Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ÁLFRAMLEIÐSLA ÁKVÖRÐUN framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins í síðustu viku um að sekta tölvufyrirtækið Microsoft kveikti á ný deilur, sem lengi hafa staðið yfir milli sérfræðinga í samkeppnismálum um eðli samkeppninnar á tæknivæddum mörkuðum eins og einstak- lingstölvumarkaðnum. Deilan stendur um netáhrifin svokölluðu (e. network effect) og afleiðingar þeirra. Henni voru gerð skil í grein í Financial Times í síðustu viku. Sam- kvæmt kenningum um netáhrifin verður vara eða tækni þeim mun verðmætari fyrir hvern nýjan notanda sem fleiri nota hana. Bæði neytendur og framleiðendur hagnast á því að nota einn staðal, t.d. í myndbandstækjum. Á tilteknum punkti verður einn staðall svo ráð- andi að það verður flestum í hag að hann sé notaður nánast eingöngu. Það á t.d. við um Windows-stýrikerfi Microsoft. Þannig hefur Microsoft gert fleirum kleift að njóta kosta tölvubyltingarinnar, en gagn- rýnendur fyrirtækisins segja að þessi mikli kostur Windows-væðingar heimsins sé jafn- framt risavaxinn ókostur vegna þess að Microsoft ráði eitt yfir tækninni. Fyrirtækið sé komið í þá stöðu að geta hamlað frekari framgangi tölvubyltingarinnar með því að kæfa í fæðingu tækninýjungar, sem ekki verða til innan veggja Microsoft. Vegna þess hversu allsráðandi fyrirtækið er á markaðn- um fyrir stýrikerfi geti það með því að selja önnur forrit í knippi með Windows (t.d. marg- miðlunarspilara og netvafra) útilokað sam- bærilegar vörur keppinautanna. Þannig geti netáhrifin ýtt undir einokunartilburði fyrir- tækja. Andstæða sjónarmiðið er að netáhrifin geti unnið gegn einokun á markaði, þar sem tækniþróunin er jafnhröð og í tölvugeiranum. Þannig geti einn daginn komið fram t.d. nýtt stýrikerfi, sem sé einfaldlega svo miklu betra en Windows að það geti lagt veldi Microsoft í rúst nánast á einni nóttu. Nicholas Econom- ides, prófessor í hagfræði við Stern School of Business við New York-háskóla, er einn af þeim, sem eru á þessari skoðun, og er gjarnan vitnað í hann þegar fjallað er um Microsoft- málið í alþjóðlegum fjölmiðlum. Economides hefur þannig bent á að allir séu búnir að skilja að netáhrifin geti leitt til einokunar, en færri hafi áttað sig á því að þau geti virkað í hina áttina og leitt til „skapandi eyðileggingar“ í anda Josephs Schumpeters, sem hélt því fram að kapítalisminn endurnýjaði sig stöð- ugt með þeim hætti. Keppinautar Microsoft á stýrikerfamark- aðnum virðast þó ekkert sérstaklega ógn- andi. Linux-stýrikerfið virðist vera helzti val- kosturinn. Í því sambandi er athyglisvert að Nýherji tilkynnti í fyrradag aukna áherzlu á Linux, þar sem því er hafnað að stýrikerfið sé bara „leikfang háskólastúdenta“ og bent á að það búi yfir þeim áreiðanleika og öryggi, sem fyrirtæki vilji hafa í rekstrinum. En hvað eiga samkeppnisyfirvöld að ráða af þessum umræðum? Eiga þau að sitja með hendur í skauti og bíða eftir schumpeterískri bylgju skapandi eyðileggingar, sem ryðji Microsoft úr vegi? Niðurstaða Marios Monti, samkeppnisstjóra ESB, var að taka ekki þá áhættu. Krafa ESB um að Microsoft veiti keppinautum sínum meiri upplýsingar um grunnkóða Windows gæti hins vegar stuðlað að því að fleiri trúverðugir keppinautar hasli sér völl. ll SAMKEPPNISMÁL Ólafur Þ. Stephensen Microsoft og netáhrifin Átti ESB að grípa til aðgerða gegn Microsoft eða bíða eftir að ný tækni ryddi Windows úr vegi? olafur@mbl.is STÆRSTU endurskoðunarskrifstofur heims reyna nú allt hvað þær geta til að koma í veg fyrir að þær dragist inn í enn eitt bók- haldshneykslið. Miklum fjármunum hefur verið eytt í að bæta aðferðir við endurskoðun fyrirtækja. Til að mynda hefur KPMG í Bandaríkjunum tvöfaldað þann mannafla sem sér um rannsóknir vegna sakamála og hefur jafnvel á að skipa fólki frá alríkislög- reglunni, FBI. Og endurskoðendur hjá Price- WaterhouseCoopers í sama landi hafa sótt námskeið hjá fyrrum starfsmönnum leyni- þjónustunnar CIA þar sem þeim er kennt að koma auga á svikula stjórnendur fyrirtækja með því að ráða í líkamstjáningu þeirra og munnlegar vísbendingar. Að auki er þeim kennt að standa uppi í hárinu á stjórnendum. Þörfin fyrir breytingar á endurskoðun fyr- irtækja virðist sannarlega vera til staðar nú þegar hvert svikamálið hefur rekið annað, en deilt er um aðferðirnar. Í Wall Street Journal var nýlega velt upp þeirri spurningu hvort ekki væri eðlilegt að gera grundvallarbreyt- ingar á verkferli endurskoðenda, nefnilega að leggja af áhættumat endurskoðandans á því fyrirtæki sem til skoðunar er. Nú er það svo, bæði hér á landi og annars staðar, að endurskoðandi leggur mat sitt á hvert og eitt fyrirtæki sem hann hefur til skoðunar. Því trausts verðara sem hann álít- ur fyrirtæki vera, þeim mun minna hlutfall af gögnum þess endurskoðar hann. Í ræðu Daniel Goelzer, eins nefndarmanna í nokkurs konar eftirlitsnefnd með enduskoð- unargreininni, í september sl. sagði hann áhættumat sem þetta vera einn af helstu þátt- unum sem grafið hefðu undan trausti á end- urskoðun. Meinið ætti sér rætur í aukinni verðsamkeppni í endurskoðun á níunda og tí- unda áratugnum sem hefði leitt til þess að aukin áhersla var lögð á kostnaðarstýringu. Þetta gat af sér áhættumatið og er það ekki einungis notað til að leggja mat á fyrirtækið heldur einnig til að meta hvar í reikningum þess sé mest hætta á svikum eða mistökum. Hættan er hins vegar alltaf sú að endur- skoðandinn leggi ekki rétt mat á hvar áhætt- an liggi í fyrirtæki, hann treysti um of á upp- lýsingar frá stjórnendum eða á verkferla innra eftirlits í fyrirtækinu. Vart yrði það vinnandi vegur að endur- skoða margslungin stórfyrirtæki nema með einhvers konar mati á áhættuþáttum og hlut- fallslegu úrtaki. Það er í öllu falli vandséð hvað ætti að koma í stað þess en endurskoð- endur þurfa og eru að reyna að finna leiðir til þess að auka trú manna á ný á áreiðanleika skoðunar þeirra. ll ENDURSKOÐUN Sof fía Haraldsdóttir Endurskoða eigin aðferðir Endurskoðendur reyna að koma í veg fyrir fleiri hneyksl- ismál m.a. með því að ráða í líkamstjáningu stjórnenda soffia@mbl.is T ómas Már Sigurðsson verkfræðingur tók við starfi forstjóra Fjarðaáls, álvers banda- ríska álfyrirtækisins Alcoa í Reyðarfirði, 1. mars síðastliðinn. Tómas Már hefur reynslu af uppbyggingu álvers því frá árinu 1997 og þar til hann tók við hinu nýja starfi sinnti hann margvíslegum verkefnum við uppbyggingu og rekstur Norðuráls á Grundartanga sem framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs fyrirtækisins. Mikil áhersla verður lögð á umhverfis-og öryggismál hjá Fjarðaáli, að sögn Tómasar Más. Hann segir að umhverf- ismálin séu reyndar meðal þess sem hafi laðað hann að ál- iðnaðinum. Það sé svo margt gott hægt að gera í þeim efn- um í þessum iðnaði og hafi verið gert á umliðnum árum. Þróunin sé mjög hröð og stöðugt sé verið að bæta meng- unarvarnir. Skilyrði að því er varðar umhverfismál í starfs- leyfi Fjarðaáls séu líklega þau ströngustu sem þekkist í heiminum, til að mynda varðandi flúor- og rykmengun. „Í sambandi við öryggismálin verður rík áhersla lögð á það hjá Fjarðaáli að þau verði til fyrirmyndar á öllum svið- um,“ segir Tómas Már. „Það viðhorf sem sumir hafa til ör- yggismála, að slys séu eitthvað sem ekki sé hægt að koma í veg fyrir, á ekki við í dag og mun ekki eiga við hjá Fjarðaáli. Við trúum að það sé einmitt hægt að koma í veg fyrir öll slys í áliðnaði með þjálfun starfsfólks og kynningu á þeim hætt- um sem eru til staðar. Mikilvægt er að starfsmennirnir geri sér grein fyrir því að til þess sé ætlast að þeir setji öryggið í forgang í störfum sínum, alltaf. Þá er einnig mjög mikilvægt að þeir starfsmenn sem verða varir við eitthvað, sem hugs- anlega gæti valdið skaða, láti vita af því. Slíkt hugarfar er mikilvægt og með því að tileinka sér þessa hugsun er hægt að koma í veg fyrir slys á vinnustaðnum. Fólk á að fara öruggustu leiðina og nota viðeigandi öryggisbúnað. Þannig verður unnið hjá Fjarðaáli.“ Velta Alcoa tvöföld þjóðarframleiðsla Íslands Alcoa er stærsti álframleiðandi í heimi og starfar á öllum sviðum álframleiðslu, frá námavinnslu til framleiðslu á hin- um ýmsu hlutum úr áli, allt frá dósum og upp í bíla- og flug- vélahluti. Alcoa-fyrirtækið er reyndar einnig stórt í fram- leiðslu á pökkunarvörum almennt. Alcoa rekur nú 28 álver víðs vegar um heiminn, 9 súrálvinnslur og tvær báxítnámur. Auk þess að byggja upp nýtt álver hér á landi er fyrirtækið að vinna að því að stækka og/eða byggja ný álver á átta öðr- um stöðum í heiminum. Alcoa var stofnað á níunda áratug nítjándu aldar og er því um 120 ára gamalt fyrirtæki. Velta Alcoa er rúmlega tvöföld þjóðarframleiðsla Íslands og fjöldi starfsmanna er um 120 þúsund. Um 120 þúsund manns eru á vinnumarkaði hér á landi. Starfsstöðvar Alcoa eru hátt í 400 Heildarframleiðsla á áli í heiminum tonna á ári. Þar af framleiðir Alcoa rúm Í ársskýrslu Alcoa kemur fram að liður í endurbótum og endurnýjun á álf isins. Með nýrri tækni í nýrri verksm fram hagræðingu í rekstrinum og læk að. Orkukostnaður er verulegur hluti álvera og ráðandi þáttur þegar kemur álvera sem og endurbyggingu gamalla. Í ársskýrslunni kemur fram að Alco langtíma orkusamningum og hafi sá segja um það hvers vegna Ísland va byggingu nýs álvers Alcoa. Stöðugt st haft mikið að segja. „Alcoa hefur stækkað mikið á uml hefur það fyrst og fremst verið með ka fyrirtækjum,“ segir Tómas Már. „Fjar verið sem Alcoa byggir í heila tvo árat meiri þýðingu fyrir Alcoa en flestir g fyrir. Bygging Fjarðaáls er liður í e kostnaði hjá Alcoa, til að gera fyrirtæ ishæfara á álmarkaði en það er, og einn notkun endurnýtanlegra orkugjafa v sem fyrirtækið leggur mjög mikla áher Ísland er að sögn Tómasar Más á m staður fyrir álver með tilliti til legu land ópu og Ameríku. Hann segir að álma legur markaður og því verði að vera sv framleiðslan er seld. Nú sé reiknað m framleiðslu Fjarðaáls fari til Evrópu e Álframleiðsla Tómas Már Sigurðsson er nýr for- stjóri Fjarðaáls í Reyðarfirði. Grét- ar Júníus Guðmundsson ræddi við Tómas Má um þann umfangsmikla atvinnuveg sem álframleiðsla er orðin hér á landi, þýðingu hans og þær áherslur sem verða í starfsemi Fjarðaáls. Eftirsóknarvert Tómas Már Sigurðs Frumvarp samþykkt Frumvarp um heimild til samn- inga um álverksmiðju í Reyð- arfirði var samþykkt sem lög frá Alþingi fyrir rétt rúmu ári, 5. mars 2003. Í frumvarpinu var iðnaðarráðherra heimilað að gera samninga fyrir hönd rík- isstjórnarinnar við Alcoa Incorp- orated, Fjarðaál sf. og stofn- endur þess, Alcoa á Íslandi ehf. og Reyðarál ehf. um að reisa og reka álverksmiðju og tengd mannvirki á Íslandi og til að framleiða allt að 322.000 tonn af áli árlega í verksmiðju við Reyð- arfjörð. Áætlanir gera ráð fyrir að út- flutningstekjur þjóðarinnar muni aukast um 12% þegar Fjarðaál verður komið í fulla framleiðslu. Samningar um álver Samningar um byggingu álvers í Reyðarfirði voru undirritaðir 15. mars 2003. Samningana und- irrituðu Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Alain J.P. Belda, stjórnarformaður og forstjóri Alcoa, Michael Baltzell, Hópurinn samanstendur tektastofunum TARK-te unni, Batteríinu og Land Forstjóri ráðinn Staða forstjóra Fjarðaál auglýst í október 2003 o formaður samninganefndar Al- coa, Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, Friðrik Soph- usson forstjóri og Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarða- byggðar. Samningar um framkvæmd 5. september 2003 undirrituðu fulltrúar Fjarðaáls og banda- ríska fyrirtækisins Bechtel Gro- up Inc. samning um sjálfar fram- kvæmdirnar að byggingu álvers í Reyðarfirði. Bechtel mun reisa hið 322 þúsund tonna álver og skila verkinu árið 2007. Íslensk- ur samstarfsaðili Bechtel við framkvæmdina er verkfræði- samsteypan HRV, en það eru Hönnun, Rafhönnun og Verk- fræðistofa Sigurðar Thorodd- sen. Hönnuðir valdir Í janúar síðastliðnum voru kunn- gerð úrslit í samkeppni um hönn- un Fjarðaáls. Samstarfshópur þriggja íslenskra arkitektastofa, sem starfar undir nafninu TBL, bar sigur úr býtum og hefur ver- ið valinn til að hanna útlit, um- hverfi og innra rými álversins. Frá samningum til fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.