Tíminn - 28.11.1969, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.11.1969, Blaðsíða 10
10 TIMINN FÖTUDAGUR 28. nóvember 1969. 4 skuluð þið seg;ia stjórninni ykk- ar, að það þurfi að hengja John Grahiaim ásaant nokkrum hans lík- um, vinir aninir í»egar Alan heyrði þelta nafn, fann hann blóðið ólga í æðum sér. llann bar ódauðlegt hatur til að- eins eins manns á jörðinni, og sá maður var John Graham. Hann var að hugsa um að fara á eftir gamla manninum, sem mælt hafði þessi orð og skiiið ungu menn- ina eftir í orðlausri undrun, þeg- ar hann tók eftir því, að grann- vaxin vera stóð í ljósrákinni milli hans og reykskáladyranna. Það var Mary Standish. Ilann sá það af útliti hennar, að hún hafði heyrt orð gamla mannsins, en samt ivorfði hún á hann. Hann minntist þess ekki að hafa nokk- urn tímann séð annað eins augna- tiilit hjá nokkurri kon<u. Það var ekki ótti. Það var miklu fremur skelfing, sem kemur frá ægilegum hugsunum og innri baráttu. Hún starði á AJan Holt. Þetta var í ann- að sinn þetta klvöld, sem almenn og henni óskyld umræðuefni virtust hleypa henni í uppnám. Hann sneri sér að hinum þegjandi, ungu mönnum og sagði: — Nei, það er ekki rétt hjá honum. Það er ekki ástæða til að hengja John Graham. Það er allt of væg hcgning ’fyrir hann: Ilann kinkaði kolli til þeirra um leið og hann gekk burt. En hann var ekki kominn nema nokk- ur skref, þegar hann heyrði hratt fótatak á eftir sér, og svo fann hann hönd stúlkunnar grípa um handlegg sinn — Fynrgefið, Alan Holt. Ilann stanzaði og tók um leið eftir þvi, að það var ekkert ógeð- fctlt að finna tak stúlkunnar um handlegginn. Hún sneri fyrst vanganum að honum, og hann horfði á mjúkt og bylgjandi hár hennar. Svo ieit hún snöggt við1 og mælti augum hans, og hann sá ógnun leiftra í stálgráum aug- unum. — Ég er alein hér á skipinu, sagði hún. — Eg á enga vini hér. Ég þarf að fá að vita svo margt — ég þarf að geta spurt einhvern. Viljið þér — — vLljið þér hjálpa mér svolítið? — Þér eigið við — — að leið- beina yður? — Já, þér getið kallað það svo. Mér mundi vera ánægja að því. Fyrst í stað var hann svolítið móðgaður yfir þessari beiðni hennar, en svo fékk gamansemin yfirhöndina. Hann undraðist hina einkennilegu framkomu stúlkunn ar. Henni ,stöi ekki bros. Augna- ráð hennar var kalt og fast, en þó alúðlegt. — Mér er ekki vel ljóst, ung- frú, hvernig ég get orðið yður að liði, sagði hann. — Og spurning- unum held ég, að Rifle skipstjóri geti svarað betur en ég, — Ég vil ekki trufla hann, hann hefur svo margs að gæta. En þér eruð ekki svo vant við látinn. — Nei, ekki svo m.iög. Ég á ekki svo annríkt hérna. — Þér skiljið, hvað ég á við; herra Holt, en ef"til vilí viljið þér ekki sk-ilja mig. En ég er að koma til ókunnugs lands, og ég þarf um fram allt að læra svo mikið um það sem ég get, áður en ég kem þangað. Eg þarf svo margt að spyrja. Segið mér. — — Já. — Hvers vegna sögðuð þér þetta’um John Graham áðan? Og hvað meinti hinn maðurinn, þeg- ar hann sagði. að það þyrfti að hengja hann? Spurningin var svo einkenni- lega bein og hvöss, að hann varð undrandi. Hún hafði sleppt tak- inu af handlegg hans, og likami hennar virtist spenntur, eins og hún biði í eftirvæntingu eftir svari. Þau höfðu snúið sér lítið eitt, svo að tunglið skein beint framan í liljuhvítt andlit hennar. Hár hennar var mjúkt, ijómandi og kolsvart, og augun blikuðu undir svörtum brúnum. Alan horfði orðlaus á hana stundar- korn, og hugur hans leitaðist við að skilja ástæðuna fyrir því, hve þetta mál virtist snerta hana djúpt. Svo brosti hann og það var glampi í augum hans. — Hafið þér nokkurn tíma séð hunda fljúgast á? spurði hann. Hún hikaði eins og hún væri að reyna að muna löngu liðinn atburð. — Einu sinni. — Hvað skeði? — Það var hundurinn minn —1 ósköp lítill hundur. Hann var ail- ur rifinn á hálsinum. Hann kinkaði kolli. — Já, ein- mitt. Það er það, sem John Gra- ham er að gera við Alaska, ung- frú Standish. Hann er grimmur hundur — ófreskja. Hugsið yður mann með geysilegt' fjármálavald á bak við sig taka sér fyrir hend- ur að rýja nýtt land að auðæf- um þess og þrælka það eftir eig- in geðþótta og til fullnægingar taumlausri metorðagirni. Það er þetta, sem John Gra'ham er að gera frá gullstóli sínum í Banda- L'íkjunum. Hugsið yður samvizku- lausan mann með fullar hendur fjár, mann, sem ekki hikar við að svelta milljónir manna til þess að koma sínu fram, niann, sem hlyti að verða morðingi hvar sem væri í heiminum. Hann þagnaði .snögglega, því að stúlkan rak upp snöggt og sker- andi óp. Andlit hennar var enn fölara en áður, og hann sá að hún þrýsti höndunum fast að brjósti sér. Hið hvassa blik í augum henn ar kallaði fyrirlitningarglottið fram á varir hans áftur. — Jæja, nú hef ég saert ætt- jarðartilfinningar yðar aftur, ung- frú Standish. sagði hann og hneigði sig lítiilega. Ég verð víst að biðja yður afsökunar á því, að ég skuli kalla nokkurn mann morðingja í viðurvist yðar. En ég á ekki annað orð yfir þetta. Jæja, ef þér viljið, Skai ég ganga með yður um skipið. Ilinir þrír ungu verkfræðingar horfðu á Alan og Mary Standish, hljóðir og athugulir, um leið og þau gengu hjá. — Ljómandi lagleg stúlka, sagði einn þeirra og anövarpaði. — Ég hef aldrei séð svona fall- egt hár og ljómandi augu. — Ég borða við sama borð og þau, sagði annar. — Ég sit í öðru sæti frá henni til vinstri, og hún hefur ekki talað þrjú orð við mig. Og þessi náungi, sem er með henni, er eins og klakadröngull norðan frá Labrador. En Mary Standish sagði: — Vitið þér það, herra Holt, að ég öfunda þessa ungu verkfræðinga. Ég vildi að ég væri karlmaður. — Já, það vildi ég líka, svaraði hann alúðlega. Þá komu hörkudræfctir um hinn fagra munn Marv Standish. En Alan tók ekki eftir þvf. Hann var að njóta viridilsins og veðurbliðunn ar. III. kafli. Alan Holt var maður, sem karl- menn umgengust með nokkurri tortryggni. Öðru máli var að gegna um konur. *^nn var kvennagull í þeirri merkingu, sem heimurinn leggur í það orð. Hann dáðist að konum á sinn sérstaka og hlédræga hátt, og hann var reiðubúinn til þess að berjast fyrir þær og verja þær og hætta lí-fi sínu til þess, ef nauðsyn krafði. Og tilfinningar hans voru sterkar og heilbrigðar. Riddaramennska hans og dreng- lyndi var mótað í skauti fjallanna og hinnar frjálsu náttúru, og var allt annars eðlis en sú tuppgerðar riddaramennska, sem menning fjölmennisins elur. Hin mörgu ár í einverunni höfðu sett mark sitt á hann. Menn, sem verið höfðu langdvölum hér norður frá, skildu framkomu hans. En það var fá- fcítt, að konur skildu hana. Þó leit- uðu þær ósjáifrátt til hans, þegar vanda bar að höndum. Hann var gæddur ríkari og þroskaðri kimnigáfu en flestir aðr ir. Fjöllin höfðu kennt honum að hlæja í þögn. Hjá honum þýddi bros eins mikið og skellihlátur annarra, og hann gat haft hið mesta gaman af því, sem fyrir bar, þótt ekki bærðist dráttur i andliti hans. En b’os hans var þó ekki ætíð merki um kátínu í huga. Stundum tjáði það aðrar og þyngri hugsanir betur en nokkur orð. Þegar þau höfðu gengið stund- arkorn um þilfarið, var Alan far- inn að taka eftir því, að það ’’ar eitthvað ánægjulegt og seiðandi við það, sem var að gerast. Hönd hennar hélt nú traustu taki um handlegg hans, og hún gekk svo nærri honum, að hann fann ilm- inn af hári hennar, þegar hann leit á hana. Hann fann, að ná- lægð hennar og hið mjúka tak- um handlegginn setti hu-g hans úr jafnvægi. — Þetta er ekki svo afleitt, sagði hann djarflega- — Jæja, átti ég ekki að segja yfiur eitthvað, ungfrú Standish. Hnnn fann að hún kipptist ofurlítið við. ■■■■naMMMnB cr föstudagur 28. nóv. — Gunther Tungl í hásúðri kl. 4.41. Árdegisháflæði í Rvík kl. 8.49. HEILvSUGÆZi ,A HITAVEITUBILANIR tilkynnlst slma 1535? BILANASIMl Rafmagnsveito Reykjo vlkur á skrifstofutima et 18222 Nætur og helgldagavartla 18230 Skolphreinsun allan sólarhringlnn Svarað i sima 81617 og 33744. SLÖKKVILIÐIÐ og siúkrabitrelðlr — Slml 11100 SJÚKRABIFREIÐ • Hafnarflrðl slma 51336 SLYSAVARÐSTOFAN i Borgarspltai anum er »pln allan sólarhrlnglnn Aðelns mittaka slasaðra Sim> 81212. NÆTURVARZLAN i Storholtl er op In frá mánudegi til föstudags kl 21 6 kvöldln til kl 9 * morgn ana. Laugardaga og helgldaga frá kl 16 a daglnn tll kl 10 » morgn ana KVÖLD og helgidagavarxla tækná hefst hvern vlrkan dag ki 17 og stendur tll kl 8 að morgni um helgar frá kl. 13 á laugardögum I nevðartHfellum (ef ekki næst til heiinilislæknis) er teklð á mótl vitjanabeiðnum á skrifstofu lækna fclaganna I slma 11510 frá kl. 8—17 alla virka daga, nema laug ardaga. LÆKNAVAKT 1 HAFNARFIRÐI og GarSahreppi. Upplýsingar I lög. regluvarðstofunnl, siml 50131 og slökkvistöðlnnl. siml 51100. KÓPAVOGSAPÓTEK opið virka daga frá kl. 9—19, laugard. frá kl. 9—14 helga daga frá kl. 13—15. BLÓÐBANKINN tekur á mótl blóð gjöfum daglega kt. 2—4. Næturvörzlu apóteka i Reykiavík annast vikuna 22.—28- nóvcm- ber, Háalcitis-apótek og apótck Austurbæjar. Næturvörzlu í Keflavík 28.11 ann ast Arnbjörn Ólafsson, FI.UGÁÆTLANIR Flugfélag íslauds h. f, Millilandaflug. Gullfaxi fór til Glasg- og Kaup- mannahafnar kl. 09.00 í morgun. Vélin er væntanlég til Kefiavíkur ki. 18.40 í kvöld Gullfaxi fer til Osló' og Kaup- mannahafnar kl. 09.00 í fyrramál- ið, og er væntanlegur aftur til Keflavikur kl. 19.00 sunr.udags- kvödl. Innanlandsflug. í dag er áætla'ð að fljúga til Ak ureyrar (2 ferðir) til Vestmanna- eyja, ísafjarðar, Hcirnafjarðar og Egilsstaða. Á morgun er áætlað að fljúga tii Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja. ísafjarðar, Patreks fjarðar, Egilsstaða og Sauðár- króks. Loftleiðir h. f. Guðríöur Þorbjarnardóttir cr vænlanleg frá NY kl. 10 00. Fer tii Luxemborgar kl. 1100. Er væntanleg til baka frá Luxetn- borg kl. 01.45. Fer til NY kl. 02.45. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell fór 26. þ.m. frá Hull til Reykjavíkur. Jökulfell fer væntanlega í dag frá Philadelphia til Rvik. Dísarfell fór 27. þ.m. frá Svendborg til Rvík. Litlafell er væntanlegt til Esbjerg í dag, fer þaðan til Hamborgar. Helgafell er í Kiel, fer þaðan til Rostock og Svendborgar. Stapafell er væntanlegt til Rvíkur í dag. Mælifeli átti að fara í gær frá Napoli til Santa Pola. Borgund er væntanlegt til Malmö 30. þ.m. llafskip h. f. Langá er í Gdynia. Laxá er í Keflavik. Rangá er væntanleg til Reykjavíkur í dag. Selá er í Rvk. Marco fór frá Norðfirði 27. til Skagen. Þorvaldur Jónsson skipamiðlarí Haförnin er í olíuflutningum milli Austur-Þýzkalands og Dan- merkur. ísborg lestar í Hvalfirði. Eldvik fer frá Lysekil í kvöld til Gautaborgar. FÉLaGSliT1 Nemcndasamband húsmæðá’askól- ans á Löngumýri. Jólafundurinn verður í Lindar- bæ, þriðjudaginn 2. des. kl. 8.30. Kvcnfélag Grcnássóknar heldur jólafund sinn, þriðjudaginn 2. desember, kl. 8.30 í Safnaðar- heimilinu, Miöbæ við Háaleitis- braut. Myndasýning og fleira. Frá Guðspekifélaginu. Fundur verður í stúkunni Sept imu í kvöid, föstudaginn 28. nóv. í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Hefst kl. 9. Séra Benjamín Krijstjánsson flytur eríndi. ORÐSENDING Minniitgarspjöid Kapellusjóðs séra Jóns Steingrímssonar fást á eftirtöldum stöðum: Skartgripaverzlun Email, Hafn- arstræti 7. Þórskjör, Langholts vegi 128, Hraðhreinsun Austur- bæjar, Hlíðan’egi 29, Kópavogi. Þórði Stefánssyni, Vik í Mýrdal. Séra Sigurjóni Einarssyni, Kirkju bæjarklaustri. Bazar Kvcnfélags Ásprestakalls venður næstkomandi sunnudag 30 nóv. í anddyri Lang’holtsskólans og hefst kl. 2 eftir hádegi. Þær konur sem vilja gefa kökur og annað, hringi í Önnu s. 37227 eða Guðnýju s. 33613. Hvitabandið. Arlegur basar og kaffisala fé- lagsi ns verður að Hallveigarstöð um, laugardaginn 29. nóv. n. k„ kl. 2. Bazar Ljósmæðrafélags íslands verður að Hallveigarstöðum, ■ sunnudaginn 30. nóv. kl. 2. Margt, góðra muna, einnig happdrætti, vinningar afhentir straxx. AA-samtökin: Fundir AA-samtakanna í Reykja vík: í. félagsheimilinu Tjarnarg. 3C á mánudögum M. 21, miðviku dögum M. 21, fimmtudögum kl. 21. í saínaðarheimili Neskirkju á föstudögum M. 2J. í safnaðarhcim ili Langholtskirkju á föstudögum kL 21 og laugardögum kl. 14. — Skrifstofa AA-samtakanna Tjarn argtu 3C er opin alla virka daga nema laugardaga 18—19. Sími 16373. HafnarfjarðardciUl AA-samtak- anna: Fundir á föstudögum M. , 21 í Góðtemplarahúsinu, uppi. Vestmannaeyjadeild AA-sarn- takanna: Fundir á fimmfcudög- um kl. 20.30 í húsi KFUM. Lárétt 1 Sek 5 Haf 7 Tré 9 Drasl 11 Vond 13 Mi'ðdegi 14 Graslaust moldar- svæði. 16 Tónn 17 Masað 19 Ódug- legri- Krossgáta Nr. 438 Lóðrétt: 1 Rita. 2 Númer 3 Spé 4 Sæla 6 Versnaði 8 Fiskur 10 Sunnu 12 Dýr 15 Op 18 Trall. Ráðning á gátu Nr. 437 Lárétt: 1 Faldar 5 Lús 7 Et 9 Skpr 11 Lak 13 Asa 14 Skor 16 Km 17 Fánum 19 Linari. Ló'ðrétt: 1 Frelsi 2 LL 3 Dús 4 Aska 6 Prammi 8 Tak 10 Öslcur 12 Kofi 15 Rán 18 Na.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.