Tíminn - 13.11.1969, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.11.1969, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Flestir, sem einhvern tíma hafa legið á sjúikrahúsi, kannast við, hvernig það er, að láta vekja sig eldsnemma á morgnana til að mæla hitann. Nu ætti þetta bráð- lega að tilheyra fortíðinni því i komið er á markað tæki það,! | sem þessi mynd er af. Tækið mæl- ir hita sjúklinganna eftir inn-' rauðum geislum, sem húðin stafar frá sér. Þannig á ekki einu sinni, að þurfa að vekja sjúklinga til að mæla hita þeirra. (mynd UPI) Loks fá Sunnlendingar þurrkinn STJAS-Vorsabæ, miðvikudag. Hér er heiður himinn og sól- skin flesta daga, en sá er munur- inn, á þessum ágæta norðan- þurrki, sem bændur á Suðurlandi biðu eftir í mieira en fimm mán- uði s.l. sumar, að nú kemur mik- ið frost með norðanáttinni og skaf renningur hið efra í héraðinu. Þar i er viðast hvar jafnfallinn snjór | og haglaust með öllu. Hlér í Gaulverjarbæjarhreppi er auð jörð og sauðfé iétt á fóðr- um, þótt víða sé það haft við hús og gefið með beitinni. Mikil hálika hefur verið á ökuleiðum hér um slóðir að undanförnu og éhopp í umferðinni af þeim sökum. Vegna rigninganna í haust og frostanna að undanförnu hefur jarðvinnsla og önnur útivinna verið erfið að þessu sinni. Alis staðar er hieyforði með minnsta móti og því uggur í bændum og búaliði ef veturinn er setzt-ur að án þess að gefa grið. Búnaðarfélag Gaulverjabæjar- hrepps keypti 30 tonn af heyi að norðan í haust. Bætir það úr brýn ustu þörf, þar sem verst er ástatt. Þó er fjárhagur sumra bænda slík ur, eftir langvarandi óheillaþróun í verðlagsmálum, að þeir geta ekki keypt hey. Félagslíf hér í sveitinni er að færast í vetrarhorfið. Kvenfélagið hélt fyrsta fund vetrarins í gær, og skipulagði vetrarstarfið. Ung- mennafélagið efnir til samgleði með Baldri og Vöku í Þjórsár- veri þann 22. þ.m., og kirkjukór inn hefur verið athafnasamur að undanförnu, söng m.a. ásamt kirkjubór Stokkseyrarkirkju við útvarpsmessu á Stobkseyri s. 1. sunnudag. Næsta verkefni kórsins er að æfa lög eftir söngstjórann, Pálmar Þ. Eyjólfsson og koma þeim í góða geymslu, en Pálmar er mikill lagasmiður, og sum söng lög hans þekkt víða um land. FIMMTUDAGUR 13. nóvember 1969. Sinfóníuhljóms veit íslands / Mégarói Fyrstu tónleikar Tónlistarfélags Mosfellssveitar á þessu starfsári verða í Hlógarði föstudaginn 14. nóvember n.k. kl. 21:00. Flytjend ur verða SinfóníulHjómsveit ís- lands undir stjóm Alfreds Walter. Einleikarar með hljómsveitinni verða Jón SLgurðsson og Lárus Sveinsson. Á efnisskránni verða verk eítir Rossini, Vivaldi, Bizet, De Falla, J. Strauss, Sibilius og Árna Thorsteinsson. Tónlistarfélagið var stofnað fyr ir þremur árum og er hugisað sem máttarstoð að rekstri Tónlistar- sikóla Mosfellssveitar. Stjórn fél- agsins annast rekstur skólans ásamt skólastjórnnum Ólafi V. Albertssyni. Starfsgrundvöllur Tónlistarfél- agsins er því tvíþættur, að reka tónlistarskóla og koma til móts við unnendur góðrar tónlistar með því að halda tómleika. Styrktarfélagar eru um 140 og greiða þeir kr. 150.00 árlega og fá í staðinn tónleika vor og haust. Ný Ijóðabók: TQFUGRÖS Út er komin bjá Hörpuútgáf- unni ný Ijóðabók eftir Ref bónda (Braga Jónsson frá Hoftúnum á Snæfellsnesi). Refur bóndi er löngu landskunn •ur fyrir kveðskap sinn, einkum þó ferskeytlurnar. sem floigið hafa víða og hlotið mi'klar vinsældir. Hann er í hópi snjallari núlifandi hagyrðinga. Áður hafa komið út eftir hann eftirtaldar bæbur: Neistar, 1951 — Hnútar o.g hendingar I., 1952 — Hnútar og bendingar II., 1953 — Neistar, nýtt safn, 1955 — Hnútar og bendingar III., 1957 — Neiistar, úrval, 1960 — Mislitar lfnur 1.‘ 1966 o>g Mislitar línur II., 1967. Allar þessar bækur eru nú uppseldar og. ófáanlegar. Fyrsta kvæðið eftir Ref bónda var prentað, þegar hann var 14 ára. Þessi nýja lóðabók er gott sýnishom af kveðskap hans og mun mörgum þykja hún kærkom- in viðbót við fyrri bæfkur höfund- ar. Prentverk Akraness h.f. prent- aði bókina. Sé hagnaður af tónleikum rennur hann í rekstur skólans. Það er þvi mikið í hú'fi að auka mcðlimatölu styrktarfélaga og hefur verið góð- ur skilningur og velvilji fólks til þessara mála, enda em flestir S'tyrktarfélagar úr hópi aðstand- enda nemenda skólans. í vetur eru 80 nemendur í Tón listarsbó'lanum. Kennt er á píanó, fiðlu og blásturhljóðfæri, þ.á.m. fá nemendur lúðrasveitar barna- skólans að Varmá kennslu í skól- anum. Kenarar í vetur eru auk sk>a- stjórans, Ólafs V. Albertssonar: Gunmar R. Sveinsson, Birgir D. Sveinsson, Lárus Sveinsson og Anna Rögnvaldsdóttir. — Nemend •um Gagnfræðaskólans að Brúar- landi verður boðið á tónleikana næstkomandi föstudagskvöld. UPPRUNI ÍSLENDINGA FB-Reykjavík, miðviikudag. Fyrsti fundur vetrarins í ís- lenzka Mannfræðifélaginu verður haldinn á morgun, fimmtudag, í Ifyrsitu bennislustofu Hás'kólans, og hefst hann kl. 20.30. Magnús Már Lárusson, háskólarektor, flytur erindi um kenningar við- víkjandi uppruna íslendinga. Um vetrarstarf félagsins er það að segja, að Skúli Þórðarson og Björn Þorsteinsson munu 27. nóv Framnala a bls. 14 Borgarfjörður eystri: Horft á norska sjónvarpið SA-þriðjudag. Mikið brim var hér í gær og fyrradag, eitt það mesta, sem komið hefur hér á Borgarfirði eystra. Ekki urðu þó teljandi skemmdir, nemia hvað einn blóma garður varð fyrir einhverjum skakkaföllum. Sjómenn fóru á stúfana og björguðu bátum sín- um á þurrt og fluttu þá hér langt upp fyrir kaupfélagshús. Atvinnulífið er fremur dauft, menn binda helzt vonir við nýja bátinn, Gletting, ef hægt verður að fcoma honum á troll. Félags- lífið hér er fjömgt. Til dæmis er bvenfélagið méð þriggja kvölda keppni í félagsvist. Mikill snjór er hér, en færð er upp að Vatnsskarði, en skarðið sjálft ófært. Merkilegt má telja, að hér sátu menn í gærkvöldi og horfðu á norska sjónvarpið í þrjá klukku tíma og voru skilyrðin svo góð, að það gaf sjónvarpinu í Reyfcja vik ekkert eftir. Hljóðið heyrðist lí'ka mjög vel. Það eru tveir menn hérna, sem hafa komið sér upp geysistórum stöngum og öllum út- búnaði og þeir hafa séð þýzka sjónvarpið líka. Nú bíða allir eftir íslenzka sjón varpinu, en við vitum ekki ena, hvernig það verður. Menn hafa verið að kaupa sér tæki, því stilli myndin er væntanleg fyrir mán- aðamótin. Svo þykir um að gera að kaupa þau sem fyrst vegna hinnar árvissu gengisfellingar. Stokkseyri: Nýtt salthús fyrir vertíð HS-þriðjudag. Hér á Stokkseyri er nóg atvinna og er enn meiri þegar gefur á sjó. Af byggingarframkvæmdum er nú ekki mikið, en helzt er að nefna salthús, sem verið er að byggja við frystihúsið. Verkið hófst seint í sumar og er gert ráð fyrir, að húsið, sem nú er kornið undir þak, verði komið í gagnið fyrir vertíð. Er mikil bót að þessu húsi, því ekki var pláss fyrir aflann, sem hér barst á land í fyrra og þurfti að flytja hann víðs vegar um nágrennið til að koma honum fyrir. Nýja salthúsið er byggt úr strengjasteypu og er 630 ferm. að stærð. Reyðarfjörður: Unga fólkið farið MS-þriðjudag. Hér á Reyðarfirði eru menn að moka snjó af flötum þökum, til öryggis, því hér hefur kyngt niður bleytusnjó, sem er um hálft ann- að fet. Verið er að fara um fjöllin og leita að afgangskindum, _sem ebki eru komnar á sinn stað. í dag var vegurinn til Fáskrúðsfjarðar opn- aður, svo þangað er öllum bílum fært. í gær fór mjólkurbíllinn okk- ar án aðstoðar yfir Fagradal. Atvinnulífið er í millibilsástandi því ekki er farið að vinna atfur í frystihúsinu eftir sláturtíð, en þó má segjd, að atvinna hérna sé næg. Dauft er yfir félagslífinu, það vantar allt unga fólkið, það er farið til Reykjavíkur eða annað í skóla. Áhugamannafélag um sjón- varp er að koma hér upp endur- varpsstöð fyrir sunnan fjörðinn við Borgargerði. Framkvæmdum miðar vel og vænzt er, að stöðin verði tilbúin, þegar útsendingar hefjast frá Fjarðarheiði. Menn eru að huga að tækjakaupum, en þótt nóg úrval sé hér af sjónvarps tækjum á boðstólum, þá vantar heldur peninga til að kaupa þau.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.