Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C  Peningabréf – Góð og örugg skammtímaávöxtun 5,0%* Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Peningabréf Landsbankans gefa einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og öðrum fjárfestum tækifæri til að ná góðri og öruggri ávöxtun þó að fjárfest sé til mjög skamms tíma. * Nafnávöxtun 01.02.2004–29.02.2004 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upp- lýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 92 3 3/ 20 04 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 92 3 3/ 20 04 www.landsbanki.is PHARMACO hefur alla getu til þess að verða leiðandi framleið- andi samheitalyfja í heiminum, að sögn Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, stjórnarformanns félags- ins, á aðalfundi þess í gær. Það geti orðið með því að félagið nýti sér tækifæri sem skapast þegar einkaleyfi lyfja renna út en gert sé ráð fyrir að einkaleyfi lyfja með um 84 milljarða dollara veltu muni renna út á næstu fjórum árum. Hann sagði Pharmaco vera í dag eitt af fáum samheitalyfjafyr- irtækjum sem væru með öfluga starfsemi um meginhluta Evrópu. Slíkt krefjist mikillar þekkingar á hinum ólíku lyfjamörkuðum álf- unnar, lögum og reglum. „Ólík menningarsvæði í Evrópu auk þess sem gert er ráð fyrir að vöxt- ur verði hvað mestur í Bandaríkj- unum, hefur orðið til þess að mörg af stærri samheitalyfjafyrirtækj- unum hafa einbeitt sér að Banda- ríkjunum til þessa. Á meðan hefur Pharmaco komið fótunum ágæt- lega undir sig í Evrópu og vil ég þar leggja áherslu á Evrópu sem heild, en ekki eingöngu Austur- Evrópu eins og margir virðast telja.“ Náðu forskoti í Evrópu Björgólfur sagði mikil verðmæti liggja í þeirri starfsemi sem Pharmaco hefur byggt upp í Evr- ópu enda verði sífellt erfiðara fyr- ir ný fyrirtæki að komast þar inn á markaði. „Þessu forskoti munum við keppast við að halda.“ Fram kom á fundinum að velta félagsins skiptist á síðasta ári nokkuð jafnt á Austur- og Vestur- Evrópu. Björgólfur sagði þetta mikla breytingu frá því fyrir tveimur árum og í samræmi við stefnu félagsins að dreifa áhættu sem felst í einhæfum viðskiptum inn á eitt landsvæði. Auk þess sagði hann félagið hafa markvisst unnið að því að auka vægi mark- aða með háa framlegð. Í þeim til- gangi hefði söluskrifstofan í Sví- þjóð verið opnuð og sölu- og markaðsstarfsemi Pliva á Norður- löndum verið keypt. Stærsta skrefið í þá átt væri þó stofnun dótturfélagsins í Bandaríkjunum. Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco, var á sömu nótum og stjórnarformaðurinn og sagði það takmark félagsins að vera í fremstu röð. Hann sagði að mikil áhersla yrði nú lögð á Ameríku- markað og skoðaðir yrðu fjárfest- ingarkostir á þeim markaði. Einn- ig kom fram hjá Róbert að félagið er nú þegar farið að kortleggja þau lyf sem missa einkaleyfi á ár- unum 2013 og allt til ársins 2016, í þeim tilgangi að velja sér „fórn- arlömb“. Andri í stjórn Nýja stjórn Pharmaco skipa þeir Andri Sveinsson, Björgólfur Thor sem áfram verður formaður, Karl Wernersson, Magnús Þorsteins- son og Sindri Sindrason. Andri tók sæti Björgólfs Guðmundsson- ar. Starfsmenn Pharmaco eru 7.000 talsins í yfir 20 löndum. Hluthafar eru rúmlega 3.000 og fjölgaði um 25% á sl. ári. Pharmaco verði leiðandi á heimsvísu Pharmaco er eitt af fáum samheitalyfjafyrirtækjum með öfluga starfsemi um meginhluta Evrópu. Sífellt erfiðara verður að komast þar inn á markaði. Morgunblaðið/Sverrir Forskot Björgólfur Thor segir ólík menningarsvæði í Evrópu og vonir um mikinn vöxt í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að stærri samheitalyfjafyrirtæki hafi einbeitt sér að Bandaríkjamarkaði. VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS TALSMENN símafyrirtækjanna útiloka ekki að þau geti átt með sér samstarf um uppbyggingu fjarskiptakerfis fyrir þriðju kynslóð farsíma. Síminn og Og Vodafone eru fremur jákvæð gagnvart nýju frum- varpi samgönguráðherra um þriðju kyn- slóðina sem lagt var fram á Alþingi í vik- unni. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að í þeim breytingum, sem gerðar hafi verið á frumvarpinu frá því það var síðast lagt fram, sé að ýmsu leyti tekið undir með Símanum. Sú breyting hafi orðið á ákvæðum um reiki, þ.e. afnot símafyrirtækjanna af kerfi annarra fyr- irtækja, að það sé heimilt en ekki skylda. „Við teljum ekki útilokað að samrekstur eða sameiginleg uppbygging eigi sér stað, náist um það samkomulag, og með fyr- irvara um að slíkt standist samkeppn- islög,“ segir Eva. Pétur Pétursson, upplýsingafulltrúi Og Vodafone, segir að þær breytingar sem hafi verið gerðar á frumvarpinu séu mjög til bóta. „Við óttuðumst mest að þær kvað- ir sem settar voru á umsækjendur um leyfi væru fullþungar hvað varðaði upp- byggingu farsímaneta. Nú kemur kostur á samnýtingu og samvinnu um uppbyggingu eins nets og að fleiri en eitt fyrirtæki geti veitt þjónustu á þessu farsímaneti. Það er mjög til bóta.“ Notendurnir borga kerfin Pétur segir að Og Vodafone sé reiðubúið að skoða samstarf við annað símafyrirtæki um uppbyggingu kerfisins. „Ef sam- komulag næðist á viðskiptalegum for- sendum, sem báðir aðilar geta sætt sig við, gæti það orðið mjög til bóta fyrir far- símanotendur, því að þá tækist að halda kostnaðinum í lágmarki og það eru alltaf notendurnir sem standa straum af kostn- aðinum við uppbyggingu kerfa.“ F J A R S K I P T A F Y R I R T Æ K I Samstarf um þriðjukyn- slóðarkerfi ekki útilokað Símafyrirtækin jákvæð í garð nýs frumvarps um farsímaleyfi S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Glíman við risann Big Food Group tekst á við Tesco í Bretlandi 4 Bjartsýni hjá Sæplasti þrátt fyrir erfiða afkomu 10 ÁLIÐNAÐURINN VERÐUR STÓRATVINNUVEGUR Vöxtur í plastinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.