Tíminn - 22.11.1969, Blaðsíða 1
| Frömdu bandarískir hermenn fjöldamorð í Víetnam? —
BBnHSHHBBBBHBBHBHRBBHKHHEBHBBBBHfiBHHEIHHBKBHSBBBBHBBHHBHBBBHH^HHBBBBBHBBHHBBBSHHHHBI
259. tbl. — Laugardagur 22. nóv. 1969. — 53. árg,
Sjá blaðsíðu 3
Eru á
leið til
jarðar
NTB-Houston, föstudag.
Apollo 12. leggur af stað í
síðasta áfangann kl. 20.43 í
kvöld, að ísL tíma, þegar hann
yfirgefur tunglbrautina og tek-
ur stefnuna til jarðar. Þre-
menningarnir um borð vökn-
uðu snemma í morgun, eftir
fimm stunda svefn.
Ferðin til jarðar tefcur ná-
kvæmlega þrjá sólarhringa, en
Conrad var búinn að stinga
upp á því, að þeir fengju að
suka hraðann og spara sér ;
nokkrar klukkustundir, en eft-
ir að stjórnstöðin hafði athug-
að eldsneytisbirgðirnar, var
því neitað. í stjórnstöðinni
var tilkynnt í dag, að 511 þau
tæki, setn Conrad og Bean
skildu eftir á tunglinu, störf-
uðu fullkonilega. Þá hlakka vís
indamenn á jörðu niðri sérlega
til að rannsaka steina, sem
grafnir voru 70 cm. undan yfir
borði tunglsins.
Tunglfararnir hafa víst flýtt
sér heldur mikið síðustu mín-
úturnar á tunglinu, því Con-
rad tilkynnti, að hann hefði
gleymt ljósmyndafilmu. Á film
S í S stof nar til nýs söluf é-
lags á Bandaríkjamarkaði
lceland Products stofnar ásamt bandaríska markaðsfyrlrtækinu National Marketing Inc. fil nýs
sölufélags, sem fyrst og fremst mun einbeita sér að sölu fiskafurða en einnig hafa á hendi mark-
aðsrannsóknir og sölustarfssemi á iðnaðarvörum
TK-Reykjavík, föstudag.
Á fundi með kaupfélags-
stjórum f dag skýrði Eriend-
ur Etnarsson, forstjóri SÍS
frá því, að nýlega hefði verið
stofnað í Bandaríkjunum fél-
ag til að vinna að sölu á fram-
leiðsluvörum Sambandsins og
skyldra fyrirtækja. Aðilar að
hinu nýja félagi, sem nefnist
iceland Products Marketing,
eru lceland Products, dóttur-
fyrirtæki Sambandsins og
frystihúsa á vegum þess, og
National Marketing inc. í
Cinc'nnati í Ohio-ríki í Banda-
ríkjunum. Félagið mun í upp-
hafi fyrst og fremst einbeita
sér að söiu fiskafurða vestan
Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, ávarpar kaupfélágsstjóraná. (Tímamynd-------Gunnar)
Yfirlit yfir bátaflotann fyrstu 5 mánuði ársins:
Flestir bátar öf luðu
fyrir 3-4 milljónir
unni voru myndir af „jarðar-
upprás“ og aðrar myndir, sem
ekipta miuna máli.
Conrad hefur verið sérlega
gamansamur á ferðalaginu og
hafa stjórnstöðinni í Houston
borizt til eyrna ýmsar fyndnar
athugasemdir. Conrad gekk
um raulandi lagstúf, meðan
hann tíndi grjót á tunglinu og
spjallaði heilmikið við sjálf-
an sig.
Á sunnudaginn, þegar Apollo
var að nálgast tunglið, til-
kynnti Conrad um einhvem
dularfullan hlut, sem hann
sagði að fylgdi þeim eftir.
Stjórnstöðin fékk lýsingu á
þessu fyrirbæri, en hefur ekki
Framhald á bls. 10
EJ-Reykjavík, föstudag.
„Nýlega hafa veriS birtar skýrsl
ur um afla og aflaverðmæti báta-
flotans fyrstu 5 mánuði þessa árs,
og þar kemur fram, að hæstu bát-
arnir hafa aflað fyrir rúmar 9
milljónir á þessum tíma, og er þá
allt talið, en meginþorri flotans er
með afla fyrir 3—4 milljðnir. —
Óhætt er að segja, að vetrarver-
tíðin sé sá tími, sem gefur megn-
ið af ársaflanum, a-m.k. hvað
minni bátana varðar, og auk þess
var þessi vertíð sú fengsælasta,
sem komið hefur. Við sjáum ekki,
að nokkrir möguleikar séu til þess
að reka fiskibát á fslandi í dag,
sem kostar 20 milljónir eða meira,
en hentnga báta er ekki hægt að
fá fyrir minn. peninga, svo að
Framhaild á bls. 10.
hafs, en æftunin er aS síðar
muni þetta nýja félag einnig
hafa á hendi markaðsrann-
sóknir og sölustarfssemi á
vegum Iðnaðardeildar SfS og
hugsanlega búvörudetldar
Sambandsins einnig.
1 dag hófst í Sambandshúsinu
í Reykjavfk 27. fundur kaupfélags
stjóra og sátu hann rúmlega 30
af 48 kaupfélagsstjórum Sam-
bandsins. Fundarstjóri var kosinn
Gunnar Svoinsson kaupfédagsstjóri
í Keflavík.
Fyrsta mál fundarins var yfir-
Framhaiki á bls. 10.
5 TÝNDIRI
HIMALAYA
Gagnrýni á Landheigisgæzluna á þingi sjómanna:
„Skipin geta ekki einu
sinni gætt 12 mílnanna“
NTB-Katmandu, föstudag.
Fimm menn úr austurrísk-
um fjallaleiðangri, sem ætlaðl
að klífa tindinn Dhaulagiri Fire
í Hima! . a, hafa .erið týndir
f tíu daga. Leitað hefur verið
úr þyrlu, allt upp í 6.400 m-
hæð, en án árangurs.
Það var læknir leiðangurs-
ins, dr. Klaus Kubiena, sem
tilkynnti um hvarf mannanna
í dag. Læknirinn er staddur í
þorpinu Beni, sem er suðaust-
an við Dhaulagiri-tindinn. —
Tindurinn, sem leiðangurinn
Framhaád á bls. 10. '
EJ-Reykjavík, föstudag.
Ólafur V. Sigurðsson flutti
erindi um þróun björgunarmála á
íslandi síðustu tvö árin, á þingi
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands, sem nú stendur yfir
í Reykjavík. Kom þar fram gagn-
rýni á Landhelgisgæzluna, þar
sem fullyrt var að skip hennar
væru það fá, að hún gæti ekki
einu sinni gætt 12 mOua mark-
anna- Til viðbótar kæmi þetta
fram f þvi, að skip, sem biðja um
aðstoð varðskips, þurfi oft að bíða
í 15 klukkustundir eftir slíkri að-
stoð.
Ólafur benti á, aið tekizt hafi
í upphafi furðu vel að skipu-
leggja tilkynningaskylduna, en
hún sé samt ekki eins fullkomin
og vonazt var til. Komi þar til,
að tilkynningaskyldukortið, sem
staðarákvörðun bátanna er sett
inn á, „er ekki nógu fljótvirkt við
sfcipulagningu og framkvæmd
björgunaraðgerða. 1 fyrstu kemur
þar til, aið kortin eru ekki notuð
til siglingar, heldur aðeins við
tilkynningakerfið. Ennfrem-ur er
mælikvarði kerfiskortsins það lít-
ill, að björgunaraðgerðir verða
ekki skipulagðar í því nema að tak
mörkuðu leyti. Af þessu leiðir, að
við höfum ekki það gagn af kerfis
kortinu við björgunaraðgerðir eins
og við hugsuðum okkur í upphafi.
Þennan vanda þurfum við að
leysa á þann hátt, sem viðunandi
er, með því að fá Sjómælinga-
stofnun íslands til að prenta til-
kynningakerfið í þau sjókort, sem
almennt eru í notkun. Þær forsend
ur, sem voru gegn þessu í upp-
í'ramnaid a bls. io.