Vísir - 02.05.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 02.05.1981, Blaðsíða 6
6 Laogardagur 2. maí 1981. þræöa þúfurnar i myrkrinu. Undanfariö höfum viö þvi fengiö aö fara út á daginn tvisvar I viku einn til tvo tima i senn. Þaö var heldur ekki reiknaö meö, aö gott gæti veriö fyrir okk- ur, aö hafa eitthvaö fyrir stafni. Ekkert frumkvæöi um slikt kom frá fangelsisyfirvöldum. Hér átt- um viö bara aö sitja bak viö lás og slá og þegja. Tilveran var ömurleg, viö vor- um aö rotna niöur i aögeröar- leysi, sváfum á daginn og vöktum um nætur. Þá ákváöum viö aö taka okkur á. Viö förum aö rifa okkur upp á morgnana og reynd- um aö koma einhverri reglu á hlutina. Ég er meö prjónavél og vinkona min er meö saumavél. Eftir nokkra mæöu fengum viö afnot af sal hér á næstu hæö fyrir ofan, sem ekki var notaöur. Þaö var eins og aö koma i paradis aö koma þangaö, þvi þar er bjart og vitt til veggja. Einnig höfum viö fengiö aö sækja myndlistarnámskeiö tvis- var i viku. Þaö hefur veriö upp- lifgandi fyrir okkur og þar höfum viö eignast kunningja, sem siöan hafa heimsótt okkur I fangelsiö. Þar meö er þaö lika upp taliö, sem viö höfum viö aö vera. Þessi aöbúnaöur uppfyllir ekki einu sinni gamla og úrelta reglugerö, sem sett var 1957. Þess vegna fór- um viö fram á þaö viö ráöuneytiö, aö hverjir tveir dagar sem viö sætum hér inni, yröu taldir sem 3 varöandi afplánunina. Viö feng- um neitun, án nokkurra rök- semda. 7. Goö leiö til aö gera okkur beiskar. Litla-Hraun hefur ekki fengiö sérstaklega góö meömæli. Þar er þó fótboltavöllur, þar er unniö og föndraö og haldnar biósýningar. Þangaö koma félagsráögjafar, fangelsisprestur og Iþrótta- kennarar leiöbeina föngum, svo eitthvaö sé nefnt. Þetta eru allt sjálfsagöir hlutir, sem veröa aö vera til staöar 1 fangelsum. Hér er ekkert gert, sem miöar aö þvi aö styrkja okkur, hvaö þá til aö gera okkur hæfari til aö ganga út I llfiö á ný. Hins vegar er þetta góö leiö til aö gera okkur beiska og erfiöa einstaklinga 1 þjóöfélaginu. Hverjum þjónar slikt? Hverjum er veriö aö þókn- ast? Ég gef lltiö fyrir allt pip um aö þetta sé viti öörum til varnaö- ar. Segjum nú svo aö einhver sé aö fremja eitthvert fólskuverk I örvinglan. Dettur einhverjum i hug, aö viökomandi leiöi hugann aö þvi áöur en hann reiöir til höggs, hvaö hafi nú veriö gert viö Erlu og hennar llka? Ég er ekki aö segja, aö þaö eigi aö leggja niöur refsingar, siöur en svo. Hins vegar held ég aö Island sé afskaplega frumstætt I þessum efnum. 1 Svlþjóö er til aö mynda miöaö viö hvaö hægt sé aö gera fyrir fangann, til aö gera hann nýtari. Hann fær jafnvel helgar- leyfi til aö spreyta sig á aö lifa eölilegu llfi meö fjölskyldu sinni. Vistin hér hefur veriö erfiö. Sennilega heföi hún reynst okkur óbærileg, ef viö heföum ekki átt góöa aö og notiö skilnings margra af starfsmönnum viö fangelsiö. Margir þeirra gera sér full ljóst, aö aöstaöan hér til langvistunar fanga, er ekki forsvaranleg,” sagöi Erla. 8. Höfum fyrir mikiö aö lifa. Aöurnefndur samfangi Erlu haföi svipaöa sögu aö segja. ,,Þaö er ekki viö starfsmenn aö sakast, þaö er kerfiö sem er þröngsýnt og gamaldags varö- andi meöferö á föngum. Viö erum ennþá manneskjur og þurfum þvi ýmislegt til aö halda okkur gang- andi. Viöeigum börn og fjölskyld- ur. Viö höfum fyrir mikiö aö lifa. Þaö er þvl mikilvægt fyrir okkur aö komast héöan óskemmdar. Fyrir mig hefur þessi bitra reynsla veriö þroskandi á marg- an hátt fram til þessa. Dagarnir hafa hins vegar veriö erfiöir aö undanförnu. Voriö er aö koma og allt llf er aö lifna viö fyrir utan veggi fangelsisins. En foreldrar minir, vinir og nánustu ættingjar haía þreyö Þorrann meö mér. Þaö hefur boriö mig uppi. Ég hlakka auövitaö til þess tima, er ég verö frjáls. Þó er þaö blandiö örlitlum kvlöa vegna barnanna minna. Tekst mér aö ganga inn I uppeldi þeirra aftur, án þess aö þaö raskist? Mér er sama hvaö fólk segir um mig, á meöan börn- in mln þurfa ekki aö gjalda þess”, sagöi þessi ónefndi samfangi og vinkona Erlu. Nafn hennar hefur ekki veriö nefnt hér. Þaö var aldrei gert landsfrægt eins og nafn Erlu og þvi ástæöulaust aö gera þaö nú, henni og hennar nánustu til óþæg- inda. Hún var spurö hvernig henni heföi oröiö viö, þegar hún vissi aö samfangi hennar yröi „margfræg” Erla Bolladóttir? „Mér varö um og ó, ég skal viöurkenna þaö. Þaö var búiö aö segja mér svo margar og mis- jafnar sögur um Erlu Bolladótt- ur, sem fæstar voru sagöar henni til lofs. Erla geröi sér grein fyrir þessu sjálf og hún haföi samband viö mig aö fyrra bragöi áöur en aö þvi kom aö afplánunin byrjaöi. Sem betur fer hafa kynni mln af Erlu leitt I ljós, aö allt voru þetta tilhæfulausar munnmælasögur. Viö höfum átt ágæt samskipti, enda höfum viö mátt þola saman súrt og sætt.” 9. Á spítala meö tauga- áfall. Hvernig voru jólin, Erla? „Viö fengum þriggja daga jóla- frl til aö heimsækja okkar fólk i Reykjavik. Þegar friiö var búiö vildi svo illa til, aö ekki var flug- veöur noröur. Þá vorum viö lokaöar inni i hegningarhúsinu viö Skólavöröustlg. Þar var sko engin sæluvist. Þar máttum viö dúsa i 3 sólarhringa og komum þaöan eftir litinn svefn, litla nær- ingu og úttaugaðar. Ég var flutt beint á spitala þegar noröur kom vegna taugaáfalls. Hegningar- húsiö viö Skólavöröustig er öllum slæmt. Þar gætu ekki einu sinni splraö kartöflur, hvaö þá aö þar geti blómstrað mannlif. Ég vona aö forlögin foröi mér frá þvi aö lenda þangaö oftar”, sagöi Erla. Þær stöllurnar I kvenna- fangelsinu mega taka á móti heimsóknum einu sinni I viku, einn og hálfan tima I senn. Þeirra nánustu fá þó aö dvelja lengur. Einnig má hringja til þeirra þrjá daga vikunnar og bréfaskipti eru óheft. „Ég skil ekki hvers vegna þess- ar hömlur eru settar á heimsókn- ir. Viö erum lokaöar hér inni þrjár saman á tiltölulega litlu af- mörkuöu svæöi. Viö getum ekki einu sinni lokaö okkur af frá sam- föngum ef viö viljum vera einar. Viö getum því oröiö fyrir áhrifum hver frá annarri, en samskipti okkar viö fólkiö fyrir utan fangelsiö eru heft.” 10. Þá verður framtíðin min. — Aö lokum Erla, ert þú beisk? „Nei, það er ég ekki. Hins veg- ar get ég ekki sætt mig viö þaö hlutskipti, að vera I dag aö af- plána fangelsisdóm, vegna ein- hvers sem ég á aö hafa gert fyrir 6 árum, þegar ég var tvitug og ómótuö. Ég stend klár á mlnu varöandi þaö mál sem leiddi mig hingaö. Ég hef uppskoriö eitthvaö innra meö mér I gegn um þessa erfiö- leika, sem veitir mér lifsham- ingju. Ég veit aö það er aðeins einn dómari og þar þekkist ekkert ranglæti. Ég horfi meö tilhlökkun til þess tima, þegar ég geng héöan frjáls. NAUT I FLAGl The Raging Bull Leikstjóri: Martin Scorsese Aðalleikarar: Robert De Niro/ Cathy Moriarty og Joe Pesci Bandarísk/ árgerð 1980 tslendingar eiga þess liklega ekki kost að sjá kvikmynd Mar- tins Scorsese, The Raging Bull, hér heima alveg á næstunni. Kvikmyndin hefur allsstaðar hlotið mikla athygli og forkunn- ar góðar viðtökur, ekki sist fyrir frábæran leik Roberts De Niro sem fer með hlutverk hnefa- leikakappans Jake Le Motta, aðalpersónu myndarinnar. Jake La Motta er enn á lifi og aöstoðaði við gerð The Raging Bull. Titill myndarinnar er jafn- framt viðurnefniö sem La Motta fékk sem hnefaleikari og sam- kvæmtmyndinni hlaut hann það ekki að ástæðulausu. 1 byrjun myndar er heimsmeistaratitill I millivigt æðsta takmark La Mottaog hann hefur alla likam- lega burði til aö honum megi takast aö ná þvi. Sú verður og raunin en kappinn er hins vegar vægast sagt stirður i lund og sjúklega afbrýöisamur þegar Vickie eiginkona hans er annars vegar. Jói bróöir Jake (Joe Pesci) er hjálparhella hans lengi framanaf, en þegar Jake ásakar hann jafnvel um að halda við Vickie er mælir svi- virðinganna fullur og þeir bræð- ur eiga ekki samleið framar. Vickie (Cathy Moriarthy) fær að kenna á hnefum Jakes og af- brýðisemin jaðrar viö ofsóknar- brjálæði. Óöa nautið vinnur sig- ur i hringnum en i einkalifinu tapar hann öllu. De Niro túlkar þennan ferlega skithæl af ótrú- legum sannfæringarkrafti. 1:7: ______flp Jonsdóttir BIHHHH skrifar Domarinn stöövar leikinn eftir aö La Motta (Robert De Niro) hefur bariö andstæöinginn sundur og saman. Ahorfandinn úti i sal verður al- veg jafn dauöuppgefinn á fram- komu Jakes og ættingjar og vin- ir á tjaldinu. Undir lokin þegar Jake er orðinn einn og yfirgef- inn, fangelsaður fyrir kyn- ferðisafbrot, spikfeitur og hefur ofán af fyrir sér með þvi að segja klámbrandara á búll- unni sinni, þá vaknar samúð með þessum andlega fatlaða og útbrunna manni. Sóun á h'finu er alltaf sorgleg. Leikkonan Cathv Moriarty sem fer með hlutverk Vickiar hefur aldrei leikið áöur. Scor- sese hefur þarna komið á fram- færi efnilegasta nýliöanun i hópi leikkvenna vestur I Bandarikj- unum. Moriarty er með ólikind- um eðlileg I hlutverki hinnar kornungu eiginkonu hnefaleika- kappans. Raging Bull er tekin i svart- hvitu og kvikmyndatakan meö miklum ágætum. Kvikmynda- vélin æðir áfram með keppend- unum I hringnum og fylgir falli þeirra þegar siðasta höggið er veitt. Myndin er sýnd hægt þeg- ar afbrýðsemi og æði ná tökum á La Motta og hann getur ekki lengur litið umhverfi sitt réttu auga. Kraftur æöisins og brenglun tilfinninga einkenna The Raging Bull, söguna um boxarann sem lét allt ganga sér úr greipum. Saga La Motta er ekki einstæð, en henni er komið til skila á fá- dæma snilldarlegan hátt. P.S. Það verður fróðlegt að sjá Islenska textann við The Raging Bull. Orðaforði aöalper- sónunnar er oftast samantvinn- að klám- og blótsyrði sem eiga sér vart líka á ástkæra ylhýra málinu. Þá verð ég búin aö afgreiða þetta mál endanlega. Þá veröur fram- tiöin mín”, sagöi Erla Bolladótt- ir. Þar meö lauk heimsókn minni I kvennafangelsiö á Akureyri. 27. april voru Erla og umræddur samfangi hennar búnar aö vera i 6 mánuöi I Akureyrarfangelsinu. Samkvæmt reglugerö fangelsis- ins er ekki heimilt aö vista fanga þar lengur, vegna þess aö aö- búnaðurinn uppfyllir ekki skilyröi til langvistunar I fangelsi. Hvaö veröur þá gert viö þær stöllur? Þaö liggur ekki ljóst fyrir þegar þetta er skrifaö. Hins vegar hefur þeirri hugmynd veriö hreyft, aö flytja þær I „dýfliss- una” á Skólavöröustig i nokkra daga. Það er tæpast I önnur hús aö venda. Siöan mætti flytja þær noröur aftur, til aö dvelja þar i aöra 6 mánuöi. Þannig væri búiö aö slita vistunina i Akureyrar- fangelsinu i sundur. Allt væri hreint og klárt á pappirum ráöu- neytisins. Þá þætti þaö eflaust ekki verra, ef pappirunum fylgdi bænaskjalfrá föngunum um aö fá aö komast aftur noröur. Þaö væri þó skömminni skárra en dýflissan á Skólavöröustignum. G.S./Akureyri ! hvað, i hvar...? I Stjörnubió sýnir Óskarsverð- ■ launamyndina Kramer vs. _ Kramer, en myndin þykir fram- I úrskarandi vel leikin. Hún fjall- | ar um skilnað hjóna og deilur um yfirráðarétt yfir barni I þeirra. Þessu viðkvæma vanda ■ máli er að mörgu leyti gerð góð " skilen gjarnan hefði mátt skýra | betur afstööu eiginkonunnar til ■ skilnaðarins. Margir kostir ■ Kramer vs. Kramer yfirgnæfa | þósmáagalla....Síðasti Valsinn _ i Tónabióhefur af fleiri en ein- I um verið kölluð besta rokk- I myndin til þessa. Myndin var _ tekin á hljómleikum The Band, I en hljómsveitin ákvað að hætta ■ starfsemi sinni með glæsibrag _ og bauð vinum og velunnurum I þátttöku I lokahljómleikunum. ■ Gestir hljómsveitarinnar voru * ekki af lakari endanum, Eric I Clapton, Neil Diamond, Joni ■ Mitchel, Ringo Starr og Bob * Dylan. Sá góði maður Martin | Scorsese sá til þess að herleg- - heitin voru fest á filmu og aðdá- I endur rokksins ættu sist að telja ■ eftir sér að fara i Tónabió um _ þessar mundir...... Franska I kvikmyndavikan er ævinlega ■ upplífgandi viðburður en kvik- “ myndavikan sem nú stendur I yfirl Regnboganum er sú sjötta ■ sem franska sendiráðið hefur * veg og vanda af. Sjö myndir eru | sýndar, og ber fyrst aö nefna ■ myndina Elskan míneftir Char- B lotte Dubreuil sem fjallar um I samband móöur og dóttur. ■ Myndin þykir ferskt innlegg i " umræöu um stöðu kvenna...... I Ein gamanmynd er sýnd á há- _ tiðinni, Meöeigandinn, leikstýrð ■ af Rene Granville. Eyðimörk ■ tataranna fjallar um tilgangs- . leysi lifsins i virici nokkru þar I sem hermenn eru stöðugt á | verði gegn hugsanlegri innrás sem er þó með öllu ólikleg. I Myndin þykir sérdeildis vel ■ gerð og leikarar I henni margir I heimsfrægir....Tværmyndirá I hátíöinni mega flokkast undir _ spennumyndir. önnur, Tveir I menn, undir leikstjórn José Gio- ■ vanni, segir frá afbrotamanni * sem reynir að hefja nýtt lif en | hin, Beislið, greinir frá því er ■ reynt er að eyðileggja feril ■ stjórnmaálmanns. Leikstjóri | Beislisins er Laurent Heyne- ■ mann.. Heimþrá greinir frá ■ fjölskyldu er flyst heim frá Al- | sir, fyrrum nýlendu Frakka, og - þarf að aðlagast lifinu i Frakk- I landi.. Patricia Moraz leik- ■ stýrirmyndinni Horfin slóð, en i " henni segir frá Cécile, ungri fi stúlku, sem elst upp við ólika ■ hugmvndaheima afa sins ann- H ars vegar en foreldra sinna hins 1 vegar. Kvikmvndavikunni lýk- ■ ur á sunnudag svo nú er um aö ® gera að nota vel þessa siðustu I daga.......

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.