Vísir - 25.05.1981, Qupperneq 12
12
*++**++*+*******++*****************************
ÍKarlmannaskór I
Teg: 3595
Litur: Vínrautt leður
Stærðir: 41-44
Verð kr: 351.00
PÓSTSENDUM
STJÖRNUSKÓBÚÐIN
Laugavegi 96 (viö hliöina á Stjörnubíói).
Sími 23795.
★
★
★
★
★
★
★
★
★
+
★
★
★
★
★
★
★
★
★
i
¥
¥
***********************************************
c
IANDSVIRKJDN
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í samsetn-
ingu og reisingu stálturna á hluta af 220 kV há-
spennulínu milli Hrauneyjafoss og Brenni-
mels (Hrauneyjafosslínu l), í samræmi við út-
boðsgögn 427.
Sá hluti línunnar sem hér um ræðir nær frá
Hvítá að Sköflungi, samtals um 31 km. Á þess-
um hluta verða 88 stagaðir turnar og 3 horn-
turnar. Verklok eru 15. september 1981.
útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Lands-
virkjunar Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavfk,
gegn skilatryggingu að upphæð kr. 300.-
Tilboðum skal skila á skrifstofu Lands-
virkjunar fyrir kl. 11:00 föstudaginn 12. júní
1981, en þá verða tilboðin opnuð i viðurvist
bjóðenda.
Erindi um ibúðabyggingar og skipulag
ibúðarhverfa i V-Þýskalandi
t kvöld kl. 20.30, mánudag, flytur Hermann Boockhoff,
arkitekt, Ilannover crindi í Lögbergi, H.t.stofu 101.
Aögangur er öllum heimili.
:>vska bókasafniö
Arkitektafélag tslands.
Vörubílstjórar!
Höfum fyrirliggjandi
mikið úrval af
A)cx
hemlaborðum í
Scania,
Benz,
GMC,
Henchel,
Man og
Volvo
Stilling hf.
Skeifan 11, símar 31340 og 82740
VISIR
Mánudagur 25. maí 1981
Matseðill heimllislns
Steinunn Magnúsdóttir er ein
af þessum bráömyndarlegu
húsmæörum, sem leggja okkur
til matseöil heimilisins. Ýmis-
legt forvitnilegt er á matseöli
Steinunnar og hvort sem fólk
vill eyöa löngum tima i eldhús-
inu eða matbúa eitthvað fljót-
legt, hljóta flestir aö finna eitt-
hvað viö sitt hæfi. Viö höfum
þaö t.d. fyrir satt aö kinversku
kjúklingarnir, sem Steinunn i
ætlar aö matbúa næstkomandi
sunnudag, séu lostæti sem
„gourmet” matmenn ættu ekki
aö láta fara fram hjá sér.
— ÞG
Mánudagur
Grænmetissúpa
Ýsubuff
Soðnar kartöflur
Niöursneidd agúrka.
Uppskrift: Grænmetissúpa
100 g hvitkál
2 stönglar selleri
2 gulrætur
2 kartöfiur
50 g blómkál
1 laukur
8 dl vatn
1-1 1/2 súputeningur
Allt grænmetiö er skoriö niður,
fremur smátt. Soöið i vatninu
ásamt súputeningnum i 15
minútur. Saltað og pipraö eftir
smekk.
Þriðjudagur
Spergilsúpa
Kjöt i karrýsósu
Soðin hrisgrón
Miðvikudagur
Spaghetti
Napolisósa
Uppskrift af sósunni:
1 laukar þunnt sneiddir
2 hvitlauksrif (pressuð)
1/2 bolli olivuolia
750 g nautahakk
2 1/2 bolli tómatsafi
1 1/2 bolli tómatpurée (úr
flösku)
1 dós tómatpasta
1/4 tsk. chiliduft
1 tsk salt
1/4 tsk.pipar
12 fylltar olivur niðursneiddar.
Glærið lauk og hvitlauk á pönnu
i hluta af oliunni. Hakkið sett
þar úti og látið brúnast við væg-
an hita.
Hitið i djúpum potti, tómatsós-
una, tómatpurée og tómatpasta.
Bætið i pottinn kjötinu, chili-
duftinu, salti, pipar, oliunni.sem
eftir er og örl. sykri. Látið
krauma i pottinum i 2 1/2-3
klukkustundir. Ariðandi er að
láta sósuna malla þetta lengi og
hræriö i við og við. Olivunum
bætt úti siðustu 10 min.
Borið fram með spaghetti, rifn-
um osti og brauði.
Fimmtudagur
Sveppasúpa
Steikt lifur
Soðnar kartöflur
Ferskar agúrkur
Steinunn Magnúsdóttir, húsmóöir
Uppskrift: Steikt lifur
750 g lifur
2 laukar
50 g smjör
salt, pipar
1/2 bolli hveiti
3 dl rjómi
1 dl vatn
Lifrin skorin i sneiðar. Hveiti,
salt og pipar.sett I plastpoka og
lifrin hrist þar i. Snöggsteikið á
vel heitri pönnu (1 min. hvorri
hlið hvert stykki)
Laukurinn skorinn i þunnar
sneiðar og raðað á botninn á
viðum potti. Lifrinni raðað
ofaná laukinn og rjómanum
hellt yfir. Látiö siöan krauma i
10. minútur (má ekki sjóða).
Hristið pottinn litillega annað
slagið. Boriö fram meö soðnum
kartöflum og ferkum agúrkum.
Föstudagur
Djúpsteikt smálúðuflök með
soðnum eöa frönskum kartöfl-
um
Agúrkusalat
Vanillubúöingur
Uppskrift: Djúpsteikt smálúöu-
flök
Smálúðuflökin skorin i stykki og
velt upp úr deigi, sem i er: 3/4
bolli hveiti, salt, pipar, hvit-
lauksduft og pilsner. Or þessu
er búið til frekar þunnt deig
(eins og pönnukökudeig) og
fiskstykkjunum velt upp úr þvi
og siðan steikt i oliu i djúpsteik-
ingarpotti.
Agúrkusalat
1 bolli súrmjólk
1 msk majones
salt og pipar á hnifsoddi
1/2 tsk hvitlaukssalt
1 tsk sinnep
1 agúrka, sem klofin er eftir
endilöngu og siðan flöguð niður
meö ostaskera.
Laugardagur
Uppskrift: Mexikanskar kjöt-
bollur
600 g nautahakk
1 laukur
1 græn paprika
1-2 hvitlauksrif
1 tsk chiliduft
2 1/2 tsk. salt
2 marðar kaldar kartöflur
(soðnar)
Ollu blandað saman (nema
lauknum) og látið biöa i 20
minútur. Afhýðið 8-10 litla tóm-
ata. Mótið litlar kúlur (álika
stærö og tómatana) úr deigingu
og brúnið á pönnu ásamt laukn-
um. Setjið tómatana saman við.
Stráið 1 tsk af kjötkrafti yfir og
sjóðið i hálfa klukkustund. Or-
litinn rjóma má setja i sósuna
siðast.
Uppskrift: Avaxtasalat
Vinber, appelsinur, melóna og
bananar, allt skorið niður og
sett i skál. Safi úr 1/2 sitrónu og
1 msk. sykri hellt yfir. Borið
fram með hálfþeyttum rjóma,
ef vill.
Sunnudagur
Grillaðir kinverskir kjúklingar
Maiskorn
og/eða hrisgrjón
Franskar kartöflur
Kartöflusalat
Jarðarberjaterta
Uppskrift: Kinverskir kjúkling-
ar (2)
Kryddlögur:
2 msk. olia 1 122 msk sykur
1 1/2 msk. worchestersósa
1/2 msk lauksait
1 msk. hvitlaukssalt
1 1/2 msk. salt
1/2 msk. paprika
1/2 msk sinnep
1/4 msk chilisósa
2 msk tómatsósa
1 msk. H.P. sósa
pipar á hnifsodd
1/4 bolli vinedik
1/2 tsk kinversk sósa (soja)
1 tsk.tómat chutney
1/4 tsk fried chicken seasoning
Sósan búin til daginn fyrir notk-
un, en annars má geyma þessa
kryddsósu i 5-6 vikur i kæliskáp.
Sundurlimið kjúklingana og
hamdragið. Bitunum snúið við
og við. Kjúklingastykkin grilluð
i 10-15 minútur á hvorri hlið.
Penslið stykkin með sósunni
meðan á matreiðslunni stendur.
Eftirmatur: Jaröarberjaterta
Notið venjulegan svamptertu-
botn. Þekið hann með jarðar-
berjum og þeyttum rjóma (ekki
stifþeyttum)
Húsráð
Nokkrir dropa af ilmvatni eða
stinkvatpi á strauþvottinn gefa
honum góða lykt, auk þess sem
ólikt ánægjulegra er að strauja
þvottinn.
Ódýrar og skemmtilegar
strákörfur er viða hægt að fá i
verslunum. Körfurnar er hægt
að nota til margvislegra hluta.
Til dæmis má setja i þær blóma-
potta og hafa til skrauts i stofum
og viðar. Lika má láta i þær
ávexti og setja á eldhúsboröið.
Þægilegt er einnig að nota þær
undir allt sem þarf til að baða
smábarn, svo sem sápu, tal-
kúm, þvottapoka, handklæði,
o.fl. En þá er þrifalegast og fall-
egast að fóðra körfuna með
plastefniog sauma á það plast-
vasa undir alls konar smáhluti
svo sem hárbursta, smyrsl og
fleira.
Ef við höfum orðið fyrir þeirri
óheppni að skinnið hefur rifnað
á háum skóhælum, má laga það
með glæru naglalakki. Lyftið
upp skinnflipanum sem hefu'
rifnað og berið á hann nagia-
lakkinu að innanverðu. Þrýstið
honum svo að skóhælnum og
sléttið vel úr honum. Haldið
flipanum það lengi að skóhæln-
um að naglalakkið stifni. Burst:
ið siðan skóna á venjulegan
hátt.
Ermalausir kjólar renna ekki
af herðatrjánum, ef sterkar
teygjusnúrur eru vafðar um
hvorn enda á herðatrénu.