Vísir - 25.07.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 25.07.1981, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 25. júli 1981 VÍSIR Margir íslendingar lifa á fíkniefnasölu — bædi hér heima og erlendis Þóröur Þóröarson, fulltrúi hjá fíknicfnadómstólnum: Ráöuneytiö hefur sýnt okkur fullan skilning. Öðru hverju gefur að lita í blöðum f rásagnir af uppljóstrunum á fikni- efnasmygli og dreifingu. Sérstök deild er innan lögreglunnar i Reykjavik sem annast rannsókn þessara mála. Er það ávana-og fíkniefnadeildin en hún starfar svo aftur í mjög nánum tengslum við fíkniefnadómstólinn. Fæst af þvi sem þar fer fram kemur fyrir augu almennings og umfang rannsóknanna er meira en flesta órar fyrir. En eitt virðist þó að minnsta kosti Ijóst að framboð og neysla fíkniefna hér á landi fer vaxandi. Visir sneri sér til Þórðar Þórðarsonar, fulltrúa hjá fikni- efnadómstólnum til að forvitn- ast um þróun mála og þá ekki sist hvernig lögreglan er i stakk búin til að mæta þessu aukna framboði. Neyslan úti á landi alltaf að aukast Er fíkniefnaneysla útbreitt vandamál hér á landi? ,,Ég held að besti mælikvarð- inn á það hversu viðtæk dreif- ingin er orðin og neyslan al- menn sé til dæmis i hve auknum mæli lögreglumenn verða varir við fikniefni við almenn lög- gæslustörf. Það er oröið algengt að fólk sem gisti fangageymslur sé með fikniefni og þá aðallega cannabisefni i fórum sinum. Einnig er umferöardeildin að finna efni á fólki sem lendir i árekstrum og umferöarslysum. Þá hefur framboðið aukist mjög á götunum og einnig ákveðnum veitingastöðum. Gildir þetta þá eingöngu fyrir Reykjavik eöa er landsbyggöin aö færast meira inn i myndina? Já, á ákveðnum stöðum úti á landi virðist neyslan vera orðin mjög almenn. Efni berast oftast með aðkomufólki sem kemur til vinnu á þessum stöðum, þannig kemst heimafólk siðan á bragð- ið. Árangur lögreglunnar hefur minnkað En hvernig er árangurinn af starfi fikniefnadeildarinnar? Að mínu áliti verður lögregl- unni ekki eins ágengt við störf sin i dag eins og var fyrir nokkr- um árum. Bæði er að framboðið hefur aukist mjög og einnig vantar meiri mannskap og betri tæki. Þá hefur það einnig háö okkur að óæskilega miklar mannabreytingar hafa átt sér stað innan deildarinnar af ýms- um ástæöum. En tæknilegur útbúnaöur deildarinnar, hvernig er hann? 1 dag er útbúnaðurinn mjög ófullnægjandi. Við lögðum i vor fram tillögur fyrir dómsmála- ráðuneytið um hvaöa tæki við teldum brýnast aö fá til að upp- fylltar væru lágmarkskröfur. Ráðuneytið tók mjög vel i þess- ar tillögur og samþykkti þær i öllum atriöum. Við höfum loforð um fjárveitingu fyrir öllu þvi sem við teljum nauðsynlegt aö fá. Af einhverjum ástæðum hef- ur þó orðið dráttur á fram- kvæmd þessa. Er eitthvað eitt ööru fremur sem ykkur finnst vanta? ,,Það er auðvitað margt sem vantar en til dæmis má nefna sjálfvirkan simsvara sem við teljum mjög áriöandi að fá sem fyrst. Slikt tæki er nauðsynlegt til að auka upplýsingastreymi til okkar. Fólk þarf aö geta hringt i ákveðið númer og lesið inn skilaboð án þess að þurfa að gefa upp nafn eöa númer. Ég held að þetta mundi skila miklum árangri, þvi margir eru tregir við að hringja þegar hægt er að rekja simtölin, hvað þá heldur að mæta niður á lög- reglustöð til að gefa upplýsing- ar.” _ ,,í sambandi viö mannafla má nefna að hér starfa átta manns við rannsóknadeildina, þar af er einn lögreglufulltrúi og svo sá sem hefur umsjón meö leitar- hundinum. Auðvitað væri æski- legt aö fá fleiri menn til starfa, en það sem okkur finnst þó mest vanta, er aö hér sé hafður mað- ur á bakvakt, einhver sem hægt er að ná til utan venjulegs vinnutima. Dómsmálaráðu- neytið hefur einnig tekið mjög jákvætt i þetta atriði. Margir lifa alg.jörlega á fíkniefnasölu. Hverjir eru þaö sem standa i innflutningi og dreifingu fikni- efna. Það má segja að þeir skiptist i tvo hópa. Annars vegar eru neytendur sem selja eingöngu til að fjármagna eigin neyslu. Þeir kaupa sér litið magn i einu, taka hluta af þvi fyrir sjálfa sig, en blanda svo afganginn með einhverjum aukaefnum og drýgja þannig til sölu. Aukaefn- in geta verið margs konar, til dæmis er Henna hárlitunarefni mjög vinsælt um þessar mund- ir. Þetta eru þeir sem eru á ferðinni á götunum. A hinn bóginn eru svo aðilar sem lifa algjörlega af þessu. Þeir gera þetta eingöngu i ágóðaskyni, þó margir séu einn- ig neytendur i einhverjum mæli. Oft eru það nokkrir aðilar sem taka sig saman og kaupa litið magn i upphafi. Verðmunurinn hér heima og erlendis gerir það aö verkum að þessi fjárfesting veltir mjög fljótt upp á sig og innan tiðar eru þessir menn komnir með milljóna veltu og mikinn hagnað. Þetta eru menn sem berast mikið á oft á tiðum. Láta sig ekkert muna um tiðar utanferðir til innkaupa á fikni- efnum.” Fékk þrjú ár fyrir fimmtán kiló Hvernig refsingu er beitt gegn fikniefnabrotum? „Það er mjög mismunandi eftir eðli brotanna. Flestum málum lýkur þó með dómssátt sem felur i sér greiðslu sektar. Hámarkssekt samkvæmt fikni- efnalöggjöfinni er sextiu þúsund krónur, en fangelsisdómur get- ur orðið allt aö tiu árum. Þyngsti fangelsisdómur sem hér hefur verið kveðinn upp var þrjú ár. Það var fyrir innflutn- ing og dreifingu á rúmlega fimmtán kilóum af hassi sem náði yfir tveggja ára timabil. A þessu ári hefur 160 málum lykt- að með dómssátt en tólf með fangelsisdómum.” Geta menn komiö sér undan dómum viö fikniefnabrotum? „Nei, menn sleppa ekki við að taka út sina refsingu ef til þeirra næst. Margir áfrýja dómsúr- skurðinum til hæstaréttar og þar getur tekið nokkur ár að fá máliö tekið fyrir. Sumir taka sig á, en aðrir halda starfseminni áfram, ýmist hér heima eða erlendis. Fari þeir utan getur oft verið erfitt að ná til þeirra, þvi framsal er þungt i vöfum, nema hér á milli Norðurland- anna, þar sem samstarf er mjög gott.” Þú sagðir i viðtali um daginn að vitað væri um fjölda Islend- inga sem lifðu af fíkniefnasölu i Kaupmannahöfn. „Já, við vitum af þessum mönnum, en þeir eru flestir komnir með fast aðsetur i Dan- mörku og heyra orðið undir yfirvöld þar. Þeir eru oft hand- teknir af þarlendri fikniefnalög- reglu og einnig er ekki óalgengt að mönnum sé visað úr landi.” Er okkar refsilöggjöf sam- bærileg við hin Norðurlöndin? „Já, hún er það. Aftur á móti hefur framkvæmdin orðið sú að Danir taka mun vægar á brotum heldur en við gerum, og Sviar og Norðmenn eru lang harðastir.” Nú hefur veriö rætt um að Rannsóknarlögregla rikisins yfirtaki fikniefnadeildina. Hver er þfn skoðun á þvi. „Samstarf fikniefnalögreglu og fikniefnadómstóls þarf að vera mjög náið og ég tel þvi ágætlega fyrirkomið eins og það er i dag. Það mundi ekki leysa nein vandamál að flytja þessa deild undir rannsóknarlögregl- una”. Samstilltur þjálfaður kjami nauðsynlegur Hvaöa ráöum er þá hægt aö beita til aö virkja fikniefna- deildina betur? „Bætt aðstaða er að sjálf- sögðu mikilvæg. En aðal atriðið er að mynda samstilltan kjarna sem býr yfir sérhæföri reynslu og þekkingu i fikniefnarann- sóknum. Við eigum slika menn til og þurfum að þjálfa fleiri. Mikilvægt er lika að þeir sem þessum málum stjórna taki tillit til ráðlegginga þeirra sem búa yfir sérþekkingu á fikniefna- rannsóknum.” Hlutur Smyrils lltill. Aö lokum Þóröur, undanfariö hefur mikið veriö rætt um fíkni- efnasmygl meö Smyrli. Telur þú þá leið hættulegri en aðrar? Nei, mér finnst fráleitt að ætla Smyrli einhvern stóran hlut i þessu. Allar skýrslur sýna að meginstraumur fikniefna inn I landiö er um Keflavikurflug- völl, þó að hitt þekkist eflaust. Ég vil þó taka fram að okkar samstarf við tollgæsluna á Keflavikurflugvelli hefur verið mjög gott, en staðreyndin er sú að mun meira magn kemur þar i gegn heldur en annars staðar frá.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.