Vísir - 18.07.1981, Page 8
8
vtsm
Laugardagur 18. júll 1981
VÍSIR
lltgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guövinsson. Aöstoðarf réttastjóri: Kjartan Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen-
drup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guómundsson, Jóhanna
Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena
Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guöjónsson, Þórunn Gestsdóttir.
Blaöamaöurá Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig
mundur Ó. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés
son. Utlitsteiknun: Magnús Ólafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvöröur: Eirikur
Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611.
Áskrif targ jald kr. 80 á mánuði innanlands og verð i lausasölu
5 krónur eintakið.
Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Trompunum spilad út
Þá hefur ríkisstjórnin lagt
fram skýrslu sína um súráls-
verðið og kynnt þau gögn, sem
iðnaðarráðuneytið hefur undir
höndum. Nokkrar skýrslur njóta
þó enn leyndar vegna viðskipta-
hagsmuna, en sú leynd verður að
teljast vafasöm, ef Alusuisse
notar hana til þess að halda því
fram að iðnaðarráðuneytið haldi
mikilvægum upplýsingum leynd-
um, eins og Svisslendingarnir
hafa gef ið í skyn.
Bæði iðnaðarráðherra og Ingi
R. Helgason hafa lýst yf ir því, að
niðurstöður rannsóknar þeirra
séu endanlegar, athuguninni sé
lokið, hvað svo sem Alusuisse
kunni að tíunda sér til málsbótar.
Þetta kann að vera nauðsyn-
legur leikur í stöðunni, en vita-
skuld kemst íslenska ríkisstjórn-
in ekki hjá því að hlusta á rök
Alusuisse, ef og þegar viðræður
hef jast um endurskoðún á samn-
ingum í Ijósi þeirrar rannsóknar
sem nú hef ur f arið f ram.
Niðurstöður ríkisstjórnarinnar
eru þess vegna ekki endalok
málsins, heldurfyrsti áfangi.
Aðalkrafa íslenska rikisins er
sú að allir samningar við Alu-
suisse varðandi vangoldinna
skatta, framleiðslugjald, raf-
orkuverð og súrálsverð verði
endurskoðaðir.
Þetta er skynsamleg ákvörðun.
í stað þess að hef ja margra ára
Kiistudagur 17. júll 19*1 —159. tbl. 46. árg.
.w*
wtTV .
DlOÐVIim
Einhugur í ríkisstjóm um viðbrögð við niðurstöðum súrálsmálsins:
Meirihlutaeign í áföngum
málaferli um skaðabætur þar
sem krafist er dóms um meint
svik Alusuisse og rekin verða
fyrir alþjóðlegum gerðardómi,
er eðlilegra og árangursríkara að
leita beinna samninga, með þau
tromp sem ríkisstjórnin telur sig
hafa á hendi. Ein alvarlegasta
ásökun ríkisstjórnarinnar í garð
Alusuisse er sú, að raforku-
verðinu hafi beinlínis verið
haldið niðri vegna hins háa
súrálsverðs. Þetta atriði er jafn-
vel enn þýðingarmeira en undan-
sláttur f rá sköttum, og á að hafa
þyngsta áherslu í viðræðum
ríkisins við Alusuisse.
Þjóðviljinn slær því upp sem
meginkröfu að (slendingar eign-
ist meirihluta í álverksmiðjunni.
( því sambandi er einnig at-
hyglisvert að heyra það álit Jóns
Sigurðssonar, forstjóra í
Grundartangaverksmiðjunni, að
meirihlutaeign (slendinga í
slíkum verksmiðjum sé æskileg-
ust.
Nú getur það varla verið
kappsmál í sjálfu sér að íslend-
ingar eignist meirihluta í álverk-
smiðjunni í einhverskonar
hefndarskyni. Það verður að
metast út frá hagsmunum og
þeirri reynslu sem af rekstri
verksmiðjunnar hefur fengist.
Með hliðsjón af súrálsmálinu
sýnist það aftur á móti ekki
óskynsamlegt að ganga út f rá því
sem meginreglu í f ramtíðinni, að
íslendingar eigi meirihluta í slík-
um fyrirtækjum. Það fer þá eftir
aðstæðum hverju sinni hvort út
frá því skuli brugðið.
Viðbrögð Alusuissemanna koma
væntanlega í Ijós næstu daga.
Það væri heimskulegt að afneita
þeim fyrirfram og viðurkenna
ekki málsbætur, ef þær eru fyrir
hendi. En sú skylda hvílir á okkur
öllum að hafa íslenska hagsmuni
að leiðarljósi og taka röksemdum
auðhringsins með fyrirvara.
íslensk stjórnvöld eiga að standa
fast á rétti sínum og málstað. Á
hinn bóginn er þeim ályktunum
vísað á bug, að samvinna við
erlenda aðila í orkusölu sé endan-
lega úr sögunni vegna „hækkun-
ar f hafi" á súrálsverði. Þetta
mál kennir okkur aðeins að í
alþjóðlegum viðskiptum verður
hver að gæta eigin hagsmuna.
Stjórnarandstaðan hefur farið
sér hægt í allar yf irlýsingar. Það
er skiljanlegt meðan gögn eru
enn að berast. Málið er ekki
einfalt í sniðum. Stjórnarand-
staðan getur með réttu gagnrýnt
einhfiða upplýsingastreymi og
leynd af hálfu ráðherra. Enginn
ástæða er til að kokgleypa allt
sem frá honum kemur. Hins-
vegar er þess að vænta að
stjórnarandstaðan standi fast á
rétti íslenska ríkisins gagnvart
hinum erlenda auðhring ef sök
sannast.
Svisslendingum ber að sýna
f ulla sanngirni en það væru mikil
pólitísk afglöp ef stjórnarand-
staðan reyndist þeim haukur í
horni.
r
Mér líður vel i margmenni.
Mér þykir ekki gaman að vera
einn. ólýsanleg er sii tilfinning,
aö hverfa i fjöldann. Fyrir
sveitamann eins og mig þarf sá
fjöldiekki að vera ýkja mikill.
Ég skynjaöi fyrst þessa ölýsan-
legu sælu á Strikinu i Kaup-
mannahöfn. Skyndilega var ég
ekki til. Einhver nýr maður var
hluti af ölium þessum sæg. Ég
get ekki lýst þvi. Enginn þekkti
mig. Enginn vissi að ég var til.
Ég skil vel þá félaga, Jón Þor-
kelsson forna og Þorstein Erl-
ingsson. Staddir i Kaupmanna-
höfn kváðu þeir þessa alkunnu
visu:
Jón:
Þar sem enginn þekkir mann
þar er gott að vera.
Þorsteinn:
Þvi að allan andskotann,
er þar hægt að gera.
En þetta er þó ekki aðalatrið-
ið. Ég hafði ekkert að fela. Að-
eins hitt að vera ópersónulegur
hluti af þdsundum, sameinast
sægnum.
Allt i einu er Akureyri orðin
a.m.k. 20 þiísund manna bær.
Það er draumatakmarkið okkar
fyrir aldarlok. Eitthvaö fer af
staö innan i manni, þegar að-
steymið hefst. Gaman að sjá
allt stafrófið læst i bilnúmer
hváðanæva af landinu. öllhótel
fyllast, hver skonsa er setin. Og
tjaldbúðir risa. Tjaldbtiðir.
Þaö orð sá ég fyrst og heyrði i
Bibliunni. Ég var ekkert viss
um hvaö tjaldbdðir voru. Ég
haföi heyrt getið um verslunar-
bUðir. í fatabUöum fengust föt.
Liklega voru tjaldbUðir þess
konarbUðir, þar sem menn gátu
fengið tjöld. Það geröi reyndar
ekki betur en ég vissi hvaö tjald
væri. Ekkert tjald var til
heima. Eina nótt svaf ég þó
barn i eins konar tjaldi. Þá var
ég átta ára. Jarðskjálfti haíöi
leikiö bæinn okkar svo grátt, að
ekki þótti á hættandi að sofa inni
Aff f jölmenni
fyrstu nóttina eftir ósköpin.
Einhverju var hrófaö upp sem
átti að heita tjald, alls óliku hin-
um eiginlegu tjöldum, hvað þá
þeim lUxustjöldum sem nU
sjást. Ef þetta var i likingu við
tjaldbUðir Bibliunnar, þá var
þaö bibliufólk ekki öfundar vert.
Siðan hef ég alla tiö verið
heldur á móti tjöldum. Ég er
hUsmaður að eölisfari. Ég
kenndiibrjóstium allan þennan
manngrUa sem ekki var hægt að
skjóta skjólshUsi yfirog varðaö
hirastitjaldbUðum. Enkannski
hefur fólk viljað þetta. Ætli þaö
sé ekki einhver tjaldrómantik.
„Troddu þér nU inn i tjaldið hjá
mér”, er stundum sungið. SU
var reyndar tiðin að ég tróö mér
inn i tjald,
Á laugardegi
Veðrið miskunnaði sig yfir
tjaldbUöafólkið og alla gesti og
gangandi. Kuldinn hafði lagst á
sálina i mér, en sem fjölga tek-
ur i bænum á föstudag, léttir til
og hlýnar. Fóstra min var á
leiðinni i bæinn með sumarið
með sér, að höfðu samráðí v'ið
stjórn UMFl og forsetaembætt-
ið. Allt i einu er hægt að taka
undir með skáldinu:
Sdlin gyllir haf og hauður
heldur svona myndarlega.
Ekki er drottinn alveg dauður
og ekkert gerir hann kindar-
lega.
Ég tek að skyggnast um i
bænum. Kem hér og kem þar.
Mér liður vel i manngrUanum.
Setningarathöfnin á Iþróttavell-
inum er stórbrotin.
Og siðan hvar sem komið er.
FjiSdi manna að keppni i hvers
konar Iþróttum. 011 iþrótta-
svæöi undir lögð. Svona á það
að vera. Margir eru kallaðir.
Þetta er undirstaðan. Auðvitað
íru ekki allir afreksmenn. En
til þess að stórstjörnur skini á
íþróttahimninum þurfa smá-
stimi fyrst og lika að blika.
Vondir listamenn eru for-
senda góðra listamanna. Leir-
skáld eru nauðsynleg, ef stór-
skáld eiga að vera til og njóta
sin. Stórt sprettur af litlu, en
ekki engu. Sleitulaus iðkun and-
legra og likamlegra iþrótta, þar
sem fjöldinn er virkur, fæðir af
sér afreksmainina. Sumir eru
jafnvi'gir á hið andlega og lik-
amlega.
Rögnvaldur jarl kali i Orkn-
eyjum kvað:
Tafl em eg ör að efla.
tþróttir kann ég niu.
Týni ég trauðla rdnum,
tið er mér bók og smiði.
Skriða kann ég á skíðum,
skýt ég og ræ, svo að nýtir.
Hvort tveggja kann ég hyggja,
harpslátt og bragþáttu.
í manngrUanum hlýði ég á
blessunarorð séra Péturs, fagr-
an sönginn og snjalla ræðu Vil-
hjálms á Brekku. Þrátt fyrir
breyttan tiðaranda lifa hugsjón-
ir frumherjanna, og er þó sagt
að „sjaldan verði ósinn eins og
ippsprettuna dreymir.”
Hafi þeir, sem voru á förnum
vegi, þökk. Þeir færðu mér
sælukennd mergöarinnar, gérðu
Akureyri svipsinnis að stað sem
iöaði af f jörmiklu, margslungnu
lifi. Réttirnir voru fjölbreyttir
og sætur var ábætirinn I knatt-
spyrnuleiknum aö kvöldi sunnu-
dags. Margir voru glaðir á
förnum vegi.
13.6.’81
G.J.
J