Vísir - 29.05.1981, Page 8
vfsm
Föstudagur 29. mai, 1981
VÍSIR
Utgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjbri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur
Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon, Friða Astvaldsdótt-
ir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin
Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjóns-
son, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþrótt-
ir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson Ljósmyndir: Emil Þór
Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Utlitsteiknun: Magnús Ölafsson, Þröstur
Haraldsson. Safnvörður: Eiríkur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingarogskrifstofur: Siðumúla8, símar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611.
Askriftargjald kr . 70 á mánuði innanlands og verð i Iausasölu4 krónur eintakið.
Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14.
VANTRU A VERÐSTOBVUN
Samkvæmt niðurstöðu
skoðanakönnunar, sem Visir
gerði nýlega, og skýrt er f rá hér í
blaðinu í dag, telja fæstir sig
hafa fundið, að hér hafi átt að
ríkja verðstöðvun síðustu mán-
uðina.
Þessi niðurstaða þarf engum
að koma á óvart.
í fyrsta lagi hafa verulegar
verðhækkanir orðið á þessu
síðasta svonefnda verð-
stöðvunartímabili, og hefur hið
opinbera á mörgum sviðum
gengið fram fyrir skjöldu í verð-
hækkununum. Það þarf því
engan að undra, þótt almenning-
ur finni fyrir hækkandi verðlagi,
og þá ekki síst húsmæðurnar,
sem annast hin daglegu innkaup
heimilanna.
í öðru lagi er vantrú á slíkum
aðgerðum í efnahagsmálum eins
og verðstöðvunaraðgerðum orðin
landlæg hér. Að nafninu tii hef ur
samfelld verðstöðvun verið hér á
landi í meira en heilan áratug. Þó
hafa verðhækkanir aldrei verið
meiri en einmitt á þessu sama
tímabili. Þessi reynsla leiðir það
af sjálfu sér, að almenningur í
landinu getur enga trú haft á hin-
um svokölluðu verðstöðvunarað-
gerðum, enda verður hver ný
verðstöðvunin aðeins tilefni til
gamanmála.
Af því er orðin löng reynsla, að
lög og aðrar reglur opinberra
aðila um verðstöðvun duga
skammt i baráttunni gegn
verðhækkunum. Er raunar óhætt
Verðhækkanirnar hafa haldiö áfram þrátt fyrir svokallaöa veröstöövun undanfarna
mánuöi. Þetta finna engir betur en húsmæöurnar, sem annast hin daglegu innkaup
heimilanna.
að fullyrða, að venjulega verði
áhrifin þveröfug við það, sem
ætlast er til. Þegar óhjákvæmi-
legum verðhækkunum er haldið
niðri um eitthvert skeið, er í raun
og veru aðeins verið að safna i
sarpinn fyrir enn meiri
verðhækkanir síðar.
Aðgerðir núverandi ríkis-
stjórnar í verðlagsmálum, sem
ætlað hefur verið að halda verð-
lagi niðri, eru einmitt með því
marki brenndar, að þar er verið
að safna saman vandamálum til
síðari tíma. Það er ekki einungis
verið að búa ti! vandamói,
sem mun erfiðara verður að
greiða úr síðar, heldur er jafn-
framt verið að leiða til ýmiss
konar ranglætis. Gott dæmi um
slíkt ranglæti er sementshækkun-
armálið, sem bar sem hæst fyrir
skömmu.
Fyrir sl. áramót var talið, að
hækka þyrfti sementsverðið um
tæplega 20%, til þess að tryggja
hallalausan rekstur Sements-
verksmiðju ríkisins. Þessi hækk-
un var þó ekki látin ná fram að
ganga fyrr en rekstur Sements-
verksmiðjunnar var að stöðvast,
en þá var ástandið orðið þannig,
að hækkunarþörfin var orðin
30%. Alla þá mánuði, sem ekki
var leyft að hrófla við sements-
verðinu, höfðu sementskaupend-
ur fengið keypt sement langt
undir raunvirði. Og hverjir ætli
komi til með að borga kostnaðinn
af því? Jú, það eru þeir, sem
kaupa sement eftir að rétt verð
er komið á það, þ.á.m. sá hluti
verðsins, sem til er kominn af
taprekstri Sementsverksmiðj-
unnar undanfarna mánuði.
Þannig verða það kannski
húsbyggjendur í sumar eða
haust, sem verða látnir borga
hluta steypukostnaðarins fyrir
þá, sem hafa verið að byggja á
fyrri hluta þessa árs!
Eðlilegu ástandi í verðlags-
málum verður aldrei komið á
nema með frjálsræði í þessum
málum. Þetta eru stjórnmála-
menn hjá f lestum nágrannaþjóða
okkar fyrir löngu búnir að upp-
götva, enda er verðbólga þar ekki
nema lítill hluti af þeirri
verðbólgu sem við búum við.
Þrákelkni stjórnmálamanna og
stjórnvalda hér á landi er vægast
sagt furðuleg. Allir eiga fyrir
löngu að vera búnir að sjá, að
svokallaðar verðstöðvanir gera
lítið annað en skapa aukna verð-
bólgu. Að minnsta kosti er það
óumdeilanleg staðreynd, að
verðstöðvun er gagnslaus meðal
gegn verðbólgunni. Er nokkru
hætt, þótt við reynum ein-
hverntíma a.m.k. hvernig gagn-
stæð stefna, frjálsræði í verð-
lagsmálum, gagnar okkur?
Amnesty
international
20 ára:
Viöa er barist hart gegn rétti
manna til andófs. Þess vegna
munu mannréttindi eiga undir
högg aö sækja á niunda áratugn-
um, segir i grein frá Amnesty
International. A morgun 28. mai
er 20 ára afmæli samtakanna og á
þeim timamótum kalla þau eftir
alþjóöasamstarfi i baráttunni
fyrir mannréttindum. Beinist sú
barátta aö þvi um allan heim aö
byggja upp almenningsálitiö og
stuöla aö bættri lagasetningu
vegna mannréttindamála. Heita
samtökin þvi aö efla enn sitt eigiö
starf og vonast eftir þvi aö tala
þeirra sem taka ákveöiö meö i
blokkina til varnar mannréttind-
um tvöfaldist á næstu tveimur ár-
um.
Pyndingar og morö, mannrán
og fangelsanir án dóms og laga
eru skipulega iökuö i fjölmörgum
löndum, segir i grein Amnesty.
Dauöatölur af þessum orsökum
fara ört hækkandi.
Viöa um heim er ekki aöeins
samvizkufrelsiö undir hæl stjórn-
valda, lif samvizkufanganna eru
einnig i hættu.
Amnesty tekur örfá dæmi af
þeim langa lista yfir riki þar sem
ofbeldi er beitt af opinberum aöil-
um.
Þar kemur m.a. fram aö þús-
undir hafa látiö lifið fyrir hendi
erindreka stjórnvalda i Guate-
mala. t Argentinu og Filippseyj-
um hafa öryggissveitir rænt fólki
sem siðan hefur horfið sporlaust,
i Suöur Afriku og Malasiu er fólki
haldiö langtimum i fangelsum án
réttarrannsóknar, og andófs-
menn eru dæmir i þrælkunar-
vinnu i Sovétrikjunum.
Stofnun Amnesty International
má rekja til greinar sem birtist i
breska blaðinu The Observer 28.
maí 1961 þar sem var höföað til
almennings að starfa saman að
þvi aö þeir fangar yröu leystir úr
haldi sem fangelsaöir voru ein-
vöröungu vegna skoöanna sinna
eöa uppruna. Amnesty byggir á
starfi og fjárstuöningi hins al-
menna borgara 20 ára reynsla
samtakanna sýnir glögglega aö
viðbrögö almennings viöa um
heim geta orðið samvizkuföngum
til bjargar.
Sjálfstæöi Amnesty gagnvart
stjórnvöldum byggist ennfremur
á fjárhagslegu sjálfstæöi samtak-
anna. Fjárframlög einstaklinga
greiöa reksturskostnaö samtak-
anna.
Rúmlega 250 þúsund karlar og
konur eru nú virk i starfi á vegum
Amnesty International.