Vísir - 18.07.1981, Side 19
Laugardagur 18. júli 1981
Laugardagur 18. júll 1981
VÍSIR
ru æskuly dsstörf lummó?
vtsm
Unglingavandamál: Þjórsárdals-
fyiierí, Hallærisplanshangserí — alls
staðar havarí?
Oekkí: Niður við Tjörn, i gömlu og
glæsilegu húsi situr umsjónarmaður
æskulýðsstarfsemi Reykjavikur og
segir: „Það er ekkert til sem heitir
ungiingavandamál”. Og hann ætti að
vita það.
Framkvæmdastjóri Æsku-
lýösráós heitir Ómar Einarsson.
Hefur veriö siöan I sptember
1979. Fyrsta spurning: Hvaö
þarf maöur aö hafa til aö bera
til aö veröa „Æskulýösstjóri” i
höfuöborginni?
— „Ég veit ekki. Þaö er ekki
krafist neinnar sérstakrar
menntunar og ég hef enga lang-
skóla menntun, hef ekki einu
sinni stúdentspróf.”
Þá hefuröu haft eitthvaö ann-
aö til aö bera?
Þaö kemur upp úr dúrnum aö
Ómar hefur llklega alveg þaö
rétta:
— „Forsaga min er sú, aö
þegar ég var I gagnfræöaskól-
anum á Akureyri (ég er nefni-
lega Akureyringur) tók ég þó
nokkurn þátt I félagslifinu þar
og var m.a. i hópi þeirra sem
fóru I kröfugöngu til aö fara
fram á aö meira yröi gert fyrir
unglinga á Akureyri. Þetta
byrjaöi eiginlega þannig aö á
málfundi i skólanum var veriö
aö gagnrýna stjórn nemendafé-
lagsins fyrir lélega frammi-
stööu I þessum efnum og viö i
nemendafélaginu svöruöum þvi
m.a. til aö ekki væri bara við
okkur aö sakast heldur lika bæj-
aryfirvöld. Svo var skipulögö
kröfuganga.
1 kröfugöngunni voru nokkur
hundruö krakkar og ég var i
broddi fylkingar og afhenti for-
seta bæjarstjórnar sem þá var
Stefán Reykjalin, bréf frá okkur
þar sem viö báöum um betri fé-
lagsaðstöðu fyrir unglinga á
Akureyri.”
Einhver árangur?
Hertóku skrifstofurnar
— „Ekki strax. Aö ári liönu
var ekki fariö aö bóla á neinu og
þá tókum viö okkur til og storm-
uöum aftur niöur á bæjarskrif-
stofur meö rjómatertu sem viö
afhentum bæjarstjórninni til aö
hafa meðsér á fund. Svo hertók-
um viö húsiö. Þegar þetta gerö-
ist var ég i 5. bekk, var i fram-
haldsdeild gagnfræðaíkól-
ans.Og upp frá þessu held ég
mér sé óhætt aö segja aö Dyn-
heimar, félagsmiöstööin
nyröra, hafi fariö vel af staö.
Félagi minn, sem einnig tók
þátt I þessum mótmælaaögerö-
um á sinum tima, Haraldur
Hansen, hefur reyndar haft um-
sjón með Dynheimum frá upp-
hafi.
Viö uröum talsvert frægir fyr-
ir þetta allt saman, var boöiö á
popphátiöina i Saltvik 1971 og
hvaöeina! Nema hvaö áriö 1972,
þá var ég búinn I skólanum,
bauö Hinrik Bjarnason, sem þá
varframkvæmdastjórihér, mér
vinnu hér i Reykjavik. Um
haustiö sótti ég um styrk til aö
fara til Sviþjóöar til aö komast á
skóla til aö kynna mér æsku-
lýösstarfsemi.”
Samt ekkert betri þar en
hér
Æskulýösstarfsskóli?
— „Skólinn hét á sænsku Fri-
tidsledarutbildning, mér finnst
æskulýösstjórnun nú ekki alveg
rétt þýöing, en oröiö skilja vist
flestir.
Þaö er mikiö af þessum skól-
um i Sviþjóð, um allt landiö.
Skólinn sem ég var i er I Gauta-
borg. Þarna var vitanlega bók-
legt nám og kom margt inn i
þaö, t.d. sálfræöi, uppeldisfræöi,
félagsfræöi o.fl. og svo var ég
auðvitaö i praxis lfka, vann I fé-
lagsmiöstöövum og á svipuöum
stofnunum. Sviarhafa um langt
árabil veriö ákaflega duglegir
aö byggja upp alls konar félags-
starfsemi, æskulýðsstarf,
iþróttir og þess háttar og hafa
varið óhemju miklu af pening-
um til þessa.
Þarna var ég i tvö ár.”
Þú segir aö Sviar séu duglegir
aö styrkja félagsstarfsemina.
Eru þeir þá lausari viö svonefnd
unglingavandamál?
— „Þeirra unglingar eru svo
sem ekkert betri en okkar — þaö
get ég ekki sagt. Þó geti ég ráö
fyrir aö þar sé almennari þátt-
taka I öllu starfi. Þarna er auö-
vitaö allt svo miklu stærra I
sniðum og áfengisvandamálin
t.d. eru miklu meiri en hér.”
unglingavanda-
Ekkert
mál
„Annars eigum viö ekki aö
tala um vandamál, mér finnst
ekkert unglingavandamál vera
til, þetta eru miklu fremur fjöl-
skylduvandamál.
Fjölskyldulifiö hefur breyst
svo mikiö. Ég man bara eftir
þvi þegar ég var strákur og það
er ekki langt siöan — ég er
fæddur 1954 — þá var maöur
meira úti aö leika sér, ég man
lika þegar ekkert sjónvarp var
til. Nú oröiö eru foreldrarnir
minna heima og þegar þeir eru
heima, þá er kannski bara verið
aö horfa á sjónvarpið. og litlum
tima er variö til samræöna”.
Helduröu aö sjónvarpiö
stjórni heimilislifinu?
„Já, alveg voöalega. Þaö
gengur allt eftir þvi, heimiliö
hefur stundaskrá sem snýst i
kring um klukkan 8, þá eiga allir
byrja. Nú og þegar sjónvarpið
er i frli finnur fólk vel hvaö þaö
stjórnar lifi þess mikiö I ellefu
mánuöi.
Og sjónvarpsfjölskyldullfiö
kemur niöur á krökkunum?
— „Tvimælalaust. Fjölskyld-
an hittist e.t.v. ekki nema viö
kvöldveröarboröiö og þá eru all-
ir þreyttir og kannski veriö aö
hlusta á útvarpsfréttir. Þegar
klukkan veröur 8, þá eiga allir
aö setjast viö sjónvarpiö. Við
veröum vör viö þaö, þegar viö
tölum viö krakka um þeirra mál
aö þau segja i lokin, veistu þetta
er i fyrsta skipti sem einhver
talar við mig eins og fulloröna
manneskju. Þá er ekki viö góöu
aö búast. — Svo kemur helgin
þegar fólk á fri og þá er kannski
verið aö byggja...”
— Þú veist þú ert aö gagn-
rýna ansi mikiö, útivinnandi
mæöur, lifgæöakapphlaupiö,
raunar þjóöfélagsskipulagiö...
— „Ég hef ekkert á móti úti-
vinnandi mæðrum”. Svo segir
hann ekki meira um það.
##Ég veit það ekki"
Ertu I nánum tengslum viö
krakkana eöa er starf þitt meira
papplrsvinna?
— „Maöur reynir auövitaö aö
hitta sem flesta, tala viö þá og
fylgjast meö. En þetta er ansi
mikil skrifstofuvinna. Annars er
það einkum fólkiö úti i félags-
miðstööunum og i útideildinni,
sem halda sambandinu viö
krakkana, þó auövitaö reyni ég
t.d. aö koma alltaf ööru hverju i
Fellahelli, Þróttheima og Bú-
staöi, stundum labba ég niöur i
miöbæ á kvöldin.”
Hvaö vilja krakkar, þegar
þau eru spurö?
— „Þeirra svar er oftast „ég
veit það ekki, ég veit þaö ekki”.
Stundum, og reyndar oftast
segjast þau þó vilja einhvern
staö, þar sem þau geta hist og
verið saman. Þau vilja ekki
endilega staö til aö dansa i,
heldur bara athvarf og þaö er
vel skiljanlegt.
Er æskuiýðsstarf
lummó?
Þegar ég var unglingur,
Ómar, held ég mörgum krökk-
um hafi þótt eitthvaö lummó viö
æskulýösráö, veröuröu var viö
svona hugarfar?
„Þaö getur veriö aö fólki finn-
ist þetta allt vera lummó en þá
veit þaö heldur ekki mjög mikið
um æskulýösstarf t.d. að við
rekum öflugt tómstundastarf i
skólum, reiöskóla i Saltvik, sigl-
ingaklúbb i Nauthólsvik auk
reksturs félagsmiöstöövanna.
Þetta starf kalla ég ekki
lummó heldur heilbrigt æsku-
lýösstarf.
Hitt er svo aftur annaö mál,
aö það má vel vera aö félags-
starfsemi sé ekki alveg i takt viö
timann. Nú er t.d., aö þvi er viö-
ist, alls ekki i tisku aö vera i fé-
lagi, aö vera skáti eöa aö vera I
KFUM og-K. — Ég var nú skáti
þegar ég var unglingur, komst
m.a.s. svo langt aö fá forseta-
merkiö! — og mér er vel kunn-
ugt um aö starfsemi þessara fé-
laga er margskonar, þaö er
fariöi útilegur, skiöaferöir, lögö
stund á iþróttir og önnur félags-
störf. En ef sllk samtök geta
ekki laöaö til sln fólk þá þarf aö
setjast niöur og endurskoöa
þau, heimfæra þau upp á dag-
inn I dag, athuga hvaö gert hef-
ur verið og hvaö gera má”.
Ekki dreyminn maður
Þú hlýtur aö hafa hugmyndir
um hvaö gera mætti, aö eiga
einhverja drauma?
— „Ég er nú ekki mikiö fyrir
þaö gefinn aö láta mig
dreyma... en þaö þyrfti t.d. aö
setja reglur um fjárveitingar til
æskulýös- og tómstundastarf-
semi yfirleitt. Hér á landi eru
alls engar reglur til um þaö,
þetta er svona hipsum og haps-
um hvaö hver fær.
1 fyrra geröi æskulýösráö til-
lögur um slikar reglur sem
lagöar voru fyrir borgarráö, en
þaö hefur enn ekki séö ástæöu til
aö afgreiöa tillögurnar. Þeir
sem fá styrki frá rlkinu, veröa
aö fara fyrir fjárveitinganefnd
Alþingis og betla, en reglur eru
engar til, hvorki fyrir rlki né
sveitarfélög til aö fara eftir”
Engin stefna í þessum
málum
„Hér á landi er ekki til nein
fastmótuö stefna, engin pólitik
hvaö varðar tómstundir, æsku-
lýðsstörf eöa iþróttir. Þaö vant-
ar meira samstarf milli þeirra
aöila sem vinna aö þessum mál-
um. Ég lit á slik störf sem fyrir-
byggjandi störf, þvi sé rétt aö
þeim staöiö,spara þau, þegar til
lengdar lætur. Iþróttir t.d. eru
þannig fyrirbyggjandi starf,
draga úr ótal kostnaðarhliðum
t.d. i heilbrigöisþjónustunni og i
áfengismálum. Fyrir þessu
viröist vera mjög litill skilning-
ur. Tökum t.d. bara þau gjöld
sem rikið tekur af iþróttatækj-
um, þú sérö þessa töflu hér á
veggnum — sem sýnir tekjur
ríkisins af ýmsum Iþróttavör- k
um.
Ariö 1979 var fjárveiting rikis-
ins til iþrótta og æskulýösmála
515 milljónir, þetta eru gamlar
krónur. A þvi sama ári voru
tekjur rlkisins af Iþróttatækj-
8o#QT£NmB0RQ
SKfaA
SkoK.
iK'ikrtkA JWW.
MkAUPs
tA-r.«
&wAaA
iW xin/p „
(jrl j'i'A'*.
/VAt. ;■ /
.Stuöningur rikisins er lengu hlutfalli viöþær tekjur, sem þaöhefur af tómstundaiökan”
um, s.s. boltum, skiöum og þess
háttar og meö i þessu eru ekki
iþróttaskór eöa annar iþrótta-
fatnaöur, 700 milljónir! Það er
aö segja, aö þaö sem hiö opin-
bera leggur út til eflingar
Iþróttastarfsemi, tómstunda-
starfsemi, æskulýösstarfsemi,
er i engu hlutfalli viö þær tekjur,
sem það hefur af starfseminni.”
Ekki eins og togari...
„Þaö er alltaf erfitt aö meta
gagn af tómstunda-starfsemi,
hún er ekki eins og togari sem
veiðir svo og svo mikiö og er
svona og svona þjóöhagkvæm-
ur. Arangur æskulýösstarfsemi
er ekki mælanlegur á þann hátt,
en er þó vissulega aröbær eins
og ég nefndi áöan.
Nú, ef nægir peningar væru
fyrir hendi, er fjöldinn allur af
verkefnum sem biöur. Efla
samvinnuna, fitja upp á nýjung-
um, bæta úr og fjölga viö þaö
sem nú er gert... auka upplýs-
ingastreymi svo sem um hætt-
una af áfengi, af fikniefnum,
það er eitt af þvi sem þyrfti aö
gera.”
Þú talar um auknar upplýs-
ingar um áfengi og Hkniefni.
— „Já, þaö er alveg ljóst að
við erum mörgum árum á eftir
timanum hvaö þetta varöar.
Afengisvarnarráö hefur úr of
litlum peningum aö spila.
Fræösla um afleiöingar fikni-
efna er lögboöin, en þeim lögum
er ekki framfylgt. Aöferöirnar
eru gallaðar, þaö er t.d. spurn-
ing um það hvort hræösluáróöur
er ekki sá, sem minnst gagn
gerir.
En fyrst viö erum aö tala um
áfengisvandamál, þá má heldur
ekki gleimast aö fræösla um þá
hluti fer lika fram á heimilun-
um. Krakkar sem sjá foreldra
sina gera sér glaðan dag með
vindrykkju hljóta að spyrja
sjálfa sig hvaöa töfradrykkur
þetta sé, þaö er ekkert skrýtiö.
Nú, fjölmiölarnir gætu nú gert
meira gagn en þeir gera núna.
Blööin birta myndir af finu fólki
að skála — þaö er ekki viö þvl aö
búast aö unglingar skilji hvers
vegna þaö ætti ekki aö vera i
lagi.”
Hvernig bregstu viö frétta-
flutningi og stórfyllerium I
Þjórsárdal?
— „Mér finnst blöðin og
reyndar útvarpiö lika eltast allt
of mikiö viö slikar fréttir. Þaö
er þetta venjulega, góöar fréttir
eru engar fréttir. Blööin senda
ekki fréttamann á öll iþrótta-
mótin eöa öll skátamótin sem
fara fram. Þau segja ekki frá
þvi betra sem er að gerast.
Unglingunum er aldrei gefinn
kostur á að svara fyrir sig held-
ur, þegar fjallaö er um svonefnd
vandamál þeirra. Allt of litiö er
sagt frá þeirri starfsemi sem fer
fram, bæöi fyrir þau og frá
þeirra eigin hendi.
Dagblöðin sum hver hafa aö
visu sérstakar unglingasiöur,
siödegisblööin eru t.d. meö sér-
stakar siöur undir iþróttir ungl-
inga en þaö er þó aðeins yfir
sumariö. Og þaö vill gleymast,
aö þetta eru ekki bara tóm
vandamál i kring um krakkana.
Þaö er ýmislegt gert og þau gera
margt sjálf, I félagsmiöstöövun-
um, I skólunum og I ýmsum fé-
lagssamtökum, aö ég nú ekki
tali um i öllum framhaldsskól-
unum.
Skólamenn yfirleitt sýna
þessum málum mikinn stuön-
ing. Starfsemin i féiagsmiöstöö-
unum er mjög vel sótt og krakk-
arnir sýna þar bæöi frumkvæöi
og áhuga. Þaö fer allt of lítiö
fyrir þessu öllu saman i fjöl-
miölunum.”
ómar, viö erum buin aö tala
mikiö um þaö sem þarf að gera
fyrir unglinga og þaö sem gert
er. Veröur aldrei o;f mikiö gert
fyrir þau, er þaö ekki einmitt
þaö sem þau vantar, aö þau fái
lika sjálf aö finna til hvers er
ætlast af þeim?
„Mötun er auövitað hættuleg.
Okkur getur komiö saman um
þaö. En staöreyndin er sú aö
uppeldiö viröist vera aö hverfa
mikið frá heimilunum og til
æskulýösráöanna og skólanna
og annarra stofnana.
Krakkar veröa aö hafa eitt-
hvaö fyrir stafni, þau þurfa aö
hitta aöra krakka og annaö fólk.
Og fá aö bera ábyrgö. Þess
vegna þarf einmitt aö virkja
krakkana sjálfa, enda er þaö
gert I auknum mæli.
í Fellahelli, Bústöðum og i
Þróttheimum koma þau sjálf
meö tillögur, sjá um dansleiki
og skemmtanir, sjá um dyra-
gæslu og þess háttar og þessi
virkni er alltaf aö aukast.”
Hefur starfsemi þessara fé-
lagsmiöstööva gengiö vel?
— „Já, þaö tel ég. Og nú er
verið aö opna nýjar, i Arbæ og I
Tónabæ. Arbær er reyndar sú
fyrsta, sem hefur veriö hönnuö
meö slika starfsemi i huga sér-
staklega. Þaö segir sina sögu út
af fyrir sig aö ekki skuli vera
gert ráö fyrir félagsmiöstöövum
i hverfunum, ekki i skipulaginu
fremur en i stefnuskrá hins op-
inbera. En draumurinn væri
vitanlega aö hvert hverfi heföi
sina miöstöö og ekki aöeins fyrir
unglingana.”
Nú bannið þiö alveg alla
áfengisneyslu og reykingar I
þessum stööum. Eruö þiö ekki
þar meö aö meina þeim aögang,
sem einmitt þyrftu helst aö fá
þar inni?
— „Þaö kann aö vera rétt.
Aftur á móti liggur i augum uppi
að rlki og sveitarfélög geta ekki
haft forgöngu I þvi aö leyfa
krökkum yngri en 20 ára aö nota
áfengi. Og hvaö varöar reyking-
ar, þá eru þær bannaöar á viss-
um stööum, ekki alls staöar i
húsinu.
Þú ert eflaust aö hugsa t.d.
um þá krakka sem safnast sam-
an i miöbæ Reykjavikur á
kvöldin. Mér þykir ástæöa til aö
benda á, að aðeins hluti þess
hóps kemur úr Reykjavik. í
könnun sem útideildin geröi
kom i ljós aö um 30-40% voru frá
öðrum hlutum Stór-Reykjavlk-
ursvæöisins. Þessu ber alveg
saman viö könnun, sem viö
geröum þegar ég var meö Tóna-
bæ, 40% krakkanna þar reynd-
ust vara frá bæjarfélögunum ut-
an Reykjavikur sjálfrar.”
Tjaldað til einnar nætur?
Hvaöa lausn sérö þú á áfeng-
isvandamálunum?
Eins og ég sagöi áöan, meiri
fræöslu og meiri þátttöku eöa
meövitund alls almennings um
þaö sem er aö gerast. A þaö
viröist lika skorta. Mér dettur i
hug grein, sem landlæknir skrif-
aöi fyrir skömmu til aö vara viö
englaryki — en hverjir lesa
slika grein og hvaö man fólk
lengi eftir efni hennar? Fikni-
efnin eru vaxandi vandamál,
sem þarf aö snúa sér aö af
krafti. Kristján Pétursson sagöi
i útvarpinu um daginn aö hann
heföi byrjaö aö vara viö aukn-
um innflutningi fyrir 10 árum.
Enn er litið gert. Það sem skort-
ir er baráttuplan, nú eru þessi
mál I öllum fjölmiðlum og tölu-
verö umræöa fer fram en hvaö
veröur gert? Veröa geröar ráö-
stafanir sem ná fram til hausts-
ins, eöa veröur gert meira en aö
tjalda til einnar nætur? Svona
lagaö þarf aö skipuleggja langt
fram i timann, 5 til 10 ár. Þaö
þarf aö endurskoöa þaö sem
þegar hefur veriö gert, meta
þaö og fitja upp á nýjungum ef
gömlu aöferöirnar hafa reynst
árangurslitlar.
Erum viö undir þaö búin?
Þessi mál tengjast öll tóm-
stundastarfi yfirleitt. Eins og
þróunin hefur veriö, er ljóst aö
fristundir eiga eftir aö aukast
glfurlega mikiö.
Víöa erlendis er 3-4 daga frl á
viku oröiö algengt. Hvernig
mun fólk hér bregöast viö aukn-
um frltima, minni vinnu? Ætlar
þaö bara aö fara á fyllerí eöa
mun þaö nota timann sér og öör-
um til góöa?”
Þetta er búiö aö vera mjög al-
vörugefiö samtal, Ómar viöist
ekki reiöubúinn til aö slá á létt-
ari strengi eöa leiöa taliö aö
sjálfum sér. Blm. reynir aö toga
upp úr honum þann ungling sem
I honum bjó — var hann reglu-
samur og góöur strákur?
Hann reykir ekki og fær sér
einstaka sinnum glas á góöra
vina fundi, syndir daglega, er
giftur og barnlaus... Tvær
spurningar I lokin: Hvernig
gengur samstarfiö viö borgar-
stjórnina i Reykjavik og hefur
þú pólitiskan metnaö sjálfur?
„Samstarfiö gengur nú bara
nokkuö vel, ég á ánægjuleg
samskipti viö æskulýösráö,
borgariulltrúa og flesta starfs-
menn borgarinnar. En pólitlsk-
an metnaö hef ég ekki og raunar
hef ég oft hugsaö um þaö hvaö
viö búum illa aö stjórnmála-
mönnum okkar og gerum þeim
virkilega erfitt aö rækja störf
sin. Ég hef t.d. séö hvernig er
búib aö sænskum þingmönnum
og dönskum sveitarstjórnar-
mönnum og samanboriö viö þá
aöstööu erum viö á eftir tíman-
um. Ég mundi t.d. ekki sætta
mig viö þá starfsaöstööu sem
þessu fólki er boöiö uppá.”
Ms
,Ekki unglingavandamál, heldur fjölskylduvandamál’
Helgarviðtaliö er viö Ómar Einarsson,
framkvæmdastj óra Æskulýósráðs Reykjavikur
„Þetta kalla ég ekki lummó heldur heilbrigt æskulýösstarf”