Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 C 3 NFRÉTTIR  Stendur til a› fjölga atvinnutækjum? –hlut i af Ís landsbanka K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Glitnir – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. Tala›u vi› sérfræ›ing! REIKNAÐ er með að unnt verði að hefja rekstur tilboðsmarkaðar með stofnfé í SPRON í þessum mánuði. Þetta kom fram í máli Jóns G. Tómassonar, fráfarandi stjórn- arformanns, á aðalfundi SPRON á þriðju- dag. Sagði Jón að sparisjóðs- stjóri SPRON hefði í maí á liðnu ári reifað hugmynd um að setja á fót til- boðsmarkað með stofnbréf í SPRON, en úrskurður Fjármálaeft- irlitsins frá haustinu 2002 um að lög banni ekki að verslað sé með stofn- fjárskírteini á hærra verði en nafn- verði, standi óhaggaður. „Meðan hugmyndin um breyt- ingu á rekstrarformi sparisjóðsins var í vinnslu þótti rétt að bíða með tilboðsmarkaðinn, en sparisjóðs- stjóri hefur nú undirbúið málið,“ sagði Jón. „Á fundi stjórnarinnar 25. þ.m. voru samþykktar reglur, sem nauðsynlegt er að setja til að tilboðsmarkaður með stofnfé verði virkur og uppfylli þau markmið sem að er stefnt. Reglurnar verða nú kynntar Fjármálaeftirlitinu.“ Sérstök viðbrögð Jón vék í ræðu sinni að viðbrögðum við áformum um breytingar á starf- semi og eignaraðild SPRON og til- lögum um breytingu á rekstrar- formi sparisjóðsins. Sagði hann að viðbrögð Sambands íslenskra spari- sjóða og sparisjóðsstjóra vítt um landið hefðu verið sérstök. Spurt væri í hvers þágu þessir aðilar hefðu verið að vinna. „Krafist var lagasetningar sem fól í sér skerð- ingu á sjálfsforræði sparisjóðanna og möguleikum þeirra til að tryggja hagsmuni þeirra hvers og eins til lengri tíma, og þá um leið hagsmuni stofnfjáreigenda og viðskiptavina.“ Hann sagði að afstaða stjórn- valda og ósamræmi í aðgerðum þeirra í málum sparisjóðsins væri einnig sérstakur kafli. Viðskipta- ráðherra hefði talið nauðsynlegt að breyta lögum til að koma í veg fyrir viðskipti sem voru í samræmi við lög. „Þessi atburðarás var í raun með ólíkindum og ekki síst afskipti við- skiptaráðherra, sem í upphafi lýsti því yfir að málið væri ekki á sínu borði en virtist í góðu lagi. Um væri að ræða ákvörðun stjórnar í sjálf- stæðu fyrirtæki, sem virtist vera í samræmi við lög. Síðan var öllu snúið við og lögum breytt til höfuðs áformum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Þetta er það sem ég kalla ósamræmi eða tvískinnung af hálfu stjórnvalda í málefnum spari- sjóðsins.“ Fram kom í máli Jóns að tveimur lögmönnum hefði verið falið að fjalla um lagalega stöðu sparisjóðs- ins og stofnfjáreigenda vegna laga- setningar Alþingis frá í febrúar, sem kom í veg fyrir breytingu sparisjóðsins í hlutafélag. Sam- kvæmt bráðabirgðaáliti þeirra komi fram að þeir telji þess tæpast að vænta að bótakröfur fyrir dómstól- um skili árangri. Þeir muni vinna ítarlegri greinargerð um þetta efni og fleiri, og skila um það grein- argerð í maímánuði. Þá sagði Jón að stjórn SPRON hefði samþykkt tillögu þess efnis að kannaðir yrðu kostir og gallar áframhaldandi aðildar sparisjóðsins að Sambandi sparisjóða. Það mál sé í vinnslu. Tilboðsmarkaður með stofnfé SPRON í þessum mánuði Fráfarandi stjórnarformaður SPRON gagnrýndi stjórnvöld og sparisjóðsstjóra á aðalfundi Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón G. Tómasson ● GENGIÐ hefur verið frá end- anlegum samningum um kaup Eimskips á meirihluta í norska fyr- irtækinu Coldstore & Transport Group AS (CTG) sem tilkynnt var um í janúar sl. Keypt eru nú 51%, með kaupskyldu á 16% til viðbótar eftir þrjú ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eimskip. Heildarmat á fyrirtækinu er 105 milljónir norskra króna, eða rúmur 1,1 milljarður íslenskra króna, og er því hlutur Eimskips nú tæpar 53 milljónir norskra króna. „Kaupin eru mikilvægur liður í sókn Eimskips á erlenda markaði, en nú mun Eimskip stýra flutn- ingum á um 260.000 tonnum af frystum og kældum sjávarafurðum út úr Noregi,“ segir í tilkynning- unni. Kaup á Coldstore í höfn Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.