Vísir - 06.07.1981, Page 14

Vísir - 06.07.1981, Page 14
14 VÍSIR Mánudagur 6. júli 1981 Tvaer gódarástædur til þess ad gerast áskrifandi strax Peugeot 104 GL dreginn út 24. júlí (verðmæti 80.000,00 kr.) Datsun Cherry GL dreginn út 26. ágúst (verbmæti 84.000,00 kr.) Hvaða Vísis-áskrifendur fá bílana góðu? Vertu strax áskrifandi WE^EM síminnerðóóll Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið á B.V. Bergvik, KE-22, þingl. eign Hraðfrystihúss Keflavikur hf, fer fram við skipið sjálft i Keflavikurhöfn, að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., miðvikudaginn 8. júli 1981 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Keflavik Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteign- inni Smáratún 14, Keflavlk, talin eign Kagnars Þorkels- sonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Björns ólafs Hallgrimssonar hdl., Gunnars Guömundssonar hdl. og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., fimmtudaginn 9. júli 1981 kl. 11.30. Bæjarfógetinn i Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteign- inni Suðurgata 27, miðhæð i Keflavik, þingl. eign Bjarna M. Jóhannessonar fer fram á eigninni 'sjálfri að kröfu Búnaöarbanka islands, miövikudaginn 8. júli 1981 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Keflavik. Sr. Gylfi Jónsson.. „Ég get farið skammlaust I trimmskóm og gallabuxum i Kaupfelagið”. „Við getum átt bað til að einangrast i starfi” ,,Það er ágætt að vera prest- ur, og jafnframt hugsa ég að maður sé að sumu leyti nær fólkinu en prestar áður fyrr” sagði sr.Gylfi Jónsson préstur á Höfn i Hornafirði. „Sjáðu til, ég get farið skammlaust i trimm- skóm og gallabuxum í Kaupfé- lagið. Og þannig á það að vera. Ég er á móti þessari embætt- isvirðingu þvi presturinn á að vera meðal fólksins, sem einn af þeirri, en ekki i einhverri stétt ofar en aðrir. Við getum átt okkar einbýlis- hús, Malibu, Lödu Sport inni i bilskiír og þrjá hesta uppi i sveit en samt verið meöal fólks á þorrablótum án þess að teljast i annarri þjóðfélagsstétt. En þetta er eingöngu dæmi.” En andleg tengsl prestsins við fólk? „Ég tel að það sé að aukast að fólk leiti til presta með vanda- mál sin, hjónaskilnaði, alkóhól- isma og fleira og til þess erum við meðal annars.” En Prestastefnan. Nauðsyn hennar? Frú Þorgerður Sigurðardóttir. ,,..Að vera eiginkona prests er ekki starf” M M Við stöndum allar með okkar eiginmönnum „Við reynum, held ég, allar að standa með okkar eigin- mönnum i þeirra starfi eins og þeir með okkur I okkar starfi” sagði Þorgerður Sigurðardóttir eiginkona Gyifa Jónssonar þeg- ar hún var spurð að þvi hvernig hlutverk það væri að vera prestsfrú. „En að vera eiginkona prests er ekki starf. Ég er kennari og lit fyrst og fremst á mig sem kennara. Fyrst þú spyrö um prestastéttina þá vona ég inni- lega að fólk ýti manni ekki upp einhvern stéttastiga”. Tekur þú þátt i starfssemi Prestkvennafélagsins? „Ég get ekki talist virk, en ég hef gaman af að hitta aðrar eig- Þórður örn Sigurðsson lektor. ..ég fékk meira að segja boðs- kort eins og hinar.” Ekki síðup við hæfi kvenna að vera prestar Þórður örn Sigurðsson lektor, er eiginmaður sr. Auðar Eir Vil- hjálmsdóttur, og þar af leiðandi hefurhann inngangsrétt i Prest- kvennafélagið. Blaðamaður hitti hann að máli i kaffihléi, en hann var staddur á Prestastefn- unni eins og fjöldamargir aðrir makar presta, og spurði hann fyrs t að þvi hvort hann ætlaði að ganga i félagið og ef svo væri hvort ekki þyrfti þá að breyta nafninuá félaginu I Prestmaka- félagið. „Reyndar hef ég ekki hugsað út i það. En ég færi aldrei að ganga i félagið með þvi skilyrði að nafninu yrði breytt” sagöi Þórður. „En ég hef samskipti við eiginkonurnar. Já, já. Til dæmis sat ég afmælismálsverð með þeim i gær sem Prest- kvennafélagið hélt. Fékk meira að segja boðskort eins og hinar. Eiga konurað gerast prestar? „Já, ég tel það spor i rétta átt að konur stundi preststörf. Texti Halldór Páll Halldórsson Myndir: Emil Þór Sigurðsson. „Það er tvimælalaust mikil- vægt fyrir presta að hittast ár- lega. Ekki sist fyrir okkur sem störfum sem prestar úti á landi þvi við eigum það til að einangr- ast i starfi. Hér hittum við aðra presta, málin eru rædd og menn skiptast á skoðunum.” sagðisr. Gylfi Jónsson. inkonur presta, eins og gerist i tengslum við prestastefnuna. Ég hef gaman af að kynnast fólki og það býðst tækifæri til þess á fundum félagsins” sagði Þorgerður Sigurðardóttir. Hvernig er þaö að vera prestur? Með þá spurningu í huga og ýmsar aðrar lagði Vísir nú fyrir helgi leið sína i Háskóla islands, ekki til að leita svara þar i skrudd- um og kyrnum, heldur til að ræða við nokkra presta og prestsmaka sem þar voru stödd á hinni árlegu Prestastefnu sem stóð þar yfir. Myndin er frá Prestastefn- unni í hátiðarsal Xáskóla islands, en þetta er síðasta Prestastefnan sem herra Sigurbjörn Einarsson biskup stjórnaði.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.