Vísir - 06.07.1981, Síða 26
26
Mánudagur 6. júli 1981
VtStB
mannlií
Brúöhjón í
sjöunda
himni
— er þau
giftu sig i
37 þúsund
feta hæö
Goldsmith-hjónin skera brúöartertuna.
_TEkkert
^ fyndid
Flestir Bretar eru þeirrar
skoðunar, aö fjalia skuli um
kón^atólkiö þeirra meö til-
hlýðilegri viröingu. Blaöiö
..Sunday Mirror" birti
n ý l e g a m e ö f y 1 g j a n d i
skripamynd af Charles
prins og Laföi Diönu, en þaö
eina sem blaöiö haföi upp úr
þvi voru skammarbréf i
þúsundatali. Bar flestum
saman um, aö ekki einasta
væri myndbirtingin
k ruddaleg, heldur bæri
Igk hún vitni slænnim
smekk og ekkert
væri fyndiö
. viö hana...
Liöin
tlö
Meðfylgjandi mynd er frá þvi I byrjun þessarar aldar og sýnir hún
okkur hvernig börnin léku sér i þá daga. Þá voru engin reiöhjól, eöa
þrihjól og nota varö þaö sem hendi var næst, — Trékassa á hjólum og
svo var ekkert annað en aöspenna eitthvert húsdýriö fyrir, —og i þessu
tilfelli hefur haninn á bænum oröiö fyrir valinu.
747 þota f rá Braniff, eins og sú sem vigslan var framkvæmd i.
Þau Marlyn Passell og Kent
Goldsmith hafa liklega verið i
„sjöunda himni” er þau gengu i
hjónaband i farþegaþotu, i 37
þúsund feta hæð ekki alls fyrir
löngu.
Atburöurinn átti sér staö i 747
þotu frá Branif flugfélaginu yfir
Atlantshafinu nálægt Grænlandi,
en þotan var á áætlunarflugi frá
Dallas til London. Flugstjórinn,
Bill Gifford, framkvæmdi vigsl-
una og nokkrir vinir hjónanna
voru vigsluvottar, en nokkur
áhöld munu vera um hvort vigsla
þessi sé fullkomlega lögieg l'yrir
Guöi og mönnum.
Farþegarýmiö haföi veriö
skreytt i tilefni vigslunnar og
flugfélagiö Braniff International
gaf kampavin i veisluna um borö
og skemmtu farþegar sér
konunglega á meðan á fluginu
stóð. Eftir að vélin hafði lent i
London héldu þau Goldsmith-
hjónin i brúðkaupsferö til
Parisar.
Þaö eru sjálfsagt
margir sem muna eftir
gömlu kempunni Ferenc
Puskas, ungversku knatt-
spyrnuhetjunni sem varð
heimsfrægur fyrir tæpum
þrjátiu árum. Hann átti
mestan þátt i að brjóta
niður stolt breskra knatt-
spyrnumanna er Ung-
verjar unnu Englendinga
6-3 á Wembley i nóvem-
ber árið 1953, en það var i
fyrsta skipti sem Eng-
lendingar töpuðu fýrir liði
frá meginlandi Evrópu.
Nokkrum mánuðum
seinna unnu Ungverjar
aftur seinni ieikinn i
Búdapest 7-1 og Puskas
var þar potturinn og
pannan.
Puskas, sem nú er 54
ára og tvöfaldur á breidd-
ina, miðað við það sem
hannvará gullaldarárum
sinum, klæddist aftur
gömlu ungversku lands-
liðspeysunni i Búdapest
nýverið, er hann kom
fram ásamt gömlu
félögunum i forleik að
leik Englendinga og Ung-
verja i heimsmeistara-
keppninni. Mótherjarnir
voru að sjálfsögðu
gamlar kempur frá Eng-
landi og ekki var laust við
að gamlar minningar
kæmu upp i hugann þegar
Puskas sýndi snilldar-
taktana enn á ný. Hann
gerði sér litið fyrir og
skoraði ,,hat trick”, eða
þrjú mörk, á þeim tuttugu
minútum sem leikurinn
varði.
Puskas flúði frá Ung-
verjalandi þegar Sovét-
menn gerðu innrás i
landið árið 1956 en 25
árum seinna var honum
leyft að heimsækja sitt
gamla föðurland, hinum
fjölmörgu aðdáendum
sinum til mikillar
ánægju. Puskas hefur
annars verið búsettur á
Spáni undanfarin ár.
Puskas hefur
fitnað talsvert
siðan i gamía daga
en sýndi þó
snilldartakta sem
fyrr. A innfell.du
myndinni er
Puskas i leik með
ungverska lands-
liðinu á gullaldar-
árunum.
fullu fjöri
PuskasI