Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 C 5 NFRÉTTIR ● LYFJAFYRIRTÆKIÐ GlaxoSmith- Kline ehf. (GSK) hefur gert samning við Lyfjadreifingu ehf. um að annast alla dreifingu lyfja frá GSK hér á landi. Samningurinn er gerður í kjöl- far breytinga á rekstri GSK á Íslandi, en fyrirtækið mun frá 1. apríl verða tengt inn í birgða- og vörustýring- arkerfi GSK á heimsvísu, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Hjörleifur Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri GSK, segir að fram að þessu hafi fyrirtækið eingöngu ann- ast samskipti við heilbrigðisyfirvöld, sinnt markaðsstarfi og klínískum rannsóknum á nýjum lyfjum í sam- vinnu við heilbrigðisstéttir. Með samningnum við Lyfjadreifingu sé starfsemi GSK á Íslandi komið í sama horf og í öðrum Evrópulöndum, þ.e. fyrirtækið tekur ábyrgð á öllu ferli lyfja þess frá verksmiðjum ytra í apótek og sjúkrahús hér á landi. Lyfjabirgðir GSK verða geymdar hjá Lyfjadreifingu sem mun annast móttöku pantana, reikningagerð og dreifingu til viðskiptavina á Íslandi. Lyfjadreifing dreifir lyfjum GSK Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri GSK, og Benedikt Olgeirsson, fram- kvæmdastjóri Lyfjadreifingar. ● NÝHERJI og SUSE, einn helsti dreifingaraðili Linux-stýrikerfisins, hafa gert samning þess efnis að Ný- herji verði meginsamstarfsaðili fyr- irtækisins hér á landi. Í tilkynningu frá Nýherja er haft eft- ir Magnúsi Norðdahl, fram- kvæmdastjóra hjá fyrirtækinu, að samningurinn sé til marks um þá þróun gagnvart Linux sem átt hafi sér stað í upplýsingatæknigeiranum að undanförnu. „Til að mynda hefur IBM lagt einn milljarð dollara til að gera viðskiptavinum sínum auðveld- ara að taka þessa nýju tækni í sína þjónustu með þátttöku í þróun Lin- ux-stýrikerfisins og aðlögun þess að öllum tegundum netþjóna sinna, geymslumiðlara og afritunarkerfa,“ segir Magnús. Nýherji mun veita sambærilega þjónustu við Linux-stýrikerfið og fyr- irtækið veitir við önnur stýrikerfi, svo sem Windows, Netware, AIX og OS/400. Í tilkynningu Nýherja segir að til skamms tíma hafi umfjöllun um Linux verið á þann veg að stýri- kerfið sé leikfang háskólastúdenta sem standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til upplýsingakerfa í fyrir- tækjarekstri. Magnús Norðdahl segir að ráðgjafarfyrirtækið Bloor Re- search hafi gefið út að Linux búi yfir þeim áreiðanleika og öryggi sem fyr- irtæki af öllum stærðum og gerðum vilja hafa í sínum rekstri. „Þetta er í samræmi við reynslu okkar en vægi Linux í rekstrarumhverfi við- skiptavina Nýherja hefur stöðugt ver- ið að vaxa,“ segir Magnús. Aukin áhersla á Linux hjá Nýherja ● FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ og Rík- iskaup hafa í sameiningu gefið út nýja handbók um opinber innkaup. Í tilefni af útgáfunni afhenti rit- nefnd bókarinnar Geir H. Haarde fjármálaráðherra eintak af bók- inni. Í handbókinni er leitast við að skýra gildandi lög og reglugerðir um innkaup hins opinbera ásamt því að miðla af reynslu Ríkiskaupa við framkvæmd útboða. Við samn- ingu bókarinnar var við það miðað að hún nýttist öllum sem fást við opinber innkaup, jafnt vegna kaupa á þjónustu, vörum eða verkum og óháð því á hvaða sviði viðkomandi aðili starfar, hjá rík- isstofnun eða sveitarfélagi. Ný handbók um opinber innkaup Fyrsta eintakið Geir H. Haarde fjármálaráðherra tekur við bókinni úr hendi Guðmundar I. Guðmundssonar, lögfræðings Ríkiskaupa. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Vi› hvetjum fyrirtæki til a› leggja landssöfnuninni li› me› flví a› kaupa Fjöregg eftir listafólki› Koggu og Magnús Kjartansson. Fjöreggin eru glæsilegir listgripir og eru engin tvö egg nákvæmlega eins. Stærra Fjöreggi› fæst gegn 40.000 króna framlagi en minna eggi› fyrir 20.000 krónur. Einnig seljum vi› fyrirtækjum sérmerkta penna fyrir 1.000 krónur stykki›. Vinsamlegast haf›u samband vi› Lionsklúbbinn á flínu heimasvæ›i og legg›u okkur li›. Vegna flutnings á fyrirtækinu eru eftirfarandi hlutir til sölu: Frystir 66 fm, Kælir 52 fm, þrír 40 ft frystigámar, einn 20 ft frystigámur, 40 ft þurrgámur, Toyota rafmagnslyftari 2,5 tonn, Toyota rafmagnslyftari 1,5 tonn, BT staflari 1,2 tonn, brettahillur, smávöruhillur, vörugrindur á hjólum, fundar- borð, skrifborð, skápar, stólar og ýmiss skrifstofubúnaður. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið frekar vinsamlegast hafi samband við Stefán, 824 1441 eða Kjartan 824 1444.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.