Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI H vernig má það vera að eftir sprengingu í umræðu um við- skiptasiðferði í Bandaríkjunum á tíunda áratug síðustu aldar sem m.a. varð til þess að 90% fyrirtækja þar í landi tóku upp sérstakar siða- reglur, kom hrina stórfelldra hneykslismála í fyrirtækjum upp í landinu upp úr síðustu alda- mótum? spurði Lori Tansey Martens, sérfræð- ingur í viðskiptasiðferði, í erindi sem hún hélt í Háskóla Íslands í vikunni. Hún segir að orsökina sé helst hægt að rekja til mannlegs eðlis. Á áratugnum hafi hvatakerfi verið notuð í sífellt ríkari mæli í fyrirtækjum og menn einblínt á fjárhagslega mælikvarða, eins og hækkandi gengi fyrirtækisins og hagn- að, á kostnað ýmissa annarra mælikvarða í rekstri fyrirtækja eins og ánægju starfs- manna, ánægju viðskiptavina, umhverfismála og fleiri þátta. Græðgin hafi tekið völdin. Martens segir að þannig hafi laun forstjóra rokið upp úr öllu valdi, ekki endilega vegna þess að þeir höfðu þörf fyrir alla þá fjármuni sem þeim voru greiddir persónulega, heldur hafi þeir í sífellu borið sig saman við forstjór- ann við hliðina á sér. Martens kennir fjölmiðl- um einnig um það ástand sem skapaðist á ára- tugnum. Þeir hafi hafið forstjórana upp til skýjanna sem ósnertanlegar ofurhetjur. Martens segir að einnig sé því um að kenna að skort hafi á eftirlit með fyrirtækjum og sið- ferði þeirra. Einnig hafi það verið algengt að eftirlit og endurmenntun á sviði viðskiptasið- ferðis hafi ekki náð upp í efsta stjórnendalagið, þar hafi menn ekki talið þörf á naflaskoðun. Á þessu hefur nú orðið nokkur breyting til batnaðar að sögn Martens. „Harðari viðurlög eru í mótun og forstjórar eru hættir að birtast á forsíðum glanstímaritanna,“ segir Martens og brosir. Um það hvort fyrirtæki séu farin að nota aðra mælikvarða við árangursmælingar í rekstri en hina fjármálalegu eingöngu, segir Martens að t.d. sé svokallað Samhæft árang- ursmat, eða Balanced Scorecard, nú í auknum mæli tekið upp í fyrirtækjum, en þar eru mældir fleiri þættir en hinir fjárhagslegu ein- göngu. Það segir Martens að sé skref í rétta átt. Martens nefndi í erindi sínu að eftir að hafa orðið vitni að stjörnudýrkuninni á forstjórum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum á síðasta ára- tug, hafi það komið henni mjög á óvart að verða vitni að viðbrögðum fjölmiðla í Bretlandi við methagnaði Tesco stórverslanakeðjunnar, fyr- ir einhverjum misserum. „Í stað þess að hampa fyrirtækinu fyrir góðan árangur og slá mynd- um af forstjóranum upp á forsíðum dagblaða voru fjölmiðlar fullir efasemda og leituðu skýr- inga. Var verslunin að okra á viðskiptavinun- um, var starfsfólkið á allt of lágum launum, var bókhaldið í lagi,“ segir Martens sem dæmi um viðbrögð fjölmiðla. Menningin er lausnin En hvað er til ráða? Hvernig er hægt að koma því þannig fyrir að siðferðisbrestir verði fyr- irtækjum ekki að falli og valdi þar með fjölda fólks sársauka? Martens segir að ekki séu líkur á því að mannlegt eðli breytist mikið í næstu framtíð. Hins vegar megi ýmislegt gera til að beina hlutum í réttan farveg. Nú þegar sé til dæmis búið að gera kröfu um óháða stjórnarmenn og siðferðisfulltrúa hjá skráðum fyrirtækjum í kauphöllinni í New York. Þá sé hægt að viðhafa virkt eftirlit, sem hafi skort á síðasta áratug. Innleiðing sterkrar fyrirtækjamenningar er hins vegar hin raunverulega lausn að mati Martens. Gott siðferði og viðskiptahættir verða að vera inngrónir í menningu hvers fyr- irtækis, og að því þurfa fyrirtæki að hlúa. Martens segir að í því felist meðal annars að umhverfið verði opið til tjáskipta og mögulegt sé fyrir fólk sem vilji upplýsa um eitthvað sem sé að í rekstrinum, að koma fram án þess að eiga fordæmingu á hættu. Martens segir að það sé hins vegar ekki ein- falt mál, enda sé almennt talið rangt í flest- öllum samfélögum að kjafta frá, eins og það er kallað. Hún segist til dæmis hafa fengið spurn- ingu í Brasilíu frá manni í salnum um það hvort hann ætti að kjafta frá og eiga á hættu að vera skotinn og fjölskylda hans líka, eins og þar tíðkaðist, eða láta kyrrt liggja. Slíkri spurningu sé augljóslega afar erfitt að svara. Spurð að því hvort ekki sé hægt að láta markaðinn um að dæma fyrirtækin og refsa fyrirtækjunum fyrir að vinna ósiðlega, segir hún að vandamálið sé að fari stórfyrirtæki illa dragi það svo gífurlegan fjölda fólks niður í svaðið með sér. „Til dæmis eiga milljónir manna lífeyri sinn í hlutabréfum stórfyrir- tækja og við hrun Enron og WorldCom til dæmis horfðu margir upp á sjóðinn sem átti að nota við starfslok fuðra upp og verða að engu.“ Þannig hafi hrun fyrirtækjanna ekki bara fjárhagsleg áhrif á forstjórana að sögn Mart- ens, heldur á fjölda annarra sem komu ekki ná- lægt spillingunni. Því sé laga- og reglusetning óumflýjanleg. Mannlegt eðli veldur siðferðisbrestum Lori Tansey Martens er sérfræðingur í viðskipta- siðferði. Þóroddur Bjarnason ræddi við hana yfir hádeg- isverði og hlustaði á erindi sem hún hélt í Háskóla Ís- lands. Morgunblaðið/Jim Smart Segja og deyja! Lori Tansey Martens segir að gera þurfi fólki innan fyrirtækja auðveld- ara fyrir að „kjafta frá“. tobj@mbl.is ORÐ eins og græðgi, græðgisvæðing og markaðs- ráðandi voru notuð tvisvar sinnum meira í fjölmiðlum á árinu 2003 en árið 2002, að sögn Þórs Sigfússon- ar framkvæmdastjóra Verslunarráðs Íslands, en Verslunarráðið tekur með reglubundnum hætti sam- an tíðni orða sem tengjast íslensku viðskiptalífi í þeim tilgangi að sjá hvernig umræðan þróast í sam- félaginu. Þór sagði frá þessu á morgunfundi VÍ með Lori Martens og fleiri frummælendum í gærmorgun. Þór segir að notkun þessara orða sé fylgifiskur þess að nú búi íslenskt samfélag við hagnaðar- umhverfi í stað tapumhverfis áður. Hann segir að það sjáist best með því að bera saman fjölmiðlaum- fjöllun á löngum tíma. Til dæmis hafi hugtakið tap komið fjórum sinnum oftar fyrir árið 1988 en árið 2003. Þór segir að miðað við aukna tíðni orða eins og græðgi og markaðsráðandi, sé hægt að lesa það út að neikvæð umræða sé að aukast og við því vilji Verslunarráð bregðast. „Græðgi“ tvöfalt algengari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.