Vísir - 02.05.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 02.05.1981, Blaðsíða 12
popp VÍSIR Laugardagur 2. maí 1981. mdir: esal «9 >6 vera r POPP^'verl að M'USÍuré>MMI'- t holor h0‘m MP® h"8UrÍSt"sem"aíui er '» h‘°m er kappoóg »9 h“eI’ ? me» sör.9 rteikum er k ph popPið a s»g áskana ’i0b.°r9Isf*M ó gö'oro “hVwMnm mf° -.óðfærasiæ^i_ oppnsar a ndaríSka þó ekk> ma 9 undanskifdum sem Fimm Grammy- verðlaun Þremur vikum áður en hljóm- leikarnir voru a' dagskrá höfðu allir miðar verið seldir, slik ásókn var i þessa fyrstu hljóm- leika hans i Bretlandi. Christo- pher Cross söpaði sem kunnugt er til sin Grammy-verðlaunun- um bandarisku i lok febrúar, en þessi verðlaun eru jafnan nefnd sem Óskarsverðlaun tónlistar- manna. Cristopher Cross, sem sendi frá sér sina fyrstu breið- skifu fyrir um það bil ári, nældi sér i hvorki meira né minna en fimm gullverðlaun við úthlutun Grammy-verðlaunanna og skaut þar með ýmsum af nafn- toguðustu poppurum heimsins ref fyrir rass. Meðal annars hlaut hann gullverðlaun fyrir bestu breiðskifu ársins, sóló- plötuna frá fyrra ári, sem heitir einfaldlega „Cristopher Cross”,i — fyrir bestu smáskifuna með| aðallaginu „Sailing” og einnig var hann kosinn efnilegasti ný- liðinn i tónlistinni. Brask Það var þvi eftir nokkru að slægjast að komast á hljómleika með þessum nýkrýnda Grammy-kóngi og með hjálp góðra manna tókst það vand- ræðalaust. Mikið svartamark- aösbrask var fyrir utan Palla- dium hljómleikahöllina áður en hljómleikarnir hófust og voru miöar boönir á allt aö tuttugu pund (rúmlega Jrjú hundruð krónur) erí kostuðu i raun og veru frá tveimur og hálfu pundi uppi fjögur og hálft. Lögreglan lét hins vegar greipar sópa um braskarana og þvi voru fjölda- mörg sæti auð meðan á hljóm- leikunum stóð! Sky — Sky 3/ Ariola 203 413 I flestra augum er Sky hljómsveitin hans John Willi- ams, gitarleikarans sem gerði stormandi lukku hér á Lista- hátiðum árum áður. En Sky er ekki frekar hljómsveit hans fremur en hinna þvi þar rikir óhemju mikið jafnræði og Herbie Flowers, Kevin Peek, Tristan Frey og Steve Gray eru hreint engir aukvisar! Sky hefur tekist oft á tiöum ljóm- andi vel upp við að flétta saman popp og klassik, fyrir minn smekk hefur tónlistina oft skort hlýju, en mér heyrist þessi þriðja plata þeirra vera snöggtum betri en hinar tvær fyrri. t þessum þriðja kafla hefur orðið sú breyting að Steve Gray hefur tekið sæti Francis Monmans, en tónn Sky breytist ekki mikið við þau skipti. Flest tónverkin eru frumsamin utan eitt, „Sara- bande” Handels, og þakka skal að lokum fyrir itarlegar upplýsingar á plötuumslagi um hvert og eitt lag frá höf- undi. Slik fróðleikskorn geta hjálpað mikið uppá skilning- inn, einkum þegar sönglaus tóníist er annars vegar. Guanar Salvaroson skrifar: .5 7,0 Engir pönkarar Einhver gitargutlari sem ég náði ekki nafninu á byrjaði hljómleikana og var heldur dap- urt að hlusta á hann, röddin skrækróma og lögin hnoðuð saman með erfiðismunum að þvi er virtist. Unglingar er einatt i miklum meirihluta á popphljómleikum en hér sásttæplega nokkur und- irtvitugu og flestir voru klæddir á borgaralega visu. Það gaf til kynna að Bretar höfðu kynnt sér | tónlist Cross, en hann höfðar einkum tilfólks sem komið er af laufléttasta skeiðinu, — alla vega er hann ekki guð Lundúna- pönkaranna, svó mikið er vist. I Rolulegir Hljómleikarnir gengu mjög snurðulaust fyrir sig, kannski einum of, það var eins og að hlusta á plötuna i mjög góðum steriótækjum. Mörg laga Cross eru i rólegri kantinum og þvi skapaðist aldrei nein sérstök stemmning. Sviðsframkoman var heldur ekki til þess að ýta undir hressileíkann þvi allir voru þeir dulitið lúðalegir á sviðinu og rolulegir, einkanlega Cross sjálfur sem var hallærið uppmálað eins og köttur sem búið er að herpa inni sokkbol! Hljóðfæraleikurinn var á hinn bóginn fyrsta flokks, sérstak- lega mátti hafa drúgt yndi af gitarleik Cross. Rótari Frá tólf ára aldri hefur Christopher Cross verið i hljóm- sveitum, en hann er nú tæplega þritugur, fæddur og uppalinn i Texas. Á unglingsárunum flakkaðihann viða og var meðal annars rótari hjá Fleetwood Mac um skeið og hjálparkokkur hjá Led Zeppelin. En það var svo ekki fyrr en i fyrra að sjáan- legur árangur varð af puði hans er sólóplatan tittnefnda fékkst útgefin. „Ég hef verið mjög lán- samur á siðasta ári en frægðin hefur ekki breytt mér. Hefði hún komið fyrr myndi hún vafalitið hafa haft meiri áhrif á mig”, sagði Cross i viðtali við breskt blað á dögunum. Cristopher Cross gerði stutt- an stans íBretlandi um páskana þvi nú bfður hljóðverið hans vestur i Bandarikjunum og ný areiðskifa er i uppsiglingu. Gsal Santana — Zebop! /CBS 84946 Hljómsveitina Santana þarf blessunarlega ekki að kynna fyrir nokkrum manni, hún hefur enda verið i brennidepli allt frá Woodstock-hljómleik- unum fyrir rúmum áratug. Hins vegar hefur gengi hljóm- sveitarinnar verið nokkuð upp og ofan og þróun tónlistarinn- ar ýmist verið afturábak, útá- hlið ellegar framávið. Þetta hefur orðiö til þess að hljóm- sveitin hefur misst nokkuð af virðuleika sfnum þó svo höfuð- paurinn Devadip Carlos San- tana hafi verið og verði áfram talinn einn frábærasti gitar- leikari þessarar aldar. A Zebop! er litið um öxl og gælt viö gamla hljóma sem eitt sinn voru ferskir, en hressa mann dæmalaust litið núna. Samt eru auðvitað sprettir á þessari fjórtándu breiðskifu Santana sem ekki er hægt að hallmæla, J.J. Cale lagið „Sensitive Kind” er framúr- skarandi áheyrilegt og sama má segja um „instrumental” lagið „I love You Too Much”. En litið spennandi i heildina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.