Vísir - 19.05.1981, Blaðsíða 2
2
Ertu búin(n) að fá
vinnu i sumar?
Steingrtmur Eiöur Kjartanssun,
nemi:
Já, og þaö var ekki erfitt, þvi aö
ég hef unniö þá vinnu áöur.
Jafnöldrum minum gengur yfir-
leitt vel aö fá vinnu.
Kristin Siguröardóttir, nemi:
Já, en þó er þaö ekki öruggt.
Þaö er ekki erfitt aö fá góöa
vinnu i gegnum klikuskap.
Freyja Siguröardóttir, nemi:
Nei. Þaö er erfitt aö fá vinnu og
misjafnt hvernig jafnöldrum
minum gengur.
Bergljót Hreinsdóttir, nemi:
Nei, en ég er búin aö sækja um i
Vinnuskóla Kópavogs. Þaö er
yfirleitt erfitt fyrir unglinga aö
fá vinnu.
Sif Siguröardóttir, nemi:
Nei, og þaö er mjög erfitt. En
margir vinir minir hafa fengiö
vinnu i gegnum klikuskap.
„Viöurkenning fyrir
íslenska iönaöarmenn”
- segir Pétur B. Lúlhersson, hðnnuður Stacco-stóisins. sem vakið hefur
athygli á sýningum erlendis
Stacco-stóllinn frá Stálhús-
gagnagerð Steinars vakti mikla
athygli á sýningu i Kaupmanna-
höfn fyrir skömmu, bæði fyrir
frábæra hönnun og góða smiði.
Hönnuöur stólsins er Pétur
Lúthersson, húsgagnaarkitekt.
„Nafnið á stólnum er tilkomið
vegna hugmyndarinnar um að
koma honum á markað erlendis”,
sagöi Pétur.
Hann sagðist i mörg ár hafa
hannað skrifstofuhúsgögn fyrir
Gamla Kompaniið, sem sýnd
hefðu veriö á sýningum i Kaup-
mannahöfn. Framleiðslan hefur
alltaf vakið áhuga sýningargest-
anna, en vegna fjármagnskostn-
aðar hefðu framleiðsluleyfin ver-
ið seld.
„1 gegnum þessar sýningar
komst á samvinna við Stálhús-
gagnagerð Steinars fyrir rúmu
ári. Þá teiknaði ég frumgerðina
að þessum stóli. I haust voru svo
gerðar fyrstu frumgerðirnar af
stólnum. Siðan hefur bæst við
ýmis búnaður”.
Stólarnir hafa marga mögu-
leika. Þeir eru til dæmis hentugir
i fyrirlestrarsölum, hægt er að
setja á þá skrifplötu og arma. Þá
er hægt að fá borð með stólnum.
Það vakti kannski ekki hvað
minnsta athygli hvað auðvelt er
að stafla Stacco-stólnum saman.
Hægt er að stafla 40—50 stólum i
hæðina og flytja þá á sérstaklega
gerðum vögnum. Þannig er auð-
velt að flytja stólana úr stað á
þægilegan hátt og geyma þá, án
þess að mikið fari fyrir þeim.
Pétur B. Lúthersson, húsgagnaarkitekt, með tikan at Stacco-siuinuiu.
Vlsismynd: EÞS
Stóllinn er úr 11 millim. stál-
teini, beygður i einu lagi og soðinn
saman.
„Það var mjög ánægjulegt að
heyra, hvað sýningargestir voru
ánægðir með vinnuna á stólnum.
Það var feikilega mikil viður-
kenning fyrir islenska iðnaðar-
menn og staðfesti það, sem ég hef
alltaf haldið fram, að þeir standi
fyllilega jafnfætis útlendum
iðnaðarmönnum”.
A sýningunni bárust hátt á ann-
að hundrað fyrirspurnir um stól-
inn, og sýningarbásinn eins og
hann lagði sig var keyptur. Farið
verður með hann á sýningu i
Chicagó, sem heitir NEO-Con.
Þar sýna stærstu og þekktustu
framleiðendur heimsins i skrif-
stofuhúsgagnagerð.
— Verður hægt að anna eftir-
spurninni hér heima, ef stólinn
„slær i gegn”?
„Ég held, að það eigi ekki að
verða neitt vandamál. Stóliinn er
ekki erfiður i framleiðslu og fyr-
irtækið ætti að geta afgreitt allar
pantanir, sem berast fyrsta árið.
Ef vel gengur, þá er alltaf hægt að
stækka verksmiðjuna. Mér skilst
að Stálhúsgagnagerð Steinars
geti við núverandi aðstæður
framleitt alltað tiu þúsund stóla á
ári”.
Pétur hefur ýmis áhugamál ut-
an vinnunnar. Ferðalög og útilif
er þar einna efst á blaði og hann
hefur gaman af að skreppa á skiði,
þegar tækifæri gefast.
Hann er Snæfellingur, fæddur
að Bergsholti i Staðarsveit árið
1936. Hann nam húsgagnasmiði
hér heima, en fór svo til Kaup-
mannahafnar á skóla, þar sem
hann lærði húsgagnaarkitektúr og
vann siðan i Kaupmannahöfn i
nokkur ár. Hann kom svo aftur til
Islands árið 1966. Pétur er kvænt-
ur Birgitte Lúthersson, sem er
svissnesk og eiga þau tvö börn.
ATA
Eriiður biti
Eitthvað gengur borg-
arkorfinu illa að gera það
upp við sig hver skuli fá
starf forstöðumanns fé-
lagsniiðstöðvarinnar Ar-
sels. Þegar æskulýðsráð
fjallaði um þær umsókn-
ir, sem bárust fékk Vai-
geir Guðjónsson fimm at-
kvæði, en Guömundur
Elias Pálsson tvö at-
kvæði. Þessi afgreiösla
var scnd borgarráði, sem
hummaði og æjaði og
samþykkti loks með þrem
samhljóða atkvæðum að
vlsa málinu til afgreiðslu
borgarstjórnar.
Flokkapólitik mun ekki
blundast inn i þetta mál,
en stuðningsmenn Val-
geirs annars vegar og
Guðmundar hins vegar,
hafa fullan hug á ab vita
hvernig borgarfulltrúar
grciða atkvæöi. En þaö
gctur oröið ansi erfitt — I
leynilegri atkvæða-
greiðslu.
Sigrún Stefánsdóttir.
Góður bátlur
Þjóðlffsþáttur Sigrúnar
brást ckki frekar en fyrri
daginn, og er Þjóðlif ef-
laust það efni, sem er
hvað vinsælast af öllum
almenningi.
Matthias Johannessen,
ritstjóri, var skemmtileg-
ur viðmælandi og ég hef
alltaf veriö veikur fyrir
ljóbum hans. Synd hvað
Matthias skrifar orðið lit-
ið i Morgunblaðið, þvi að
enginn kcmst meö tæmar
þar sem hann hefur hæl-
ana I viötölum og leiftr-
andi greinum.
Þá var Flosi óborgan-
legur i flutningi sínum á
kvæði Tómasar Guð-
mundssonar og hefði ver-
ib gaman að sjá og heyra
Flosa þarna á staðnum,
þótt sjónvarpiö skilaði
þessu vel.
Hversu þröngur sem
fjárhagur sjónvarpsins
er, má Þjóðlif alls ekki
falla niður og' vonandi
heldur ómar áfram að
gera þætti úr byggðum
sem óbyggðum.
Matthias Johannessen.
Mikiii
kostnaður
Kostnaður Orkubús
Vestfjarða vegna bila-
leigubila nam 38.6 mill-
jónum gkróna á siðasta
ári, en kostnaður við
rekstur eigin bila nam 60
milljónum, segir I Vest-
firska fréttablaðinu.
Jafnframt segir blaðið.
aö endurskoðendur Orku-
búsins telji þessi mál ekki
viðunandi og langtima-
lciga á bilum gcti varla
talist hagkvæm fyrir
Orkubúið.
A siðasta ári keypti
fyrirtækiö sex bila, en
seldi fjóra, einn var rifinn
og einn afskráður sem
ónýtur. Hins vegar hafa
nú veriö pantaðir fjórir
nýir bilar og eiga að
minnsta kosti þrir þeirra
að koma I stað bilaieigu-
bíla.
oeilurnar
auka tyigi
Sjálfstæöisflokkurinn
nýtur enn mikillar fylgis-
aukningar frá siðustu
kosningum, samkvæmt
úrslitum skoðanakönn-
unar, sem Dagblaðiö
hefur gert. Þá er fylgi Al-
þvðubandalagsins jafn
traust og í síðustu skoð-
anakönnunum blaðsins.
Það er þvi bersýnilegt,
að klofningsflokkarnir
njóta trausts og vinsælda.
Sjálfstæðisflokkurinn er
klofinn að utan, en Al-
þýðubandalagib marg-
klofið ab innan.
Framsókn og kratar
þurfa greinilega aö taka
sig á og deila svolitið inn-
byröis I flokkunum.
. •
Vlnstra klðmið
Kauðsokkar hafa kom-
ist I nokkurt uppnám
vegna mynda af Sumar-
stúlkum Visis og telja
slikar ntyndir ekki i sam-
ræmi við jafnrétti kynj-
anna. Málgögn rauðsokka
hafa siðan haft á oröi, að
Visir væri farinn að birta
klámmyndir og væri fróð-
legt að fá sálgreiningu á
því fólki, sem telur mynd-
ir af stúlkum I baðfötum
vera klám.
Hins vegar minnumst
viö þess ekki, aö málgögn
rauðsokka hafi mælt gegn
þeim klám- og ofbeldis-
bókum.sem hafa flætt inn
á markaðinn hér, bæði
frumsamdar og þýddar.
Þvert á móti hefur vinstri
intelligensian verið stynj-
andi af hrifningu yfir bók-
um, þar sem höfundar
velta sér uppúr kynvillu
barna, ofbeldi og öörum
óþverra. Kritikkerar á
vinstri væng mega ekki
vatni halda af aðdáun á
höfundum, sem skrifa
texta, ersamanstendur af
bölvi, ragni og klámi.
Þetta heitir að vera raun-
sær!
Þrátt fyrir þessa vind-
verki rauðsokka, eru þeir
þó til, sem kunna að slá
þessu upp I ærlegt grin og
við á Visi skemmtum
okkur vel yfir léttum
húmor þeirra á Sunnu-
dagsblaði Þjóöviljans.
Blessað
útvarplð
Hér i eina tið voru þeir I
útvarpinu svo huggulegir
að útvarpa léttri músik
um kaffileytið á sunnu-
dögum. Þá sat inaður
hugfanginn og hlust tði á
vínarvalsa og fleira gott,
meðan drukkið var
súkkulaði og ný smjör-
kaka étin, eöa jafnvel
glassúrterta, aö
ógleymdum pönnukökum.
-Nú er hins vegar farið
aö útvarpa viðtölum baki
brotnu i kaffitimanum á
sunnudögum og svei mér
þá, ef beinakex er ekki
hæfilegt mcðlæti undir
þessu þvaðri.
Kannski þeir komi svo
með þættina „Aður fyrr á
árunum” eöa „Ég man
það enn”, að ógleymdum
þættinum „Man ég það
sem iöngu leið”, I kaffi-
timanum næstu sunnu-
daga?
Þá er að draga fram
rótarkaffi og rúgbrauð
meö fioti til að komast i
rétta stemmningu.
Margt er
brailað
Víkur-fréttir i Kefiavik
greina frá þvi, að I
verslunum hafi orðið vart
viö sjólax og pasta frá
Eideyjarrækjunni í
Keflavik, þar sem getið
er siöasta söludags, 5. júli
1982.
Blaöið segir, að sam-
kvæmt lögum megi ekki
dagsetja siðasta söludag
nema sex mánuði fram I
timann og þvi sé hér um
lagabrot að ræöa. Auk
þess hafi heilbrigöiseftir-
lit Suðurnesja látib loka
húsnæði Eldeyjarrækj-
unnar í fyrrasumar og
fyrirtækiö eigi aö vera
lokað.
Ekki fylgir það frétt-
inni, hvort þeir Vikur-
menn hafi keypt sér dós
til að smakka.
Sæmundur Guðvinsson
skrifar