Vísir - 02.05.1981, Blaðsíða 17
Laugardagur 2. mal 1981.
Laugardagur 2. mal 1981.
VÍSIR
vísm
Umbo&smaOurinn, Lisa Denton, og Brian Alexander Robertson á barnum, þó ekki Munich Hilton barn-
um, heldur barnum á Hótel Pastorla á Leicester Square.
//Hann kemur örugg-
lega ekki! Hvað haldið
þið að stórstjarna eins og
hann sé að koma upp á
hótel til að tala við ein-
hverja blaðamenn?".
Okkur hafði greint á
hvort hann hafði sagst
ætla að hitta okkur
klukkan hálf sex eða hálf
sjö/ en til að hafa allt á
hreinu vorum við komin
niður á bar klukkan
fimm. Því miður var bar-
inn ekki opnaður fyrr en
klukkan hálf sex.
Klukkan hálf sjö kom
myndarlegt par inn á
barinri/ hún frekar smá-
vaxinog lagleg/ hann hár
og grannur og venju-
legur. Samt fannst okkur
við hafa séð hann áður.
//Ef þið eruð islending-
arnir frá Vísi/ þá heiti ég
Brian Robertsson — þið
þekkið migkannski betur
sem B. A. Robertson".
B.A. Robertsson. Ein skær-
asta poppstjarnan i dag — ekki
hvað síst vinsaell á tslandi fyrir
lög eins og ,,To be or not to be”,
„I’kool in the Kaftan”, „Bang Þaö fer þokkalega á meö popparanum ogblaöamanninum þar sem þeir skoöa Visi.
höfuðborgin heitir Reykjavik,
að Flugleiðir fljúga beint frá
Reykjavik til London, og mér
skilst að þarna sé kalt á vet-
urna”.
Fyrst og fremst laga-
smiður.
B.A., eða Brian Alexander
Robertson eins og hann heitir
fullu nafni, sagðist hafa fullan
hug á þvi að koma til ísland og
kynnast landinu betur.
Robertson er 29 ára gamall
Skoti, fæddur i Glasgow. En
hvers vegna kallar hann sig
B.A. Robertson?
„Ég er fyrst og fremst laga-
smiður og hef samið lög i mörg
ár. Fyrst kallaði ég mig lalltaf
Brian Robertson, en það ruglaði
marga. I hljómsveitinni „Thin
Lizzi” er einmitt Brian Robert-
son, og hann er einnig frá
Glasgow. Það rugluðu margir
okkursaman og þvi ákvað ég að
kalla mig B.A. Robertson. Það
er ekki síst vegna þess hvaö
Brian drekkur mikið — ekki það
að ég drekki ekki sjálfur, en
hann drekkur meira. Og þegar
slæma orðsporið, sem af honum
fer, bætist við mitt, þá er það
orðið of mikið”.
1 þessu fengum við okkur
aftur I glösin, en ekki BAR.
neitaði að gefa mér rafmagns-
gítar, svo enginn vildi hafa mig i
hljómsveit.
Ég hélt áfram i pianótimum
og fór að semja lög og ýmsir
frægir flytjendur sungu þau inn
á plötur, eins og til dæmis Cliff
Richard. Samt vildi enginn fá
mig i hljómsveit, svo ég ákvað
að reyna að syngja lögin min
sjálfur. Það hefur bara tekist
þiolanlega”.
— Kemurðu oft fram á
konsertum?
„Já, ég hef sérstaklega
gaman af að koma fram á tón-
leikum. Ég byrjaði ekki á þvi
fyrr en i fyrra — það er kannski
ástæðan fyrir þvi hvað ég hef
gaman af þvi.
Margar poppstjörnur lifðu á
þvi áður en þær urðu frægar að
koma fram á tónleikum og voru
þvi þreyttar á þvi þegar þær
loksins höfðu náð vinsældum,
þvier alveg öfugt farið með mig
— ég varð frægur áður en ég fór
að koma fram á tónleikum og
þvi elska ég þá.
Ég held það megi finna það á
tónleikunum hjá okkur hvað við
skemmtum okkur sjálfir vel.
Það er allt annað „sánd” en á
plötunum — reglulegt rokk
„sánd”. Það er alla vega öruggt
aö enginmsofnar á hljómleikum
hjá okkur.
Um bjór!
Við höfum gaman af þvi að
vera öðruvisi en aðrir. Við ger-
um gjarnan grin að sjálfum
okkur og öðrum — til dæmis er
einn gitarleikarinn svo litill, að
hann verður að standa uppi á
bjórdollum til að geta náð upp i
hljóðnemann”.
— Það er enginn bjór á Is-
landi!
„Hvað segirðu? Þú hlýtur að
vera að gera að gamni þinu.
Enginn bjór? Er algert vinbann
á tslandi? Þá held ég að ég
sleppi alveg ferðinni þangað”.
— Nei. Þú getur keypt eins
mikið af vini og sterkum
drykkjum og þú vilt. Það er
aðeins b jórinn, sem ekki er hægt
að kaupa.
„En hvers vegna ekki?”.
Til að komast ekki i vandræði
skiptum við um umræðuefni.
Fljúgandi furöuhlutir.
A nýjustu plötu BAR er lagið
„Flight 19”. Þar greinir frá
atviki er gerðist skammt frá
Bermuda rétt eftir seinni
heimssstyrjöldina. Bandarisk
flugsveit fór i eftirlitsflug en
hvarf sporlaust og hefur aldrei
fundist af henni tangur eða
tetur. I texta lagsins gefur BAR
Þetta er nokkuö, sem Brian hefur gaman af aö gera: Aö árita
plötur.
wonders”. Ég hef ekki áhuga á
að verða slikur, þó segja megi
að sem stendur sé ég eins konar
„Two hit wonder”.
Ég hef alltaf látið eins og fifl.
Einimunurinn ersá.aðnú fæég
borgað fyrir það”.
„No beer in the bar of
hotel Hekla.
BAR fór skyndilega að slá
taktinn, hættiþvi snögglega og
spurði hvort á tslandi væri til
hötel með nafni, sem byrjaði á
H. Okkur dattfyrst i hug Hótel
Hekla.
„Ég held að ég sé kominn með
ágætis hugmynd að nýju lagi og
það á að heita: „No beer in the
bar of the Hotel Hekla!”.
Við fórum þegar fram á tiu
prósent af ágóðanum og Brian
tók þvi ekki ólíkindalega.
— Nú er nýja platan þin,
„Bully for you”, mjög vinsæl á
tslandi, en hún hefur ekki kom-
ist á lista i Bretlandi?
„Það er rétt, hún er ekki á
lista, en hún selst samt jafnt og
„Sjáiö bara hvort ég er ekki frægur. Um allan heim er fjöldi staöa
kenndir viö mig: BAR”.
„Þetta er gottblaö. Þaöer mynd af méríþvl!”.
i „bransanum” til að sjá marga
ágætis menn skjótast upp á
stjörnuhimininn og springa þar
út eins og áramótarakettur”.
„Það errétt”, sagði Lisa, sem
tilþessa hafði veriö næsta hljóð.
„Brian liggur ekki þessi ósköp
á, hann á eftir að verða á ferð-
inni næstu tiu árin, að minnsta
kosti. Þess vegna er best að
flana ekki að neinu”.
Ný plata fyrir jólín
— Er ný plata á leiðinni?
„„Bully for you” er svotil ný-
komin út en ég stefni að þvi að
koma nýrri plötu út fyrir jólin.
Ég lit fyrst og fremst á mig sem
lagahöfund og ég verð þvi aö
skipta árinu milli lagasmiða,
hljömleikahalds og stúdióvinnu.
Ég er nýbúinn að vinna þátt
fyrir ástralska sjónvarpið, sem
var sendur Ut beint i gegnum
gervihnött og nú er ég að fara i
Kveikja aó nýju lagi.
,♦1 urn Éí ia 1 hélt þid notudud plöt- r mínar sem snjóþrúgur”
— segir poppstjarnan B. A. Robertson 1 elnkaviðtali við Visi
Bang”, „Knocked it off” og nú
siöast fyrir lög eins og „Flight
19” og „Munich Hilton Bar”.
//Mér skilst ég sé nokkuð
vinsæll".
Þetta var stór stund fyrir
BAR aðdáendur og stúlkan i
gestamóttökunni á hótelinu
varð rjóð i framan og bað
stjörnuna um eiginhandar-
áritun.
„Ég hafði áhuga á að tala við
islenska blaðamenn þvi ég veit
að plötur minar haf a selst vel á
tslandi, og mér skilst að ég sé
nokkuð vinsæll þar”.
Þegar B.A. Robertson frétti,
að fyrri stóra platan hans
„Initial Success”, hefði komist i
fyrsta sæti á Visislistanum
(eina marktæka islenska vin-
sældarlistanum ” varð hann
hinn glaðasti og bauö Visis-
mönnum upp á glas (nú var loks
búið að opna barinn).
„Island er þá fyrsta landið,
þar sem minar plötur hafa kom-
ist I fyrsta sæti. Lög min hafa
verið I öðru, þriðja og fjorða
sæti bæði i Englandi, Astraliu,
Grikklandi og viðar, en hafa
hvergi annars staðar komisf i
fyrsta sæti. Hvernig er annars á
Islandi?”.
Við höföum nú takmarkaðan
tima og það hafði B.A. Robert-
son greinilega lika, þvi umboðs-
maðurinn hans (sem reyndar
var laglega stúlkan sem hafði
komið með honum) leit á úrið
sitt. Þess vegna spurðum við i
staðinn hvað hann vissi um ts-
land.
„Ég veit sáralitið eöa ekki
neitt um Island. Ég veit að
Hann fékk sér aðeins kóka kóla.
„Ég er nefnilega á bil og ég
kæri mig ekki um að lögreglan
stoppi mig og finni vinlykt út úr
mér, þvi þeir þekkja mig og vita
að ég er poppari. Það yrði ekki
góð auglýsing”.
„Enginn vildi mig í
hljómsveit!".
— Hefurðu verið i einhverjum
frægum hljómsveitum?
„Ég hef aldrei veriö i hljóm-
sveit. Ég lærði á pianó, en pabbi
i skyn, að verur frá öðrum
hnöttum hafi þar verið að verki.
Við spurðum Brian hvort hann
tryði á tilvist svokallaðra fljúg-
andi diska?
„Ég vil gjarnan trúa þvi. Ég
vil gjarnan trúa þvi að Banda-
rikjaforseti hitti fulltrúa frá
Mars uppi á jökli á Islandi en
þvi m iður geri ég það ekki. Heil-
brigð skynsemi min neitar mér
um það”.
I laginu „Munich Hilton Bar”
greinir frá uppgjöri leyniþjón-
ustumanna og er sagan þó
nokkuð spennandi.
— Styðstu við einhverja
atburði eða skáldsögur i þessum
texta?
Hilton barinn í Munchen.
„Nei. Það eina sem ég styðst
viö er eigið heimskulegt hug-
myndaflug. Ég hef gaman af að
gera svona brjálæðislega texta
— gera eitthvað annað en það,
sem allir aðrir eru að gera.
Gamansamir textar eru til
dæmis lif mitt og yndi. Ég hef
gaman af að láta eins og fifl og
það var einmitt með lögum með
slikum textum sem ég sló i
gegn. Það er heppni min að slá i
gegn með nokkru, sem maður
hefur ánægju af sjálfur og það
þýðir að ég á ekki i vandræðum
með að fylgja vinsældunum
eftir.
Margir hafa slegið i gegn, svo
að segja fyrir tilviljun, með lög-
um sem ekki eru einkennandi.
fyrirþá og þeir eiga þar af leið-
andi erfitt meö að fylgja þeim
eftir. Þeir hafa gjarnan orðið
það sem kallað er „One hit
vel. Eftir að fyrri platan min
varð vinsæl, vildi ég geysast um
allt landið og virkilega kýla á
vinsældirnar,en umboðsmaður-
inn minn, Lisa Denton, vildi það
ekki. Hún vildi að ég byggði vin-
sældimar upp hægt en örugg-
lega. Hún hefur verið nógu lengi
fjögurra vikna ferð til Banda-
rikjanna. Fram i október eða
nóvember mun ég helga tima
minum algerlega lagasmiðum
og textagerð — nema ef ég kæmi
til tsland. Ef að þvi yrði væri sú
ferð ekki i tengslum við neitt
annað hljómleikahald”.
I Texti: Axel Ammendrup
| Myndir: Axel Ammendrup
| og Gunnar Salvarsson
BAR var greinilega kominn
með mikinn áhuga á Islandi og
fór að spyrja ýmissa spurninga
um land og þjóð. Meðal annars
spurði hann um fólksfjölgunina.
Okkur vafðist tunga um tönn, en
gátum lokssagt aö f jölgun hefði
orðið minni ár frá ári aö undan-
förnu. Þá spuri BAR hvort
fjölgunin væri ef til vill orðin
neikvæð eins og til dæmis i Svi-
þjóð, en við sögum að hún væri
áreiðanlega ekki neikvæð.
Brian sneri sér þá að umboðs-
manni slnum og sagði:
„Þaö borgaði sig sannarlega
að koma hingað i kvöld. Þvilikt
nafn á lagi: „Positively not
negativ!
Við minntum hann á tiu
prósentin og BAR sagði að við
skildum bara reyna að rukka
sig um þau.
— Hefurðu raunverulega
áhuga á að koma til Islands?
„Já, svo sannarlega. Ég veit
dikert um landiö en ég vil kynn-
ast þvf. Ég veit að það er enginn
möguleiki á þvi að græöa stórfé
á tönleikahaldi þar, en ég á lika
nóg af peningum og mig langar
alltaf til að gera eitthvaö óvana-
legt. Svo er lika fljótlegt að
pakka snjóþrúgunum niöur og
stökkva upp I næstu Flugleiða-
vél þvf mér skilst að þarna séu
öll tæki til hljómleikahalds.
Snjóþrúgur.
Talandi um snjóþrúgur,
þegar ég frétti hvað plötur
minar seldust vel á Islandi, þá
hélt ég að tslendingar notuðu
þær sem snjóþrúgur”.
— Að lokum. Er erfitt að vera
poppstjama?
Brian grúfði andlitsitt i hönd-
unum.
„Já, alveg hræöilegt. Lisa
pinirmígáfram og notar til þess
svipu! En i alvöru það er ekki
beinlfnis erfitt, en þetta er eng-
inn dans á rósum. Ég þarf að
vakna tiltölulega snemma og
vinna allan daginn meira og
minna. En þaö hefur sina stóru
kosti að vera poppstjarna”,
sagði B. A. Robertson um leið og
hann kvaddi Visismenn og steig
inn i sportbilinn sinn af
Mercedes Benz gerð og þeysti
burt.
— ATA
V
V
I
ÖS*íjQ«Cfi . cq < fifiOttWfifiH^OZ