hringinn og þeyttur rjómi borinn fram með. Viö biðjumst velvirðingar á mistökunum. —ÞG JENSEN Bílhátalarar hjá Gunnari Ásgeirssyni sími 35200

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.