Vísir - 10.06.1981, Síða 13
MiOvikudagur 10. júni 1981
____________vís_m__________
MÖrgunpósfurinn kominn í fríl
„Þella hefur aldrel átt
að vera sKemmtlbáttur”
SiOasti þáttur Morgunpósts-
ins, aö minnsta kosti fram að
hausti, var á dögunum i dtvarp-
inu. Mjög misjafnar skoðanir
hafa verið uppi um ágæti þess-
ara þattaog synist sitt hverjum
um það hvort þarna hafi veriö
réttur þáttur á röngum tima eða
rangur þáttur á réttum tfma.
Visir ræddi við Pál Heiðar, dag-
inn eftir að Morgunpósturinn
hvarf af dagskránni.
„Ctvarpsráð á eftir að kveða
upp Urskurð um það hvort þetta
verði siðasti þáttur Morgun-
póstsins eða hvort það verði ein-
hver þáttur i’ haust i hans stað, i
svipaðri eða breyttri mynd. NU,
ef af þvi yröi þá er algerlega
óvist hvort ég muni vinna við
það, en svo mikið er vist að ósk-
ir tiltekinna en ónafngreindra
útvarpsráðsmanna ganga mjög
i þá átt að ég geri það ekki sakir
óhæfni.”
Þetta voru orð Páls Heiðars
Jónssonar Utvarpsmanns sem
er annar umsjónarmaður Morg-
unpóstsins.
„Þetta var fimmhundraðasti
og annar þátturinn og það er
ekki tölunnar vegna sem þáttur-
inn hættir nU i vor heldur hafa
þessir þættir eingöngu veriö á
veturna og alltaf farið i sumar-
fri um þetta leyti. ”
En hvaö finnst þér um þá vax-
andi gagnrýni sem komið hefur
fram á þættina að undanförnu?
„Mér finnst hUn aö mörgu
leyti sanngjörn, en á hinn bóg-
inn held ég að margir hafi ekki
gert sér grein fyrir hlutverki
þessara þátta. Þaö var og hefur
aldrei veriö rætt um, að þetta
ætti aö vera einhver skemmti-
þáttur með tónlist og rabbi,
heldur þáttur sem byggöist á
þvierværiað gerastalmennt þá
og þá stundina. Þeir takast eðli-
lega misjafnlega en við það
ræður enginn.”
Hvernig lfður þér nU?
„Mér líöur vel þvf ég byrjaöi i
sumarfríi nákvæmlega 10 mfn.
yfir 8 i gærmorgun. NU, i sumar
ætlaég aöhvila mig og reyna að
innrétta i"bUðina, sem ég er að
kaupa.”
Hvað liggur fyrir hjá þér
næsta vetur í Utvarpinu?
„Ég veit ekki hvað ég geri hjá
þeim næsta vetur en þU getur
komið því á framfæri til þeirra
að ég er ágætur velritari og
mjög góöur f bókfærslu.— HPH.
Páll Heiðar og Haraldur
Rlöndal ræddu viö Gunnar
Thoroddsen forsætisráðherra í
síðasta þættinum. Myndin er
tekin er útscndingu var lokið og
má sjá auk umsjónarmanna og
forsætisráðherra þá Hörð
Vilhjáimsson, settan útvarps-
stjóra og Pétur Guöfinnsson
framkvæmdastjóra sjdnvarps.
(Vísism. Friðþjófur)
Hvaó hefðum við gert án bílsins í landi sem okkar?
Við íslendingar erum sennilega sú þjóð í
Evrópu sem mest er háð bifreiðum til fólks-og
vöruflutninga vegna þess hvað landið okkarer
stórt og strjálbýlt. Hver og einn getur séð fyrir
sér það ástand sem skapaðist ef bílsins nyti
ekki við. Þetta mikilvægasamgöngutæki hefur
aukið frelsi og gjörbreytt skilyrðum til búsetu
og vinnu í nútíma þjóðfélagi.
Tíundi hver starfandi íslendingur, eða u.þ.b.
10 þúsund manns hafa atvinnu sem beint eða
óbeint tengist bifreiðinni.
Beinar tekjur ríkisins af bifreiðum og akstri
landsmanna í formi skatta og tolla hafa verið
um 1/5 af heildartekjum þess á undanförnum
árum.
Hlutur bensínbifreiða í heildarnotkun olíuvara
á fslandi er óverulegur eða u.þ.b. 16%
af eldsneytisnotkun landsmanna.
Bílar og varahlutir hátollaðir
Oft lítur svo út sem meðferð hins opinbera á
málefnum bifreiðaeigenda sé bæði gerræðis-
leg og handahófskennd og að enginn opinber
aðili hafi fulla yfirsýn yfirafleiðingaraf ýmsum
aðgerðum, álögum og kvöðum sem bifreiða-
eigendur verða að þola.
Á íslandi eru há opinber gjöld og álögur á
bifreiðum sem fara beint í rikiskassann. Bíl-
greinasambandið telur það vera í hrópandi
ósamræmi við það mikilvæga hlutverk sem
bifreiðin gegnir við að halda landinu í byggð.
Þess vegna er kominn timi til að meta fram-
tíðarhorfur bilsins og spyrja:
HVAÐ GERUM VIÐ ÁN BÍLSINS í LANDI SEM
OKKAR?
BÍLG REINASAMBAN DIÐ