Vísir - 25.05.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 25.05.1981, Blaðsíða 19
vtsm Mánudagiir 25. 'máí 1981' • JOHN ROBERTSON... skoraði sigurmark Skota. 60 ftús. Skotar vopu á Wemölev: „Þetta var eíns og að lelka á Hampden” - sagði steve Arcltibald, ettir að Skotar hðfðu unnið Engiendinga 1:0 — Eg er mjög ánægður með Wembley, þar sem við tefldum fram mörgum ungum leik- mönnum, sagði Jock Stein, landsliðseinvaldur Skota, eftir að Skotar höfðu lagt Englend- inga að velli 1:0 á Wembley,— ,,I>að var stórkostlegt að leika hér — það var eins og að leika á Hampden Park”, sagði Steve Archibald, Tottenham, en 60 þús. Skotar voru á áhorfenda- pöllunum á Wembley, þó að búið væri að banna að selja miða á leikinn i Skotlandi. Til að koma i veg fyrir ólæti, voru allir veitingastaðir og bjórkrár i kringum Wembley lokaöir og engar lestir eða strætisvagnar gengu til Wemb- ley, þannig að fólk þurfti að ganga dágóða vegalengd til að komast til Wembley. Engin ólæti urðu á leiknum, eins og undanfarin ár — þegar Skotar hafa leikið þar. Það var John Robertsson, vitaskyttan snjalla hjá Notting- ham Forest, sem skoraöi sigur- mark Skota úr vitaspyrnu á 65. min. Davie Provan hjá Celtic átti þá stungubolta til Steve Archibald, en áður en Totten- ham-leikmaðurinn gæti skotið, var Bryan Robson búinn á fella hann og dæmdi Robert Wurtz frá Frakklandi umsvifalaust vitaspyrnu. Hartford meiddist Asa Hartford hjá Everton varð fyrir þvi óhappi.að olnbog- inn fór Ur liði og varö hann aö yfirgefa völlinn á 14. min. Þá fékk Joe Jordanskurð fyrir ofan auga, þannig að blóðið fossaði niður andlitið á honum. Hann lét setlja umbdðir á sárið og lék siðan út leikinn. Þess má geta, að Englending- ar hafa ekki náð að skora mark i fjórum siðustu landsleikjum sinum — gegn Rúmeniu, Wales, Brasiliu og Skotlandi. —SOS Greanwood rauk úl af blaða- mannalundi... RON GREENWOOD... lands- liðseinvaldur. Þaö vakti mikla athygli, þegar eitt af ensku blööunum sló þvi upp á laugardagsmorgun- inn, að það væri ekki Ron Greenwood landsliðseinvaldur,, sem veldi enska landsliðið, heldur leikmennirnir sjálfir — þeir heföu tekið völdin af Green- wood. Eftir að England tapaði fyrir Skotum á Wembley 0:1 á laugardaginn, neitaði Green- wood að koma fram i útvarpi og hann rauk út af blaðamanna- fundi. — „1 þau 25 ár sem ég hef verið þjálfari, hef ég ávallt rætt við leikmenn mina fyrir leiki — leitað eftir skoðunum þeirra. Annað væri óeðlilegt, þvi að það eru leikmennirnir sem leika leikina — og þeir hafa sinar skoðanir sem maður verður að taka tillit til”, sagði Greenwood, sem var mjög óhress yfir blaða- skrifunum. — SOS Robson áfram h|á ipswich • BOBBY ROBSON. Bobby Robson, framkvæmda- stjóri Ipswich, skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við I Ipswich i gærkvöldi, en hann | hefur verið hjá félaginu i 12 ár. " Bæði Manchestcr United og | Sunderland höfðu áhuga að fá Ihann til sin. Robson ræðir við hollenska | landsliðsmanninn Frans IThijssen i dag, en samningur Thijssen er runninn út hjá | Ipswich. — ,,Ég vona, að _ Robson geti haft þau áhrif, að ■ Ipswich geti borgað mér svipuð I" launog ég get fengið hjá öðrum Ipswich og vil vera hér áfram, félögum, sem hafa gert mér til- sagði Thijssen. _ | boð. Ég er ánægður hér i —SOS * Pólverjar lögðu íra Pólverjar unnu sigur (3:0) yfir trum i vináttulandsleik, sem fór fram i Bydgoszcz i gær. Andrzej Iwan skoraði eftir aðeins 2 min. og siðan varð David O Leary fyrir þvi óhappi að skora sjálfs- mark, áður en Roman Ogaza skoraði þriðja mark Pólverja. — SOS 19 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Rakarastofan Klapparstíg PANTANIR 13010 Kaupmenn m i P' Raupfélög jí sadoloss Eigum ávallt fyrirliggjandi á lager: Þéttiefni — gólflím — vegglím — flísalím — trélím hobbylím — steinlím. Tréfylli sandsparsl — kittissprautur og frauðlista ÓMÁsgeirsson HEILDVERSLUN Grensásvegi 22 Sími 39320 íþróttafélög og félagasamtök GIR 1 PREMIE Nýjar leiöir til að fjármagna félagsstarfið Hið geysivinsæla 21, Bandit, Lukku 7 lukkunúmer, Golden Goal, Bingó bréfspjöld og margt fleira Biðjið um myndbækling og sýnishorn Einkaumboð á Islandi KRISTJÁN L. MÖLLER Siglufirði — Sími 96-71133 • Söluaðili í Reykjavík og nágrenni KARL HARRY SIGURÐSSON SFmar: 40565 og 17060

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.