Vísir - 18.07.1981, Qupperneq 22

Vísir - 18.07.1981, Qupperneq 22
22 VÍSIR Laugardagur 18. iúll 1981 , ,Stálf llsarnar Frá vestur-þýsku þorpi við landamærin: Minnismerki um fióttamann, sem komst ekki alla leið. Rafmagnsgirðingar# sjálfvirkar byssur, jarð- sprengjur og varðhund- ar.... Af landamærum austurs og vesturs í Evrópu Það er ekkert grin, jafnvel ekki fyrir saklaust ferðafólk, að komast yfir landamæri austurs og vesturs i Þýskalandi. Aö vestan. Vopnaðir verðir Austur-þýska lýðveldisins grandskoða allan farangur, ganga i kring um farartæki, horfa hispurslaust upp og niöur ferðalangana, og hverfa með vegabréfin inn á skrifstofu. Þar munu þau sett fyrir tölvu, sem leitar að nafni viðkomandi á svarta listanum. Ljósmynd i vegabréfi verður i öllu að likjast eiganda sinum, jafnvel ný gler- augnaumgjörð getur komið i veg fyrir feröina austur. Konur, með hárklúta verða að taka þá ofan nema sá hinn sami klútur sé á myndinni og skeggjaðir karlar eru beðnir um að raka sig á staðnum, (Rakáhöld eru til reiöu) séu þeir skegglausir á passamyndinni. Byssur sem spretta upp úr jörðinni En flestir, sem hafa hreinan skjöld smjúga i gegnum nálar- augað. En eftirlitinu lýkur ekki. Ferðalöngum er gert að aka ákveðna vegi og ekki er ætlast til að þeir geri mikinn stans. I feröalagi frá Miinchen til Ber- linar i gegnum Austur-Þýska- land áði ég ásamt félögum min- um i skógarrjóðri rétt utan við fyrirskipaðan veg. Trabantar og Moskvitsar flugu fram hjá, um aörar mannaferðir var ekki að ræða og við nutum nestis og náttúru. En viti menn, spretta ekki byssum prýddir hermenn út úr skóginum allt i kring. Þeir stóðu i kurteislegri fjar- lægö þangað til við hypjuðum okkur af stað aftur. Aningin varö styttri en til stóð. Eftir á að hyggja kemstég að þeirri niður- stööu að þeir hafi verið að koma i veg fyrir mögulegt samband okkar við innfædda fremur en að þeir hafi i raun og veru viljað skemma matarlystina fyrir okkur. Og eitt er vist, okkur kom öllum saman um að við værum stálheppin, viö vorum viss með að komast aftur út úr landinu. Það sama verður ekki sagt um ibúa Austur-Þýska- lands. „Yfrum" og „handan" Þegar Vestur-Þjóðverjar tala um að fara til Austur-Þýska- lands nefna þeir þó ekki orðið austur. Þeir segjast ætla ,,yfir” eöa „yfrum”. Ibúarnir þar eru heldur ekki fyrir austan, þeir eru „handan” eða „yfrum”. Sjaldan heyrist Þjóöverji taka sér orðiö Þýskaland i munn, þeir tala fremur um DDR og BDR, þe. þýska alþýöulýðveldið og þýska sambandslýðveldið og oftast nota þeir aðeins skamm- stöfunina. Þýskaland er fáheyrt orö þarna ytra og eflaust ýmsar skýringar til á þvi en hin helsta þó sú, að skipting landsins stendur þeim nærri en svo að þeir treysti sér til að nefna þá heild, sem engin er. Og skipting landsins verður ljósari með hverjum deginum ytra — og ljósust viö sjálf landamærin. Eins og svöðusár Landamæri austurs og vest- urs i Þýskalandi liggja eins og svöðusár fram með Austur-Þýskalandi öllu. 1400 km langt. Beggja vegna hafa skógarhöggsmenn og jarðýtur rutt burt öllum gróðri og i sár- inu miöju stendur múrinn, sums staðar raunverulegur múr, ann- ars staðar girðing og skilur aö landsvæöin. Þegar Rússar hófu að reisa girðingar fram með landamærunum eftir siðari heimsstyrjöldina, skildu þeir stundum þorpsbúa frá akur- lendum sinum, ættingjar og vin- ir urðu allt i einu að sætta sig við að verða viðskila, jafnvel fyrir fullt og allt. Fullorðinn maður, sem ég kynntist i Suður-Þýska- landi og flúði vestur i tæka tiö, sagöi mér eitt sinn að sér liöi altaf illa austan ár. Hann kom frá borg sem var sneidd i sund- ur, borgarhlutarnir austan ár féllu til Rússanna, svæðið vest- an árinnar tilheyrir nú sam- bandslýöveldinu. Morðingjar, morðingjar" Það er fólkið, sem býr á slikum sundursneiddum svæö- um, sem mest verður vart viö flóttatilraunir að austan. Ibúar þorpsins Winningstedt, sem er rétt vestan við landamærin hafa þannig margar sögur að segja, margar ófagrar. Ein seg- ir frá þvi er þorpsbúar vöknuöu um miöja nótt við skothvelli og þustu að landamæragiröing- unni. I henni hékk maður eins og fluga i vef og engdist sundur og saman af kvölum vegna skot- anna. Þorpsbúar gátu honum enga björg veitt, þeir urðu að láta sér nægja að hrópa ó- kvæðisorð að vörðunum handan giröingarinnar: „Morðingjar, morðingjar”. 28 milljónirá hverja mílu Eins og áður sagði, eru landa- mærin um 1500 km löng eöa 870 milur enskar. Samkvæmt upp- lýsingum frá breska hernum, sem hefur umsjón meö noröur- svæðunum er gert ráð fyrir að austur-þýska stjórnin verji 28 milljónum islenskra króna (ný- króna) i varnir hverrar einustu milu. Aurarnir fara i gaddavir, sjálfvirk skotfæri, skotbyrgi, laun varöanna vegagerð o.fl. o.fl. A árunum á milli 1949 og 1976, tókst 2.942.018 Austur-Þjóöverj- um aö flýja yfir landamærin og til Vestur-Evrópu. Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Harold Macmillan, kallaði það „að kjósa með fótunum” I ræöu árið 1961. Flestir þeirra sem flúöu voru ungir menn og brott- för þeirra var mikill missir fyrir Austur-Þýskaland. lbúar fands- ins voru þá um 18 milljónir og þjóöin hafði ekki efni á að missa svo mikinn mannafla, þetta var jú fólkið sem átti að erfa landið. Og árið 1976 var gerð fimm ára áætlun um uppbyggingu landa- mæravörslunnar. Þeirri áætlun hefur ekki alls staöar verið hrint i framkvæmd, enn eru eftir svæði þar sem flóttamaður á þó nokkra möguleika. En þeim fer óðum fækkandi. Og flóttafólkinu fer fækkandi. Arið 1974 flúðu 169, árið 1978, 11 og á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa aðeins fimm komist yfir landamærin á þvi svæði sem breski herinn hef- ur umsjón með. Það svæði er um 570 km langt. A þeirri linu einni eru 354 hermannaskýli, 307 varðturnar og 154 varðturnar. Sjálvirk skotfæri eru á um 200 km linu, jarðsprengjur á jafn- löngu svæði og alls staðar er há- girðing, oft margföld. Yfir- maður i breska hernum hefur sagt að sá gifurlegi kostnaður sem fer i gæsluna, eigi ekki hvað sist þátt i þeirri fátækt er rikir i Austur-Þýskalandi. Þrúgandi þögn. Meðfram þessum landamær- um rikir þrúgandi þögn, sem aðeins er rofin öðru hverju af traktor á ökrunum vestan meg- in og af eftirlitsþyrlum austan- manna. I austurátt er fátt að sjá, e.t.v. þorp i fjarska, um- kringt steyptum veggjum. Akurlendi sýnist litið sem ekk- ert hirt og hvergi er fólk á ferli utan hermannanna. Gæslan hefst þegar i nokkurra kilómetra fjarlægð frá sjálfri landamæralinunni. Allar leiðir eru settar vegatálmum og þar biða hermenn, sem krefjast skilrikja. Aðeins þeir, sem hafa sérstakt leyfi frá stjórnvöldun- um, fá að halda leiðinni áfram i vestur. Utanvega eru viða sjálf- virk viðvörunarkerfi. Bændur, sem eiga lönd eöa hús innan þessarar fyrstu linu, hafa skip- anir um að láta þegar vita um allar mannaferðir. Margir, sem freista gæfunnar, festast þegar i þessari fyrstu gildru. Næsta gildra er girðing. (19) Helmingur hennar er falinn i jörðu niðri og er virnet. Efri hlutinn er gerður úr rafmagns- i j'ír. Austur-Þýskur landamæra- vörður við störf sin. Honum varð starsýnt á ljósmyndarann vestan linunnar. virum, sem gefa veikt stuð við snertingu. Snertingin setur enn fremur i gang sirenur og ljós- kastara og skjár inni i her- mannaskýlunum sýnir sam- stundis hvar fórnarlambið er. Komist flóttamaðurinn yfir þessa girðingu, tekur við opið svæði. Á þvi eru varöturnarnir og skotbyrgin. Þar eru einnig hundar og falin tæki, sem gefa frá sér merki sé hróflað við þeim. A þessu svæði hafa veröirnir leyfi til að skjóta til viðvörunar. Þeir skjóta alltaf til að drepa fremur en að taka óþarfa á- hættu. Turnarnir standa nokkrum metrum frá landamæralinunni sjálfri. Svæðið á milli þeirra og siðustu gildrunnar, gengur und- ir nafninu Dauöasvæðið. Þar eiga verðir að skjóta fyrirvara- laust til bana. A þessu svæði er jörðinni haldið gljúpri með dag- legri plægingu, svo að spor eru þar ávallt greinileg. Komist ein- hver alla leið, vita verðirnir a.m.k. hvernig eða hvar og geta endurbættvarnirnará staðnum. Sjálfvirku byssurnar Dauðasvæðið endar i gryfju, (18) alldjúpri og meö þverhnipt- um steyptum vegg vestan meg- in. Engin bill, ekki einu sinni skriðdreki, kemst yfir þessa gryfju. Handan gryfjunnar risa girðingar. Sums staöar eru þær tvöfaldar og jarðsprengjur á milli. Jarðsprengjurnar liggja þétt en eru missterkar sumar myndu særa fót, aðrar tæta und- ur likama. Stundum eru þær merktar en þá þannig að skiltið snýr i vestur. Oftast eru þær á kafi i mold eða grasi. Þá kemur að sjálfri girðing- unni. Net hennar er svo þétt rið- ið að útilokaö er að koma fingri eða tá i möskvana og efsta linan er beitt sem rakblað. Sé um ein- falda girðingu að ræða, er hún að öllum likindum sett sjálf- virkum skotfærum. Þessi tæki eru staðsett i hné-, mittis- og augnhæð og þau hleypa af við minnstu snertingu. Skotin dreif- ast eins og haglabyssuskot, en Allar hreyfingar næst marka- linunni eru undir stöðugri smásjá varðanna austan megin. eru stálflisar sem tæta frá sér á áfangastað, þ.e. i likama flótta- mannsins. Þessar byssur eru einatt nefndar SM70. Þegar SM70 er gert virkt með snert- ingu, sýnir skjárinn inni hjá hermönnunum hvar við hefur verið hróflað og þeir eru aldrei lengur en tvær minútur á stað- inn. Það eru þessar byssur, sem vekja mestan óhug meðal þeirra er ráðgera flótta. Tækin eru uppfinning SS-foringja, sem var yfirmaður i fangabúðum nasistanna og hann fann þau upp til að spara liðsafla i búðun- um. Rússar fundu tækin i lok styrjaldarinnar og voru fljótir að tileinka sér þau. Þeir endur- , bættu þau með þvi að bæta tæt- andi stálflisunum i skotin. Vestur-Þjóðverjum tókst að verða sér út um sýnishorn árið 1976 þegar maður að nafni Gartenschlager bauöst til að sækja eitt. Hann skreið upp að girðingunni með skrúfjárn, gerði tækið óvirkt og skrúfaði það siðan af i heilu lagi. Fæstir voru reiðubúnir að trúa sögu Gartenschlagers, enda hljómaði það heldur óliklega að hann hefði getað stolið byssunni beint fyrir framan nefið á vörðunum. Hann fór þvi aöra ferð i augsýn vitna. Hann var skotinn til bana rétt i þann mund sem hann byrj- aði að skrúfa byssuna af girð- ingunni. Takist einhverjum að komast yfir þessa siðustu girðingu, er björninn unninn. Aðeins nokkrir metrar skilja að þessa siðustu gildru og hin eiginlegu landa- mæri, en Austur-Þjóðverjar halda mjóu svæði auöu austan þeirra til að hafa betra útsýni. Þegar vestur kemur Oftast er tekið á móti flótta- mönnunum af gæslusveitum Breta, Bandarikjamanna eða Vestur-Þjóðverja sjálfra. Flóttamenn eru ávallt yfir- heyrðir, spurðir um hvernig þeir komust yfir og látnir segja frá þvi sem þeir vita um varn- irnar austan linunnar. Og eitt eru allir spurðir um, hve mikið vita Austur-Þjóðverjar, hinir óbreyttu borgarar um varnar- keðjuna? Þeir sem hafa búið nærri landamærunum, vita aug- ljóslega meira, en þekkingar- leysi hinna, sem koma lengra austan að, aftrar þeim þó ekki frá þvi að freista gæfunnar. Það er engin leið að vita hversu margir reyna i raun og veru. Eini vitnisburðurinn eru skothvellir og leit ljóskastar- anna, sem oft má verða vart við nálægt linunni. Og væl siren- unnar vekur mikinn óhug meðal ibúanna, bæö hermanna og óbreyttra, vestan girðingarinn- ar. ótrúlegt lán Þegar vestanmenn spyrja um þekkingu austanmanna á varn- arkeöjunni meðfram landa- mærunum vita þeir þó vel, að hægt er að komast i gegn um hana án nokkurrar vitneskju. Sumir eru bara heppnir. Sagan af þeim Ulf Aners og Frank Burghaerd sýnir það vel. Þeir voru 19 og 20 ára gamlir þegar þeir ákváðu að komast til Vesturlanda, en heimaborg þeirra var Dresden, sem er 170 milur frá landamærunum. Þeir Ulf og Frank höfðu aldrei séð landamærin, og höfðu raun- ar enga hugmynd um hætturn- ar. Þeir höfðu aldrei heyrt um sjálfvirkar byssur. Þeir tóku lest til Erfurt, skiptu þar og tóku aðra til Helingstadt og þaðan gengu þeir til þorpsins Macken- rode, sem er rétt utan við bann- svæðiö með vegatálmunum. Þeir þræddu fram hjá her- mannahópum og sjálfvirkum viðvörunarkerfum og komu um nótt i annaö þorp. Þeim tókst að komast i hlöðu aðeins um 200 m frá markalinunni. Um morgun- inn sáu þeir að fyrsta girðingin, sú rafmagnaða, var aðeins i um 50 km fjarlægð «vo þeir biöu i hlöðunni og fylgdust með hreyf- ingum varðanna i einn sól- arhring. Þeir vissu ekki sjálfir hversu heppnir þeir voru, þvi á þvi svæði sem þeir voru staddir, hafði enn ekki verið komið fyrir neinum SM70 og enn betra: girðingarstaurarnir á raf- magnslinunni voru ekki tengdir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.