Vísir - 18.07.1981, Page 11

Vísir - 18.07.1981, Page 11
Laugardagur 18. júll 1981 VÍSIR 11 Ragnar Baldursson minnist Jarðskjálftanna miklu I Klna I gleyma þessum jarðskjálftum. ■ Mér eru jarðskjálftarnir * miklu I Kina I júll 1976 enn I | fersku minni og ég efast um að I ég komi nokkurn tima til með að ■ gleyma þeim. Ég átti þá heima i I heimavist Peking-tungumála- _ stofnunarinnar á fjórðu hæð i I múrsteinshúsi. Mér hafa aidrei ■ þótt múrsteinsbyggingar sér- _ staklega tryggar að sjá og hafði I ég orð á þvi við kinverska sam- ■ nemendur mina hvort ekki væri hættulegt að búa i svona háu I múrsteinshúsi. Ekki héldu þeir ■ það og bentu meðal annars á að | Peking er ekki á jarðskjálfta- m svæði. Svo var það eina nótt I júli að I ég vaknaði viðað allt lék á reiði- _ skjálfi, herbergið sveiflaðist til I og kalk tók að hrynja af | veggjum. I — Hélt að Rússar væru að | gera kjarnorkuárás — ■ Það fyrsta sem mér datt I hug ■ var að nú væri hafið strið á milli | Rússa og Kinverja og hefðu ■ Rússar gert skyndiárás á ■ Peking með kjarnavopnum. En | þegar skjálftinn hélt áfram og _ ég hélt enn lifi nokkrum sekúnd- ■ um seinna sá ég að þetta var | „bara jarðskjálfti”, dreif mig _ fram á rúmstokkinn og leit á I kínverska herbergisfélagann I minn sem tvisteig úti á miðju _ gólfi. „Hvað er jarðskjálfti á I kinversku?” spurði ég hann á ■ ensku þvi að hann var að læra * ensku við skólann. „Dizhen” I svaraði hann og skipaði mér svo ■ að flýta mér niður eins hratt og ■ ég gæti um leið og hann flúði út I um dyrnar. Ég sá að hann hafði liklega ■ rétt fyrir sér, dreif mig i bux- | urnar og fram á gang. Það var ■ þá fyrst sem ég fór að gera mér * grein fyrir þvi hvað hættan var raunverulega mikil þvi að þetta var ekki járnbent steinsteypu- hús eins og á íslandi heldur múrsteinshús sem hrunið gæti hvenær sem væri. Sem betur fór stóðu skóla- byggingarnar og heimavistin aö mestu. Að visu hrundi hluti af þaki og reykháfur i næsta húsi en þegar til kom reyndust mestu skemmdirnar i skólanum fólgn- ar i þvi að kalk hafði fallið af veggjum i stórum stil og einu slysin voru þau að einn erlendu nemendanna stórslasaðist þegar hann stökk út um glugga á fjórðu hæð, en annar snéri sig á ökkla þegar hann var að hlaupa út úr herbergi sinu sem var á fyrstu hæð. Skemmdir gífurlegar í Peking og öðrum borgum Daginn eftir aðaljarðskjálft- ann hjólaði ég hægt um nokkrar götur Pekingborgar og skoðaði skemmdirnar sem orðið höfðu. Hvert sem litið var mátti sjá merki eftir járðskjálftann. Heilu og hálfu veggirnir höfðu hrunið horn vantaði á hús og i sumum götum var ekki til það hús sem ekki hafði orðið fyrir einhverjum skemmdum. 1 sjálfu sér er ekkert skritið hvað skemmdirnar urðu miklar iPeking þó svo að jarðskjálftinn væri ekki svo sterkur þar, þvi ✓ flest hús þar voru gömul múr- steinahús, mörg án efa yfir hundrað ára gömul og jafnvel sum að hluta til úr sólbökuðum leir. Ekki varð ég var við mikið af slösuðu fólki, en ég frétti að slys hefðu samt verið mörg og margir hefðu látist i Peking. Oftast var dánarorsökin sú að múrsteinn féll i höfuð fólks. Hundruð þúsunda létust Þótt ekki hafi kannski margir látist i Peking þá voru áhrif jarðskjálftans mun meiri i öðrum borgum. 1 Tangshan, þar sem upptök jaröskjálftans voru, létust t.d. hvorki meira né minna en 130.000 manns eða meira en tiundi hver ibúi og yfir 80.000 særðust alvarlega i þess- ari rúmega milljón manna borg. Hafnarborg Peking, Tianjin, varð einnig fyrir gifurlegum skemmdum enda gömul borg með mjög fáum nýjum bygg- ingum. Auk þess urðu miklar skemmdir og lést fjöldi manns i mörgum smærri borgum og þorpum nær Tangshan. Það er ekki fjarri lagi að heildarfjöldi þeirra sem létu lifið hafi verið a.m.k. um þrjú eða fjögur hundruð þúsund. Tangshan, þar sem upptök þessa 7,8 gráðu jaröskjálfta var, er fyrst og fremst kolanámu- borg. Samkvæmt frásögn sjónarvotta þurrkaðist borgin gjörsamlega út svo að ekki stóð steinn yfir steini eftir jarð- skjálftann. Þetta mun meðal annars stafa af þvi hvað mikið er um námur á þessu svæði þannig að á mörgum stöðum er jörðin hérumbil hol. Strax eftir jarðskjálftana var sendur gifurlegur fjöldi sjálf- boðaliða til Tangshan til aö veita þá aðstoð sem hægt væri og hefja endurbyggingu sem fyrst. Meðal þeirra var meðal annars þáverandi formaður Kommúnistaflokks Kina, Hua Guofeng (Hva Gvoföng). Fyrst var komið upp bráðabirgða- skýlum fyrir ibúana, þar sem þeir gætu dvalist á meðan á enduruppbyggingu stæði og siðan var hafist handa við að byggja nýja borg á rústum þeirrar gömlu. 50.000 f jölskyldur komnar í ný húsakynni Yfir 2300 sérfræðingar og verkfræðingar viðsvegar að i Kina hafa unnið að skipulagn- ingu nýju borgarinnar. Er nú þegar búið að ganga frá flutn- ingi um 50.000 fjölskyldna i nýtt húsnæöi og verið að ganga frá flutningi 40.000 annarra fjöl- skyldna. Alls er búið að skipuleggja byggingu á yfir 14 milljónum fermetra I Tangshan og þar af búið að ljúka og ganga frá húsum með yfir 4,11 milljón fer- metra gólfplássi. Meirihlutinn af þessum byggingum var reist- ur á siðustu 3 árum en fyrir þann tima voru framkvæmd- irnar fólgnar i þvi að ryðja svæöið sem ætlað var til bygg- inga, skipuleggja það og undir- búa byggingarefnið. Atvinnulíf i Tangshan blómgast Eölilega hrundi atvinnulif og iðnaður i Tangshan saman fyrst eftir jarðskjálftana, en vegna frábærs dugnaðar ibúanna og mikillar aðstoðar stjórnvalda var heildarverðmæti iðnfram- leiðslu i fyrra komið fram úr verðmæti hennar fyrir jarð- skjálftana, en það var samtals 2,6 miljarðar júana á siðasta ári. Framleiðsla á kolum varð samtals um tuttugu og fimm milljón tonn og rafmagnsfram- leiðsla varð yfir milljón kilóvött eöa þrefalt meiri en fyrir jarð- skjálftana. Sérstakur uppgangur virðist einnig vera i framleiðslu á postulinsmunum. Arið 1980 pantaði bandariskt fyrirtæki, N.P.C. 10.000 postulinssett meö 45 bollum og diskum i hverju. Likaði það svo vel i Banda- rikjunum að fyrirtækið pantaði hvorki meira né minna en 270.000 sett i viöbót. Það er þvi greinilegt að lif ibúanna i Tangshan er að færast smám saman I eðlilegt horf þótt erfitt sé að gleyma hörmungum jarðskjálftanna fyrir 5 árum. Að nokkru leyti stuðst við E1 Popola Cinio.) Ragnar Baldursson Hafið strax samband við sölumenn okkar. Missið ekki af þessu tækifæri til að eignast bil á greiðslukjörum sem ekki hafa þekkst fyrr NU GETA ALLIR EIGNAST OG^ /E EÐA A GREIÐSLUKJÖRUM SEM FLESTIR RÁÐA VIÐ TRABANTINN er meiri bíll, en flestir gera ráð fyrir, en það þekkja þeir sem reynt hafa. WARTBURG Station Einn sem ekki er hræddur við þjóðvegina Nú kominn með gólfskiptingu TRABANT/WARTBUHG Vonarlandi v/Sogaveg — Símar 33560 & 37710

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.