Vísir - 15.04.1981, Síða 19
18
vtsm
Miðvikudagur 1S. apríl 1981 Midvikudagur 15. aprfl 1981
vtsm
o •> *■ 4*4
> t i * 4
* i- . i i •
24 bestu
myndirnar i
samkeppni Visis
Hans Petersen hf
og Ljósmyndara-
félags Islands
um skemmtileg-
ustu barna-
myndina ’81:
Valid úr um tvö
I þúsund myndum
ATKVÆÐASEÐILL
Barnamyndasamkeppni Visis, Hans Petersen hf.
og Ljósmyndarafélag íslands um skemmtilegustu
barnamyndina \81
Ég undirrit..mæli meö mynd merktri
bókstafnum......sem skemmtilegustu
barnamynd ársins.
i Nafn •••••••#•••••••••••••••••••••••••••••••••••••#••••••••••
Heimilisfang.
i
i
„Þaö var oftog tiöum erfitt aö
velja myndir i aöalúrslitin, þetta
voru yfirleitt mjög jafngóðar
myndir, sem okkur bárust. Við
reyndum að nota útilokunar-
aðferðina og útkoman varð
semsagt þessar 24 myndir,”
sagði Leifur Þorsteinsson hjá
Ljósmyndarafélagi Islands, i
samtali við Visi, en hann er for-
maður dómnefndar i Barna-
myndasamkeppni Visis, Hans
Petersen h.f. og Ljósmyndara-
félags Islands um Skemmtileg-
ustu barnamyndina '81.
Nú hafa verið valdar þær 24
myndir, sem keppa til úrslita um
Skemmtilegustu barnamyndina
’81 og birtast þær allar hér. Er nú
komið til kasta lesenda Visis að
velja skemmtilegustu myndina.
„Fyrst og fremst góð
[jósmynd af barni.”
1 dómnefnd eiga sæti Leifur
Þorsteinsson, Gunnar V.
Andrésson og Bryndis Schram.
Við spurðum Leif um starf
nefndarinnar.
„Það hefur verið afskaplega
skemmtilegt að vinna að þessu,”
sagði Leifur, „Við val á
myndunum lögðum við aðal-
áhersluna á, að myndin væri fyrst
og fremst góð ljósmynd af barni,
mynd, sem segði eitthvað um
barnið. Annars er mjög erfitt að
lýsa þessu i orðum, það er svo
óhemjumargt, sem þarf að taka
tillit til.”
— Nú er komið til kasta lesenda
að velja skemmtilegustu mynd-
ina, hvað vega þeirra atkvæði
þungt?
„Við i dómnefndinni eigum að
hafa siðasta orðið. Lesendur eiga
að velja eina mynd hver sem
þeim finnst best, og siðan röðum
við þeim þrem myndum, sem
flest atkvæöi fá i fyrsta,annað og
þriðja sætið. En það er nú svo, að
þessar 24 myndir eru svo jafngóð-
ar, að það verður mjög erfitt að
gera upp á milli þeirra,” sagði
Leifur Þorsteinsson.
„Á annað þúsund
mynda bárust.”
„Keppninni hefur veriö geysi-
lega vel tekiö,” sagði Ragnhildur
Asmundsdóttir hjá Hans Peter-
sen h.f., „og hingað inná borð til
min bárust hvorki meira né
minna en 1730 myndir og það eru
náttúrulega ekki nándar nærri
allar þær myndir, sem teknar
voru i keppninni, þvi ljósmyndar-
arnirá hverjum stað völdu aðeins
nokkrar myndir af þeim sem þeir
tóku til að senda i keppnina”.
Keppninni um Skemmtilegustu
barnamyndina ’81 var hleypt af
stokkunum i byrjun febúar
siðastliðnum. Það voru 16
ljósmyndastofur um allt land,
sem þátt tóku og voru sérstakir
myndatökudagar alla mánudaga
meðan keppnin stóð. Fjórum
sinnum var siðan dómnefnd falið
að velja nokkrar myndir af þeim,
sem höfðu borist i allt 24 myndir.
.„Það má segja, að keppnin
hafi farið rólega af staö, þvi fyrst
þegar valið var úr innsendum
myndum voru þær um 200, en
siðan jókst þátttaka mjög og
siðasta var valið úr tæpum 900
myndum”, sagði Ragnhildur.
— Verður slik keppni að árleg-
um viðburöi?
„Ja, eftir þátttöku virðist
grundvöllur fyrir þvi og geri ég
frekar ráð fyrir, að slik keppni
verði haldin aftur, ef ekki að ári,
þá að tveimur árum liðnum”,
sagði Ragnhildur Ásmundsdottir.
Vegleg verðlaun i boði.
Það verða vegleg verðlaun i
boði fyrir þá er hreppa þrjú efstu
sætin. Aðalverðlaunin verða til
barnanna, en ljósmyndararnir,
sem taka verðlaunamyndirnar fá
viðurkenningu. Barnið, sem verð-
ur á mynd, sem verður i fyrsta
sæti,fær 5000 króna peningaverð-
laun, auk Kodak-myndavélar,
mjög fullkominnar. Þá fá börnin,
sem verða i öðru og þriðja sæti
sitt hvora myndavélina af sams
konar tegund. Einnig verður
dregið úr úrlausnum þeirra
lesenda, sem valið hafa þá mynd,
sem verður i fyrsta sæti og fær
hann myndavél.
Þá birtist hér og atkvæðaseðill
og rennur frestur til að skila
seöilinum út þann 23. april næst-
komandi, en hann á að senda á
ritstjórn Visis, Siðumúla 14. .
Þess ber og að geta, að
myndirnar verða til sýnis i
sýningarglugga Hans Petersen i
Bankastræti 4 yfir páskana.
—KP