Tíminn - 13.11.1969, Qupperneq 13

Tíminn - 13.11.1969, Qupperneq 13
FIMMTUDACrUR 13. nóvember 1969. ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 Austurríkis- menn koma annað kvöld Alf — Reykj avík. — Annað Ikvöld, fostudagskvöld, er aust- urriska landsliðiS í handknatt leik væntanlegt til íslands, en um belgina fara fram tveir land'sleikir miiti f s-lands og Austurríkis og er fyrri leikur- inn, sem fram fer á lauigardag- inn, liður í undanrásum heims- cneistarakeppninnar. Bíða handlknatitleiksunnend- ur spenntir eftir uppgjörinu við Austurrikismenn. f upp- hafi var lið Austurríkis ekki álitið sterkt, en að undanförnu hafa Austuriúkismenn æft af kappi og leikið fjölmarga lands leiki, þ.á.m. tvo við Hollend- inga og unnið þá báða. Þeir eru því til alis vísir. Forsala aðgöngumiða er haf in og fást miðar í bókabúðum Lárusar Blöndai í Vesturveri eg Skólavörðustíg. Stofna FRAM og VALUR körfuknattteiksdeildir? Hugsanlegt, að KFR flytji í heilu lagi yfir til Vals Aif.-Reykjavík. — Svo kann að fara, að stofnaðar verði körfu' knattleiksdeildir innan Fram og Vals innan tíðar, en á undanförn Hi3 nýja íþróttahús við Álftarmýrarskólann. (Tímamynd GE). Fram fær inni í nýju íþróttahúsi Alf-Reykjavík. — Þessa dagana er langþráður draumur handknatt leiksfólks Fram um bætta æfinga- aðstöðu að rætast. Verið er að taka fþróttahús Álftamýrarskóla í notkun, en skólinn er við hið nýja íþróttasvæði Fram og mun Ifélagið hljóta séretaka aðstöðu þar, líkt og Víkingur hefur við Réttarholtsskólann. St j órn Handknattleiksdeildar Fram hefur skipulagt starfsemina í vetur. Allir flokkar félagsins fá aðstöðu í nýja íþróttahúsinu. Þá er gömlum félögum ekki gleymt, því að þeir fá einnig sinn tíma. Einnig veður frúarleikfimi fyrir eldri félagskonur, svo og konur í hverfunum umhverfis skólann. Hér á eftir fer æfingataflan: Handknattleiksdcild Fram Ný æfingartafla fyrir veturinn 1969—1970. Alftamýrarskóli við hið nýja fé- lagssvæði Fram. Mánudagur: 18—18.55 III. fl. karla. 18-55—19.50 II. fl. karla 19.50—20.45 Mfl. og I. fl. karla. 20.45—21.45 M.fl. og 1. fl. kvenma. Þriðjudagur: 19.40—20.30 II. fl. kvenna. 20.30—21.20 Markmanns- og skotæfingar. 21.20—22.10 Leikfimi kvenma Miðvikudagur: 20.30—21.20 Handbolti Olds boys. Fimmtudagur: 18.00—18.50 IV. fl. karla. 18.50— 20.30 III. fl karla 20.30—21.20 II. fl. kvenna. Sunnudagur: 10.20—12.00 IV. fl. karla. 13.00—14.40 byrjendafl. stúlkna. Hálogalandi. Þr.iðjudagur: 18.50— 20-30 IV. fl. karla. íþróttahöllin. Föstudagur: 18.00—18.50 Byrjendafl. stúlkna. 18.50—19.40 M.fl. og 1. fl. kvenna. 19.40—20.30 M.fl. karla. 20-30—21.20 I. og II. fl. karla. Ath. æfingartaflan tekur gildi frá og með 12.11 ‘69. Stjórnin. um árum hefur oft verið rætt um slíkt, en það aldrei komizt til framkvæmda, sumpart af því, að félögin, sérstaklega Fram, hafa ekki talið sig hafa aðstöðu til að auka íþróttastarfið. Eftir því, seni íþróttasíðan hef- ur frétt, er hugsanlegt að KFR (Körtfu'kn attleiiksf élag Reyk javík- ur), verði lagt niður og félags- menn gangi yfir í Val og stofni þar nýja körfuknattleiksdeild. — Aðaldriffjöðurinn í KFR, Þórir Magnússon, landsliðsmaður, er Valsmaður í aðra röndina og leik- ur knattspyrnu með Val. Verði stofnuS körfuknattleiks- dieild innan Fram, mun hún byrja smátt, en rætt er um það, að ungt körfuiknatfjleiksfélag, sem hefur aðsetur í Laugarnesi og stjórnað er af Eirfki Björgvinssyni, muni ganga í heilu lagi yfir í Fram. Eins og stendur hefur félagið í Laugarnesi aðeins einum flokki á að skipa, 4. flokki, en sá flokkur er mjög efnilegur. Vitað er, að hin nýskipaða stjórn Körfuknattleikssambands fslands, hefur mikinn áhuga á að málin skipist á þessa leið, enda eiga litlu körfuknattleiksfélögin ó'hægt með að starfa sjálfstætt og yrði betur sett sem sérstafcar deild ir innan stóru félaganna. Vr Mexikó sigraði B-elgíu, 1:0, í landsleik í knattspyrnu, sem fram fór á Azteka-leikvanginum í Mexi- co City í síðastu viku. Báðar þjóðirnar eiga lið í lokakeppn- inni í HM í knattspyrnu, setn fram fer í Mexikó á næsta ári. ★ Bergens-stúdentarnir töpuðu síðari leik sínum í Evrópufceppn- inni í handknattleik fyrir austur- þýzka liðinu Dynamo Berlín, 25: 15, um helgina. í hálfleik var stað an 12:7 Dynamó í vil. BSI tapaði einnig fyrri leiknum sem fram fór í Bergen, 24:20. ★ Kunstevo, Rússlandi, sigraði Sittardia frá Hollandi með yfir- burðum í síðari leik liðanna í sömu keppni. Lokatölur urðu 31: 11, en í hálfleik var staðan 14:8. -k Ásíralska hlaupadrottningin Kilborn, setti 2 heimsmet í frjáls- tum íþróttum um helgina. í 200 m. grindahlaupi bætti hún sitt eigið heimsmet verulega, með því að hlaupa á 25,5 sek, og síðan var hún í áströlku sveitinni, sem bætti hið 11 ára gamla met A,- Þýzklands í 4x220 yarda hlaupi. k Evrópukeppni í handknattleik kvenna er hafin. Fyrsti leikurinn fór fram , Kiev í V.-Þýzkalandi um helgina og léku þar Spartak Kiev og Odela frá Tékkóslóvakíu. Vestur-þýzíku stúlfcurnar sigruðu með ótrúlegum yfirburðum eða 24:10, í hálfleik var staðan 14:5. Dönsku meistararnir í handknatt- leik kvenna, HG, leika fyrri leik sinn í þessari keppni á laugardag- inn, og mæta þær Sofia frá Búlg- aríu. ★ Tvær danskar súlkur, Birthe Jaeobsen og Maria Sivickowa, hef ur verið boðið að skrifa undir at- vinnusamning í knattspyrnu hjá ítaliska liðinu Torino. Mikiil áhugi er á kvenna-knattspyrny á Ítalíu, og. löndunum þar í kring, og er nú svo komið að um hreina at- vinnumensku er að ræða hjiá mörg um liðuim, og eru njósnarar á ferð inni um flest lönd, þar sem kvenna-knattspyma er leikin til að kaupa „góðar“ knatt-spyraukon ur. ★ Rússland sigraði USA í lands- keppni í hnefaleikum (áhuga- manna) í Las Vegas í síðustu viku. í 11 leikjum sigruðu Rúss- ar 10, og þykir þetta mikii sigur fyrir Rússa. Iþróttahátíð MR í kvöld kl. 8 hefst að Háloga- landi íþróttahátíð Menntaskólans í Reykjavík. Á dagskrá verður m.a.: 1. Handbolti stúlkur, MR:KÍ. 2. Pokahlaup. 3. Körfubolti MR:ML. 4. Fótbolti stúlkur:antisportistar 5. Handbolti MR:VÍ. 6. Fótbolti, MR:MH. 7. Handboiti, Nem.:Kennarar. Komið og sjáið spennandi keppni. Hlaut útlegðardóm í Austurríki - kemur hann til fslands aftur? Svo kann að fara, að eitt af ís lenzku 1. deUdar liðunum í knattspyrnu ráði Walter Pfeiff er sem þjálfara sinn. Pfeiffer hefur ekki í mörg hús að venda eftir að hann hætti hjá Eisenstadt, því að hoiium er bannað að þjálfa í Austurríki. Ástæðan er sú, að íslenzkur að ili kærði Pfeiffer a.m.k. tví- vegis fyrir FIFA (Alþjóða- knattspypnusamb.) vegna samn ingsaðferðar hans við Her- mann Gunnarsson. Íþróttasíðu TÍMANS hefur verið kunnugt um alla málavexti í margar vikur, en taldi ekki rétt að skýra frá þessu, en þar sem eitt dagblaðanna hefur rofið þögnina og birt bréf frá Her- manni Gunnarssyni um þetta mál, þá er engin ástæða til að þegja um það lengur. Hvaða aðili kærði Pfeiffer? fliróttasíðan nefnir engin nöfn að sinni, en kannski getur stjórn KSÍ gefið upplýsingar um það? Vel má vera, að frá lagalegu sjónarmiði hafi mátt kæra Pfeiffer — út af „prins- ipp-atriðum“ — en í þágu ■hvers var slík kæra? Varla Hermanns, því að þetta hefur svo gott sem eyðilagt atvinnu- mannsferil hans. Að sinni verður ekki rætt frekar um þessa hlið málsins, en svo kanu að fara, aS*Pfeiff- er, sem hlaut útlegoardóm i heimalandi síku, snúi til fs- lands og taki við þjálfim eins 1. deildar félagsins. Er íþrótta- síðunni kunnugt um a.m.k. eitt félag, sem hefur mikinn áhuga á að fá Pfeiffer til sín.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.