Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR Til leigu mjög glæsilegt og vel staðsett skrifstofuhúsnæði í Kringlunni stóra turni. Stærðir 50 - 170 fm. Með húsnæðinu getur fylgt símkerfi, húsgögn, aðgengi að tölvukerfi og fyrsta flokks fundaraðstaða. Hús- næðið er sérstaklega vandað, gegnheilt parkett á gólfum og innréttingar fyrsta flokks. Nánari upplýsingar gefur Karl í síma 896 2822. karl@fasteignathing.is KRINGLUNNI 4-12 - Sími 585 0600 TIL LEIGU í STÓRA - TURNI - KRINGLUNNI                                                        !"#        !  Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ● BREZKA tízkuverzlanakeðjan Next hyggst á næstunni færa út kvíarnar í Skandinavíu og tilkynnti í síðustu viku að opnuð yrði Next-verzlun í Kaupmannahöfn. Í tilkynningu Next segir að vel- gengni Next á Ís- landi, sem rekin er samkvæmt sérleyfi, hafi sannfært stjórnendur fyrirtækisins um að neytendur á Norðurlöndum hafi svipaðan smekk og Bretar. Nordex rekur Next-búð í Kringlunni í Reykjavík. Next til Skandinavíu ● NORSKA ríkið seldi í fyrradag 9,4% hlut í norska símafyrirtækinu Telenor á 1,2 milljarða Bandaríkjadala, jafn- virði um 87 milljarða íslenskra króna. Kaupandi var fjárfest- ingabankinn Goldman Sachs. Hlutur norska ríkisins í Telenor eftir söluna er 53%. Haft er eftir Ansgar Gabrielsen, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Nor- egs, á vefmiðli Financial Times í gær, að salan sé liður í einkavæðing- aráformum ríkisstjórnarinnar. Telenor var að hluta til einkavætt í í desember 2000 eftir misheppnaða tilraun til sameiningar fyrirtækisins og sænska símafyrirtækisins Telia. Í júlí á síðasta ári minnkaði norska rík- ið síðan hlut sinn í fyrirtækinu úr 77,6% í 62,5% og hefur nú haldið áfram að selja af eignarhlut sínum. Norska ríkið minnkar hlut sinn í Telenor ● HAGNAÐUR varð af rekstri Heklu hf. árið 2003 sem nam 11 milljónum króna og er það talsvert betri afkoma en árið áður, en þá varð 155 milljóna tap.Veltufé frá rekstri nam 95 millj- ónum króna og batnaði um ríflega 400 milljónir frá fyrra ári. Afkoman er í samræmi við áætlanir og viðunandi að mati stjórnenda félagsins. Heildartekjur Heklu námu tæpum 9,9 milljörðum króna árið 2003 og jukust um 31%. Rekstrargjöld hækk- uðu um 27% og hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði jókst um 241 milljón, nam 180 milljónum. Stjórnendur segja bjart framundan í rekstrinum og gera ráð fyrir 17% tekjuaukningu á þessu ári. Betri tíð hjá Heklu SIGURÐUR Á. Sigurðsson, for- maður Samtaka verslunar og þjón- ustu, SVÞ, finnur að gagnrýni Fé- lags íslenskra stórkaupmanna og Samtaka iðnaðarins um að fyrir- tæki í verslun og þjónustu misnoti aðstöðu sína. Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra segir ekki gott þegar menn í viðskiptalífinu segist ekki skilja áhyggjur stjórn- valda um hvert stefni á vissum svið- um viðskiptalífsins. Þetta kom fram á aðalfundi SVÞ í gær, en þar voru Sigurður og Valgerður meðal ræðu- manna. Sigurður gerði samkeppni að um- talsefni í ræðu sinni á aðalfund- inum. Hann sagði umræðuna um samkeppni eðlilega en um leið þyrfti að huga að því að markaður- inn væri lítill en kröfur um leið rík- ar um að verðlagning væri sam- keppnisfær við það sem gerðist erlendis. Sigurður benti á að sam- keppnislög bönnuðu ekki að fyr- irtæki yrðu stór og markaðsráð- andi, aðeins að þau misnotuðu stöðu sína á markaðnum. „Fram hefur komið í máli for- svarsmanna Félags íslenskra stór- kaupmanna og Samtaka iðnaðarins á nýafstöðnum ársfundum þessara samtaka að dæmi séu um að aðilar í verslun og þjónustu misnoti aðstöðu sína til að ná fram hagstæðara verði. Þeir hafa kallað á aukið regluverk vegna þessa. Í hvorugu þessara tilvika hefur verið hægt að átta sig á hvað í raun er hér átt við. SVÞ hafa í fréttabréfi samtakanna farið fram á skýringar á þessum fullyrðingum og bent á að ef um slíka misbeitingu sé að ræða beri að taka slík atvik upp við Samkeppn- isstofnun, eins og lög gera ráð fyrir, í stað órökstuddra fullyrðinga sem sverta ímynd verslunar og þjónustu almennt,“ sagði Sigurður. Hann gagnrýndi einnig skipan nefndar viðskiptaráðherra um stefnumótun íslensks viðskiptaum- hverfis. Nefndin ætti meðal annars að taka fyrir hvernig bregðast megi við aukinni samþjöppun í atvinnulíf- inu, en athygli vekti að í þeirri nefnd ætti atvinnulífið sjálft engan fulltrúa. Þá segist Sigurður ekki sjá hvaða tilgangi nefndin eigi að þjóna þar sem fyrir séu í samkeppnislög- um skýrar reglur sem viðskiptalíf- inu beri að starfa eftir. Telji menn eftirlit með viðskiptalífinu ófull- nægjandi sé rétt að huga fyrst að því hvort nauðsynlegt sé að gera bragarbót á starfsháttum Sam- keppnisstofnunar og SVÞ hafi bent á það ítrekað að efla beri Sam- keppnisstofnun. Þá gagnrýndi Sigurður vörugjöld og ítrekaði þá stefnu SVÞ að fella þyrfti niður tvöfalda skattlagningu á matvæli, þannig að hér yrði að því leyti sambærilegra umhverfi fyrir matvöruverslunina og í nágranna- löndunum. Í ræðu Sigurðar kom ennfremur fram gagnrýni á stjórnmálaflokk- ana. Sagði hann að miðað við svör flokkanna við spurningum SVÞ fyr- ir kosningar í fyrra um breytingar á aðflutningsgjöldum og tollum, um verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og um breytingar á virðisaukaskattskerfinu, hefði geng- ið sorglega seint að gera þær breyt- ingar sem taldar væru eðlilegar. Fimm áhyggjuefni Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra sagði í ræðu sinni á fund- inum að gífurlegar breytingar hefðu orðið á íslensku viðskiptaumhverfi á liðnum árum og möguleikarnir til að nýta kosti frjálsrar verslunar hefðu gjörbreyst. „Enda hegða margir sér eins og kálfar sem hleypt er út að vori. Ég hef þá trú að það standi stutt og innan tíðar komist á eðlilegt jafnvægi,“ sagði Valgerður. Hún sagði ekkert óeðlilegt við það að stjórnvöld hefðu áhyggjur af hvert stefndi á vissum sviðum við- skiptalífsins, hins vegar væri ekki gott þegar menn í viðskiptalífinu segðust ekki skilja um hvað væri verið að tala. Valgerður sagði áhyggjur sínar sem viðskiptaráð- herra lúta að fimm þáttum: „Í fyrsta lagi að hagræðing í atvinnu- lífinu sé ekki ætíð drifkraftur breytinganna heldur valdabarátta stækkandi samsteypa. Í öðru lagi að flókið net fyrirtækjasamsteypu minnki gagnsæi og geri yfirsýn stjórnenda og eftirlitsaðila erfiðari. Í þriðja lagi að stjórnunarhættir fyrirtækja séu ekki eins og best verður á kosið. Í fjórða lagi að fyr- irtækjasamsteypur geti knúið fram óeðlilega lágt verð í krafti stærðar og hafi þannig líf og limi birgja, framleiðenda og smærri fyrirtækja í hendi sér. Og í fimmta lagi að bankar séu farnir í krafti afls síns að sækja hraðar fram í atvinnulíf- inu heldur en eðlilegt getur talist.“ Valgerður sagði að eins og fram hefði komið ynnu stjórnvöld nú að skoðun á þessum og fleiri þáttum og niðurstöðu væri að vænta í haustbyrjun. Skiptar skoðanir á aðalfundi SVÞ Morgunblaðið/Jim Smart Aðalfundur Sigurður Á. Sigurðsson gagnrýndi skipan nefndar um við- skiptaumhverfið. Valgerður Sverrisdóttir sagði marga í viðskiptalífinu hegða sér eins og kálfar sem hleypt er út að vori. Formaður SVÞ gagnrýnir gagnrýnendur verslunar og þjónustufyrirtækja. Viðskiptaráðherra gagnrýnir að menn í viðskiptalífinu skilji ekki áhyggjur stjórnvalda. ● SÆNSK-finnska kauphöllin OM- HEX hefur orðið ofaná í keppni um kaup á kauphöllinni í Litháen, að því er fram kemur í frétt Reuters- fréttastofunnar. OMHEX keppti við hóp kauphalla undir forystu kaup- hallarinnar í Varsjá í Póllandi, en í hópnum var einnig kauphöllin Euronext, sem er sett saman úr nokkrum evrópskum kauphöllum. OMHEX er stærsta kauphöllin í NOREX-samstarfinu, sem Kauphöll Íslands er aðili að, en að auki eru kauphallirnar í Noregi, Danmörku, Lettlandi og Eistlandi í samstarf- inu. Reuters hefur eftir grein- endum á markaði að kaupin séu jákvæð fyrir OMHEX, en séu þó ekki merki um frekari útþenslu kauphallarinnar. Fréttastofan hefur eftir fram- kvæmdastjóra dönsku kauphall- arinnar að skorturinn á sameig- inlegu uppgjörskerfi standi vexti norrænu kauphallanna fyrir þrifum og sé stærsta hindrunin í vegi frekari þróunar þeirra. Sameig- inlegt uppgjörskerfi myndi gera við- skipti útlendinga auðveldari og ódýrari og norrænu markaðirnir þyrftu á fleiri erlendum fjárfestum að halda. OMHEX kaupir kauphöllina í Litháen Á AÐALFUNDI Samtaka versl- unar og þjónustu, SVÞ, voru for- maður og stjórn sjálfkjörin. Sig- urður Á. Sigurðsson, frá Búri hf., var endurkjörinn formaður. Í stjórn voru kjörnir Brynjólfur Bjarnason, Landssíma Íslands hf., Einar Sig- fússon, AKS-Viðskiptum ehf., Finn- ur Árnason, Baugi Group hf., Hjör- leifur Jakobsson, Olíufélaginu hf., Ingvi I. Ingason, Rafha hf., og Júl- íus Jónsson, Hitaveitu Suðurnesja hf. Sjálfkjörið í stjórn AFKOMA Smáralindar versnaði á síðasta ári og nam tap félagsins 88 milljónum króna, en hagnaður á árinu 2002 var 285 milljónir. Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir þó bjart fram- undan í rekstrinum, mikil eftirspurn sé eftir verzlunarrými, leiguverð fari hækkandi og í dag sé von á tíu- milljónasta viðskiptavininum í verzl- unarmiðstöðina. Hagnaður Smáralindar fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 516 milljónum króna í fyrra, en 464 milljónum árið áður. Fjármagns- liðir voru neikvæðir um 329 milljónir en jákvæðir um 165 milljónir árið 2002. Breytingin skýrist aðallega af gengissveiflum, að sögn Pálma. Hann segir að þróun leiguverðs og eftirspurnar eftir verzlunarrými í Smáralind lofi hins vegar góðu. „Við byrjuðum að gera leigusamninga fyrir fjórum árum og höfum gengið í gegnum efnahags- og verðsveifluna. Upp úr miðju síðasta ári náði leigu- verðið lágmarki, en við höfum fundið fyrir hækkandi leigu samhliða mikilli eftirspurn eftir góðu verzlunarhús- næði. Nú er svo komið að eftirspurn, í formi fyrirspurna og áhuga, er tölu- vert umfram það sem við getum ann- að,“ segir Pálmi. „Takturinn í efna- hagslífinu kemur hratt inn til okkar.“ Hann segir að þrjú verzlunarrými í útjöðrum miðstöðvarinnar hafi þó enn ekki verið leigð út, en við því hafi verið að búast. Viðskiptavinir eru taldir inn í Smáralind. „Á morgun [í dag, fimmtudag] eigum við von á tíu- milljónasta gestinum að öllu eðli- legu,“ segir Pálmi. Von á tíumilljónasta gesti Smáralindar í dag Smáralind tapaði 88 milljónum á síðasta ári, einkum vegna gengisbreytinga, en leiguverð fer hækkandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.