Vísir - 15.04.1981, Blaðsíða 36

Vísir - 15.04.1981, Blaðsíða 36
Miðvikudagur 15. apríl 1981 síminner 86611 1036 mb hæð milli tslands og Noregs en 998 lægð um 500 km suðausturaf Hvarfi .ihreyfingu norðnorðaustur. Enn verður mjög milt veður, miðað við árstima. Suðurland til Breiðafjarðar: Suöaustan 5-7 á miðum, en viðast hægari til landsins, rigning eða þokusúld, heldur hægari i nótt. I B I I I 1 Vestfirðir: suðaustan 4-6 á miðum, en viðast hægari til landsins, dálitil rigning eða súld er liður á daginn. Strandir og Norðurland vestra og eystra: Sunnan 2-4 og siðar 8-5, skýjað með köflum, sumstaðar þokubakkar. Austurland að Glettingi og Austfirðir: Sunnan eða suðvestan 2-4, bjart með köflum. Suðausturland: Suðaustan eða sunnan 3-4 og siðar4-5, viða dálitil þokusúld. Mj i n i i I i I l VeðriD héri og har [ Klukkan sex: Akureyri léttskýjað 4, Bergen skýjað 4, Kaupmannahöfn léttskýjað 7, Osló skýjað 6, Reykjavik rigning 7, Stokk- hólmur skýjað 7, Þórshöfn skýjað 5. Klukkan átján: Aþenaheiðskirt 16, Berlinlétt- skýjað 12, Chicago léttskýjað 19, Godthaab léttskýjað-4, London léttskýj- að 14, Luxemborg léttskýjað 17, Las Palmas skýjað 19, Mallorka skýjað 15, Montreal úrkoma 16, New York heið- skirt 10, Paris heiðskirt 20, Rómheiðskirt 18, Malagalétt- skýjað 18, Vin léttskýjað 15, Winnipeg léttskýjað -1. 1 I I R 1 I I L0KI SEGIK : Valdahlutföllin I islenskum stjórnmálum komu glöggt fram isjónvarpsumræöunum i gærkvöldi. Þar mættu fulltrú- ar fjögurra flokka og flokks- brota, sem er» m*b byggingu flugstöðvar og ekin fulltrúi sem var á md hefur bygginj iögö. Þess vegna veriö kistu- I 1 I R verður málmblendiverksmiðja reist á Reyðarlirði? HJORLEIFUR SKIPflR LID I MARKABSLEIT Það mun hafa verið bráöa- birgðaniðurstaða Staðarvals- nefndar, sem Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra fékk i hendur fyrir viku, að kisilmálm- eða málmblendiverksmiðja henti Reyðfirðingum einna best af minni háttar stóriðjufyrir- tækjum. Þá munu vera uppi vangaveltur um að slik verk- smiðja sé jafnvel betur komin þar eystra en annars staðar á landinu. Iðnaðarráðherra hefur nú fyrir nokkru skipaö þriggja manna lið i markaðsleit vegna þessarar hugsanlegu verk- smiðju, en enginn hefur ennþá sýnt áhuga á málinu erlendis frá. Með þessa niðurstöðu Staðar- valsnefndar, sem nefndin komst að eftir um mánaðar umfjöllun, að beiðni ráðherra, hefur verið farið næstum eins og með mannsmorð, þessa viku siðan nefndin skilaði henni. Og undan- farna daga hefur iðnaðarráð- herra ekki verið til viðtals við VIsi um eitt né neitt. Vitneskja blaðsins er þvi byggð á upplýs- ingabrotum úr viðtölum við marga. Mun hafa verið nokkur ágreiningur i nefndinni um sumar þær ályktanir, sem hún skrifaði þó undir að lokum, sér- staklega um ýmis meðmæli með Reyðarfirði, sem talin munu vera upp i nokkrum liðum. Var Visi m.a. tjáð, að tregða á birt- ingu nefndarálitsins kunni að stafa af þvi, að grunnur þess sé ekki alveg skotheldur. Málmblendiverksmiðjan mun sambærileg við járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga að stærð, 150-180 manna vinnustað- ur. Járnblendi er i aðalatriðum 75% kisill og 25% járn og aöal- lega notað i stáliðnaði, en málmblendi er hins vegar hreinni kisill og notað i áliðnaði og silicone-iðnaði, m.a. i transistora og smára. HERB Gunnar hótaði að rjúfa Díng 1 þeim umræðum og atkvæða- greiðslum sem fram hafa farið á alþingi varðandi flugstöðvar- bygginguna, hefur Visis það eftir áreiðanlegum heimildum að Gunnar Thoroddsen forsætisráö- herra hafi látið i það skina við viðmælendur sina að ef tillaga stjórnarandstöðunnar yrði samþykkt, mundi hann sam- stundis rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Þessi ummæli munu hafa haft sin áhrif, ekki sist á afstöðu framsóknarmanna, og meðal annars átt sinn þátt i hjásetu Alberts Guðmundssonar við at- kvæðagreiðslu i gær. Eggert Haukdal greiddi hinsvegar tillög- um stjórnarandstöðunnar at- kvæði, þótt hann hefði verið undir miklum þrýstingifrá forsætisráð- herra. Forsætisráöherra hefur þingrofsréttinn i sinum höndum, en þó með þeim fyrirvara, að allir stjórnaraðilar séu þingrofinu samþykkir. vegir færir á láglendi Vegir á láglendi eru viðast hvar færir, en mikið ber á aurbieytu.þó reynt hafi verið að skafa helstu leiðir. Fjallvegir eru margirenn tepptir vegna snjóa, til dæmis er illfært um Vestfirði. Ekki er fært frá Reykjavik til Isafjarðar né heldur um Suöurfirðina. Hins vegar er fært til Hólmavikur og norður að Drangsnesi. Norðurleiöin er fær allt til Vopnafjarðar, en Möðrudalsöræfi eru ófær. Suðurleiðin er fær allt austur á firði. Helstu leiðir i uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu eru færar, en þar er þó nokkur aurbleyta. _ ata Annríkl f fiuglnu „Við gerum ráð fyrir að flytja milli tólf og fimmtán þúsund farþega nú um páskana”, sagði Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugleiða. Dagana 14.—21. april, sem kall- aðir eru „páskavikan” i ferðaáætlun Flugleiða, verða farnar 150 ferðir frá Reykjavik, þar af eru um eitt hundraö auka- ferðir vegna mikillar umfeíöar. Hjá Arnarflugi hefur veriö mik- iö bókað og veröa farnar 7—8 feröir á dag fram yfir páska. Flogiö er alla dagana aö föstu- deginum langa og páskadegi undanskyldum. ATA. Ingvar Gislason menntamálaráöherra leikur fyrsta leikinn fyrir Jóhann Hjartarson og opnar þar meö mdtiö. (Visism.GVA) SKákbing íslands hófst í gær: GUBMUNDUR 0G ELVAR TOKU F0RYSIUU Fyrsta umferð i landsliðsflokki á Skákþingi tslands var tefld á Hótel Esju I gærkvöldi og urðu úrslit sem hér segir: Cuðmundur Sigurjónsson vann Braga Kristjánsson, Elvar Guðmunds- son vann Jóhann Þóri Jónsson. Jafntefli geröu Ingi R. Jóhanns- son og Jon L. Arnason, Jóhann Hjartarson og AsgeirÞ. Arnason, Karl Þorsteinsson og Björn Þorsteinsson, en skák þeirra Helga ólafssonar og Jóhannesar G. Jónssonar fór i bið. önnur umferð á Skákþinginu verður tefld i kvöld. — P.M. Varanlegt siitiag á vegi í sumar: VERJA A 40 MILLJÓNUM TIL AÐ LEGGJA 150 KM Vonir standa til þess að hægt veröi að leggja um 150 kilómetra af bundnu slitlagi á vegi nú i sumar. Að visu er ekki búið að samþykkja vegaáætlun, en ráð- gert er, að af um 390 milljónum króna, sem ætlaöar eru til vega- gerðar i ár, verði 40 miiljónum varið til slitlagsgerðar. Snæbjörn Jónsson, vegamála- stjóri, sagöi i samtali við blaða- mann VIsis, að ekki v*ri hægt aö fullyrða um það.hvaöa vegakafla yrði um aö ræöa fyrr en Alþingi heföi f jailaö ummáliö, en þó væri nokkuð vfst. aö þaö yröi vegurinn fyrir Hvalfjörð, Suðurlands- vegur. vegakaflar i Húnavatns- VlSIR Smáauglýsingadeild Visis veröur opin til klukkan 18 i dag. Siðan er lokaö þar til á annan i páskum, mánudaginn 26. april, en þá er opiö kl. 18—22 og tekiö á móti smáauglýsingum til birtingar i þriöjudagsblaöiö. Simi 86611. sýslu, sem þegar væri búið að bundirbúa, og nokkrir fleiri. „Yfirleitt verður um að ræða lenginguá vegum þar sem varan- legt slitlag er fyrir, en á nokkrum stööum verða lagðirnýir kaflar”, sagði Snæbjörn Jónsson. 1 fréttabréfi Félags islenskra bifreiðaeigenda (FIB) segir, að félagið hafi eindregið óskað eftir þvi að lagt yrfá slitlag á 200 kiló- metra á þessu ári, en þó fagni FIB þeirri „almennu hugarfars- breytingu sem átt hefur sér stað hin sfðari ár hvaö vegagerð snert- ir”. — P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.