Vísir - 18.07.1981, Page 12
vism Laugardagur 18. júll 1981
„Skvís” í 4 þáttum
Nick Lowe vildi ekki gerast upptökustjóri þeirra þvi
honum fannst þeir of góöir og taldi aö þeir þyrftu ekkert
á sér að halda. Dave Edmunds langaöi til aö slá til en
varð aö hella sér úti samstarf viö Stray Cats. Inn á sviðið
kemur þriöji aðdáandinn: Elvis CostellO/ fer úr útískón-
um, smellir sér i inniskóna og sest við stjórnborðið i
hljóðrásaveri nokkru í riki Engla austur þar. Hinum
megin við glerið standa 5 skrýtnir kappar og kreista
hljóðfærin sveittir um lófana. Þessir 5 eru félagar í
hljómsveitinni Squeeze.
Tjaldið upp —
fyrsti þáttur
Chris Difford textasmiður og
annar helsti lagasmiður Squeeze
segir um þessa fyrstu stund
þeirra fimmmenninga með
„textaguöinum” Elvis Costello,
eins og Difford kallar hann: „Ég
var áhyggjufullur i fyrstu. Ég
vonaðist til að hann færi ekki að
setja Ut. á gömlu textana mlna og
leggja til að ég endursemdi þá.
Ég sá hann fyrir mér, sitjandi
með spekingssvip „Jæja vinur, ef
þú vilt hafa þá svona!!! ” En hann
snerti ekkert við þeim. Ég er feg-
inn að honum fannst ekki neitt at-
hugavert við þá. Ég er i rauninni
mjög stoltur af þessum textum og
hann kunni að meta það sem ég
var að gera. Ég dái Elvis alveg
geysilega og þegar hann þrykkti
þessum lögum upp á við, fannst
mér eins og ég hefði öölast eitt-
hvað.”
Þaö er ekki aö ósekju að leiðir
þeirra Squeeze-manna og Elvis
Costello lágu saman. Elvis og
þeir Rockpile kappar Nick Lowe
og Dave Edmunds hafa um langt
árabil verið einskonar krónprins-
ar hins breska popps.
I hertogasveitinni, sem stendur
rokk-krónprinsunum næst eru
þeir Chris Difford og Glenn
Tilbrook tvimælalaust. Þess
vegna var það mjög eðlilegt þeg-
ar Jake Riviera hringdi I for-
sprakka Squeeze, er undirbúning-
ur siðustu Bandarikjafarar
Rockpile og Elvis Costello stóð
fyrir dyrum. Squeeze komu fram
sem upphitunaratriöi á undan
tónleikum Costello og vinskápur
tókst með þessum köppum.
Skilnaður —
annar þáttur
Frá upphafi haföi Squeeze haft
Miles Copeland, bróöir Steve
Copeland I Police, sem umboðs-
mann. Miles trúir þvi að stöðug
ferðalög og endalausir tónleikar
geti rutt góöum hljómsveitum
brautina til frægðar. Þetta hefur
hann sannað með Police, en
Squeeze kvintettinn var ekki
alveg á sama máli. Þeim drengj-
um þótti nóg um ferðalög og
sögðu sem svo, að ekki væri allt
fengið með spiliriinu einu saman.
Þeir vildu hafa næði til að semja
ný lög og móta nýjar hugmyndir.
Þá greindi þvi verulega á við um-
boðsmanninn og fór svo að lokum
að skilnaður var óumflýjanlegur.
Það sem meira var, þá kom i ljós
að Jools Holland, hljómborðsleik-
ari og einn tónsmiðanna innan
Squeeze átti ekki heldur samleið
með hinum fjórum svo að hann
tók hatt sinn og staf og kvaddi i
vinsemd. Segir ekki meira af hon-
um i þessum þætti.
Saga úr austurbænum
— þriðji þáttur
Jake Riviera heitir maður
nokkur, skaphundur og slags-
málagaur sem fer meö umboð
Elvis Costello og Nick Lowe
ásamt umboði annara minna
þekktra listamanna. Hann tók
upp umboðsstörf fyrir Squeeze
um tima og vegnaði þeim nú vel
og allt lék i lyndi. Jake skaut
þeirri hugmynd að Difford og
Tilbrook að þeir gerðu tveggja
plötu albúm og notuðust við 4
upptökustjóra. Elvis Costello átti
að stjórna á fyrstu hlið plötunnar,
Nick Lowe annari hliöinni, Dave
Edmunds þeirri þriðju og Paul
McCartney fjórðu. Nú, nú,. Hafist
var handa. Elvis byrjaöi, lauk
sinu og við tók Dave og stjórnaði
einu lagi áður en hann hljóp á
braut með flækingsköllunum i
Stray Cats. Nick vildi ekki stjórna
svona góðum gæjum og aldrei
kom til þess að Paul McCartney
yrði kvaddur á staðinn. Samt var
lokið við gerð plötunnar með að-
UB 40 — Present Arms
DEP. Int/EPIC EPC
85126
Júbi Forti eöa UB 40, er ein
þeirra reggae hljómsveita
sem Bretar kunna cinna best
að meta núna. Fyrsta plata
þeirra „Signing Off” vakti
verðskuldaða athygli i fyrra.
Bæði tónlistin og þá sérlega
textarnir, féllu I góðan jarðveg
og með „Present Arms” inn-
siglar UB 40 stöðu sina i innsta
hring þeirra bestu. Tónlist UB
40 er liðandi reaggae sem leik-
iö er á gitara, trommur,
bassa, hljómborö og blásturs-
hljóðfæri. Lögin 8 fjalla öll um
pólitiska stöðu iitilmagnans I
Bretlandi, umfjöllunarefni
sem mjög ofarlega er á baugi
hvarvetna i hinum vestræna
heimi núna.
Tónlistin er mjög vel leikin,
lögin gripandi og þægileg á-
heyrnar. Þó er ekkert eitt lag
jafn gripandi og „Food for
Thought”, en þaö lag geröi þá
vinsæla i fyrra.
..Present Arms” er jafnari
og heilsteyptari plata en
„Signing Off” var og fær hún
min bestu meðmæli.
Jg
Jónatan Garðarsson skrifar..
PETER
UB40
Peter Tosh — Wanted
Dread & Alive CUNS
39113
Satt best að segja átti ég von
á mun betri plötu frá Peter
Tosh, þvi hann hefur sýnt að
tónlistarmaður er hann góður.
Siðustu plötur hans hafa verið
mun betri en þessi er. Ekki
skortir hann góða aðstoðar-
menn þvl hér eru Robbie
Shakespeare og Sly Dunbar á
meöal spilara einu sinni enn.
Þeir eru þekktir fyrir að
fremja yfirleitt góða tónlist.
Maöur hefði vel getað i-
myndað sér að Peter Tosh
tæki við sem fánaberi regga-
esins við fráfall Bob heitins
Marley, en þessi plata gefur
ekki slik fyrirheit. Tosh er i
greinilegri lægð.
Það er nokkur ágætis lög að
finna á þessari plötu en ég er
þeirrar skoðunnar að lögin
.JVothingButLove” og „Fools
Die” eigi ekkert erindi á þess-
ari plötu. Heildarsvipurinn
hefði orðið betri ef þau hefðu
verið látin liggja um kyrrt i
ruslakistunni.
Ekki er þó öll nótt úti enn og
vonandi tekur Tosh sig saman
i andlitinu áður en hann leggur
i aðra plötu. jg
stoð Elvis Costello. tJtkoman var
14 sögur úr austurbænum sem
fjalla um fólk og vandamál þess i
einkalifinu á mjög eftirtektar-
verðan og skemmtilegan hátt.
Allt er þetta fært i hinn smekkleg-
asta tónlistarbúning á plötunni
East Side Story.
Tjaldið fellur —
fjórðiþáttur
Aður en gerð East Side Story
lauk höfðu fjórmenningarnir I
Squeeze elt uppi og fest hljóm-
borðsleikarann Paul Carrack á
bak við stæðu af hljómgerflum og
öðru sliku. Jake Riviera lét af
umboðsstörfum fyrir Squeeze
vegna anna, svo að það starf er
trúlega laust núna ef einhver vill
bregða undir sig betri fætinum og
fást við spennandi starf.Squeeze
er á góðri leið með að mála nafn
sitt meö stórum stöfum á efri sæti
vinsældalistanna um leið og þeir
klifra upp á hinn hála topp hæg-
um skrefum.
Eins og Chris Gifford sagði i
hinni dramatisku lokasenu:
„Þegar þú ert kominn á bólakaf I
skitinn, skaltu loka munninum og
leika á liðið.”
Tjaldið.
Ákaft lófatak. — jg