Vísir - 29.05.1981, Síða 12

Vísir - 29.05.1981, Síða 12
Megrun og ekki megrun: Sofið auka- pundin burt Nei, takk ég er i megrun. Hafið þið heyrt þetta áður? Varla koma svo fimm manns saman i hóp að ekki berist megrun i tal, á vinnu- stöðum, klúbbum og fundum virðist þetta umræðuefni slá jafn- velallt veðurtal út. Barningurinn við aukakilóin er sameiginleg reynsla manna viða um heim. Sagt er að 50 milljónir Banda- rikjamanna séu bundnir við megrunaraðferðir og umfram- þunga. bó virðist sem „meðal- fallþungi” Amerikana aukist með hverju árinu, þrátt fyrir að þar i landi séu fjölbreyttar megrunar- aðferðirf alar á hverju strái. f ný- legri skyrslu frá Harvard lækna- skólanum sem við fréttum, er mittislfnan gerð að umtalsefni og þar eru hraktar nokkrar sögu- sagnirer sprottið hafa upp og fest rætur i hugum megrunaraðila. Millivigtin best Hvert aukakiló er of mikið — nei, það er rangt. Aður fyrr hermdu skýrslur tryggingafélaga að lifshlaup feitra væri styttra, hvert aukakiló fram yfir kjör- þyngd væri lifshættulegt. En staðreynd er að hinir akfeitu og tágrönnu hafa jafna dánartiðni. Þeir sem tilheyra millivigtinni, með nokkur aukakiló hér og þar halda lengst velli. Þar fyrir utan er bent á að aukakilóin séu hættu- leg t.d. sykursjúklingum og þeim er hafa of háan blóðþrýsting. Þaö er betra að reykja en vera feitur. Ekki rétt. Þessi fáu auka- pund sem þið haldið i fjarlægð með reykingum, eru betur komin á skrokknum en reykurinn i lungunum. Pundin eru ekki hættuleg en aftur á móti reykur- inn. Umsjón: Þórunn Gestsdóttir 100 aukahitaeiningar á dag — 5 kiló að ári. Ekkert gagnar að telja hitaein- ingarnar, segja þeir sem vilja blekkja sjálfan sig. Og þeir halda áfram og benda á hversu „snogg- soðnir” kúrarséu áhrifarikir, t.d. segja frá honum Geira sem borð- aði eingöngu soðin egg og greip- aldin hérna um árið og missti tiu kiló á tiu dögum. Þetta eru allt vindhögg sem við blásum á. Það eina sem gildir er að telja hitaeiningarnar, gæta þess að fullt jafnvægi sé á milli hitaeininga sem i magann fara og orkubrennslu likamans. Sem dæmi er bent á að ef við látum 100 aukahitaeiningar inn fyrir okkar varir á dag muni þessar saklausu litlu 100 hitaein- ingar sitja eftir árið sem 5 auka- kiló á likamanum. Að öllum „snöggsoðnum” megrunarkúrum loknum fylgir að kilóin taka sér bólfestuá sínum stað jafnharðan aftur. Eina raunhæfa aðferðin til að losna útúr vitahring aukakiló- anna, er að velja rétta fæðu, grænmeti, ávextiog heilkorna af- urðir svo dæmi séu nefnd. Yfirvigt af sálrænum toga. Likamsæfingar eru ónauðsyn- legar segir sá lati. Rugl sem við kæfum i fæðingu. Öli hreyfing, er nauðsyn fyrir bæði likama og sál. Röskur göngutiír, sundsprettur, skokk og boltaleikir, létia lund okkar og á henni þurfum við að halda. Gott andlegt jafnvægi er eitt áhrifarikasta meðalið i bar- áttunni fyrir þrengri mittisól. Jafnvægið hjálpar okkur lika til að lita raunhæft á hlutina sem þýöir það fólk er misjafnlega af guði gert, sumir fisléttir og aðrir breiðvaxnir. Yfirvigt er oft af sál- rænum toga, höfum við eftir sænskum megrunarsérfræðihgi Lars-Eric Unestahls, en hann stendur fyrir allsérstökum nám- skeiöum fyrir „yfirvigtarfólk”. Hann svæfir fólkið. Þeir sem sækja námskeið hjá v-;:: '■ . '• * ■ • s »'\« ' ' < ■ ...... ;V'., - , •:>' *• >■' ' ' ; '' * <(. *' 'v *•*,'■*' ' -v x .'-X , •% s „ \ A námskeift Lars-Eric i Gautaborg hefur sú aftferft verift notuft aft hvisla ljúft I eyru þátttakenda ein- hverjum töfraorftum, sem siftan faila i svefn og sofa burt aukapundin. honum i Gautaborg, leggjast til hvildar, fá heyrnartól á eyrun og siðan eru „kassettur” spilaðar. Inn á þær hefur Lar-Eric talað einhver töfraorð þátttakendur falla i svefn og sofa aukapundin burt! Ofannefnt skraf um megrun og ekki megrun er ætlað sem innlegg i vinsælasta umræðuefni manna á meðal, og gert til að benda á að engin töfralausn fyrirfinnst á þessu eilifðarvandamáli. Nema ef það væri að sætta sig við sköpunarverkið (eigin likama) eða að brjóstast útúr vitahring of- áts og slæmra siða og standast langtimaplön. —ÞG Vegna annars efnis hér á sið- unni, teljum við ekki ráðlegt aö bjóða upp á þungmelt sæta- brauð i eldhúsinu. Höfum þvi valið ostgratineraða spergla sem samkvæmt kokkabókunum er léttur og ljúfur forréttur Ostgratineraðir spergl- ar. 1. pakki djúpfrystir grænir sperglar vatn, salt 1 dl. rifinn ostur 4 eggjarauður Hitið sperglana i saltvatni, látið vökvann renna vel af þeim og setjið þá i eldfast mót. Stráið rifna ostinum yfir og bakið i 250 gr. heitum ofni i 10 minútur. Berið svo eggjarauður fram með i hálfri eggjaskurninni. <-------------------------—m. Rifna ostinum er stráft yfir miftjuna. ■ i Hvað er: Fæðingartala? Fæðingartala er tala lifandi fæddra barna i hlutfalli við fólksfjöldann iheild. Á Islandi var fæðingartala á siðasta ársfjórðungi 19. aldar rúm 30% 0/00 en fór siðan stöðugt lækkandi til 1940, en þá var hún aðeins rúri) 200/00(prómill) Siðan hefur fæðingartalan heftur hækkað til muna og náði að nýju hámarki 1956-60, eða um 28,2 0/00 en hefur svo aftur lækkað siðustu ár. '

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.