Vísir - 29.05.1981, Side 16
Föstudagur 29. mal, 1981
Viðamikil ráðstelna
, 10 télaga i Reykjavík:
A að varðveita
Elliðaárdalinn?
Elliðaárdalurinn verður til um-
ræðu á ráðsteínu sem Framfara-
félag Seláss- og Árbæjarhverfis
gengst fyrir næstkomandi laugar-
dag i Félagsheimili Rafveitunnar
við Elliðaár.
Umræðuefnið tengist Elliðaár-
dalnum, sem náttúrufyrirbæri i
borginni og hlutverki hans fyrir
nærliggjandi byggðir, svo og þá
starfsemi sem þegar er tengd
Elliðaárdalnum, Elliðaánum og
Elliðavatni ásamt Heiðmörk.
Ráðstefnan er byggð upp á stutt-
um og fræðandi erindum er
spanna vitt svip þeirra þátta er
varða Elliðaárdalinn. 15 fram-
sögumgnn flytja þessi yfirlitser-
indi en siðar um daginn verða
pallborðsumræður þar sem
niðurstöður þessara erinda eru
dregnar saman, og velt upp
spurningum Hvar hætturnar liggi
i dalnum, til hvers og hvernig eigi
að varðveita dalinn o.s.frv.
Ráðstefnan er öllum frjáls
meðan húsrúm leyfir, en einfald-
ar veitingar verða bornar fram á
staðnum. Tiu félög og stofnanir
hafa komið til samstarfs um
þessa ráðstefnu, og er þvi ein-
stakt tækifæri fyrir áhugasama
borgara um varðveislu og skipu-
lag Elliðaárdalsins, að fá þá
heildarmynd um hann sem veitt
verður á ráðstefnunni. —AS
Aðalfundur
Blaðamanna
félagsins
Aðalfundur Blaðamannafélags
Islands verður haldinn á morgun,
laugardag i húsakynnum félags-
ins að Siðumúla 23 og hefst
klukkan 14. A dagskrá eru venju-
leg aðalfundarstörf, þar á meðal
kosning formanns.
Kjararannsóknanelnd
Kjðrin könnuð
um lanfl allt
*
Þessar vikurnar stendur
Kjararannsóknarnefnd fyrir eins
konar hálkueyðingu vegna aðlið-
andi kjarasamninga á almenna
vinnumarkaðnum. Erhún i formi
könnunar hjá 4.000 fyrirtækum
innan VSl og'VMS á vægi eða þýð-
ingu hvers starfs og á starfs-
aldri. En ágreiningur um tölfræöi
i þessum efnum olli miklu róti i
siðustu kjarasamningum eins og
oft áður.
A fundi sem nefndin hélt i gær
til þess að kynna fjölmiðlum
þessa könnun, sögðu talsmenn
VSt, VMS og ASt, að i rauninni
væru þeir enn ósammála um
niðurstöðu siðustu samninga að
þessu leyti. bað voru þeir Þor-
steinn Pálsson, Július K. Valdi-
marsson og Ásmundur Stefáns-
son, sem þetta sögðu, og skýröu
mikilvægi þess aö fá nú botn i
þetta mál, er. réttar upplýsingar
um það lúta að réttlátri skiptingu
þeirra launabreyinga, sem um er
að ræða hverju sinni.
Um leið og þessir aðalþættir
eru kannaðir, er einnig spurt um
tiðni hlutastarfa, kyn starfs-
manna, fag- og sérhæfingu,
stéttarfélög starfsmanna og loks
vinnufyrirkomulag og launakerfi
og tiðni vaktavinnu, ákvæöis-
vinnu og bónusvinnu.
Sem fyrr segir hefur um 4.000
fyrirtækjum verið sent bréf meö
beiðni um aö gefa skýrslur um
hvern starfsmann sinn. Þetta eru
flest öll fyrirtæki i landinu.
Úrvinnsla verður I tölvu og öll
meöferð gagna trúnaðarmál. Er
jafnvel ekki gert ráð fyrir þvi, að
gefin séu upp nöfn starfsmanna á
skýrslunum, ef ekki er vilji fyrir
þvi, og þá látið nægja auðkenni
eða númer, sem hægt væri að
nota vegna frekari fyrirspurna
hjá fyrirtækjunum út af einstök-
um skýrslum.
Þeir þremenningarnir, sem áð-
ur voru nefndir, og Björn Björns-
son og Sveinn úlfarsson, starfs-
menn Kjararannsóknarnefndar,
sögðu fréttamönnu, að góð og
helst tæmandi þátttaka fyrirtækj-
anna i þessari könnun, ásamt
samstöðu aðila vinnumarkaðar-
ins um hana, myndi að öllum
likindum hafa ómetanlega þýð-
ingu til þess að eyða ágreiningi og
tortryggni við gerð næstu kjara-
samninga og i allri samvinnu um
kjör á vinnumarkaðnum. Stefnt
er að þvi að vinna úr skýrslunum i
sumar, en þeim var dreift um sið-
ustu mánaðamót og eru nú sem
óðast að berast útfylltar aftur.
Loks kom fram á kynningar-
fundinum að þær upplýsingar-
sem nú yrði aflaö, ásamt
upplýsingum um kjör i reglu-
bundnum könnunum Kjara-
rannsóknarnefndar, svo og upp-
lýsingum byggðum á skattafram-
tölum, gæfu heillega mynd af
kjörum launþega i landinu, svo og
margs konar skiptingu milli
kynja, stétta og starfshópa. Einn-
ig og ekki slður þess vegna væri
þessi könnun ákaflega mikilvæg-
ur áfangi. HERB
Myndasagan
Dallas í Heigar-
blaöl Vísls
Nú kemur hinn vinsæli „Dall-
as” þáttur sjónvarpsins á siður
Helgarblaða Visis i formi mynda-
sagna sem blaðiö hefur fengið frá
Bandarikjunum.
Fyrirmyndirnar eru leiknarar
þáttanna sem flestir sjá á skján-
um á miðvikudagskvöldum og nú
geta lesendur helgarblaðs Visis
fylgst með ástum og sorgum
Ewings fjölskyldunnar, góðum
meðlimum og illum og séö
hvernig lifið gengur hjá stórrik-
um bandariskum oliufélögum og
fjölskyldum tengdum þeirm.
Birting myndasögunnar Dallas
hefst i Helgarblaöi Visis á morg-
un og þá birtum viö góöan
skammt. Siðan veröur mynda-
sagan fastur þáttur i Helgarblaö-
inu á hverjum laugardegi. Nú er
um að gera að fylgjast meö frá
byrjun.
Bandariski myndaflokkurinn
Dallas hefur vakið mikla athygli i
þeim löndum þar sem þátturinn
hefur verið tekinn á dagskrá sjón-
varpsstöðva. Ekki eru allir á eitt
sáttir um ágæti þessara þátta, en
þeir hafa þó öðlast traustar vin-
sældir fjölmargra bæði vestan
hafs og austan.
tslenska sjónvarpið hefur fest
kaup á góðum skammti af
Dallas-þáttunum og nú geta
lesendur Visis lika fylgst með
þáttunum á prenti.
hressir betur.