Vísir - 10.06.1981, Side 5

Vísir - 10.06.1981, Side 5
Miövikudagur 10. júni 1981 VtSIR £ HÆTTA BANDA- SOLU HERGAGNA TIL ÍSRAELS? tsraelsmenn hafa viöurkennt aö hafa notaö bandariskar herflugvélar í árásinni á kjarnorkuver iraka viö Bagdad. Þeir notuöu flugvélar af geröinni F-15 og F-16 i loftárásinni og telja Bandarikjamenn, aö þeir hafi svikiö gefin loforð þess efnis aö varna. Begin, forsætisráöherra tsra- els, mótmælti ásökunum Banda- rikjamanna og kvaðst ekki lita svo á, að loforð hefðu verið svikin. í bandariska varnarmálaráðu- neytinu var það upplýst i gær, að samkvæmt áætlun ættu fjórar bandariskar herflugvélar að af- hendast ísraelsmönnum á föstu- dag. Vera kynni hins vegar, að dráttur yrði á afhendingu þeirra meðan gengið yrði úr skugga um ýmis atriði varðandi loftárásina á kjarnorkuverið við Bagdad. Spurningin er fyrst og fremst sú, hvort Bandaríkjamenn komast að þeirri niðurstöðu, að tsraelsmenn hefðu með notkun á bandariskum hergögnum i árásinni brotið „verulega” bandarisk lög. Yrði niðurstaðan á þann veg, gæti svo farið, að ómögulegt reyndist að nota bandarisk vopn aðeins tii eigin láta tsraelsmönnum i té banda- risk vopn i framtiðinni. Bandarikjamenn hafa fordæmt árás ísraelsmanna eins og raunar flestar rikisstjórnir i heiminum, þó misjafnlega sterkt sé að orði kveðið. Einhver mildasta for- dæmingin kom frá Frakklandi, þó að franskur rikisborgari hafi lát- ist i árásinni. Er Mitterrand Frakklandsforseti talinn eiga i augljósum vanda vegna skuld- bindinga, sem hann erfði, þegar hann tók við embæti, þvi hann hefur ekki farið dult með persónulegar skoðanir sinar á kjarnorkuvopnum: „Við viljum ekki skaða samband okkar við tsraelsmenn vegna þessa at- burðar”, sagði franski utanrikis- ráðherrann i gær. Mitterand i kosningaslaglnn Francois Mitterrand Frakk- landsforseti hefur nú tekið opin- Mitterrand kominn á kaf i kosn- ingaslaginn. bera afstöðu i væntaniegum þing- kosningum. Er haft eftir forset- anum að sigur vinstri flokkanna sé nauðsynlegur til að koma á meira frelsi og þjóöfélagslegu réttlæti. 1 fyrstu ræðu sinni eftir em- bættistökuna, fór forsetinn hæðnislegum orðum um þá full- yrðingu talsmanna hægri flokk- anna, að sterkt forsetavald i Frakklandi þarfnaðist mótvægis i þjóðþinginu. Þess má geta að fyrsta umferðin i þingkosning- unum fer fram næstkomandi sunnudag og lokaumferðin viku siðar. Þá mun forsetinn hafa látið þau orð falla i ræðu sem hann hélt i Montelimar i nótt, að þingmeiri- hluti til að styðja við tillögur hans um fjárhagslegar og pólitfskar breytingar væri „nauðsynlegur” fyrir Frakkland. Myndi slikt auð- velda forsetanum að koma fram áætlunum sinum um meira frelsi og félagslegt réttlæti. Mið- og hægri flokkarnir eiga nú 70 þingmönnum meira á þingi en sósialistar ogkommúnistar, en samtals telur þingið 491 fulltrúa. Hins vegar benda allar skoðana- kannanir, sem gerðar hafa verið til þess, að hinir siðarnefndu muni snúa dæminu við i kosning- unum. Ray kærir ekki árásarmennina James Earl Ray, morðingi dr. Martin Luthers King, sem varð fyrir árás i fangelsinu i Tenn- essee i siðustu viku og var stung- Morð í Genf 1 gær var tyrkneskur starfs- maður á ræðismannsskrifstofu skotinn til bana i miðborg Genfar. Talið er liklegt að tilræðismaður- inn hafi verið armenskur hryðju- verkamaður. inn 22 sinnum, ætlar ekki að kæra árásarmenn sina eða segja til þeirra. Hann kom aftur til fangelsins um helgina eftir þriggja daga sjúkrahúsvist. Lögfræðingur Ray sagði, að skjólstæðingur sinn liti svo á að hann yrði að dvelja i fangelsi það sem hann ætti eftir ólifað og þvi vildi hann halda friðinn við sam- fanga sina, en það gerðu menn ekki með þvi að segja til þeirra! James Earl Ray getur búist við að sleppa úr fangelsi árið 2067, en hann er nú 53 ára. ARASIN GERfi ISJALFSVORN - seglr Begin lorsætlsráðherra ísraels Hvarvetna i heiminum hafa viðbrögð við loftárás Israels- manna á kjarnorkuverið i Irak verið á þann veg, að árásin hefur verið fordæmd. Israelsmenn hafa visað gagnrýninni á bug og segj- ast ekki hafa ástæðu til þess að biðjast afsökunar á gerðum sinum. Menachem Begin for- sætisráðherra sagði, að Israels- menn myndu aldrei gefa óvinum sinum færi á að smiða kjarnorku- sprengju. Jafnframt lét Begin i ljós á blaðamannafundi i gær, að ísra- elsmenn myndu ekki hika við að gera aöra árás á iranska kjarn- orkuverið, ef Irakar geröu tilraun til að endurbyggja það. Hann kvað árásina hafa verið gerða i sjálfsvörn og hún hefði verið „fullkomlega lögmæt” eins og hann tók til orða. Óttast er, að árásin geti orðið mjög alvarleg fyrir Israelsmenn og raunar heim allan. ATTA HUNDRUD FORUST IJARNRRAUTARSLYSINU Kafarar úr indverska hernum og aðrir björgunarmenn héidu áfram i gær leit sinni að likum úr járnbrautarslysinu mikia, sem varö i Bihar-riki i Indlandi á taugardag. Talið er aö um átta hundruð manns hafi farist i siys- inu en lestin steyptist I straum- hart fljót og eiga björgunarmenn i mikium erfiöleikum viö störf sin. Björgunarmenn hafa fundið alla vagna lestarinnar i ánni utan tveggja, en alls voru vagnarnir sjö, sem steyptust fram af eitt hundrað og fimmtiu metra langri brúnni. I gær höfðu 137 lik fundist og munu froskmenn ætla að freista þess að opna hurðir vagnanna til þess að ná likum hinna farþeg- anna út. Syrgjandi aðstandendur hinna látnu hafa safnast fyrir á bökkum árinnar og biða þess að bera kennsl a' ástvini sina. Ahöld eru um orsakir slyssins, sem mun vera eitt stærsta járn- brautarslys i sögu heimsins. I Nýju-Delhi heldur forstjóri ind- versku járnbrautanna þvi fram, að stormsveipur hafi feykt vögn- unum út i ána. Aðrir halda fram, að lágmarks öryggis hafi ekki verið gætt. Sovéska bréllð tll Pólverla: Kania tekur undir gagnrýni Rússa Sovétmenn hafa varaö Pólverja viö því aö sjálfstæöi Pdllands sé i hættu. Harölfnumenn innan póisku rikisstjórnarinnar hafa vegna þessarar aövörunar frá Moskvu komiö sér i sóknarstööu og framtið umbótahreyfingar- innar er þvi mjög i brennidepli. Pólverjar heyrðu aðvörunina bæði i' Utvarpi og sjónvarpi i gær þar sem Stanislaw Kania for- sætisráðherra vitnaði til bréfs sem hann kvaðst hafa fengið frá sovéska kommúnistaflokknum við upphaf skyndifundar i mið- stjórn pólska kommúnista- flokksins. „Sjálfstæðirikisins er ógnað vegna alvarlegrar hættu sem sósialismif Póllandi er kom- inn f”, las Kania upp úr bréfinu. Ræöa Kania i gær var fyrsta opinbera umfjöllun um bréfið austantjalds en á það er bent i fréttaskeytum að tékkneski kommúnistaflokkurinn hafi fengið sams konar bréf fjórum dögum áður en herir Varsjár- bandalagsríkjanna réðust inn i Tékkóslóvakfu árið 1968. í ræðu sinni i' gær sagði Kania að gagn- rýni Sovétmanna væri algerlega réttlætanleg. Forystumenn Einingar hafa Siðasta útgáfan af hinni um- deildu áætlun Reagans Banda- rikjaforseta, um niðurskurð skatta, var lögö fram i gær. Er þar gert ráð fyrir að persónu- skattar verði skornir niður um 23 prósent á þriggja ára timabili. Var áætlunin lögð fram i fulltrúa- deild þingsins, eftir að fjármála- ráðuneytið hafði aukið niðurskurö á sköttum fyrirtækja. Aður höföu talsmenn iðnaðarins kvartað undan þvi, að tillögur Reagans um niðurskurö kæmu niöur á hagnaði fyrirtækjanna. hvatt öll frjáls verkalýðsfélög til þess að fresta áður boðuöum aðgerðum þar til miðstjórnar- fundi pólska kommúnistaflokks- ins er lokið. Niðurskurðiaráætlunin er eink- um fólgin i breytingum álagn- ingar fasteignaskatts og skatta af tækjabúnaði. Er haft eftir forset- anum, að þessi breyting sé studd af atvinnurekendum. Þær tillögur sem Reagan lagði fram I gær, eru hinar fimmtu sinnar tegundar sem forsetinn leggur fram frá þvi að hann fyrst lofaði 30 prósent skattalækkun á þriggja ára timabili en það var einmitt eitt af kosningaloforðum hans. Reagan berst enn viö skattaiækkanirnar

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.