Vísir - 29.05.1981, Qupperneq 20

Vísir - 29.05.1981, Qupperneq 20
20 Föstudagur 29. mal, 1981 Þessi mynd er tekin fyrir nokkru, þar sem læknar þinga og fá sér kaffibolla með, en bréfritari telur lækna almennt þurfa að borða grautinn sinn saltlausan, fyrir fátæktar sakir. BLESSAÐIR LÆKNARNIR MEfi SALTLAUSA GRAUTINN SINN Sjúklingur hringdi og sagði: Mér þætti gaman að vita, með blessaða læknana okkar, vegna þess að þeir eiga ekki salt úti grautinn sinn. hvað margir þeirra fá greiðslu útúr sjúkrasamlaginu og hvað mikið. Stundum dettur mér i hug að þeir hafi litinn áhuga á að lækna okkur þessa sjúklinga sem ekki erum sárþjóð en göngum eigi að siðqr með sjúkdóma, sem hægt er að halda i skefjum með stöðugri meðalatöku. Ég er með slikan sjúkdóm og min ganga er stöðug og hefur verið lengi. Ég verð að fara til heimilislæknisins mins, fá hjá honum tilvisun á sérfræðing, borga fyrir tilvisunina, fara til sérfræðingsins og borga honum fyrir viðtal og lyfseðil. Eftir þrjá mánuði rennur tilvisunin út og þá verð ég að kaupa nýja. Sérfræð- ingnum verð ég að borga i hvert sinn, sem ég fer til hans og ég verð að fara til hans, þvi hann lyftir ekki simtóli til að afgreiða lyfseðil, þótt hann geri ekkert annað fyrir mig, þegar ég kem til hans. Svar lesendasíðunnar: Davið Oddsson, forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavikur var beðinn um að gefa upplýsing- arnar, sem sjúklingur biður um. Hann sagði að ef aðeins væri nefnd tala lækna, sem fengju greiðslu úr SR og upphæðin, sem þeir fengju samtals, gæti það gef- ið rangar hugmyndir. Hann vildi þvi fá svigrúm til að gefa fyllra svar og er þess að vænta fljótlega. Seinnl hlutinn al bréll Lelfs: UM FALLEGA ÁSETU OG RÉTTA ásetu. Góð áseta er fyrst og fremst sú, sem gefur knapanum best samband við hestinn. Hversu kórrétt sem ásetan er, samkvæmt skilgreiningu hinnar æðri reiðlistar, getur hún aldrei oröið falleg, ef sambandsleysi milli knapa og hests er áberandi. 1 minum augum er sú áseta mun fegurri, þar sem maður og hestur renna saman i eina heild, samstæða, mjúka og skapandi, jafnvel þótt eitthvað skorti á fræðin. Hinu neita ég ekki að fegurst er myndin, þegar fagur gæðingur er setinn mjúkt og frjálst af knapa, sem kann „rétta” ásetu og er i fullu sambandi við gæðinginn. Ég verö að vera Gunnu sammála i þvi, að mér þykir of margir Reykvikingar sitja hesta sina illa. Þar á ég við að sambandið og samleikinn vantar. Hitt er annað m5l að þvi fólki er engan veginn of gott að njóta samvistanna við hesta. Og vel má vera að þvi lærist áður en lýkur, að ná betra sambandi við hestinn sinn. Að lokum vil ég nota þetta tilefni til að koma þeirri skoðun minni á framfæri, að ég tel að reiðkennararnir séu ef til vill ekki á alveg réttri braut. Af þeim takmörkuðu kynnum, sem ég hef af skólunum haft, viröist mér að of mikið sé lagt uppúr að kenna nemendum að sitja hesta á sýn- ingum. Það mun vera kallað iþrótt og stefnir að uppbyggingu á eigingirni mannsins, að sýna hvaða vald hann hefur yfir hest- inum. Hitt þekkjum við, sem lengi höfum átt gæöinga, að rpinnstur hluti gleðinnar af samneytinu við hesta er sigur i keppni. A það þarf að benda nemendum i reiðskólunum. Siöari hluti bréfs Leifs D. R. Einarssonar. Þau Gunna og Valdimar ræða bæði af nokkrum hita um ásetu og reiðlag. Og likt og með drykkju hestamanna, ber þeim ekki mikið á milli, þar er áherslumunur. Aseta er annars ákaflega afstætt hugtak. Það sem þótti góð áseta fyrir þrjátiu árum, þykir ekki góð áseta nú. Þó er auðvitað til vond áseta sem var vond fyr- ir þrjátiu árum, og er enn vond. Og ég er ekki viss um að sú áseta, sem kennd er á reiðnámskeiðum nútimans hefði fallið hestamönn- um i geð fyrir þrjátiu árum. Að minu viti er ekki hægt að gefa neina algilda formúlu fyrir A þessari mynd, sem er tekin I keppni, er allt I sómanum með ásetu, taumhald og samband manns og hests. Hesturinn heitir óskar, en maðurinn Sigurbjörn Bárðarson. um bætti Friedmans: Svona blinda stappar nærrl geðveilu Ráövilltur skrifar: Ég hef fram til þessa talið mig vera sæmilega traustan sjálf- stæðismann og hef haft trú á framtaki einstaklingsins og samkeppninni, og kaupi bæði Moggann og Visi. Trú min á réttmæti þessa beið verulega hnekki nýlega, þegar ég sat við sjónvarpið og horfði og hlustaði á Milton nokkurn Fried- man. Milton þessi er, að þvi er mér skilst, mikið goð á hugum einhvers hóps ungs fólks, sem predikar frjálshyggju sem trúar- brögð, án skilnings og gagnrýni. Ég játa að þegar ég settist til að fylgjast með Friedmen fyrsta kvöldið, gætti þægilegrar eftir- væntingar, þar sem ég átti von á að fá góðar stoðir undir 'skoðan- irminar. En þvilik vonbrigði. Ég hef til þessa verið andstæðingur kommúnisma, mest vegna þess hve fylgjendum hans hættir til að beita öfgum i málflutningi. Fried- man gefur þeim ekkert eftir i þeim efnum. Menntaskólanemi skrifar 14. mai og Sveinn Sveinbjarnarson þann 20. i Visi, til að hrópa halelúja og hylla Friedman. Mér blöskrar. Það var annað kvöld fyrirlestra hans, sem ég fékk mig fullsaddan. Hann kvartaði þá undan afskiptum bandariskra yfirvalda af iðnaði og framleiðslu, til verndar kaupend- um. Hann sagði að neytendur sjálfir gætu valið og hafnað og þyrftu enga vernd. Er maðurinn og islenskir taglnýtingar hans svo blindir, að þeir sjái ekki að af- skiptin er til komin af nauðsyn. Almennir kaupendur hafa enga möguleika á að standast tækni- væddum svikum, ásamt auglýsr inga- og sölutækni nútimans, snúning. Þess vegna er nauð- synlegt að vernda þá. Sú staðreynd að stjórnvöld i Bandarikjunum, höfuðvigi einstaklingsframtaksins, sjá og viðurkenna þessa þörf, talar sinu máli. Þó keyrði fyrst um þverbak, þegar maðurinn leyfði sér að birta svipmyndir frá Hong Kong., sem dæmi um draumaland frjáls- hyggjumanna. Þar geta menn valið sér viðfangsefni að vild og orið rikir og hamingjusamir. Svona mikil blinda sýnist mér stappa nærri geðveilu. Þess vegna er ég nú ráðvilltur, ég hef orðið miklu meiri efasemdir en fyrr um ágæti frjálsrar og tak- markalausrar samkeppni. Þökk sé Friedman, hann fékk mig til að sjá verri hliðarnar á frjálshyggj- unni, þær sem ég iokaði augunum fyrir áður. Draumaland frjálshyggjumannsins, Hong Kong. t forgrunni sést að- staða fólksins, sem getur valið sér verkefni að vild og eignast hús eins og sjást i baksýn. Bréfritari er ekki sammála Friedman i þessu efni og tekur hann haldinn blindu af verra taginu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.