Vísir - 10.06.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 10.06.1981, Blaðsíða 23
23 Eigendur efnalaugarinnar Lisu eru þau Jón Guömundsson og Ellsabet Jónsdóttir. LfSA HREINSAR FYRIR SKAGAMENN Efnalaugin Lisa heitir nýtt fatahreinsunarfyrirtæki sem opnaði nýverið á Akranesi og eig- endur þess eru þau Jón Guð- mundsson og Elisabet Jónsdóttir. Lisa sem er til húsa að Skaga- braut 17, býður upp á kemiska-, hrað- og kilóhreinsun, auk fata- pressunar og þar er opið frá 9 til 18 virka daga nema til 17 á föstu- dögum. 1 framtiðinni er ætlunin að nýta þá möguleika sem opnuðust með tilkomu Borgarfjarðarbrúarinn- ar og koma upp afgreiðslu i Borgarnesi. Skemmtun spiiara og leikara Slysasjóður heldur miðnætur- skemmtun I Háskólabiói næst- komandi fimmtudag og föstudag kl. 23.15. Starfsmannafélag Sinfóniu- hljómsveitar Islands og Félag is- lenskra leikara halda þessa skemmtun til ágóða fyrir bág- stadda. Óhætt mun að fullyrða að skemmtun þessi er einstök i sinni röð þar sem svo margir af fremstu listamönnum þjóðarinn- ar koma fram endurgjaldslaust. Nefna má: Arna Tryggvason leikara, Kristján Jóhannsson óperusöngvara, Sigelinde Kah- mann óperusöngkonu, islenska dansflokkinn, Sinfóniuhljómsveit Islands, Sigurð Sigurjónsson leik- ara. VÍSIR TOFRA' Ryksugan sem svífur HOOVER Töiradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun, vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rumar 12 litra, já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún liður um-3| gólfið á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig, svo létt er hun. HOOVER er heÍITIÍIÍShjálp FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Um „mosóltan lit a hestum Það fer I vöxt að menn skrifi um liti á hestum án þess að hafa fullnægjandi þekkingu á litar- heitum. Þetta gerir kannski ekkert til, og eflaust á tungan hvað þetta snertir eftir aö taka breytingum eins og annað f okkar daglega iifi. NU um helgina efndi Fákur til sinna ár- legu kappreiða, og komu þar fram hestar I öllum regnbogans litum — nema fjólubláum. Þegar svo farið er að skýra frá þessum kappreiðum með litar- heitum til skýringar, læöist að manni sa grunur, að ekki séu ailir blaðamenn flugmælskir á hrossaliti. Einhvers staðar stóð igær að hestur væri „mosóttur” á litinn, og mun þá átt við að hann hafi verið móálóttur. Segja má að þessir hestar séu eiginiega grábláir, eins og gráir hestar verða stundum á vissu stigi breytinga á háralit. En það er ekki mergurinn málsins, heldur hitt, að nokkur litaröð á hestum dregur heiti af svo- nefndum ál, sem liggur frá herðakambi og aftur að sterti. Ég kann ekki að greina af hverju hér er nefndur tQ áll, en átt er við litarrönd, sem liggur eftir baki hestsins og er dekkri en litur hestsins. Allir ljósleitir hestar, nema leirljósir og þeir hestar sem verða gráir og eru ekki fæddir með ál, svo og margir dökair hestar, eru með þennan ál á baki og draga sumir litirnir nafn af honum. Ljós- bleikir hestai, sem hafa samlitt fax eru með rauðbieikan ál á baki án þess að draga nafn af honum. Þeir eru aðeins nefndir bleikir. Hins vegar eru bleikir hestar með dekkra fax og dökk- an ál á baki kallaðir bleikálóttir. og sá „mosótti” er kallaður mó- álóttur eins og áður sagði. Ef- laust eru mörg fleiri einkenni að finna á hestum, sem litur þeirra dregur nafn af, þótt það liggi ekki fyrir að sinni. Kunn eru lýsingarorð eins og glófext- ur um hest, sem hefur allt að hvitleitt fax og tagl en er að öðru leytirauður. Þetta þykir falleg- ur litur og prýðir að auki ef hesturinn er blesóttur, sem oft kemur fyrir. Hrimfaxi hefur verið fallegur, eins og nafnið bendir til. Og alkunna er að blesóttir hestar hafa fram á okkar daga oftast verið rauöir. Blesóttir hestar i öðrum litum hafa verið sjaldgæfir hvað sem veldur. Með kynbótum ber nú meira orðiðá blesóttu hestunum og má vera aö Kirkjubæjarkyn- ið komi þar nokkuð við sögu. Einn hestur var i keppni á laugardag, sem nefndur var Svartblesi, snotur skepna og fallega lit. Hér áður fyrr hefði hann verið nefndur Bninblesi. Jarpblesóttur hestur hefði verið nefndur Jarpblesi, og bleik- blesóttur Bleikblesi. Þá var hestur nefndur blesóttur þarna á laugardaginn, sem var aðeins með stuttan gráma á höfði, og hefði það ekki þótt annað en skyrsletta i minni sveit. Þetta skiptir auðvitað ekki neinu, þótt gaman væri ef jafn voldugí félag og Fákur gæfi út litaskrá um hesta og algengustu heiti á litum. Þaö mundi auö- velda hinu unga og áhugasama fólki, sem nú hefur helgað sér nýtt áhugasviö á gömlum meiö að viðhalda litarheitum, sem fylgdu okkur öld fram af öld. Það er auðvitað ekki nokkur von til þess aö þriðja og fjórða kyn- slóð I kaupstað hafi átt þess kost að viöhalda nafngiftum á þessu sviði. Þá var það gömul og góö venja, einkum um hesta sem keyptir voru aö, að kenna þá við fæðingarbæ sinn. Svo var um RUtsstaða-J arp, Konungs- Grána frá Esjubergi, Nótt frá Svignaskarði, Dunkárbakka- Skjóna og fleiri merkisgripi. Nú er aö verða ný saga af nýjum hestum, og það skiptir máli að þeir hljóti ekki kettiinganöfn eða hvolpa, heldur haldi gamalli nafnreisn sinni. Fákur er rétt- nefni á góðu félagi, Ljósaskjóni er réttnefni á leirljósum og skjóttum hesti, en „mosóttur” á við hest, sem hefur velt sér og stendur upp þakinn mosa, og verður móálóttur um leið og hann hristir sig. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.