Vísir - 18.07.1981, Síða 14
14
Laugardagur 18. júll 1981
VÍSIR
og fCTöctmda
Boeing 747 þotur frá Lufthansa á flugveHinum viö Frankfurt.
Skoóanakönnun um flugfélög og flughafnir:
Flestir mæltu
með Lufthansa
Meðhvaða þremur flugfélögum
heims viltu mæla með við annað
fölk sem stundar viðskipti?
Hvaða flughöfn veitir besta þjón-
ustu að þinum dómi? Hefur þú
ánægju af þvi að fljúga?
Þessar spurningar og margar
fleiri voru lagðar fyrir starfs-
matn 20 þúsund stórfyrirtækja i
Bandarikjunum, Evrópu og
Austurlöndum fjær. Hér var um
að ræða starfsmenn sem þurfa að
ferðast mikið og að lokum voru
1.181 fyrirtæki tekin út og niður-
staða könnunarinnar birt, en hún
var gerð á vegum The Annual In-
vestment File. Tilgangurinn var
að kanna viðhorf manna til þjón-
ustu flugfélaga og flughafna. Af
þeim fyrirtækjum sem valin voru
i endanlegt úrtak voru 43,9% i
evrópskri eigu, 41,3% amerisk og
14,8% frá Austurlöndum fjær,
einkum Japan.
Ef fyrst er litið á niðurstöður
svara við spurningunni um hvaða
þremur flugfélögum menn vildu
mæla með kom i ljós að flestir
völdu þyska félagið Lufthansa
eða 317. Næst kemur Swissair
með 270 og American Airlines var
i þriðja sæti og mæltu 249 með
þvi. Síðan var röðin þessi: Singa-
pore Airlines 181, Japan AirLines
175, Air France 156, Delta Air
Lines 138, United Airlines 131,
Gistiverd í
Færeyjum
Samkvæmt yfirliti sem Ferða-
málaráð Færeyja hefur gert eru
samtals 825 rúm i hótelum og öðr-
um gististöðum i Færeyjum.
Telja Færeyingar þetta allt of
lítið gistirým i og takmarki komur
ferðam anna.
Ódýrast er að gistaá Farfugla-
heimilum, en þar kostar rúmið 30-
40krónur yfir sólarhringinn. Eitt
farfuglaheimili býður tjaldstæði á
15 krónur.
A gistiheimilum kostar 70-80
krónur á sólarhring að búa fyrir
einn, en um 100 krónur i tveggja
manna herbergi. A sjómanna-
heimilum er verðið afar mismun-
andi eða frá 55-150 krónur fyrir
einn og er þá reiknað með snyrt-
ingu og baöi þegar verðið er orðið
svona hátt. Tveggja manna
herbergin kosta frá 95 krónum og
upp i' 200.
Hótelin eru svo dýrust, en þá er
yfirleitt morgunverður innifalinn
i verði og herbergi með baði og.
snyrtingu. Eins manns herbergi
kosta frá 120 og upp I 275 krónur
og tveggja manna frá 120 og allt
upp I 420 krónur.
Fram til þessa hefur ekki verið
um aö ræða nein skipulögð tjald-
stæði I Færeyjum, en útlendingar
mikið sóst eftir að fá að tjalda.
Bæjaryfirvöld I Þórshöfn eru nú
að koma upp tjaldstæði.
United Airlines 131, British Air-
ways (BA) 119 og í 10. sæti var
hollenska félagið KLM með 105
meðmælendur. Þess má geta að
SAS lenti í 16. sæti og að samtals
níu bandafísk voru nefnd meðal
þeirra 20 sem fengu flesta með-
mælendur.
Af flughöfnum hlaut Frankfurt
344 atkvæði, næst kom Charles de
Gaulle við Paris með 268 og i
þriðja sæti Schipol við Amster-
dam með 231. Heathrow við
London var i' niunda sæti og
Kennedy i New York i 11. sæti.
Af úrtakinu sögðust 65,4% njóta
þess að fljúga meðan 34,6% gera
það ekki. Ennfremur kom fram,
að 38,4% töldu þjónustu um borð i
flugvélum ágæta, 48,1% töldu
hana góða og 16,2% sögðu þjón-
ustu slæma. Mikill meirihluti
sagði það ekki svara aukakostn-
aði að ferðast með hljóðfráum
farþegaþotum, flestir kusu að
ferðast á Business Class farrými
en aðeins 11,7% á afsláttárfar-
gjöldum með félögum eins og
Laker.
Sæmundur
Guðvinsson
skrifar
Gód þjónusta
gcgn þjórfé?
Fram til þessa hefur yfirleitt
ekki tiökast aö gefa þjórfé hér-
lendis og hafa flestir veriö þvi
fegnir, aö minnsta kosti þeir
sem veröa þjónustu aönjótandi.
Vlöast hvar erlendis er hins
vegar til siös aö gefa þjórfé á
veitingahúsum og viöar, enda
reiknaö meö þvi þegar launa-
kjör fólks sem þjónustu veitir
eru ákveöin.
Tilefni þess aö á þetta er
drepiö hér, er klausa i annars
ágætum bæklingi, Around Ice-
land 1981 — á hringvegi — sem
er nýkomin i 6. útgáfu. Þar er að
finna nytsamar upplýsingar um
land og þjóð á ensku og islensku,
en smáklausa á ensku um þjórfé
vakti með mér nokkra furðu:
„Most travel-guides will ad-
vise you not to tip. Indeed, this
is the general rule.H iwever, yoi
may find yourself ge ting better
service if you tip yo r regular
waiter”.
Þótt alltaf sé eitthvað um þaö
að erlendir gestir sem hingað
komi gefi þjórfé af gömlum
vana hefi ég ekki áður séð þvi
haldið fram opinberlega, aö
þjórfé sé forsenda þess að fá
góöa þjónustu á veitingahúsum
hér á landi.
i Swissair
Flugfélagið Swissair heldur
I nú upp á hálfrar aldar afmæli
I sitt, en það var stofnað árið
I 1931. Fyrsta árið flutti félagið 10
I þúsund farþega en á siðasta ári
I voru farþegar félagsins 6,9
I milljónir talsins.
| Swissair hefur ekki fremur en
t önnur f lugfélög farið varhluta af
■ þeim erfiðleikum sem nú steðja
j að flugrekstri.En þrátt fyrir tap
! á flugrekstri Swissair á siðasta
ári varð nokkur tekjuafgangur i
ára
heild hjá félaginu vegna hagn-
aðar á ýmsum öðrum rekstri en
sjálfu fluginu svo og sölu flug-
véla.
Góð nýting var á flugleiðinni
yfir Norður Atlantshaf i fyrra,
eða 70%, en Armin Baltensweil-
er, stjórnarformaður Swissair,
segir, að engu að siður hafi ekki
orðið nokkur hagnaður af þessu
flugi þar sem fargjöld hafi ekki
staðið undir kostnaði.
Hjá Swissair starfa nú 16.000
manns.
1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Jónas lóssar
menn um
Kaupmannahöfn
Margt gott er að segja um leiö-
sögurit Jónasar Kristjánssonar,
ritstjóra, um Kaupmannahöfn,
sem Fjölvi gaf út á dögunum.
Bókin er vel skrifuð, full af gagn-
legum upplýsingum og fróðleik
auk þess sem hún er i handhægu
broti. Það er fengur að þessari
bók og vonandi fylgja fleiri I kjöl-
fariö með leiðsögn um aðrar
þekktar borgir heims.
Ritið skiptist i átta kafla auk al-
mennra upplýsinga og borgar-
korta. Kaflaheitin gefa nokkra
hugmynd um innihaldið: Gisting,
matur, uppskriftir, verslun,
skemmtun, göngur, útrás, íslend-
ingaslóðir.
Sem fyrr segir er mikinn fróð-
leik að finna i bókinni sem er tæp-
ar 100 blaðsiður. Er ég sannfærð-
ur um, að með þessa bók i hendi
fá ferðamenn góða leiðsögn um
borgina og skiptir þá engu hvort
menn hafa komið þangað áður
eða ekki. Kaflinn um tslendinga-
slóðir er til dæmis afar fróðlegur
og ég hvet alla þá sem fara til
Kaupmannahafnar að lesa hann
vel og vandlega og ganga með
Jónasi um slóðir þekktra tslend-
inga sem þarna höfðu lengri eða
skemmri dvöl.
Ekki er ég að öllu leyti sáttur
við það hvernig Jónas ver þvi
plássisem ekki stærri bók býður.
Þau hjón, Jónas og Kristin Hall-
dórsdóttir, kona hans, segja i for-
mála: „...mikill hluti ferða-
manna ver mestum hluta timans
á hóteli og veitingahúsum og
hefur þess á milli töluverðan
áhuga á að skemmta sér og lita i
bUðarglugga, en er ekki allan
sólarhringinn að skoða söfn og
merka staði”.
Ekki get ég tekið undir fullyrð-
inguna um löngun ferðamanna til
að hi'ma inni á hótelherbergjum
þarna i Höfn, en hins vegar get ég
skrifað upp á hitt. En Jónas
gengur Ut frá þvi sem visu að
menn vilji búa vel og eyðir þvi
miklu nimi i að lýsa dýrustu
hótelum borgarinnar. Þótt
gaman sé að búa á þessum finu
hótelum tel ég þeim gjaldeyri illa
varið, auk þess sem þeir eru
kjósa sér næturstað i slikum hæg-
Jónas Kristjánsson, ritstjóri. sæl-
keri og férðalan^ur.
indumvita yfirleittaðhverju þeir
ganga. Það hefði verið nær að
nefna fleiri hótel i styttra máli og
gefa breiðari mynd af verði og
gæðum.
Sömuleiðis finnst mér of miklu
rúmi eytt i að segja frá dýrum
matstöðum og betra hefði verið
að segja frá tveimur eða þremur
slikum stöðum ítarlega og siðan
stutta umsögn um marga.
Kristin Halldórsdóttir er höf-
undur ljósmynda, sem eru i lit-
um, og eru þær flestar misheppn-
aðar og sumar afleitar. Ef þau
hjónætla að skrifaog ljósmynda i
fleiri bækur af þessu tagi verður
frúin að fá tilsögn hjá Bjarnleifi.
Þá þótti mér vanta i bókina
meiri upplýsingar um staði sem
börn hefðu gaman af að heim-
sækja. Til dæmis Sömods bolsiu-
fabrikkuna á Nörregade, en þar
geta börn fylgst með þvi hvernig
karamellur verða til. Svo má ekki
gleyma MarionbarnaleikhUsinu i
Kongens Have, en þar eru sýn-
ingar daglega yfir sumarið nema
á mánudögum.
Enhvað sem tina má til af að-
finnslum af þessu tagi þá er bókin
„Ómissandi ferðafélagi á
Hafnarslóð” eins og segir á
bókarkápu og vonandi fylgja leið-
sögurit um fleiri borgir i kjöl-
farið.
Ferdamenn flýja
verðbólgulöndin
Ferðamálafrömuðir viða um
heim hafa lengi velt þvi fyrir sér
hversu mikil áhrif verðbólga hafi
á komur ferðamanna til hinna
ýmsu landa. í timaritinu World-
press Review eru nefnd dæmi um
samspil verðbólgu og fækkunar'
ferðamanna.
Þótt ferðamönnum hafi fækkað
um 2% á Spáni á siðasta ári er
Spánn engu að siður lang fjölsótt-
asta ferðamannaland Evrópu.
Það ár fjölgaði ferðamönnum i
Sviss um 15% frá fyrra ári og er
það þakkað litiUi verðbólgu og
nokkurri gengisfellingu frankans.
Stóra Bretland og írland áttu við
18% verðbólgu að striða á siðasta
ári og þar fækkaði ferðamönnum
um 5%. Veruleg fækkun.varð á
komum ferðamanna til Tyrk-
lands, en þar geisaði 94% verð-
bólga.
Mest var fjölgun ferðamanna i
Kanada, Bandarikjunum, Astra-
liu, Nýja Sjálandi og Japan, eða
um 20%. Verðbólga i þessum
löndum var minni en viða annars
staðar. Hérlendis fækkaði ferða-
mönnum um 15% enda var verð-
bólga 56% og þetta segir sina
sögu.