Tíminn - 10.12.1969, Page 3

Tíminn - 10.12.1969, Page 3
I 'J> •' -} J M } 1 > 1 1111 I . i i ' ! I ) i « ; MIÐVIKUDAGUR 10. desember 1969. TÍMINN 15 VETTVAMGUR RITSTJÓRAR: BJÖRN PÁLSSON og SVAVAR BJÖRNSSON Ungt fólk hefur áhuga á st jórnmálum — segir Atli Freyr Guðmundsson, erindreki SUF Vetibvangurinn fékk erindreka SUF, Atla Frey Guðmundsson til að svara mo'kkruin spurnimgum tun starfiS. — Hvar ert þú fæddur og hverra manna ert þú? — Ég er fæddur og uppalinn Akurnesingur. Þar var ég mest fram yfir sautján ára aldur, á sumrin í sveit eða við önnur þau stiörf sem strákar vinna en í skóla á vetrum. Raunar á éig ekki ættir mínar að rekja til Akraness því móðir mín er Austfirðinigur, Pálína Þorsteinsdóttir frá Óseyri í Stöðvarfirði, en faðir minn, Guð- mundur Björnsson er Húnivetning ur frá Núpsstöðum í Miðfirði. — Hvað kom til að þú kaust að vinna fyrir stjórnmálaflokk? — Að loknu námi við Samvinnu skólann að Bifröst s. 1. vor, hlaut ég að velja mér starf eftir þvi sem til greina kom. Þegar mér gafst kostur á að starfa fyrir Sam- band ungra Framsóknarmanna fók ég því, og lágu til þess margar ástæður. Ég hef alltaf hafit mik- inn áhuga á hvers konar félags- málum og þá ekki hvað sízt stjórn máium. Með starfi erindreka gefst mér kostur á að kynnast fólki vítt um landið, fólki af ýmsum stétt- um, og með ólíkar skoðanir, og með því befst mér kostur á að taka þátt í baráttu fyrir að þau stefnumál sem ungir Framsóknar- menn hafa, megi verða að sem sterikustu afli í þjóðlífinu. — í hverju er starf erindrekans fólgið? — Starf erindreka er fjöiþætt og erfitt að svara því tæmandi með nokkrum orðum. Það er fyrst og frem-st fólgið í því að skapa temgsl milli hinna einstöku félaga og forystu sam- takanna, aðstoða við uppbyggingu félagsstarfs eins og unnt er og virkja sem flest umgt áhugafólk til starfa í flokksstarfinu. Þá er ýmiss konar gagnasöfnun um starf flokfcsins og skipulagsmál eitt af aðalstörfum erindreka. Slík temgsl eru nauðsynleg til að sem flest sjónarmið komist á framfæri og einstök aðildarfélög hafi sömu raöguleika á að kynna sig og túlka sinn vilja. Og þar sem ekki eru starfandi félög er það eitt af verkefnum erindrekans að vera hvetjandi í að stofna þau. — Hvar starfaðir þú aðallega á s.I. sumri? — Eins og áður kom fram er ég algjör nýgræðinigur í þessu starfi. Ég byrjaði í júnímánuði og ferðaðist þá um tveggja mánaða skeið í Vesturlandskjördæmi, og þá aðallega í Snæfellsness- og Hnappadalssýslum. Þar héldum við fjölda funda roeð þingmönn- um og framámönnum flokksins og héldum aðaifundi í þeim félögum sem þar eru starfandi. Ég annað- ist' félagasöfnun og aðstoðaði við ráðstefnu sem Samband ungra FramsÓknaiTnanna gekkst fyrir í Borgarnesi. Sú ráðstefna fjailaði um landbúnaðarmál og þótti tak- a-st með miklum ágætum. Eftir að ég lauk störfum á SnæfeHsnesi var ég um tíma í Reyikjavfk Oig vann að ýmsum störfum á skrifstofu SUF en fór síðan austur á land og ferðaðist um mánaðar skeið um Austurlandskjördæmi sömu er- india og í Vesturlandskjördæmi. Það var ákatflega skemmtilegur tími, sérstaklega fyrir það hvað veðrið var gott, það var eins og að koma í annan heim að korna úr rigningunni á Vesturlandi í sólina fyrir austan. En þessi tími var eiginlega ailt of stuttur í svo stóru kjörd'asmi sem Austurland er. Þá heimsótti ég allflest kaup- túnin oig ferðaðist nokkuð um sveitir. Vil óg nota þetta tækifæri til að senda þeim fjölmörgu sem greiddu götu mína á þessum ferð- um, beztu þakkir. — Finnst þér það rétta leiðin og vænleg til árangurs að halda uppi slíkri smalamennsku í félög- in? ífV'r’1 h Ég fullyrði að við höldum ekki uppi neinni smalamennsku í félöig ungra Framsókniarmanna. Við viljum vinna að því að sem flestu ungu fólki sem áhuga hefur á þjóðmálum, gefist kostur á því að koma sínum hugmyndum á "ramifæri, og erum fúsir til að veita þá aðstoð sem unnt er til að byggja upp félög þess unga fólks sem vinna vill að saimeigin- legum stefnumálum okkar. Það má e.t.v. skjóta því hér inn þar sem taiað er um smalamennsku í félög ungra Framsóknarmanna, að það er oft talað um að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmál- um og gjarnan eru þau rök sett fram að stjórnmál séu mann- skemmandi og því heillavænlegast að haldia sig í hæfilegri fjarlægð frá þeim. Athyglisverð bók TÁNINGABÓKIN, Ann Landers talar við táninga um kynlífið. Útgefandi: Bjarki h.f. Prentun: Lithoprent h.f. Teikningar: Þorbergur Kristinsson. Kynferðisfræðsla í skólum hef- ur nú að undanförnu verið mikið rædd. Sem betur fer virðast flestir skilja nauðsyn þess að unglingum, eða táningum, eins og þeir eru nú nefndir, sé veitt fræðsla um kyn- fertðismál. En þessi fræðsla hefur verið fremur fumkennd og því verið langt frá því a® vera full- komin. Og foreldrar hafa ekki tek- ið málið fastari tökum en skólarn- Ir, og því hefur fræðslan um þetta mjög svo mikilvæga mál þvælzt „frá Heródesi til Pílatusar“ ef svo má segja, allir hafa varpað ábyrgð- inni af sínum herðum. En blaðakonan Ann Landers vestur í Chicago í Bandaríkjunum var ekki á því að láta þetta mál afskiptalaust, og það eru næsta ótrúleg áihrif sem hún hefur haft með blaðagreinum sínum í Sun Times. Og hún fær bréf frá tán- ingum svo hundruðum skiptir í hverri viku, og allir eru táningarn- ir að spyrja hana ráða. Af hverju hana? Jú, einungis vegma þess að enginn amnar hefur haft ,,kjark“ til að svara spurnimgum um svo viðkvæm mál. I Táningabókinni birtir Ann Landers sum þessara bréfa, og það er trygging þess að bókin er ekki samsafn af „gömlum lumm- um“ eða siðapredikunum um kyn- ferðismál, heldur er efnið tekið beint úr daglega lífinu. Og hér er eitt lítið sýnishorn af þeim 26 bréfum sem Ann biríir í bókinni: „Kæra Ann Landers. Ég er 17 ára og finnst líf mitt alger- lega misheppnað. Viss piltur, sem ég þekki, er draumaprins allra stúlknanna í skólanum. Jæja, loks- ins kom að því. Hann bauð mér út, og ég var frá mér nurnin," o. s. frv. Og Ann Landers tekur á vanda- málum þessarar ungu stúlku, sem finmst líf sitt algerlega misheppn- að, og annara stúlkna og pilta með aðdáunarverðri hreinskilni. Það er e. t. v. nægileg trygging fyrir gæðum bókarinnar að blaða dálkar Ann Landers eru endur- prentaðir í sjöhumdruð öðrum dagblöðum frá Jóhanmesarborg til Tokíó og lesendafjöldinn er áætl- aður um 54 milljónir eins og segir í formála bókarinnar. Bókin skiptist í 10 kafla, en þeir nefnast: í sjöunda himni eða vítis- kvölum. — Að komast á fast. — Hvernig á að slita fastavimáttu? — Hvers vegna ekki að hætta áð- ur en . . . eða halda áfram? — Hvernig þú átt að bjarga þér úr vandanum. — Áfengið og þú. — Kynsjúkdómar (KS) eru ekki bundnir við fullorðinsárin. — Það sem við ættum að vita um kyn- villi. — Er það kynhvöt eða sú rétta tilfinning? — Frá ykkur til mín. Þetta er forvitnileg upptalning og efalaust fýsir marga að svala þeirri forvitni og kaupa Táninga- bókina sem án efa verður óska- bók unglinganna nú um jólin. Og Táningabókin kostar aðeins 258.00 krónur. Sv. Bj. Atli Freyr Guðmundsson Bg vil mótmæla þessari skoð- un. Ungt fólk hefur áhuiga á stjórn málum en finnst það vanta vett- vang til að koma skoðunum sín- um á framfæd og er aHt of feim- ið til að standa upp á mannfund- um og flytja mál sitt. Þetta tel ég meginástæðu þess að ungt fólk er ekki meira með í pólitísku starfi en raun ber vitni. Þyrftu skólayfirvöld að kynna nemend- um framsögn og ræðumennsku í miklu stærri mæli en nú er og þjálfa unglinga í að tjá sig fyrir áheyrendum. Fyrst-u sporin eru erfiðust ræðum'anni og þeim glímuskjálfta er bezt að eyða með- al unglinga siem fyrst. Svo ekki sé á það minnzt hversu þroskandi það er og leiðir til mi'killar leikni í meðferð málsins, að temja ungl- ingum að vanda mál sitt frammi fyrir áheyrendum. Og úr því ég er farinn að tala um skóla í þessu spjalli okfcar um stjórnanál og ungt fólk, get ég ekki látið hjá líóa að minna á þá ómerkilegu kennslu sem nemendur í barna- og gagnfræðaskóluim njóta í þjóð- félaigsfræðum. Ræði ég það ekki frekar hér enda ekki hægt í stuttu spjalli sem þessu. — Hvert er aldurlágmarkið i félögum ungra Framsóknarmanna, og hvernig verður þátttöku þeirra í prófkjörum háttað, sem ekki hafa öðlazt kosningarétt? — Aldurlágmarkið í félö-gum ungra Framsóknarmanna er 14 ár. Það er sama aldurslágmark og er í öHum stjórnmál'ahreyfingum hérlendis að því er ég bezt veit. Hin ýmsu kjördæmasamb. hafa al- gjört sjálfræði um það hvaða reglur þau setja sér um skoðana- kannanir og prófkjör. Mér er ekki kunnuigt um að það sé nema aðeins í Suðurlandskjördæmi að sú ákvtirðun hefur verið tekin að unglingar allt frá 16 ára skuli fá að taka þátt í skoðanakönnun. Annars staðar er þetta miðað við að þátttakendur í skoðanakönn- unum séu orðnir tvítugir á kjör- degi ti’l Alþingis. — Og að Iokum, Atli? — Ungu fólki ber skylda til að láta stjórnmál til sín taka. Við meguen ekki vera áhorfendur að því hveraig íslandi er stjórnað, það er ábyrgðarleysi. —. Sv.Bj. okkur sóla hjól- barSa yðar, óður en þeir eru orðnir of slitnir. Aúkið með því endingu hjólbarða yðar um helming. Sólum *'esta’ íeðunt*ir hjólbarða. Notum aðeins úrvals sólningarefni. BARÐINN hjf Ármúla 7 — Sími 30501 — Reykjavík

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.