Tíminn - 06.12.1969, Síða 6

Tíminn - 06.12.1969, Síða 6
LAUGAKDAGUR G. desember 1959 TIMINN Halidór Kristjánsson, Kirkjubóli: Að sigrast á óþurrkunu Tveir góðviljaðir alþingis- menn hafa lagt fram tillögu um „að láta gera Ikönnun á því, hvaða nýjar aðferðir geti að gagni komið við heyverk- ! un hér á landi“. Greinargerð þeirra með til- lögunni endar á þessum orð- ! um: „Tæknin hlýtur að fela í sér ^ möguleika fyrir bændur að j verka hey sín sómasamlega, » jafnvel þótt hann rigni aftur ! önnur eins feikn og í sumar“. Sízt vil ég hafa á móti því i að nýjar aðferðir séu kannað- ar. En orðalagið er hér á þá leið að ætla mætti að engin s eldri aðferð komi að gagni í svipaðri veðráttu og var í sum- ar. En það er ekki allskostar \ rétt. Það eru nó bráðum 90 ár síðan Torfi Bjarnason í Ólafs- ; dal fór að gera tilraunir með 1 votheysverkun. Síðan mun vot ! hey óslitið hafa verið verkað j hér á landi. Síðustu 35 til 40 veturna hafa menn fóðrað ! skepnur á votheyi einu saman. Það er því komin töluverð ! reynsla af þeirri verkunarað- ! ferð. Sú refynsla er á þann veg, ! að hjá þeim bændum, sem ; hafa nógar votheysgeymsl- t' ur verður aldrei neyðarástand \ vegna óþurrka. Ég veit að sumir telja ! hættulegt að gefa sauðfé vot- ; hey vegna Hvanneyrarveiki. Hitt hef ég aldrei heyrt að I kýr fengju Hvanneyrarveiki. Sízt er ofmælt að hér í grennd telji þorri bænda sjálfsagt að gefa fé vothey að meira eða minna leyti. Að vísu verður vart við Hvanneyrarveiki. Sennilega má segja að nokk- uð algengt hafi verið að menn misstu svo sem 2% af fé sínu á vetri hennar vegna. Það þyk- ir flestum betra að missa 2 kindur en að tapa fóðri fyrir 50 eða 100 kindur. Auk þess er nú svo komið að miklar lík- ur virðast til að mjög oft megi sigrast á Hvanneyrarveiki með meðulum. Fyrir nokkrum árum sat ég fáeina daga á Alþingi. Þar var til meðferðar breyting á jarð- ræktarlögunum. Ég beniti á þáð í jómfrúræðu minni að í frumvarpinu væri engin hvatn ing til aukinnar votheysgerð- ar. Landbúnaðarráðherrann taldi, að votheysgerð væri svo vel á veg komin að a'llar á- hyggjur væru óþarfar þess vegna. Ég hélt hins vegar að verulegan hluta af auknum heyfeng vegna nýrrar og meiri ræktunar ætti að verka sem vothey og yrði a'ð vera hægt að verka sem vothey, ef vel ætti áð fara. Þetta er ekki rifjað upp til að miklast af, enda ekki neitt til að þykjast af, þó að ég hefði betur vit á þessu en Ingólfur. Það verður ekki bætt fyrir þá vanrækslu sem yerið hefur. Skeð er skeð. En nú finnst mér að við ættum að fara að læra af reynslunni. Halldór Kristjánsson Og hv.að á þá að gera? í fyrsta lagi á að vekja at- hygli á reynslu þeirra bænda, sem hefur tekizt að gera sig óháða rigningunum. Það á að birta skýrslur um fjölda þeirra bænda sem hirða allan hey- feng sinn sem vothey. Doktor- ar, ráðunautar og fréttamenn ættu að kynna sér sem bezt fénaðarhöld og búskap allan á þeim stöðum og birta niður- stöður. Þannig á að gera öll- um lýðum ljóst að hægt er að ná góðum heyfeng án þess áð þurrka. Þannig má kvéða nið- ur þá hjátrú að engin aðferð sé Ul, sem nota megi til hey- verkunar í óþurrkatíð. Nú er það vitanlega svo, að enda þótt bændur vildu koma sér upp votheysgeymslum eiga þeir margir óhægt um vik að leggja fé í það eins og ástatt er, og breytir þar engu um, þó að ég viti ekki þær fram- kvæmdir við búskap sem betur borga sig. Hér þarf því, jafn- framt því sem vakinn og örv- aður er vilji bænda til vot- heysverkunar, að auðvelda þeim verulega framkvæmdir. Ríkið á sementsverksmiðju, sem frægt er orðið. Mér skilst, að síðan Viðreisnin fór áð heppnast hafi ekki þurft að reka hana með fyllstu afköst- um. Það væri því tiltölulega útlátalítið fyrir ríkið, þó það léti semen-tsverksmiðjuna gefa bændum sement í nokkrar votheyshlöður. Ég ætlast til að bændur fengju sem«Qtið til þeirra þarfa endurgjaldslaust næstu árin auk þess jarðrækt- arframlags sem áskilið er. Ekki ætti að þurfa að eyða orð- um að því, hvort skemmtilegra væri að verja fé til að koma í veg fyrir glötun verðmæta og afstýra tjóni eða á hinn bóg- inn að taka þátt í einhverj- um neyðarráðstöfunum eftir at stórtjón er orðið. Og þurfa þess svo með aftur og aftur hvenær sem úrkomur verða eitthvað dálítið umfram með- allag. Árið 1983 vérða liðin 100 ár frá því að Torfi Bjarnason byrjaði votheysverkun. ís- lenzk bændastétt ætti að halda upp á það afmæli með því að hafa sigrazt á óþurrkunum. Ekki er svo að skilja, að ég ætlist til að hætt sé að þurrka hey á íslandi. Flestir, sem fylgzt hafa méð, munu kann- ast við það, að þurrhey sé yfirleitt betra hjá þeim, sem sæmilega eru settir með vot- hey. Fljótt á litið kann ó- kunnugum að virðast þetta öfgakennd öfugmæli, en þó ' er þáð auðvitað hver munur ! J er á því, að ætla að þurrka allt | sitt hey og þurfa þess vegna óslitinn þurrk allan sláttinn eða þurrka ekki nema þegar útlit er betra og hafa ekki ! J meira undir en ráðið er við. ; | Hitt er sannfæring mín, að i víðasthvar hér á landi þurfi | 1 bændur að vera við því bún- ; ; ir að geta hirt fullan helming i heyja sinna votan eigi þeir að komast áfallalítið frá verri ó- þurrkasumrum. Það borgar sig , að ná því marki fyrir aldar- , afmæli votheysg'irðar á ís- landi. Svo geta menn unnið að því að finna fjárhagslegan grund- völl fyrir því, að þurrka allan heyfeng á íslandi við ofna eða rækta skepnufóðrið í vatns- kössum í gróðurhúsum. Ég efa , ekki að hvorttveggja er hœgt, ; f fræðilega og tæknilega, — en ; það eru ekki raunhæf úrræði, I eins og sakir standa. J Hér vantar úrræði, sem hægt -! er að nota strax. Þau eru til og því á að nota þau. j Frumútgáfa Landnámu komin út EJésprentuð IGÞ-Reykjavík, miðvikudag. Komin er út Ijósprentun af fyrstn Landnámu, fágætu verki, iem kom út í Skálholti í apríl 1688, Bókin er gefin út af fyrir- ækinu Fornrit s. f. en hún er orentuð í Solnaprenti. Ljósprent- :m Landnámu kemur aðeins út í •ijö hundruð og fimmtíu eintök- ím, en söluumboð hefur Bóka /erzlxm Lárusar BLöndal. Magnús Már Lárusson, rektor, ikrifar forspjall. Segir þar að lík ur bendi til að Ari fróði hafi sam- ið frumgerðina, en síðan hefur Landnáma verið aukin og endur bætt. Segir einnig að þegar Þórð ur Þorláksson biskup hafi gefið Ægisútgáfan hefur sent frá sér bókina Striðsfélagar eftir Sven ilazéi. í þessari bók Sven Hazels, sem er enn æðisgengnari en hinar fyrri, tekur hann lesend- ,ir með í skúmaskot Hamtoorgar á íermannavændishús og drykkju- krár. Menn kynnast höfuðstöðv- rm þriðja ríkisins, fangelsum og iftökustöðum. Pútnamamma Dóra trænka er ógleymanleg, maður ‘neyrir hana hvíslast á við litla eyðimerkurdátann, segir á bókar- kápu. „Maður finnur einnig jörðina bókina út á pernti 1688, hafi (Land náma þegar verið orðin kunn er- lendis, þar sem Arngrímur Jóns- son lærði hafi notað hana í ritum sínum. Á fundi með blaðamönnum skýrðu þeir rektor og útgefandinn, Jaíböb V. Hafstein, nánar frá út- gáfunni. Kom m. a. fram hjá rektor að Þórður biskup hefði stuðzt að mestu við Skarðsánbók Landnámabókar. Við Ijósritunina var notað frumeintak í eigu Þor- steins M. Jónssonar, en síðan leit að til Landsbókasafnsins um fyrir greiðslu, þegar þurfti að fá einstak ar síður, hreinni og greinilegri. Þakkaði Jakob bæði Þorsteini M. titra af sprengjuregninu, heyrir óp hinna særðu og finnur blóð- lyktina en þó birtir yfir annað veifið og maður hlær hjartanlega að óteljandi skoplegum atvikum. Þetta er hörð bók og tæpitungu- laus — en þó ekki of hörð. Hún er Skrifuð af vígstö'ðvahermanni- snjöllum rithöfundi, sem hefur sett sér það mikla hlutverk að láta okkur aldrei gleyma.“ Áður hafa komið út tvær bæk- ur eftir Sven Hazel, en þær nefn- ast Hersveit hinna fordæmdu og Dauðinn á skriðbeltum. Jónssyni og Landstoókasafninu fyr- ir alla fyrirgreiðslu varðandi út- gáfuna. Ljósprentunin er mjög vönduð, Þannig lítur Landnáma út Ijósprentuð bundin í hvítt léreft, en á bandi er gylling tekin úr titilsíðu frum útgáfunnar. Jafnvel ramminn ut- an um forspjall rektors er úr frum útgáfunni, og sýnir það eitt með öðru, að þess hefur í fyllsta máta verið gætt að hnika hvergi stíl ljósprentuðu útgáfunnar frá frum- myndinni. Jakob V. Hafstein ikýrði frá þvi á fundinum, að Fornrit s. f. og Solnaprent hefðu í hyggju að gefa út ljósritað fornrit árlega. Og eru væntanleg á næstunni Nýja testamenti Guðbrands bisk- ups og fyrsta útgáfa Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Jólatolað VlKUNiNAR er komið út, 104 síður að stærð, fjölbreytt og vandað. Af efni þess má nefna: Kirkjan vanhelgast ekki af að nálgast fólkið, viðtal við Sig- urð Hauk Guðjónsson, Mínir beztu vinir hafa verið hestar, rætt við siðustu förukonuna á íslandi, Jónu Sigríði Jónsdóttur, Jólunum frestað fram í marz, tíu menn segja álit sitt á ábvörðun Castros um að fresta jólunum, Hátíð ljóss og friðar, spjall um jólahald fyrr og nú, Kristin hátíð í spennitrqyju hjátrúar, sagt frá jólum í myrkri miðalda, Gamansemi í islenzkum ævisögum eftir Loft Guðmunds- son, rithöfund, Jól í Mexíco-sól eft- ir Aage Krarup Nielsen, Á hest- baki til Geysis um aldamótin, gömul frásögn eftir L.F.K. von Tiele, Skin frá skammdegissól eft- ir Þorstein Matthíasson, Jólin hans Vöggs litla, jólasaga eftir sænska Skáldið Viktor Rydberg, Litli jóla sveinninn, barnasaga eftir Ingi- björgu Jónsdóttur. Þá er Jóla bókin með jólaföndri, þrautum og Reykjanes- kjördæmi KiördæmisþingiT verOur haldið í Keflavík siumudag- inn 7. dei. n. k. Stjórnir fé- , laganna eru beðnar að til- kynna fulltrúa á þingið til , stjómar kjördæmissambands ins. Stjórnin. heilabrotum og síðast en ekki sfet mataruppskriftum fyrir hátíðarn- ar eftir Dröfn H. Farestsveit, hús- mæðrakennara. Sá hluti blaðsins er prentaður á myndapappír í fjórum litum. Stríðsfélagar Myndarlegt jóla blað Vikunnar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.