Vísir - 25.07.1981, Qupperneq 4

Vísir - 25.07.1981, Qupperneq 4
4 Laugardagur 25. júli 1981 9 9' VÍSIR MÉ SSKi VivSvT.VnViV í'r Mi •.'•.Vr;;.' ’ ‘J lllgp svona X- KONUR Eru konur menn? Fyrsta kona á Islandi, sem neytti kosningaréttar sins hét Vil- | helmina Lever „Höndlunarborg- | arinna” á Akureyri. HUn kaus i j bæjarstjórnarkosningum þar árið 1862 og ’66. Þannig voru mál með vexti, að þegar Akureyri fékk kaupstaðar- réttindi árið 1886 og sagði i reglu- gerð þar að lUtandi: „Kosninga- rétthafa allir fullmyndugir menn ( i danska textanum stöð Mænd) sem ekki eru öðrum háðir sem hjU og hafa verið búfastir i kaup- staðnum siðasta árið, þegar þeir a.m.k. borga 2 rikisdali i bæjar- gjöid á ári”. A það varð aldrei sæzt, hvort menn gætu átt við konur jafnt sem karla, en Vilhel- mina vissi sem var að hUn var lika maður og fékk að kjósa. Eng- in önnur kona virðist hafa verið meðvituð um þennan tUlkunar- möguleika á reglugerðinni, þær sættu sig við að vera aðeins konur og sátu heima. og getur kona verið bóndi? Raunar setur umræðan um túlkun orðsins maður nokkurn svip á baráttuna fyrir rétti kvenna. 1 stjórnarskránni 1874 eru fimm flokkar fólks taldir upp sem hafa eiga kosningarétt. Þeir eru: Bændur, kaupstaðaborgar- ar, þurrabUöarmenn, embættis- menn og þeir sem tekið hafa lær- dómspróf. Um það viröist aldrei hafa verið efast að konur féllu ekki undir neitt þessa, þ.e. kona gat ekki veriö bóndi, ekki einu sinni borgari i kaupstað. 1 tilskipun um sveitarstjórnir frá árinu 1872 haföi sagt að kosn- ingarrétt og kjörgengi til hrepps- nefndar á hver búandi maður i hreppnúm...” Þetta var skiliðsvo aö maður gæti aðeins átt við um karlmenn. Dæmið af Viihelminu á Akur- eyri sýnir þó aö a.m.k. einn „maöur” á Islandi var þessu ósammála. Og árið 1879 fjölgar i þeim hópi, þvi i umræöum um frumvarp um stjórn safnaðar- mála, segir Jón Pétursson háyfir- dómari og ályktar, að „eftir þessu gætu komist I sóknar- nefnd”, þ.e. eftir slikri tUlkun orðsins sóknarmaður. Það virðist þvi sýnt aö meðvitund er til, þó á fáum stöðum væri, um sannna merkingu orösins maöur og vel mætti spyrja hvers vegna engri konu datt í hug að krefjast réttar sins I samræmi við slika meðvit- und, en samkvæmt henni eiga konur kröfu til kosningaríéttar til sveitarstjórna þegar árið 1972. „konur, sem eiga með sig sjálfar” Heildarlöggjöf um sveitar- stjórnamál (sem þá voru aðeins sýslu og hreppamál, ekki bæjar, eins og nú) var sett árið 1905. Þar segir m.a.: „Kosningarétt og kjörg.engi til hreppsnefndar á hver karlmaöur i hreppnum, sem er í löglegri stöðu og ekki öörum háður sem hjU, svo og ekkjur og aðrar ógiftar konur, er standa fyrir bUi eða á annan hátt eiga með sig sjálfar i löglegri stöðu.” Giftar konur fengu kosninga- réttinn og kjörgengi i Reykjavik og HafnarfirS árið 1907 Frum- varpiö hafði að visu einnig gert ráð fyrir þessum réttindum vinnukvenna og annarra hjUa, en það varð ofan á aö láta þau biða um sinn. „einhverja vinnukonu fvrir borgarstióra” En um kosningarétt vinnufólks spunnust forkostulegar umræð- ur á þingi. Sýslumaöur Dala- manna, Björn Bjarnason lét m.a. svo um mælt: „Mér þætti gaman að sjá landlækninn okkar (GiA- mundur Björnsson var einn af flutningsmönnum tillögunnar) hjólandi meöal allra vinnukvenna bæjarins til þess að agitera fyrir- einhverju borgarstjóraefni er hann vildi koma að. Það mætti h'ka fá einhverja vinnukonuna fyrirborgarstjóra og borga henni 4.500 krónur” bætir sýslumaður svo við og þykir greinilega frá- leitt. Tryggvi Gunnarsson vildi ekki andmæla kosningarétti kvenna „útaffyrir sig,” en ekki leist hon- um á að gefa öllu lausafólki Reykjavikur þann rétt, sem ekki hefði minnstu hugmynd um bæjarmál. „Það er heppilegt” sagði Tryggvi „að bændur reyni þetta fyrst heima hjá sér. Þeir geta þá reynt, hve vel þeim hkar, þegar vinnufólk þeirra fer að riða á hreppamót til þess að bera þá ofurliði meðatkvæðum um sveit- armálin.” Svona var nú lýðræðið á Islandi fyrir 70 árum. Lyktur urðu þærað giftar k.onur fengu kosningarétt eins og áður sagði en vinnukonur urðu að biða til ársins 1909. Þá fá giftar konur og vinnukonur um allt land rétt til sveitarstjórnarkosninga og kjör- gengis. Mikill kvennasigur? Arið 1908 hafa sem sagt giftar konur i Reykjavik (og reyndar Hafnarfirði lika) fengið kosning- arrétt og kjörgengi og það ár kemur sá hinn frægi kvennalisti fram. Af honum komust einar 4 konur að, einum fleiri en af sjálf- um flokkslista Heimastjórnar- manna. Þettahefur löngum verið talinn mikill sigur og situr ekki á mér að draga Ur þvi. Hitt má svo aftur athuga, að þegar þessar kosningar foru fram voru hvorki meira né minna en 18 listar i framboði. Þá voru 2850 manns á kjörskrá i Reykjavik, þar af um 1200 konur. Um helmingur þeirra tók sig til og kaus, eða um 600. Og 354 kusu kvennalistann. Fleiri voruþær ekki. Vissulega má telja það sigur að koma 4 konum i bæjarstjórn, en þvi var ekki að þakka samstöðu kvenna, siður en svo. ,,þótt gáfnafari og lundarfari sé ólíkt far- ið..” Árið 1911 kom fram stjórnar- skrárfrumvarpá þinginu þar sem kosningaréttur kvenna var rýmd- ur sem eftir meðferð nefndar (i nefndinni voru m.a. Hannes Haf- stein og Skúli Thoroddsen) kvað svo á um kosningarétt: „(Hann) hafa allir karlar og konur, sem eru fullveðja að aldri, þó aldrei yngri en 21 árs, þegar kosning fer fram.” Fljótt kom fram breyting- artillaga (frá Jóni i MUla) i þá átt að konur fengju ekki réttinn allar ieinu, heldur fyrsta árið fertugar og eldri, en siðan færðist aldurs- takmarkið niður um eitt ár ár- lega. Og enn spinnast hinar for- kostulegustuumræður um konur: „Ég er þvi' hlynntur að konur fái jafnrétti við karlmenn, þvi þótt gáfnafari og lundarfari sé ólikt farið og konur skorti oftast dóm- greind á við karlmenn, þá bæta konur það upp með öðrum kost- um. Siðgæðistilfinning kvenna er meiri en karla og þær láta siður leiðast af eigingjörnum hvötum. Þetta vegur þvi upp hvað ann- að.”, segir Jón ólafsson hæstvirt- urþingmaður. Hann bætir við að sér ægi við að veitá aukinn kosn- ingarétt i svo rfkum mæli, hvort sem er konum eða körlum. Þvi styðurhann breytingatillögu Jóns i MUla. ,,þær yrðu vafalaust eins stefnufastar...” Jón I MUla studdi breytingatil- lögu sina þeim rökum, að fara yrði hægt i' sakir. „Ekki mætti bara h'ta á þaö að leysa höft, held- ur hittað kasta ábyrgð og skyldu- störfum yfir á þá, sem ekki hefðu haft af sliku að segja hingað til.” Bjarni frá Vogi andmælti Jóni, hann kviði þvi ekki að fá konur I þingsali, „þær yrðu vafalaust eins stefnufastar, vitrar og kurt- eisar og þeir..” Siöar isömu umræðum lét Jón i MUla svo um madt „Eðlismunur karla og kvenna verður ekki af- numinn meö alþingislögum. Sá munur er mikill og merkilegur og sérhvað það svo sem þessi ný- mæli (þ.e. aukinn kosningarétt- ur) miðar til að gera þann mun minni eða ljóvga náttUrlegt eðli, erskaölegt og hefnir sin með auk- inni ófarsæld þeirra, sem hlut eiga að máli. ” Enn einn þingmaður, Sigurður Sigurðsson, ris Ur sæti til að taka undir orð Jóns I MUla, verka- skipting væri jU hefðbundin: „Karlmenn hafa tekið að sér störfin Ut á við. Pólitisku störfin eru ekkert leikfang. Þau eru hálf- gerð skltverk og við þess konar störfum eigum við að hlifa kven- þjóðinni.” Svo mix-g voru þau orð. Alþingi tók loksaf skarið og veitti konum kosningarétt til jafns á við karla. Aldur var bundinn við 25 ár. HjU og vistskyltfólk var enn réttlaust. Þessar stjórnarskrárbreytingar voru þó ekki staðfestar vegna sambandsmáladeildu Islands og Danmerkur. ,,eða tæki léttasóttina þegar hún væri á mann- ta lsþingferð” Frumvarpið varð þvi að biða enn um sinn. En á þessu sama ári, 1911,kemur til umræðu frum- varp frá Hannesi Hafstein, þess efnisað konurfengju jafnan réttá við karla til embættisnáms, styrkjaog embætta. Og enn þinga karlar: Jón Ólafsson sagði sem svo að hverri konu væri það ofætlun að gerast sýslumaöur i jafn strjál- býlu landi og Islandi, „auk þess geta giftar konur — og raunar ógiftar lika — haft náttUruleg for- föll og mundi það t.d. i Austur- Skaftafellssýslu þykja heldur óhagræði, ef sýslumaðurinn lægi á sæng þegar hans væri vitjaö til aö rannsaka glæpamál eða kveöa upp varðhaldsúrskurö, eða tæki léttasóttina, þegar hUn væri á manntalsþingferð.” Björn SigfUsson frá Kornsá vissi svör við þessari mótbáru: „Karlmenn væru ekki frekar en kvenfólk vátryggöir fyrir sjUk- dómum, sýslumenn gætu fengið lungnabólgu og héraðslæknar gigt. Léttasóttarforföll kæmu engum á óvart og gætu tæpast orðið eins bagaleg og skyndileg sjUkdómstilfelli karla, er enginn sæi fyrir.” Og eftir sambærilegt japl og jaml fór svo að frumvarp- ið var samþykkt og staðfest af konungi sama árið. ,,Ég vantreysti þeim ekki...” Stjórnarskrármálið frá 1911 Gluggað í söguna um rétt kvenna til kjörgengis og kosninga

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.